Helgarferðir

Síun
  • Dags:

    fös. 10. apr. 2026 - sun. 12. apr. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Tindfjöll eru undraland vetrarins. Þar eru einstakar aðstæðir til skíðaiðkunar, hvort sem er gönguskíði eða fjallaskíði. Í þessari ferð notum við gönguskíðin.
    Í þessari ferð er dvalið í skála Útivistar, Tindfjallaseli í tvær nætur og skíðað um fjöllin. Við látum aðstæður ráða för og munum setja inn nánari lýsingu þegar við sjáum hver snjóalög eru í fjöllunum.

    Þátttakendur koma sér sjálfir í Fljótsdal og gengið er upp í skálann með allt á bakinu.

    • Verð:

      38.000 kr.
    • Félagsverð:

      27.000 kr.
    • Nr.

      2604H01
    • ICS
  • Dags:

    fös. 5. jún. 2026 - sun. 7. jún. 2026

    Brottför:

    Farið er á eigin bílum að Lýsuhóli og sér hver um gistingu fyrir sig. 

    Á laugardeginum hefst gangan klukkan 09:00 frá Lýsuhóli og yfir Lýsuskarð og niður til Grundarfjarðar. Gengnir eru um 12–14 kílómetrar, hækkunin er um það bil 600 metrar, og tekur gangan yfirleitt 6–8 klukkustundir.

    Ferðin hefst á Lýsuhóli, þar sem við leggjum af stað í grónu og skjólgóðu umhverfi neðan fjallanna. Þaðan liggur leiðin smám saman upp í Lýsuskarð, eftir dalbotnum og hlíðum þar sem má sjá fjölbreytt gróðurfar, læki og jarðmyndanir sem bera vitni um eldvirkni. Gangan upp í skarðið er bæði tignarleg og merkileg, þar sem leiðin fylgir gömlum slóðum milli sveita og fjarða á Snæfellsnesi.

    Á leiðinni opnast svo vítt útsýni yfir Snæfellsfjallgarðinn og nærliggjandi sveitir áður en haldið er niður í átt að Grundarfirði. Gangan lýkur við hinn tilkomumikla Grundarfoss, sem fellur hátt niður klettavegg ofan Grundarfjarðar.

    Frá Grundarfirði keyrir rúta hópinn til baka að Lýsuhóli.

    Ef áhugi er fyrir hendi er möguleiki á styttri göngu daginn eftir, um Búðarhraun og að Búðakletti, en hún tekur um 2 klukkustundir

    • Verð:

      33.000 kr.
    • Félagsverð:

      22.000 kr.
    • Nr.

      2606H01
    • ICS
  • Dags:

    fös. 26. jún. 2026 - sun. 28. jún. 2026

    Brottför:

    • Tjald

    Jónsmessan er tíminn til að hefja útivistarsumarið, koma saman, fara í skemmtilagar göngur og gista á fallegum stað. Fyrir okkur í Útivist er enginn staður sem hentar betur en svæðið okkar fallega í Básum á Goðalandi. Þar hefur Útivist efnt til gönguferða og fagnaðar um Jónsmessu árum saman og það er engin breyting á því nú.

    Á föstudagskvöldi komum við okkur inn í Bása. Þau sem ekki hafa tök á að keyra alla leið geta tekið rútu sem verður til taks við Nauthúsaá um kl 20:00. Einnig er möguleiki að fá far með rútu alla leið frá Reykjavík og er brottför þá kl 17:00

    Gist er í eigin tjöldum tvær nætur.

    Á laugardeginum boðið upp á dagsgöngur í Básum við allra hæfi, bæði stutta og fjölskylduvæna, sem og  lengri ferð.

    Á laugardagskvöldinu tekur svo margrómuð Útivistargleðin völdin þegar allir hittast, slegið er upp afmælisgrillveislu og varðeldi. 

    Innifalið er rúta, tjaldgisting, fararstjórn og grillveislan. 

    • Verð:

      45.000 kr.
    • Félagsverð:

      34.000 kr.
    • Nr.

      2606H02A
    • ICS
  • Dags:

    fös. 26. jún. 2026 - sun. 28. jún. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Jónsmessan er tíminn til að hefja útivistarsumarið, koma saman, fara í skemmtilagar göngur og gista á fallegum stað. Fyrir okkur í Útivist er enginn staður sem hentar betur en svæðið okkar fallega í Básum á Goðalandi. Þar hefur Útivist efnt til gönguferða og fagnaðar um Jónsmessu árum saman og það er engin breyting á því nú.

    Á föstudagskvöldi koma þátttakendur sér á eigin bílum í Bása.

    Gist er í skála í tvær nætur.

    Á laugardeginum boðið upp á dagsgöngur í Básum við allra hæfi, bæði stutta og fjölskylduvæna, sem og  lengri ferð.

    Á laugardagskvöldinu tekur svo margrómuð Útivistargleðin völdin þegar allir hittast, slegið er upp afmælisgrillveislu og varðeldi. 

    Innifalið er rúta, skálagisting, fararstjórn og grillveislan. 

    • Verð:

      37.000 kr.
    • Félagsverð:

      26.000 kr.
    • Nr.

      2606H02D
    • ICS
  • Dags:

    fös. 26. jún. 2026 - sun. 28. jún. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Jónsmessan er tíminn til að hefja útivistarsumarið, koma saman, fara í skemmtilagar göngur og gista á fallegum stað. Fyrir okkur í Útivist er enginn staður sem hentar betur en svæðið okkar fallega í Básum á Goðalandi. Þar hefur Útivist efnt til gönguferða og fagnaðar um Jónsmessu árum saman og það er engin breyting á því nú.

    Á föstudagskvöldi komum við okkur inn í Bása. Þau sem ekki hafa tök á að keyra alla leið geta tekið rútu sem verður til taks við Nauthúsaá um kl 20:00. Einnig er möguleiki að fá far með rútu alla leið frá Reykjavík og er brottför þá kl 17:00

    Gist er í skála í tvær nætur.

    Á laugardeginum boðið upp á dagsgöngur í Básum við allra hæfi, bæði stutta og fjölskylduvæna, sem og  lengri ferð.

    Á laugardagskvöldinu tekur svo margrómuð Útivistargleðin völdin þegar allir hittast, slegið er upp afmælisgrillveislu og varðeldi. 

    Innifalið er rúta, skálagisting, fararstjórn og grillveislan. 

    • Verð:

      60.000 kr.
    • Félagsverð:

      49.000 kr.
    • Nr.

      2606H02B
    • ICS
  • Dags:

    fös. 26. jún. 2026 - sun. 28. jún. 2026

    Brottför:

    • Tjald

    Jónsmessan er tíminn til að hefja útivistarsumarið, koma saman, fara í skemmtilagar göngur og gista á fallegum stað. Fyrir okkur í Útivist er enginn staður sem hentar betur en svæðið okkar fallega í Básum á Goðalandi. Þar hefur Útivist efnt til gönguferða og fagnaðar um Jónsmessu árum saman og það er engin breyting á því nú.

    Á föstudagskvöldi koma þátttakendur sér á eigin bílum í Bása.

    Gist er í eigin tjöldum tvær nætur.

    Á laugardeginum boðið upp á dagsgöngur í Básum við allra hæfi, bæði stutta og fjölskylduvæna, sem og  lengri ferð.

    Á laugardagskvöldinu tekur svo margrómuð Útivistargleðin völdin þegar allir hittast, slegið er upp afmælisgrillveislu og varðeldi. 

    Innifalið er tjaldgisting, fararstjórn og grillveislan. 

    • Verð:

      25.000 kr.
    • Félagsverð:

      14.000 kr.
    • Nr.

      2606H02C
    • ICS
  • Dags:

    lau. 27. jún. 2026 - sun. 28. jún. 2026

    Brottför:

    Einnar nætur gönguferð í hjarta Fjallabaks, með rútu

    Hellismannaleiðin er sannkölluð perla hálendisins – leið sem færir saman stórbrotna náttúru, fjölbreytt landslag og kyrrð sem erfitt er að finna annars staðar. Á þessum hluta leiðarinnar göngum við frá Leirubakka í Landsveit, þar sem Hekla gnæfir yfir sveitina, upp í hin víðáttumiklu og fallegu svæði Fjallabaks. Á leiðinni tökum við okkur næturhvíld á Rjúpnavöllum áður en við stefnum áfram í skjólgott Áfangagil, þar sem ferðin lýkur.

    Þessi útgáfa Hellismannaleiðarinnar er jafn krefjandi og hún er gefandi. Hún hentar vel þeim sem vilja upplifa íslenskt hálendi í sínum hreinasta búningi, finna kyrrðina í víðáttunni og ganga í gegnum landslag sem breytist í hverju skrefi – frá sléttum hraunbreiðum og gróðursælum dölum til ólgandi áa og stórbrotinna fjallasýn. Ferðin hefst í Mjódd þar sem rúta bíður þátttakenda.

    Innifalið: Rúta, gisting í eina nótt, rúta/trúss og fararstjórn

    • Verð:

      65.000 kr.
    • Félagsverð:

      54.000 kr.
    • Nr.

      2606H03
    • ICS
  • Dags:

    fös. 3. júl. 2026 - sun. 5. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar. Laugardag verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið.

     Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

     Brottför:          3. júlí kl. 9:00 frá Mjódd/bíómegin 
    Heimkoma:     5. júlí á milli kl. 17:00 og 18:00
    Innifalið:         Akstur, leiðsögn, tvær skálagistingar, heit sturta og sameiginleg kvöldmáltíð í Básum

    Fararstjóri: Helga Harðardóttir

    Almennar upplýsingar um Fimmvörðuhálsferðir Útivistar og útbúnaðarlisti.

    • Verð:

      69.000 kr.
    • Félagsverð:

      58.000 kr.
    • Nr.

      2607H01
    • ICS
  • Dags:

    fös. 24. júl. 2026 - sun. 26. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar. Laugardag verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið.

    Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

    Brottför:          24. júlí kl. 9:00 frá Mjódd/bíómegin 
    Heimkoma:    26. júlí á milli kl. 17:00 og 18:00
    Innifalið:         Akstur, leiðsögn, tvær skálagistingar, heit sturta og sameiginleg kvöldmáltíð í Básum

    Almennar upplýsingar um Fimmvörðuhálsferðir Útivistar og útbúnaðarlisti.

    • Verð:

      69.000 kr.
    • Félagsverð:

      58.000 kr.
    • Nr.

      2607H03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 25. júl. 2026 - sun. 26. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Ferð á Grænahrygg og Augað, gist verður í eina nótt í Landmannahelli.

    Lagt verður af stað kl. 7 úr Reykjavík og ekið inn að Kýlingum þar sem gangan hefst. Gengið verður um Halldórsgil inn að Grænahrygg. Nokkuð er um hækkun og lækkun á leiðinni um stórkostlegt og litríkt landslag þar til Grænahrygg er náð. Ef ekki eru vatnavextir í Jökulgilskvísl verður gengið frá Grænahrygg um Jökulgilið og Uppgönguhrygg í Landmannalaugar. Annars verður gengið til baka að upphafsstað göngu og rúta ekur hópnum inn að Landmannahelli þar sem gist verður.

    Reikna má með 16-20 km göngu sem tekur ca. 8-10 klst. Nokkuð er um vöð á leiðinni og góðir vaðskór því nauðsynlegir. Ganga um Uppgönguhrygg getur verið krefjandi fyrir lofthrædda.

    Á fimmtudagsmorgun er haldið af stað eftir morgunmat og ekið um Dómadalsleið að upphafsstað göngu fyrir neðan Rauðafoss. Gengið er upp með Rauðafossi að upptökum Rauðufossakvíslar þar sem sjá má dulmagnaða náttúrusmíð er nefnist Augað.

    Gangan tekur um 4 klst. og er 10 km löng.

    • Verð:

      56.000 kr.
    • Félagsverð:

      45.000 kr.
    • Nr.

      2607H04
    • ICS
  • Dags:

    fös. 31. júl. 2026 - sun. 2. ágú. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Tveggja daga ganga yfir Fimmvörðuháls

    Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar. Laugardag verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið.

    Í þessari ferð er hugað sérstaklega að þörfum barna og unglinga. Ekki er mælt með að börn séu yngri en átta ára.

     Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

     Brottför:          31. júlí kl. 9:00 frá Mjódd/bíómegin 
    Heimkoma:    2. ágúst á milli kl. 17:00 og 18:00
    Innifalið:         Akstur, leiðsögn, tvær skálagistingar, heit sturta og sameiginleg kvöldmáltíð í Básum

    Almennar upplýsingar um Fimmvörðuhálsferðir Útivistar og útbúnaðarlisti.

    • Verð:

      69.000 kr.
    • Félagsverð:

      58.000 kr.
    • Nr.

      2607H05
    • ICS
  • Dags:

    fös. 7. ágú. 2026 - lau. 8. ágú. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Í þessari ferð er gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi og svo gist í Básum. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri í Bása, skálagisting og grillveisla um kvöldið í Básum.

    • Verð:

      56.000 kr.
    • Félagsverð:

      45.000 kr.
    • Nr.

      2608H03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 15. ágú. 2026 - sun. 16. ágú. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Ferð á Grænahrygg og Augað, gist verður í eina nótt í Landmannahelli.

    Lagt verður af stað kl. 7 úr Reykjavík og ekið inn að Kýlingum þar sem gangan hefst. Gengið verður um Halldórsgil inn að Grænahrygg. Nokkuð er um hækkun og lækkun á leiðinni um stórkostlegt og litríkt landslag þar til Grænahrygg er náð. Ef ekki eru vatnavextir í Jökulgilskvísl verður gengið frá Grænahrygg um Jökulgilið og Uppgönguhrygg í Landmannalaugar. Annars verður gengið til baka að upphafsstað göngu og rúta ekur hópnum inn að Landmannahelli þar sem gist verður.

    Reikna má með 16-20 km göngu sem tekur ca. 8-10 klst. Nokkuð er um vöð á leiðinni og góðir vaðskór því nauðsynlegir. Ganga um Uppgönguhrygg getur verið krefjandi fyrir lofthrædda.

    Á fimmtudagsmorgun er haldið af stað eftir morgunmat og ekið um Dómadalsleið að upphafsstað göngu fyrir neðan Rauðafoss. Gengið er upp með Rauðafossi að upptökum Rauðufossakvíslar þar sem sjá má dulmagnaða náttúrusmíð er nefnist Augað.

    Gangan tekur um 4 klst. og er 10 km löng.

    • Verð:

      56.000 kr.
    • Félagsverð:

      45.000 kr.
    • Nr.

      2608H02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 15. ágú. 2026 - sun. 16. ágú. 2026

    Tími:

    • Skáli

    Einnar nætur gönguferð í litadýrð og víðáttum hálendisins, með rútu/trússi

    Haldið er með rútu árla laugardags frá Mjódd til Áfangagils, þar sem við munum  hefja göngu snemma laugardags, gist í Landmannahelli og svo endað á sunnudegi á Landmannalaugum.

    Leiðin er fjölbreytt og falleg, með hverju skrefi breytast litir og landslag: frá rauðum og gulum rhyólítfjöllum yfir í svartar hraunbreiður, græn gróðurbelti og hrikalegar árgljúfur. Hér finnur göngumaður fyrir því hversu lifandi og fjölbreytt íslenskt hálendi getur verið.

    Innifalið: Rúta, gisting í eina nótt, trúss og fararstjórn

    • Verð:

      65.000 kr.
    • Félagsverð:

      54.000 kr.
    • Nr.

      2608H01
    • ICS
  • Dags:

    þri. 25. ágú. 2026 - sun. 30. ágú. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Snörp helgarferð í hina frábæru fjallgönguparadís í Tindfjöllum.

    28/8
    Hist við innsta bæ í Fljótshlíðinni, Fljótsdal kl 18  Svo er gengið upp Tindfjallasel, huggulegan skála Útivistar. Við höfum allt á bakinu sem þarf til helgarinnar.  Ganga í Tindfjallasel: Hækkun 550m  Vegalengd 6-7km

    29/8
    Nú ráða aðstæður og veður för en við stefnum t.d. á að ganga góðan hring um fjöllin neðan jökuls, Haka, Saxa og Bláfell og jafnvel Hornklofa og Gráfell ef tækifæri og veður gefst.
    Vegalengd 16-18km, hækkun uþb 1000 -1100m

    30/8
    Stutt ganga fyrir hádegi og svo tygjum við okkur niður í bíla upp úr hádeginu.

    • Verð:

      33.000 kr.
    • Félagsverð:

      22.000 kr.
    • Nr.

      2608H05
    • ICS
  • Dags:

    fös. 11. sep. 2026 - sun. 13. sep. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Að loknu góðu ferðasumri liggja allar leiðir í Bása til að taka á móti haustinu. Á þeim tíma er einstakt að heimsækja Goðaland því þá gleðja haustlitirnir augað hvert sem litið er. Gönguferðir og holl útivist er einkenni ferðarinnar og því verður farið í góða göngu um Goðaland. Gönguleið verður valin eftir veðri og aðstæðum. Á laugardagskvöldi verður grillveisla og varðeldur að hætti Útivistar. Brottför frá Mjódd, sami brottfararstaður og í dagsferðum.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting og grillveisla á laugardagskvöldi

    • Verð:

      67.000 kr.
    • Félagsverð:

      56.000 kr.
    • Nr.

      2609H01
    • ICS
  • Dags:

    fös. 20. nóv. 2026 - sun. 22. nóv. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Aðventuferðirnar eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið í Básum skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    • Verð:

      63.000 kr.
    • Félagsverð:

      52.000 kr.
    • Nr.

      2611H01
    • ICS
  • Dags:

    fös. 20. nóv. 2026 - sun. 22. nóv. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Aðventuferðirnar eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið í Básum skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    • Verð:

      63.000 kr.
    • Félagsverð:

      52.000 kr.
    • Nr.

      2611H01
    • ICS
  • Dags:

    þri. 29. des. 2026 - fös. 1. jan. 2027

    Brottför:

    • Skáli

    Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    • Verð:

      67.000 kr.
    • Félagsverð:

      56.000 kr.
    • Nr.

      2612H01
    • ICS


1 / 19

Skælingar