Fimmvörðuskáli

Bóka gistingu

FÉLAGSMENN

310x200 (1).png

Gagnlegar upplýsingar

Opinn 15. júní til 31. ágúst
Símanúmer í skála: 893 4910

GPS-hnit: N 63°37.320 / W 19°27.093
Staðsetning skála Útivistar á korti.
Gistipláss: Í skálanum eru 18 gistipláss
Salerni: Sérstök salernisaðstaða, rennandi vatn er ekki alltaf til staðar
Eldunaraðstaða: Gashellur til eldunar, eldunaráhöld, borðbúnaður


Áhugaverðir staðir í nágrenni

Gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi – Magni og Móði, Eyjafjallajökull, Mýrdalsjökull, Þórsmörk, Básar á Goðalandi


Skálinn á Fimmvörðuhálsi var endurreistur af sjálfboðaliðum úr röðum félagsmanna Útivistar árin 1990-1991. Fyrir var skáli Fjallamanna sem var orðinn ónýtur, en þeir höfðu gefið Útivist réttindi sín varðandi hann. Vert er að hafa minningu Fjallamanna í heiðri sem frumkvöðla í fjallamennsku og ferðalögum um hálendið.


Aðkoma

Hægt er að aka að Baldvinsskála, aðeins neðar á Hálsinum, en þaðan er um 30–40 mínútna gangur upp að Fimmvörðuskála. Fimmvörðuskáli er staðsettur mitt á milli tveggja gönguleiða yfir Hálsinn; vestan við skálann er leið sem fylgir Skógaánni alla leið neðan frá Skógum, liggur upp á Hálsinn hjá vörðunum fimm og síðan áfram norður að Goðahrauni. Austan við skálann er leið sem liggur frá vaðinu á Skógaá upp að Baldvinsskála og þaðan áfram til norðurs uns hún sameinast vestari leiðinni við Goðahraun. Skálinn eykur öryggi ferðamanna um Fimmvörðuháls og er ákjósanlegur áfangastaður á göngu yfir Hálsinn. Ennfremur er hægt að halda þar til einhverja daga og fara í ferðir út frá skálanum.

Salernismálum skálans er háttað með sérstökum hætti vegna þess að útilokað er að koma fyrir rotþró og ferðamenn eru beðnir um að fara að þeim reglum sem upp eru settar. Rétt er að hafa í huga að ekki er alltaf rennandi vatn á svæðinu og síðari hluta sumars er erfitt að taka snjó til bræðslu.


Skálavarsla og greiðslur

Skálavörður er í skálanum frá miðjum júní og út ágúst, en utan þess tíma er skálinn lokaður. Neyðarskjól er í anddyri norðan megin í húsinu (gengið inn austan megin). Gistingu í skála og tjaldstæði er hægt að greiða hjá skálaverði meðan opið er.

Í hlekk að neðan er vefmyndavél og veðurupplýsingar.

Vefmyndavélar og veðurstöð við Fimmvörðuskála


Vegalengdir og hæðarmunur

Skógar to Fimmvörðuháls hut Fimmvörðuháls hut to Básar
Distance 16 km 13 km
Hiking time 5 hours 4.5 hours
Elevation 1,036 m -936 m
Altitude 1,086 m 150 m

Vefmyndavélar og veðurstöð við Fimmvörðuskála

Að neðan er GPX skrá með leiðinni úr Baldvinskála í Fimmvörðuskála. Hægt er að hlaða skránni í tölvu og þaðan í GPS tæki.

GPX Baldvinsskáli að Fimmvörðuskála

Verð og skilmálar 



1 / 22

Fimmvörðuháls