Ferðir og dagskrá

Síun
 • Dags:

  lau. 3. jún. 2023

  Brottför:

  kl. 08:00 frá Mjódd.

  Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Kálfstindar eru 826 m.y.s. og blasa við frá Þingvöllum. Gangan hefst við Laugarvatnsvelli og gengið um Barmaskarð og vestan við Reyðarbarm. Gengið á hæsta tindinn. Til baka niður á Laugarvatnsvelli verður farið um Flosaskarð. Þar á Flosi á Svínafelli að hafa riðið með fylgdarlið sitt til að forðast fyrirsát Kára Sölmundarsonar. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   3.900 kr.
  • Nr.

   2306D01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 9. jún. 2023 - sun. 11. jún. 2023

  Brottför:

  sjá textalýsingu

  Vörðutindur (1057 m.y.s.) liggur milli Heinabergsjökuls og Fláajökuls og er hæsti tindur Heinabergsfjalla. Þessi ganga liggur um leiðir sem fáir fara um og er fyrir vant göngufólk.

  Ekið austur á eigin vegum á föstudeginum og sér hver og einn um sína gistingu. Á laugardeginum hittist hópurinn kl. 8:00 á bílastæðinu við Heinabergslón og dagurinn nýttur í göngu á Vörðutind. Farið er um jökulurð, skriður, gil og læki og gengið að hluta til á snjó. Heimferð á sunnudegi.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   12.000 kr.
  • Nr.

   2306H01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 9. jún. 2023 - sun. 11. jún. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Tjald

  Í þriðja og síðasta áfanga Langleiðarinnar er farangur trússaður og gist í tjöldum. Frá Krýsuvíkurvegi er haldið eftir stikuðum leiðum að Djúpavatni og þaðan að Núpshlíð. Aftur er tekið mið af náttúrunni við endanlegt leiðaval þegar nær dregur. Frá Núpshlíð er stefnan tekin fram hjá gosstöðvunum að Þorbirni og meðfram Eldvörpum. Að lokum endar gangan á Reykjanestá þar sem göngugörpum verður fagnað enda sumir að ljúka því að krossa yfir landið og aðrir að þvera landið frá norð-austri til suð-vesturs.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   36.000 kr.
  • Nr.

   2306L01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 9. jún. 2023 - sun. 11. jún. 2023

  Brottför:

  kl. 20.00 frá Hrauneyjum.

  • Skáli

  Vatnajökull heillar alltaf og ef vorið verður kalt og hagstætt þá er um að gera að nota tækifærið. Ekið frá Hrauneyjum í mildri vorbirtunni sem leið liggur í hinn frábæra skála Jöklarannsóknarfélagsins í Jökulheimum. Snemma á laugardagsmorgun tökum við glímuna við jökulinn og stímum að Grímsfjalli með viðkomu á Pálsfjalli. Gufubaðið og grillið tekið af fullri alvöru. Eftir indælan nætursvefn í einum mest sjarmerandi skála á Íslandi, verður lagt af stað í morgunroðanum áleiðis heim. Hamarinn og fleiri áhugaverðir staðir teknir á leiðinni, allt eftir því hvað veður leyfir.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   28.500 kr.
  • Nr.

   2306J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. jún. 2023

  Brottför:

  kl. 08:00 frá Mjódd.

  Baula er tignarlegt og frægt fjall í uppsveitum Borgarfjarðar. Hún rís 917 metra yfir sjó og er brött og frekar erfið uppgöngu. Gangan byrjar við Bjarnadalsá við leiðina yfir Bröttubrekku. Gengið er meðfram ánni og haldið á brattan við mynni Mælifellsgils. Gott útsýni er af fjallinu.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   11.300 kr.
  • Nr.

   2306D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. jún. 2023

  Brottför:

  kl. 08:00 frá Mjódd.

