Helgarferðir

Síun
 • Dags:

  fös. 9. jún. 2023 - sun. 11. jún. 2023

  Brottför:

  Vörðutindur (1057 m.y.s.) liggur milli Heinabergsjökuls og Fláajökuls og er hæsti tindur Heinabergsfjalla. Þessi ganga liggur um leiðir sem fáir fara um og er fyrir vant göngufólk.

  Ekið austur á eigin vegum á föstudeginum og sér hver og einn um sína gistingu. Á laugardeginum hittist hópurinn kl. 8:00 á bílastæðinu við Heinabergslón og dagurinn nýttur í göngu á Vörðutind. Farið er um jökulurð, skriður, gil og læki og gengið að hluta til á snjó. Heimferð á sunnudegi.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   12.000 kr.
  • Nr.

   2306H01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 23. jún. 2023 - sun. 25. jún. 2023

  Brottför:

  • Skáli

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kveiktur varðeldur þar sem Útivistargleðin ríkir.

  Nánari upplýsingar

  English version

  • Verð:

   44.000 kr.
  • Nr.

   2306H02AS
  • ICS
 • Dags:

  fös. 23. jún. 2023 - sun. 25. jún. 2023

  Brottför:

  • Tjald

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kveiktur varðeldur þar sem Útivistargleðin ríkir.

  Nánari upplýsingar

  English version

  • Verð:

   37.000 kr.
  • Nr.

   2306H02AT
  • ICS
 • Dags:

  fös. 23. jún. 2023 - sun. 25. jún. 2023

  Brottför:

  • Skáli

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kveiktur varðeldur þar sem Útivistargleðin ríkir.

  Nánari upplýsingar

  English version

  • Verð:

   44.000 kr.
  • Nr.

   2306H02BS
  • ICS
 • Dags:

  fös. 23. jún. 2023 - sun. 25. jún. 2023

  Brottför:

  • Tjald

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kveiktur varðeldur þar sem Útivistargleðin ríkir.

  Nánari upplýsingar

  English version

  • Verð:

   37.000 kr.
  • Nr.

   2306H02BT
  • ICS
 • Dags:

  fös. 30. jún. 2023 - sun. 2. júl. 2023

  Brottför:

  • Skáli

  Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir (1464m) og Ýma (1448m). Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni þaðan yfir Þórsmörk og Fjallabak, allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings.Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar.

  Brottför á föstudagskvöldi kl. 18. Ekið á eigin bílum í Fljótsdal. Þaðan er gengið í Tindfjallasel sem er um 2 tíma gangur en farangur verður trússaður í skála.

  Gengið á Ými og Ýmu á laugardeginum. Leiðin liggur um Saxaskarð og Brúarskarð, yfir jökulskallann að sunnanverðum Ými og upp skarðið sem skilur að tindana tvo. Á sunnudeginum verður farin léttari ganga áður en haldið verður í til byggða.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   29.000 kr.
  • Nr.

   2306H03
  • ICS
 • Dags:

  fös. 30. jún. 2023 - sun. 2. júl. 2023

  Brottför:

  • Skáli

  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar í rólegheitum. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið. Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

  Fararstjórar eru Helga Harðar og Guðrún Frímannsdóttir

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   43.000 kr.
  • Nr.

   2306H04
  • ICS
 • Dags:

  fös. 7. júl. 2023 - sun. 9. júl. 2023

  Brottför:

  • Skáli

  ATH! Uppselt er í hópinn. Sendið tölvupóst á utivist@utivist.is ef þið viljið fara á biðlista.

  Jógagönguferð, þar sem blandað er saman gönguferð í fallegri náttúru og jógaæfingum, öndun og hugleiðslu, er góð leið til að kúpla sig út úr amstri hins daglega lífs og hlaða batteríin. Jóga stuðlar að betra jafnvægi bæði andlega og líkamlega og passar einstaklega vel að gera jóga úti í náttúrunni þar sem áhrifin magnast enn frekar upp.

  Í sumar mun Útivist bjóða upp á jógaferð í Þórsmörk dagana 7. - 9. júlí. Lagt verður af stað með rútu frá Reykjavík snemma á föstudagsmorgni og komið í Þórsmörk fyrir hádegi. Farið verður í gönguferðir um þetta einstaklega fallega og stórbrotna landslag alla þrjá dagana; föstudag, laugardag og sunnudag og svo haldið heim eftir hádegi á sunnudeginum. Þórsmörk er einstök perla þar sem fallegt landslag, fjöll, jöklar, gljúfur, gil og gróður mynda góðan ramma fyrir gönguferðir og jógaæfingar. Jóga er gert kvölds og morgna og einnig eftir aðstæðum yfir daginn. Öllum er velkomið að taka þátt og ekki er krafist neinnar fyrri reynslu af jógaiðkun.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   31.000 kr.
  • Nr.

   2307H02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 15. júl. 2023 - sun. 16. júl. 2023

  Brottför:

  • Skáli

  Gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi og gist í Básum. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim.

  Fararstjóri er Páll Arnarsson

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   36.500 kr.
  • Nr.

   2307H01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 21. júl. 2023 - sun. 23. júl. 2023

  Brottför:

  • Skáli

  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar í rólegheitum. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar. Laugardag verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið.Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   43.000 kr.
  • Nr.

   2307H03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. ágú. 2023 - mán. 7. ágú. 2023

  Brottför:

  • Skáli
  Fimmvörðuháls - Fjölskylduferð

  Lagt af stað að morgni laugardags og gengið rólega í Fimmvörðuskála þar sem verður gist.

  Á sunnuegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Heimferð úr Básum um kl. 13:00 á mánudegi (frídagur verslunarmanna), en áður gefst færi á að njóta paradísarinnar í Básum. Tilvalið að taka stálpaða krakka í þessa göngu.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   43.000 kr.
  • Nr.

   2308H01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 15. sep. 2023 - sun. 17. sep. 2023

  Brottför:

  • Skáli

  Að loknu góðu ferðasumri liggja allar leiðir í Bása til að taka á móti haustinu. Á þeim tíma er einstakt að heimsækja Goðaland því þá gleðja haustlitirnir augað hvert sem litið er. Gönguferðir og holl útivist er einkenni ferðarinnar og því verður farið í góða göngu um Goðaland. Gönguleið verður valin eftir veðri og aðstæðum. Á laugardagskvöldi verður grillveisla og varðeldur að hætti Útivistar.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   39.500 kr.
  • Nr.

   2309H01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 22. sep. 2023 - sun. 24. sep. 2023

  Brottför:

  • Skáli

  Í þessari ferð eru heimsóttir tveir einstakir staðir að Fjallabaki, hinn frægi Grænihryggur og einstakt náttúrufyrirbæri þar sem Rauðufossakvísl sprettur upp úr jörðinni.

  Fararstjóri er Steinar Sólveigarson

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   65.000 kr.
  • Nr.

   2309H02
  • ICS
 • Dags:

  fös. 24. nóv. 2023 - sun. 26. nóv. 2023

  Brottför:

  • Skáli

  Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   37.000 kr.
  • Nr.

   2311H01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 29. des. 2023 - mán. 1. jan. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   42.000 kr.
  • Nr.

   2312H01
  • ICS


1 / 19

Skælingar