Ný skilti sett upp í Básum

22. júní 2015

Ný upplýsingaskilti hafa verið sett upp í Básum.  Um er að ræða tvö upplýsingaskilti þar sem finna má margvíslegar hagnýtar upplýsingar um svæðið annars vegar og hins vegar fróðleik um uppbyggingu Útivistar á svæðinu.  Á þriðja skiltunu er kort af Goðalandi og Þórsmörk þar sem sýndar eru helstu gönguleiðir á svæðinu.  Grunnur kortsins er í einstaklega falleg vatnslitamynd sem listakonan Anna Cynthia Leplar málaði.  

Gerð skiltanna var styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar.  Einnig var gjöf frá Nönnu Kaaber notuð við gerð skiltana, en Nanna gaf félaginu 100 þúsund krónur til verkefnisins á 35 ára afmæli félagsins.  Nanna var einn af stofnfélögum Útivistar og virk í starfinu til fjölda ára, en hún lést árið 2011. Loks lagði mynda- og kaffinefnd Útivistar til fjármagn í gerð skiltanna, en þeir peningar koma frá myndakvöldum félagsins.

Skiltin voru hönnuð af Tómasi Jónssyni og Magnúsi Vali Pálssyni.