Nú þegar reglur um samkomubann verða rýmkaðar þannn 4. maí teljum við tímabært að setja dagsferðir aftur í gang. Fyrst um sinn verða þær þó með þeim hætti að þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu og hefur dagskráin verið endurskoðuð með það í huga. Þeir sem deila heimili geta sameinast í bíla samkvæmt reglum um sóttvarnir.
Eftirfarandi dagsferðir eru á dagskrá í maí:
9. maí: Stóra Kóngsfell
16. maí: Blikdalshringurinn
23. maí: Akrafjall
Brottför í allar ferðirnar verður kl. 9 frá upphafsstað göngu.
Um Hvítasunnuhelgina er Eyjafjallajökull á dagskrá samkvæmt upphaflegri ferðaáæltun og gerum við ráð fyrir að hægt verði að fara þá ferð, hugsanlega þó með einhverri aðlögun að aðstæðum.
Vegna sóttvarna bendum við á eftirfarandi reglur:
1. Virðum 2ja metra regluna. Á göngunni hjálpumst við að við að muna eftir reglunni og minnum hvort annað á. Reglur um akstur á milli staða í COVID-19 faraldri gilda. Þeir sem deila heimili ferðast saman í bifreið.
2. Höfum meðferðis handspritt í öllum tegundum ferða.
3. Í gönguferð skulu ekki vera minna en 2 metrar á milli manna en örugg fjarlægð vex með meiri hraða. Í hjólaferð og á skíðum niður brekku er nauðsynlegt að hafa að lágmarki 4 metra á milli einstaklinga.
4. Deilið ekki persónulegum búnaði/matvælum/drykkjum með öðrum en nánasta ferðafélaga í hópnum.
Til viðbótar þessu gildir að ekki má koma í skipulagðar ferðir ef eitthvað af eftirfarandi á við þig:
a. Ert í sóttkví.
b. Ert í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c. Hefur verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverki, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).