  Jarlhettur er tilkomumikil fjallaröð sem ber í Langjökul þegar horft er í norður frá Gullfossi. Sú tignarlegasta ber nafnið Stóra Jarlhetta og er einnig kölluð Tröllhetta. Gengið er frá Hagavatnsvegi í norður að Stóru Jarlhettu og austurhlíðin klifin. Staldrað verður við á toppnum því þar er gott að njóta útsýnis og nesta sig ef veður leyfir. Af fjallinu er víðsýnt til flestra átta. Af toppnum er haldið niður í Jarlhettudal og Jarlhettukvísl fylgt niður að Einifelli, þar sem rútan bíður okkar við skála F.Í. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   11.300 kr.
  • Nr.

   2306D03
  • ICS
 • Dags:

  fös. 23. jún. 2023 - sun. 25. jún. 2023

  Brottför:

  Kl. 17:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kveiktur varðeldur þar sem Útivistargleðin ríkir.

  Nánari upplýsingar

  English version

  • Verð:

   44.000 kr.
  • Nr.

   2306H02AS
  • ICS
 • Dags:

  fös. 23. jún. 2023 - sun. 25. jún. 2023

  Brottför:

  kl. 17:00 frá Mjódd

  • Tjald

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kveiktur varðeldur þar sem Útivistargleðin ríkir.

  Nánari upplýsingar

  English version

  • Verð:

   37.000 kr.
  • Nr.

   2306H02AT
  • ICS
 • Dags:

  fös. 23. jún. 2023 - sun. 25. jún. 2023

  Brottför:

  Kl. 18:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kveiktur varðeldur þar sem Útivistargleðin ríkir.

  Nánari upplýsingar

  English version

  • Verð:

   44.000 kr.
  • Nr.

   2306H02BS
  • ICS
 • Dags:

  fös. 23. jún. 2023 - sun. 25. jún. 2023

  Brottför:

  Kl. 18:00 frá Mjódd

  • Tjald

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kveiktur varðeldur þar sem Útivistargleðin ríkir.

  Nánari upplýsingar

  English version

  • Verð:

   37.000 kr.
  • Nr.

   2306H02BT
  • ICS
 • Dags:

  fim. 29. jún. 2023 - mán. 3. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli
  Laugavegur

  Hér er klassísk Laugavegsferð þar sem leiðin er gengin í fjórum þægilegum áföngum. Ekið í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina.

  Fararstjóri er Hrönn Baldursdóttir

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   114.000 kr.
  • Nr.

   2306L02
  • ICS
 • Dags:

  fös. 30. jún. 2023 - sun. 2. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 18.00 frá Olís við Rauðavatn

  • Skáli

  Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir (1464m) og Ýma (1448m). Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni þaðan yfir Þórsmörk og Fjallabak, allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings.Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar.

  Brottför á föstudagskvöldi kl. 18. Ekið á eigin bílum í Fljótsdal. Þaðan er gengið í Tindfjallasel sem er um 2 tíma gangur en farangur verður trússaður í skála.

  Gengið á Ými og Ýmu á laugardeginum. Leiðin liggur um Saxaskarð og Brúarskarð, yfir jökulskallann að sunnanverðum Ými og upp skarðið sem skilur að tindana tvo. Á sunnudeginum verður farin léttari ganga áður en haldið verður í til byggða.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   29.000 kr.
  • Nr.

   2306H03
  • ICS
 • Dags:

  fös. 30. jún. 2023 - sun. 2. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  • Skáli

  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar í rólegheitum. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið. Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

  Fararstjórar eru Helga Harðar og Guðrún Frímannsdóttir

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   43.000 kr.
  • Nr.

   2306H04
  • ICS
 • Dags:

  fim. 6. júl. 2023 - sun. 9. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli
  Sveinstindur - Skælingar

  Ath!! Fullbókað er í þessa ferð - Fleiri ferðir eru í boði dagana 25.-28. júlí sjá hér og 6.-9. ágúst sjá hér.

  Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er þar útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  Fararstjóri er Páll Arnarsson

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   81.000 kr.
  • Nr.

   2307L01
  • ICS
 • Dags:

  fim. 6. júl. 2023 - sun. 9. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   79.000 kr.
  • Nr.

   2307L02
  • ICS
 • Dags:

  fim. 6. júl. 2023 - sun. 9. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli

  Hér er á ferðinni spennandi nýjung þar sem gengið er um ótroðnar slóðir. Gengið er um Tindfjöll og ofanverða Rangárvelli, suður fyrir Heklu og að Rjúpnavöllum. 

