Útgáfuhóf Ferðaáætlunar 2016

09. desember 2015

Ferðaáætun 2016 kemur úr prentun 10. desember og verður dreift í hús daginn eftir.

Að því tilefni höldum við útgáfuhóf í sal Garðyrkjufélags Íslands Síðumúla 1 (horni Síðumúla og Ármúla) kl. 18. á útgáfudegi, fimmtudaginn 10 des.

Þar verða glóðvolg eintök af áætluninni sem gestir geta gripið með sér. Einnig léttar veítingar, jólaglögg, piparkökur og fleira góðgæti.

Allir velkomnir. Komið og náið ykkur í eintak, tilvalið að byrja að spá í komandi ferðaár.