Gaman í Básum

08. maí 2019

Dagana 17.-19 maí 2019 verður vinnuhelgi í Básum.

Við verðum í vinnu stuði – málum – klippum – smíðum – borðum – og ekki síst höfum gaman saman.

Allir skálar eru nú þegar fínpússaðir og þrifnir að innan þannig að útivinnan bíður eftir þér.

Allar vinnufúsar hendur velkomnar í Bása, matur og ferðir í boði Útivistar.

Skráning hafin á skrifstofu ÚTIVISTAR í símar 5621000 eða hér á síðunni

Nú verður gleði og gaman.... sjáumst í Básum.