  Fararstjóri er Steinar Sólveigarson

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   74.000 kr.
  • Nr.

   2307L03
  • ICS
 • Dags:

  fös. 7. júl. 2023 - sun. 9. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli

  Um er að ræða þriggja daga ferð frá Heklurótum að Landmannalaugum. Á fyrsta göngudegi er gengið frá Rjúpnavöllum upp með Ytri-Rangá, að upptökum hennar og yfir Sölvahraun í Áfangagil þar sem gist verður í skála.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   84.000 kr.
  • Nr.

   2307L04
  • ICS
 • Dags:

  fös. 7. júl. 2023 - sun. 9. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  • Skáli

  ATH! Uppselt er í hópinn. Sendið tölvupóst á utivist@utivist.is ef þið viljið fara á biðlista.

  Jógagönguferð, þar sem blandað er saman gönguferð í fallegri náttúru og jógaæfingum, öndun og hugleiðslu, er góð leið til að kúpla sig út úr amstri hins daglega lífs og hlaða batteríin. Jóga stuðlar að betra jafnvægi bæði andlega og líkamlega og passar einstaklega vel að gera jóga úti í náttúrunni þar sem áhrifin magnast enn frekar upp.

  Í sumar mun Útivist bjóða upp á jógaferð í Þórsmörk dagana 7. - 9. júlí. Lagt verður af stað með rútu frá Reykjavík snemma á föstudagsmorgni og komið í Þórsmörk fyrir hádegi. Farið verður í gönguferðir um þetta einstaklega fallega og stórbrotna landslag alla þrjá dagana; föstudag, laugardag og sunnudag og svo haldið heim eftir hádegi á sunnudeginum. Þórsmörk er einstök perla þar sem fallegt landslag, fjöll, jöklar, gljúfur, gil og gróður mynda góðan ramma fyrir gönguferðir og jógaæfingar. Jóga er gert kvölds og morgna og einnig eftir aðstæðum yfir daginn. Öllum er velkomið að taka þátt og ekki er krafist neinnar fyrri reynslu af jógaiðkun.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   31.000 kr.
  • Nr.

   2307H02
  • ICS
 • Dags:

  þri. 11. júl. 2023 - lau. 15. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli
  Laugavegurinn - Fjölskylduferð

  Þessi Laugavegsferð er ætluð allri fjölskyldunni og sniðin að þörfum barna. Hér er því upplagt tækifæri til að kynna dásemdir útivistar fyrir börnunum. Ekki er þó mælt með því að taka yngri börn en 8 ára með.

  Fararstjórar eru Helga Harðardóttir og Guðrún Frímannsdóttir

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   114.000 kr.
  • Nr.

   2307L06
  • ICS
 • Dags:

  mið. 12. júl. 2023 - sun. 16. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli

  Dalastígur liggur um fáfarnar en heillandi slóðir að Fjallabaki. Í ár tökum við upp nýtt skipulag ferðarinnar með upphaf í Landmannahelli og endar gangan í Básum. Farið er með rútu og ekið að Landmannahelli þar sem gist er fyrstu nóttina. Þar yfir gnæfir Löðmundur sem býður upp á gott útsýni.  Dagurinn er því nýttur til göngu á fjallið. Annan dag ferðarinnar er gengið undir Rauðufossafjöllum í Dalakofa þar sem er gist. Þaðan er svo gengið í skálann að Mosum skammt frá Markarfljóti. Loks er svo haldið yfir göngubrýr á Fremri-Emstruá og síðasti spölurinn í Bása genginn um lokaáfanga Laugavegarins.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   85.000 kr.
  • Nr.

   2307L07
  • ICS
 • Dags:

  mið. 12. júl. 2023 - fös. 14. júl. 2023

  Brottför:

  Auglýst síðar.

  • Tjald

  Vatnaleiðin er þriggja daga gönguferð þar sem gist verður í tjöldum við vötn og læki. 

  Fararstjóri er Páll Arnarsson

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   59.000 kr.
  • Nr.

