Leiðir að Fimmvörðuskála

04. ágúst 2022

Vegna minnkandi snjóalaga á Fimmvörðuhálsi er þeim sem leggja leið sína í Fimmvörðuskála ráðlagt að fara ekki hefðbundna leið að skálanum þar sem fara þarf yfir snjóbrú sem er hæpin á þessum árstíma eða vaða á. Því mælum við með að velja eftirfarandi leiðir:

Ef gengið er frá Skógum er rétt að ganga upp brekkuna sunnan við skálann í stað hefðbundinnar gönguleiðar úr skarðinu austan við skálann eins og þessi mynd sýnir

 

Ef gengið er úr Básum er heppilegast að velja rauða leið sunnan við Magna og Móða og er þá komið að Fimmvörðuskála úr vestri.