Helgarferðir

Síun
 • Dags:

  fös. 25. nóv. 2022 - sun. 27. nóv. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku. Tilvalið að taka börnin með í þessa ferð. Börn undir 18 ára aldri fá 50% afslátt.

  Fararstjórar eru Guðrún Hreins og Marrit

  • Verð:

   33.500 kr.
  • Nr.

   2211H01
  • ICS
 • Dags:

  fim. 29. des. 2022 - sun. 1. jan. 2023

  Brottför:

  • Skáli

  Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

  Fararstjóri er Guðrún Hreinsdóttir

  • Verð:

   37.000 kr.
  • Nr.

   2212H01
  • ICS


1 / 19

Skælingar