24.04.2023
Við blásum til vinnuferðar í Bása helgina 5.-7. maí. Margir telja Bása einn fallegasta stað landsins og það er gefandi vinna að gera þessa paradís enn betri. Þegar margar hendur leggjast á eitt við að bæta, byggja, snyrta og laga verður útkoman þannig að allir Útivistarfélagar fyllast stolti.
10.01.2023
Nú er hægt að kaupa aðgang að öllum Árbókum Útivistar á rafrænu formi fyrir aðeins 4.500 kr.
22.12.2022
Ferðablað Útivistar 2023 er komið út. Blaðið verður sent til félagsmanna í byrjun janúar, en hægt er að nálgast eintak á skrifstofu Útivistar. Einnig er hægt að fletta því hér á vefnum.
14.12.2022
Í dag hleypum við af stokkunum nýrri ferðaáætlun fyrir Ferðafélagið Útivist, en meginmarkmið félagsins er að auðvelda almenningi að upplifa og njóta sín í íslenskri náttúru í góðra vina hópi. Eins og sjá má af þessari metnaðarfullu áætlun leggjum við mikla áherslu á að ná til sem flestra, bæði þeirra sem nýjir eru í útivistariðkun sem og reynsluboltanna, þannig að tekið sé tillit til ólíkra þarfa félagsmanna.
28.11.2022
Strax eftir áramót fara af stað þrír áhugaverðir gönguhópar hjá Útivist. Búið er að opna fyrir skráningu í hópana.
22.11.2022
Nú nýverið tóku eigendur lands við Kirkjufell hjá Grundarfirði ákvörðun um að banna gönguferðir á fjallið í vetur eða allt þar til varptíma lýkur næsta vor. Þetta er gert í ljósi mikillar slysahættu á fjallinu og þeirra dauðaslysa sem þar hafa orðið á síðustu árum.
04.08.2022
Vegna minnkandi snjóalaga á Fimmvörðuhálsi er þeim sem leggja leið sína í Fimmvörðuskála ráðlagt að fara ekki hefðbundna leið að skálanum þar sem fara þarf yfir snjóbrú sem er hæpin á þessum árstíma eða vaða á. Því mælum við með að velja eftirfarandi leiðir.
04.08.2022
Those who are hiking to Fimmvörðuskáli hut are advised not to take the traditional route to the cabin, as you have to cross a snow bridge that is not to good at this time of year or wade across a river. Therefore, we recommend choosing the following routes:
27.06.2022
Hið dásamlega tríó GÓSS lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta í Bása í sumar. Það verður því ljúf og góð stemmning í Básum þann 2. júlí.
27.01.2022
Útivistarfélögum er boðið á forútsölu GG Sport mánudaginn 31. janúar. Opið 10.30 - 22.00. 20-50% afsláttur á flestum vörum.
17.01.2022
Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi 13. janúar og munu þær hafa áhrif á starfsemi Útivistar meðan reglugerðin gildir eða til 2. febrúar.
08.11.2021
Við erum flutt í Katrínartún 4.
29.10.2021
Tímamót voru í Básum um síðustu helgi þegar olítankur sem þar hefur verið í áratugi var fjarlægður. Það var gert í kjölfar orkuskipta þar sem rafmagnskynding hefur leyst af hólmi olíukyndingu.
27.07.2021
Í ljósi sóttvarnaráðstafana vegna COVID-19 taka nýjar reglur gildi í skálum og tjaldsvæðum Útivistar. Við leggjum áherslu á að fyglja þeim reglum sem í gildi eru og leggja þannig okkar lóð á vogaskálarnar til að draga úr útbreiðslu smits.
21.07.2021
Útivist hefur tekið tjaldsvæðið í Þvergili aftur í notkun og er það einkum ætlað fyrir hópa sem vilja vera útaf fyrir sig.
