Myndakvöld 1. febrúar

25. janúar 2016

Þriðja myndakvöld vetrarins verður mánudaginn 1. febrúar klukkan 20.00 í Húnabúð, Skeifunni 11. Aðgangseyrir er 1.200 krónur. Sýndar verða myndir frá ferð Hjólaræktar Útivistar til Austuríkis. Þar var hjólað niður með Dóná frá Passau í Þýskalandi til Vínar. Kynnir verður Grétar William Guðbergsson sem einnig tók myndirnar. Í lok sýningar verður að venju glæsilegt brauð- og tertuhlaðborð í boði kaffinefndar Útivistar.