Helgarferðir

Síun
 • Dags:

  fös. 25. jún. 2021 - sun. 27. jún. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.

  • Verð:

   36.500 kr.
  • Nr.

   2106H02AS
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 25. jún. 2021 - sun. 27. jún. 2021

  Brottför:

  • Tjald

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.

  • Verð:

   32.500 kr.
  • Nr.

   2106H02AT
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. júl. 2021 - sun. 4. júl. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi og gist í Básum. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim.

  Farastjóri er Páll Arnarson

  • Verð:

   29.000 kr.
  • Nr.

   2107H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 9. júl. 2021 - sun. 11. júl. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar í rólegheitum. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar á miðri leið. Laugardag verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið.

  Fararstjóri er Helga Harðardóttir og Guðrún Frímannsdóttir

  Fullbókað!

  • Verð:

   34.000 kr.
  • Nr.

   2107H02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 23. júl. 2021 - sun. 25. júl. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Vegna mikillar eftirspurnar setjum við á dagskrá aðra hægferð yfir Fimmvörðuháls. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar í rólegheitum. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar á miðri leið. Laugardag verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið.

  Fullbókað!

  • Verð:

   34.000 kr.
  • Nr.

   2107H05
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. júl. 2021 - mán. 2. ágú. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi og gist í Básum. Á sunnudegi verður gengið um stórbrotið landslag í Teigstungum og Guðrúnartungum inn undir Mýrdalsjökli. Á mánudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi.

  Fararstjóri er Páll Arnarson

  • Verð:

   36.000 kr.
  • Nr.

   2107H06
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 4. ágú. 2021 - fös. 6. ágú. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Lagt af stað að morgni miðvikudags og gengið rólega í Fimmvörðuskála þar sem verður gist. Á fimmtudeginum er gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Heimferð úr Básum um kl. 13, en áður gefst færi á að njóta paradísarinnar í Básum. Tilvalið að taka stálpaða krakka í þessa göngu. Börn undir 18 ára aldri fá 50% afslátt.

  • Verð:

   34.000 kr.
  • Nr.

   2108H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 10. sep. 2021 - sun. 12. sep. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Að loknu góðu ferðasumri liggja allar leiðir í Bása til að taka á móti haustinu. Á þeim tíma er einstakt að heimsækja Goðaland því þá gleðja haustlitirnir augað hvert sem litið er. Gönguferðir og holl útivist er einkenni ferðarinnar og því verður farið í góða göngu um Goðaland. Gönguleið verður valin eftir veðri og aðstæðum. Á laugardagskvöldi verður grillveisla og varðeldur að hætti Útivistar.

  • Verð:

   34.000 kr.
  • Nr.

   2109H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 26. nóv. 2021 - sun. 28. nóv. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

  • Verð:

   32.000 kr.
  • Nr.

   2111H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 29. des. 2021 - lau. 1. jan. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

  Fararstjórar eru Helga Harðardóttir og Guðrún Hreinsdóttir

  • Verð:

   35.000 kr.
  • Nr.

   2112H01
  • Suðurland

  • ICS


1 / 19

Skælingar