04.06.2021
GG Sport býður Útivistarfélögum forpantanir á K2 skíðunum fyrir næsta vetur. Nú hafa þau einnig bætt við Black Crows, einu flottasta fjallaskíðamerkinu í bransanum og allir ættu að þekkja. Auðvitað verða Marker bindingarnar einnig til forpöntunar.
28.04.2021
Farið verður í skógræktarferð í sælureit framtíðar að Heiðarbóli fimmtudaginn 6. maí kl. 17. Þar munum við eigum góða stund saman og leggjum umhverfinu lið.
03.03.2021
Brottfarir í dagsferðir Útivistar eru ekki lengur frá BSÍ heldur frá Mjóddinni.
12.01.2021
Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á morgun 13. janúar. Greinin uppfærð kl. 17 þann 12.1.
16.10.2020
Núna meðan samkomutakmarkanir koma í veg fyrir að hægt sé að fara í gönguferðir í hóp og starfsemi félagsins liggur mikið til niðri, er mikilvægt að halda áfram að hreyfa sig og njóta góðrar útiveru. Við hvetjum því alla félagsmenn okkar til að bregða sér út í göngur og ætlum að bregða okkur í leik.
06.10.2020
Þeim sem hyggja á ferð í Þórsmörk eða Goðaland er bent á að búið er að taka göngubrýrnar af Krossá, en þær þarf að draga á þurrt land fyrir veturinn. Sama gildir um brú á Hrunaá inni í Tungum.
05.10.2020
Vegna þeirra samkomutakmarkana sem í gildi eru þurfum við að fresta ferðum sem eru á dagskrá á tímabilinu 5.-19. október og ekki er hægt að framkvæma í samræmi við gildandi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
Við munum taka stöðuna þegar fyrir liggur hvaða reglur gilda að þessu tímabili loknu.
18.09.2020
Skógræktarferð að Heiðarbóli er nú áætluð fimmtudaginn 24. september kl. 17 - 20.
15.09.2020
Aðalfundur Útivistar var haldinn þann 8. september s.l. Nýr formaður félagsins var kjörinn á fundinum.
11.09.2020
Eins og fram kom á nýliðnum aðalfundi hefur Útivist fengið til umsjónar sælureit til uppbyggingar og skógræktar. Nú stendur til að skipuleggja uppbyggingu á staðnum og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að leggja þessu verkefni lið að mæta þangað sunnudaginn 20. september kl. 11.
09.09.2020
Að mörgu er að huga í fallegu Básunum okkar. Um næstu helgi 11. -13. september er fyrirhugað að fara í vinnuferð þar sem lögð verður áhersla á frágang og aðkallandi störf í umhverfi skála og á tjaldstæðum. Grillveisla á laugardagskvöldi.
24.07.2020
Útivistarkonan Fríða Brá Pálsdóttir veit hvað það gefur að stunda útivist. Í grein í Fréttablaðinu segir hún frá reynslu sinni, bæði í leik og í starfi. Hún hefur verið að ganga með Fjallförum Útivistar um nokkurra ára skeið.
26.06.2020
Við vekjum athygli á að fullt er á tónleika GÓSS í Básum 4. júlí samkvæmt þeim takmörkunum sem sóttvarnarlög setja okkur. Þeir sem hafa bókað á tjaldsvæði eða í skála fá armband sem er aðgöngumiði á tónleikana. Að sama skapi er fullbókað á tjaldsvæðið í Básum um helgina.
16.06.2020
Vegna sóttvarnarlaga er takmarkaður fjöldi leyfður á tjaldsvæðinu í Básum og því nauðsynlegt að bóka tjaldgistingu fyrirfram.
30.04.2020
Nú þegar reglur um samkomubann verða rýmkaðar þannn 4. maí teljum við tímabært að setja dagsferðir aftur í gang. Fyrst um sinn verða þær þó með þeim hætti að þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu og hefur dagskráin verið endurskoðuð með það í huga.