   2307L05
  • ICS
 • Dags:

  fös. 14. júl. 2023 - mán. 17. júl. 2023

  Brottför:

  Auglýst síðar.

  • Tjald

  Siglt verður frá Ísafirði í Hornvík þar sem settar verða upp tjaldbúðir og gengið út frá þeim. Farið verður um Hornbjarg og Hornbjargsviti í Látravík heimsóttur. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   49.000 kr.
  • Nr.

   2307L08
  • ICS
 • Dags:

  lau. 15. júl. 2023 - sun. 16. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  • Skáli

  Gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi og gist í Básum. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim.

  Fararstjóri er Páll Arnarsson

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   36.500 kr.
  • Nr.

   2307H01
  • ICS
 • Dags:

  sun. 16. júl. 2023 - mið. 19. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Tjald

  Gengið inn fyrir Langasjó og fram Fögrufjöll með viðkomu í Grasveri, Fagrafirði og á Sveinstindi

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2307L09
  • ICS
 • Dags:

  mið. 19. júl. 2023 - fös. 21. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 10:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Eftir vel heppnaða þriggja daga bækistöðvaferð í Bása síðast liðið sumar verður leikurinn endurtekinn.

  Stundum er talað um að hjarta Ferðafélagsins Útivistar slái í Básum á Goðalandi, en þar eiga jafnt yngri sem eldri Útivistarfélagar margar góðar minningar. Þessi ferð er tilvalin fyrir eldri félaga sem vilja endurupplifa góðar minningar, sem og nýja félaga á virðulegum aldri sem langar að kynnast þessari paradís undir leiðsögn kunnugra.

  Fararstjórar: Guðrún Frímannsdóttir, Sverrir Andresson og Steinar Frímannsson

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   44.000 kr.
  • Nr.

   2307L10
  • ICS
 • Dags:

  fim. 20. júl. 2023 - sun. 23. júl. 2023

  Brottför:

  kl 18 frá Olís við Rauðavatn

  • Skáli

  Tindfjallahringurinn er skemmtileg ný hringleið eða þríhyrningsleið þar sem gengið er milli þriggja skála. Ekið að kvöldi á eigin bílum að eyðibýlinu Fossi á Rangárvöllum, brottför kl 18.

  Fararstjóri er Steinar Sólveigarson

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   64.000 kr.
  • Nr.

   2307L11
  • ICS
 • Dags:

  fös. 21. júl. 2023 - sun. 23. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  • Skáli

  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar í rólegheitum. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar. Laugardag verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið.Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   43.000 kr.
  • Nr.

   2307H03
  • ICS
 • Dags:

  þri. 25. júl. 2023 - fös. 28. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli
  Sveinstindur - Skælingar

  Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   81.000 kr.
  • Nr.

   2307L13
  • ICS
 • Dags:

  þri. 25. júl. 2023 - fös. 28. júl. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   79.000 kr.
  • Nr.

   2307L14
  • ICS
 • Dags:

  fös. 28. júl. 2023 - þri. 1. ágú. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli
  Laugavegurinn

  Laugavegsferðir eru alltaf sérstök upplifun hvað sem öðru líður og eitthvað sem allir ættu að upplifa minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Óhætt er að segja að Laugavegurinn sé þekktasta gönguleið landsins og þó víða væri leitað.

  Hér er klassísk Laugavegsferð þar sem leiðin er gengin í fjórum þægilegum áföngum.

  Fararstjóri er Kristjana Birgisdóttir

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   114.000 kr.
  • Nr.

   2307L15
  • ICS
 • Dags:

  fös. 28. júl. 2023 - þri. 1. ágú. 2023

  Brottför:

  Auglýst síðar.

  • Skáli

  Bækistöðvarferð fyrir krakka, mömmur, ömmur, pabba, afa, frænkur og frændur. Hálendið í kringum Strútsskála verður kannað, farið í Strútslaug, ætt upp og niður fjöll, stiklað yfir ár og leitað að hellisskútum. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   72.000 kr.
  • Nr.

   2307L12
  • ICS
 • Dags:

  mið. 2. ágú. 2023 - sun. 6. ágú. 2023

  Brottför:

  kl. 10:30 frá Hrauneyjum. 

