Jónsmessuhátíð í Básum: Rúta og tjald

Dags:

fös. 26. jún. 2026 - sun. 28. jún. 2026

Brottför:

Frá Mjódd kl 17:00 eða Nauthúsagili kl 20:00

  • Tjald

Jónsmessan er tíminn til að hefja útivistarsumarið, koma saman, fara í skemmtilagar göngur og gista á fallegum stað. Fyrir okkur í Útivist er enginn staður sem hentar betur en svæðið okkar fallega í Básum á Goðalandi. Þar hefur Útivist efnt til gönguferða og fagnaðar um Jónsmessu árum saman og það er engin breyting á því nú.

Á föstudagskvöldi komum við okkur inn í Bása. Þau sem ekki hafa tök á að keyra alla leið geta tekið rútu sem verður til taks við Nauthúsaá um kl 20:00. Einnig er möguleiki að fá far með rútu alla leið frá Reykjavík og er brottför þá kl 17:00

Gist er í eigin tjöldum tvær nætur.

Á laugardeginum boðið upp á dagsgöngur í Básum við allra hæfi, bæði stutta og fjölskylduvæna, sem og  lengri ferð.

Á laugardagskvöldinu tekur svo margrómuð Útivistargleðin völdin þegar allir hittast, slegið er upp afmælisgrillveislu og varðeldi. 

Innifalið er rúta, tjaldgisting, fararstjórn og grillveislan. 

Verð 45.000 kr.
Félagsverð 34.000 kr.

Nr.

2606H02A