Afmælishátíð í Básum

30. júlí 2015

Útivist er 40 ára og nú eru framundan hefðbundin hátíðarhöld í Básum sem verða þann 15. ágúst. Í Básum slær hjarta Útivistarfólks og ekki er hægt að láta afmælisárið líða án þess að koma saman á þessum fallegasta stað á Íslandi þar sem félagið hefur byggt upp með einstaklega smekklegum hætti.

Hátíðarhöldin fara fram á laugardaginn og hefjast kl. 16 með kaffihlaðborði. 

Boðið verður upp á skemmtilegar göngur um nágrenni Bása.

Þegar líður að kvöldi verður kveikt upp í grillum en hver og einn kemur með sinn mat á grillið.  Síðan tekur við varðeldur, söngur og gleði eins og einkennt hefur Útivistarferðir síðustu 40 ár.

Í boði er rútuferð á föstudagskvöld og heim á sunnudegi, en einnig er hægt að fara á eigin jeppa á hátíðarferðina.