  • Tjald

  Sögur af útilegumönnum á Íslandi eru í senn heillandi og ævintýralegar. Um tvenns konar sögur er að ræða. Annars vegar þær sem eru hluti af þjóðsagnaarfinum, sögur af grimmum mönnum sem lifðu sældarlífi í grösugum dölum inn á hálendinu. Draup þar smjör af hverju strái og voru sauðir stórir sem naut. Hins vegar eru þær sögur sem byggja á sönnum atburðum og raunverulegu fólki. Þar koma þau Fjalla-Eyvindur og Halla mikið við sögu. Í þessari ferð skoðum við nokkra þeirra staða þar sem útilegumenn bjuggu sér ból eða talið er að þeir hafi hafist við. Ferðin hefst í Hrauneyjum þaðan sem haldið er í Veiðivötn og síðan áfram norður Sprengisand og inn á hálendið norðan Vatnajökuls með viðkomu á nokkrum sögulegum slóðum. Ferðalok eru á tjaldsvæðinu í Atlavík.

  Ferðin er skipulögð sem tjaldferð en jafnan er gist í nágrenni við fjallaskála og geta þeir sem það kjósa frekar pantað sér gistingu í skálunum. Verð er pr. bíl.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   20.000 kr.
  • Nr.

   2308J01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 3. ágú. 2023 - mán. 7. ágú. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli
  Laugavegurinn

  Hér er klassísk Laugavegsferð þar sem leiðin er gengin í fjórum þægilegum áföngum. 

  Fararstjóri er Páll Arnarsson

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   114.000 kr.
  • Nr.

   2308L01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. ágú. 2023 - mán. 7. ágú. 2023

  Brottför:

  Kl. 09:00 frá Mjódd

  • Skáli
  Fimmvörðuháls - Fjölskylduferð

  Lagt af stað að morgni laugardags og gengið rólega í Fimmvörðuskála þar sem verður gist.

  Á sunnuegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Heimferð úr Básum um kl. 13:00 á mánudegi (frídagur verslunarmanna), en áður gefst færi á að njóta paradísarinnar í Básum. Tilvalið að taka stálpaða krakka í þessa göngu.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   43.000 kr.
  • Nr.

   2308H01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. ágú. 2023

  Brottför:

  kl. 08:00 frá Mjódd.

  Austur af Eldborg á Mýrum rísa tvö glæsileg blágrýtisfjöll, Fagraskógarfjall og Kolbeinsstaðafjall. Hæsti hluti þess sem fjær er, Kolbeinsstaðafjalls, nefnist Tröllakirkja. Skýringar nafnsins er ekki langt að leita því bæði er þessi kambur líkur kirkju að lögun og einnig eru greinileg „tröll” framan við kirkjudyrnar. Frá þjóðveginum virðist Tröllakirkja algerlega ókleif en svo er þó ekki. Gangan hefst við bæinn Mýrdal. Gengið verður upp bratta hlíð um nýfallna skriðu uns komið er á sillu sem Snjódalur nefnist. Með því að smeygja sér gegnum skarð í kambinum má komast út á mosavaxnar klettasillur hinum megin hans og þræða þær allt þangað til toppnum er náð. Á toppnum er aðeins pláss fyrir lítinn hóp í einu. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   11.300 kr.
  • Nr.

   2308D01
  • ICS
 • Dags:

  sun. 6. ágú. 2023 - mið. 9. ágú. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli
  Sveinstindur - Skælingar

  Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   81.000 kr.
  • Nr.

   2308L02
  • ICS
 • Dags:

  sun. 6. ágú. 2023 - mið. 9. ágú. 2023

  Brottför:

  kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið.

  Fararstjóri er Kristjana Birgisdóttir

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   79.000 kr.
  • Nr.

   2308L03
  • ICS
 • Dags:

  mið. 9. ágú. 2023 - fös. 11. ágú. 2023

  Brottför:

  kl. 18:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Margir yngri sem eldri Útivistarfélagar eiga minningar frá gönguferðum að Fjallabaki. Ferðafélagið Útivist tekur áskorun frá hópi 60+ þátttakenda frá síðastliðnu sumri og bíður uppá bækistöðvaferð í skála félagsins, Strút, á syðra Fjallabaki. Þessi ferð er tilvalin fyrir eldri félaga sem vilja endurupplifa góðar minningar, sem og nýja félaga á virðulegum aldri sem langar að kynnast fagurri náttúru undir leiðsögn kunnugra.

  Fararstjórar: Guðrún Frímannsdóttir, Sverrir Andresson og Steinar Frímannsson.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   57.000 kr.
  • Nr.

   2308L04
  • ICS
 • Dags:

  fös. 11. ágú. 2023 - þri. 15. ágú. 2023

  Brottför:

  Kringlumýri kl. 12:00.

  • Skáli / tjald

  Austurdalur í Skagafirði er einstaklega gróðursæll og fagur. Þar vex skógur í hvað mestri hæð yfir sjávarmáli á Íslandi. Allnokkur byggð var í dalnum á árum áður en við andlát Helga Jónssonar bónda á Merkigili hvarf á braut síðasta sóknarbarn Ábæjarsóknar. 

  Fararstjóri er Skagfirðingurinn Gísli Rúnar Konráðsson.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   66.000 kr.
  • Nr.

   2308L05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. ágú. 2023

  Brottför:

  kl. 08:00 frá Mjódd.

  Smjörhnjúkar í Hítardal eru ægifagrir tindar upp af Þórarinsdal inn af Hítardal. Tindarnir skaga upp úr landslaginu og líta út fyrir að vera snarbrattir. Þaðan er mjög gott útsýni til allra átta yfir það sem sumir kalla snæfellsku alpana. Ekið verður inn að Hítarvatni. Gengið upp úr Þórarinsdal og þaðan um Löngubrekkur og hryggnum fylgt upp að tindunum. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   11.300 kr.
  • Nr.

   2308D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. ágú. 2023

  Brottför:

  kl. 08:00 frá Mjódd.

  Gangan á Geirhnjúk hefst við suðurenda Hítarvatns, nánar tiltekið við Fjallhús. Gangan á fjallið er auðveld en löng. Leiðin liggur upp hlíðina um Skálarkamb, Snjódali og Þrætumúla. Þaðan er leiðin smáhækkandi norður á hátindinn. Í björtu veðri er útsýni vítt til allra átta. Eftir að toppnum er náð verður haldið niður að Hítarvatni og gengið norðan með vatninu áleiðis að Fjallhúsi. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   11.300 kr.
  • Nr.

   2308D03
  • ICS
 • Dags:

  sun. 20. ágú. 2023

  Brottför:

  kl. 9:30 frá Reykjalundi

  Lagt verður af stað frá bílastæðinu bakvið Endurhæfingarmiðstöð Reykjalundar í Mofellsbæ kl. 9:30. Gengið verður uppá Reykjafell og tinda þar í kring. Ef veður verða válynd þá munum við halda okkur á láglendi í Skammadal og nágrenni.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   3.900 kr.
  • Nr.

   2308D05
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. ágú. 2023

  Brottför:

  kl. 08:00 frá Mjódd.

  Austarlega á Snæfellsnesi rétt við þjóðveginn rís Hafursfell. Fjallið er umfangsmikið og tindótt og inn í það skerast margir dalir. Í næsta nágrenni eru mörg áberandi fjöll og umhverfið er fagurt. Gengið verður á Hafursfell frá bænum Dalsmynni, um Þverdal og á toppinn. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   11.300 kr.
  • Nr.

   2308D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. sep. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  Ekið upp á Hellisheiði að vegamótum að Ölkelduhálsi. Lagt af stað frá Ölkelduhálsi og gengið yfir gjallgíginn Tjarnarhnúk á leið um Lakaskarð á Hrómundartind. Fjallsbrúnin er mjó og því getur verið ögrandi að horfa niður með hlíðum fjallsins. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   8.600 kr.
  • Nr.

   2309D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. sep. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  Gangan hefst við Hrafnhóla. Stefnan tekin á austasta tind Móskarðshnúka yfir á Trönu og síðan norður á Möðruvallaháls niður í Kjós. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   8.600 kr.
  • Nr.

