12.01.2021
Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á morgun 13. janúar. Greinin uppfærð kl. 17 þann 12.1.
06.10.2020
Þeim sem hyggja á ferð í Þórsmörk eða Goðaland er bent á að búið er að taka göngubrýrnar af Krossá, en þær þarf að draga á þurrt land fyrir veturinn. Sama gildir um brú á Hrunaá inni í Tungum.
05.10.2020
Vegna þeirra samkomutakmarkana sem í gildi eru þurfum við að fresta ferðum sem eru á dagskrá á tímabilinu 5.-19. október og ekki er hægt að framkvæma í samræmi við gildandi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
Við munum taka stöðuna þegar fyrir liggur hvaða reglur gilda að þessu tímabili loknu.
18.09.2020
Skógræktarferð að Heiðarbóli er nú áætluð fimmtudaginn 24. september kl. 17 - 20.
15.09.2020
Aðalfundur Útivistar var haldinn þann 8. september s.l. Nýr formaður félagsins var kjörinn á fundinum.
11.09.2020
Eins og fram kom á nýliðnum aðalfundi hefur Útivist fengið til umsjónar sælureit til uppbyggingar og skógræktar. Nú stendur til að skipuleggja uppbyggingu á staðnum og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að leggja þessu verkefni lið að mæta þangað sunnudaginn 20. september kl. 11.
09.09.2020
Að mörgu er að huga í fallegu Básunum okkar. Um næstu helgi 11. -13. september er fyrirhugað að fara í vinnuferð þar sem lögð verður áhersla á frágang og aðkallandi störf í umhverfi skála og á tjaldstæðum. Grillveisla á laugardagskvöldi.
24.07.2020
Útivistarkonan Fríða Brá Pálsdóttir veit hvað það gefur að stunda útivist. Í grein í Fréttablaðinu segir hún frá reynslu sinni, bæði í leik og í starfi. Hún hefur verið að ganga með Fjallförum Útivistar um nokkurra ára skeið.
26.06.2020
Við vekjum athygli á að fullt er á tónleika GÓSS í Básum 4. júlí samkvæmt þeim takmörkunum sem sóttvarnarlög setja okkur. Þeir sem hafa bókað á tjaldsvæði eða í skála fá armband sem er aðgöngumiði á tónleikana. Að sama skapi er fullbókað á tjaldsvæðið í Básum um helgina.
16.06.2020
Vegna sóttvarnarlaga er takmarkaður fjöldi leyfður á tjaldsvæðinu í Básum og því nauðsynlegt að bóka tjaldgistingu fyrirfram.
30.04.2020
Nú þegar reglur um samkomubann verða rýmkaðar þannn 4. maí teljum við tímabært að setja dagsferðir aftur í gang. Fyrst um sinn verða þær þó með þeim hætti að þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu og hefur dagskráin verið endurskoðuð með það í huga.
18.03.2020
Nú þegar í gildi er samkomubann þarf að aðlaga samfélagið að þeim aðstæðum. Það á jafnt við um útivist sem annað. Eftir að samkomubann var hert enn frekar þurfum við enn og aftur að endurskoða okkar starfsemi.
12.03.2020
Einhverjir kunna að spyrja sig hvort ástæða sé til að fella niður skipulagðar göngur Útivistar í ljósi útbreiðslu covid-19 eða kórónaveirunnar. Stutta svarið við því er að við förum að tilmælum Landlæknisembættisins og höldum áfram að lifa lífinu.
10.02.2020
Núna í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi er eðlilegt að spurningar vakni hvort óhætt sé að ganga um svæðið. Við búum í landi sem einkennist af eldvirkni og þurfum því iðulega að taka mið af því í okkar daglegu athöfnum.
01.01.2020
Reykjanesskaginn er mikil útivistar- og náttúruperla. Fyrir um það bil 25 árum var sett af stað vinna við að leggja og kynna nýja gönguleið sem hlaut nafnið Reykjavegur og liggur á milli Reykjaness og Nesjavalla.
Fararstjórar:
Kristjana Birgisdóttir
Hanna Guðmundssdóttir
Hrönn Baldursdóttir
17.12.2019
Á þessu ári hefst Langleiðin aftur hjá Útivist en þessi raðganga mun taka fjögur ár. Langleiðin hefur tvisvar sinnum áður verið farin á vegum Útivistar, árin 2008 – 2010 og 2013 – 2015.
11.12.2019
Í ársbyrjun taka vaskir Útivistarfélagar nýárið með trompi í Nýársþreki Útivistar sem hefst í janúarbyrjun ár hvert.
21.10.2019
Þriðjudaginn 22. október kl. 21 býður Útivist félagsmönnum sínum upp á fræðslu um þær hreyfingar sem eru að eiga sér stað við Tungnakvíslajökul. Fyrirlesari verður Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur.
03.10.2019
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur er samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar í samstarfi við Norræna húsið og Framtíðarlandið sem að opnar þann 27. september.
08.05.2019
Dagana 17.-19 maí 2019 verður vinnuhelgi í Básum.
02.05.2019
Kynningi á sumarferðum Útivistar verður kl. 20 fimmtudaginn 16. maí í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1. Gengið inn frá Ármúla.
20.04.2019
Nú eru skálaverðir komnir í Bása, vatn komið á salerni og skálarnir klárir. Skálaverðir taka á móti gestum í skálagistingu meðan húsrúm leyfir. Síminn hjá skálavörðum er 893 2910.
27.02.2019
Fín umfjöllun um Útivist í þættinum Skrefinu lengra á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.
22.02.2019
Raðgöngur sem fyrirhugaðar voru umhverfis Hengil hafa verið felldar niður.
12.12.2018
Ferðaáætun og kynningarblað Útivistar 2019 kemur út mánudaginn 17. desember. Við birtum núna áætlunina í nýju formi með útgáfu á fallegu blaði. Útgáfuhóf og kynning fer fram þann dag kl. 17.
05.12.2018
Skemmti- og fræðslunefnd kynnir: Jólatölt umhverfis Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði 15. desember 13-15.
29.11.2018
Verslunin Íslensku Alparnir verður með sölukvöld fyrir Útivistarfélaga miðvikudaginn 5. desember frá kl. 18 til 20. Góður afsláttur í boði.
07.11.2018
Hjá Útivist er hægt að kaupa gjafabréf fyrir öll tækifæri. Gjöf sem inniheldur gjafabréf frá Útivist felur í sér ávísun á skemmtilegar stundir, náttúruupplifun og holla hreyfingu. Gjafabréfin eru því góð gjöf sem stuðlar að heilbrigðum lífsstíl hjá viðtakandanum.
31.10.2018
XI. Umhverfisþing verður haldið föstudaginn 9. nóvember 2018 á Grand Hóteli í Reykjavík.
21.08.2018
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru.