Helgarferðir

Síun
  • Dags:

    fös. 31. okt. 2025 - sun. 2. nóv. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Komdu með okkur í nærandi náttúruhelgi í Básum með Mumma og Önnu Guðnýju!

    Helgina 31/10 - 2/11 býðst þér einstakt tækifæri á að upplifa töfra Þórsmerkur í algjörri ró og stillu. Markmið ferðarinnar er að aðstoða þig við að hlaða batteríin burt frá öllu áreiti á einum fallegasta stað landsins. Það er draumi líkast að fá að vera í mörkinni á þessum árstíma þar sem fáir eru á ferli og náttúran umlykur mann & nærir. 

    • Gist verður í skálum í Básum 
    • Rútuferð til og frá Þórsmörk 
    • Náttúrugöngur
    • Hugleiðslur
    • Morgunjóga fyrir öll getustig
    • Morgunmatur (hafragrautur, múslí og hindberjamauk)
    • Súpa og brauð bæði kvöldin

    Ath. Annar matur er ekki innifalinn, muna eftir hádegismat og hressingu yfir daginn.

    Dagskrá

    • Verð:

      75.000 kr.
    • Félagsverð:

      64.000 kr.
    • Nr.

      2510H01
    • ICS
  • Dags:

    fös. 21. nóv. 2025 - sun. 23. nóv. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    Fararstjórar eru Guðrún Hreins og Marrit

    • Verð:

      56.000 kr.
    • Félagsverð:

      45.000 kr.
    • Nr.

      2511H01
    • ICS
  • Dags:

    mán. 29. des. 2025 - fim. 1. jan. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    • Verð:

      60.000 kr.
    • Félagsverð:

      49.000 kr.
    • Nr.

      2512H01
    • ICS


1 / 19

Skælingar