   2309D02
  • ICS
 • Dags:

  fös. 15. sep. 2023 - sun. 17. sep. 2023

  Brottför:

  kl. 18:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Að loknu góðu ferðasumri liggja allar leiðir í Bása til að taka á móti haustinu. Á þeim tíma er einstakt að heimsækja Goðaland því þá gleðja haustlitirnir augað hvert sem litið er. Gönguferðir og holl útivist er einkenni ferðarinnar og því verður farið í góða göngu um Goðaland. Gönguleið verður valin eftir veðri og aðstæðum. Á laugardagskvöldi verður grillveisla og varðeldur að hætti Útivistar.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   39.500 kr.
  • Nr.

   2309H01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 15. sep. 2023 - sun. 17. sep. 2023

  Brottför:

  kl. 18:00 frá Mjódd

  • Skáli
  Laugavegurinn - Hraðferð

  Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli. 

  Fararstjóri er Kristjana Birgisdóttir

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   79.000 kr.
  • Nr.

   2309L01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. sep. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  Mjög víðsýnt er af Kvígindisfelli. Gangan hefst rétt sunnan við Biskupsbrekku og farin þægileg gönguleið á Kvígindisfell (783m.y.s.). Þegar haldið verður niður af fjallinu er stefnan tekin norður fyrir Hvalvatn á lítið fell sem heitir Veggir. Þaðan liggur leiðin niður með Glym og endar við Stóra Botn í Botnsdal. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   9.800 kr.
  • Nr.

   2309D03
  • ICS
 • Dags:

  fös. 22. sep. 2023 - sun. 24. sep. 2023

  Brottför:

  kl. 18:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Í þessari ferð eru heimsóttir tveir einstakir staðir að Fjallabaki, hinn frægi Grænihryggur og einstakt náttúrufyrirbæri þar sem Rauðufossakvísl sprettur upp úr jörðinni.

  Fararstjóri er Steinar Sólveigarson

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   65.000 kr.
  • Nr.

   2309H02
  • ICS
 • Dags:

  fös. 22. sep. 2023 - sun. 24. sep. 2023

  Brottför:

  kl. 18:00 frá Olís við Hellu.

  • Skáli

  Þessi ferð er fyrir óbreytta eða lítið breytta jeppa. Farið er inn á Fjallabak um Keldur og inn fyrir Hafrafell meðfram Eystri Rangá upp í Dalakofa þar sem gist verður í skála Útivistar. Á laugardeginum er ferðinni heitið um Syðra Fjallabak, eftir stutt stopp við nafnlausa fossinn í Markarfljótinu. Komið verður við í Álftavatni og Hvanngili og kíkt á gljúfrin þar sem Kaldaklofskvísl fellur í Markarfljótið á leið okkar í Strút, þar sem gist verður í skála Útivistar. Á sunnudeginum verður ekið austur fyrir Mælifellshnjúk og farið yfir Brennivínskvísl og Hólmsá og í Álftavatnakrók.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   18.000 kr.
  • Nr.

   2309J01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. sep. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  Gangan hefst við veg sem liggur að eyðibýlinu Arnarfelli. Gengið er eftir veginum og upp fjallið að vestanverðu. Þegar upp er komið sést tjörn eða lítið vatn sem heitir Stapatjörn. Gott útsýni er af fellinu. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   9.800 kr.
  • Nr.

   2309D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 30. sep. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst og endar á bílastæðinu við námuna undir Vífilsfelli. Gengið er upp austan megin á Sauðahnjúka. Leiðin liggur um skriður, móberg og mela. Einstakir kaflar af leiðinni geta reynt á lofthrædda. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   3.900 kr.
  • Nr.

   2309D05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. okt. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  Litli- og Stóri Meitill liggja á suðurhluta Hengilssvæðisins austan við Þrengslaveg. Þeir eru að mestu úr móbergi og umhverfis eru nútímahraun sem runnu fyrir um 2000 árum. Þetta er geysistór gígur sem hefur orðið til við gos undir jökli. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   8.600 kr.
  • Nr.

   2310D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. okt. 2023 - sun. 8. okt. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Hrauneyjum.

