Heiðarból - skógræktarsamstarf Ferðafélags Útivistar og skógræktar Kópavogs

11. september 2020

Eins og fram kom á nýliðnum aðalfundi hefur Útivist fengið til umsjónar sælureit til uppbyggingar og skógræktar. Verkefni þetta er tilkomið vegna fjárgjafar Jóns Ármanns Héðinssonar til félagsins sem áformað er að nýtist til skógræktar uppbyggingu. Fyrir tilstilli þessa ánægjulega framlags Jóns Ármanns hefur verið komið á samstarfi við Skógræktarfélag Kópavogs þar sem okkur gefst tækifæri til að helga okkur reit í nágrenni höfuðborgar sem býður upp á fjölbreytta möguleika..

Reiturinn er í suðurhlíð Selfjalls sem er vestan við Sandfell og kallast Heiðarból.

Nú stendur til að skipuleggja uppbyggingu á staðnum og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að leggja þessu verkefni lið að mæta þangað sunnudaginn 20. september kl. 11. Best er að keyra að Waldorfskólanum að Lækjarbotnum og leggja þar. Þaðan er stutt ganga yfir Selfellið. Einnig má hafa samband við Helgu Harðar í síma 6943518 varðandi leiðarlýsingu.

Stefnum að því að máta okkur á staðnum, gróðursetja eitthvað og skipuleggja. Kristinn H. Þorsteinsson frá skógrækt Kópavogs verður með okkur til handleiðslu. Boðið verður uppá kaffi og kleinur. Vonandi sjáum við sem flesta.