  • Skáli

  Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er einhver skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Farið að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt er á tanka. Þaðan verður haldið norður Sprengisand og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   18.000 kr.
  • Nr.

   2310J01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. okt. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gengið frá bílastæði við Grænavatn í Krýsuvík að Austurengjahver. Þaðan liggur leiðin á Stóra-Lambafell. Síðan er gengið fram hjá Fúlapolli, Svuntulæk og að Grænavatni þar sem gangan hófst. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   3.900 kr.
  • Nr.

   2310D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. okt. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gengið er frá litlu bílastæði sem er staðsett hægra megin við Bláfjallaveg rétt fyrir neðan Eldborg. Vel merktur stígur er upp á Eldborgina og er gengið að hluta til ofan á henni. Þegar niður er komið er gengið á milli Eldborgar og Drottningar. Gengið er vestan megin upp á Drottningu og sömu leið til baka. Þegar komið er niður er þokkalega stikaður stígur í átt að Stóra-Kóngsfelli. Gangan á það hefst að norðanverðu en komið er upp á topp að sunnanverðu. Sama leið er gengin til baka. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   3.900 kr.
  • Nr.

   2310D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. okt. 2023 - sun. 22. okt. 2023

  Brottför:

  kl. 10:00. frá Hrauneyjum.

  • Skáli

  Hin fornu vöð frumkvöðlanna könnuð, svo sem Bjallavað og Hófsvað í Tungnaá. Hlynur Snæland er þaulvanur björgunarsveitarmaður. Farið verður yfir öryggisatriði og annað sem hafa þarf í huga þegar glímt er við hin stóru fljót. Gist í Strútsskála.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   18.000 kr.
  • Nr.

   2310J02
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. okt. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  Klóarvegur er gömul þjóðleið á milli Ölfuss og Grafnings. Farið verður frá Gufudal ofan Hveragerðis og gengið með Sauðá inn að Klóarfjalli. Þaðan verður haldið niður Tröllaháls með Kyllisfell á vinstri hönd. Á leiðinni sjást Kattartjarnir sem eru fornir hyldjúpir gígkatlar. Gengið um Laxárdal og niður með Súlufelli að Króki í Grafningi. Þar má sjá ummerki um stöðu Þingvallavatns til forna. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   9.800 kr.
  • Nr.

   2310D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 4. nóv. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  Segja má að Ingólfsfjall blasi við augum hvaðan sem er á Suðurlandi og á sama hátt má segja að allt Suðurland blasi við af fjallinu. Lagt verður til uppgöngu við Þórustaðanámu við fjallið sunnanvert og komið til byggða við Torfastaði í Grafningi. Hvort farið verður með brúnum fjallsins eða haldið sem leið liggur á Inghól fer eftir veðri og vindum. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   9.800 kr.
  • Nr.

   2311D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 11. nóv. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd.

  Eyrarfjall er fremst í Hvalfirði og stendur stakt því Miðdalur nær hringinn í kringum það. Af fjallinu er gott útsýni yfir Hvalfjörð og nágrenni og er það frekar létt uppgöngu. Gangan hefst við gatnamót við túnið á Kiðafelli. Þar sjást gamlar leifar af járnbrautarvagni frá því í stríðinu. Gengið er eftir veginum inn Miðdal, inn fyrir tún, upp með girðinguni og upp vesturenda Eyrarfjalls. Þegar komið er upp á öxlina sést að fjallið er klofið af dalvepi, Stardal, og þarf að fara yfir litla á í botni hans til þess að komast á toppinn. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   8.600 kr.
  • Nr.

   2311D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 11. nóv. 2023 - sun. 12. nóv. 2023

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Hrauneyjum.

  • Skáli

  Ferðin hefst í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Farið verður inn í Landmannalaugar, þaðan um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssandi og í Strútsskála. Tekið tékk á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru góðar. Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellsand og niður í Fljótshlið eða um Mýrdalsjökul ef færi er gott.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   18.000 kr.
  • Nr.

   2311J01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 18. nóv. 2023

  Brottför:

  kl. 10:00 frá Mjódd.

  Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst þar sem keyrt er af Breiðholtsbraut inn að Dýraspítlanum. Gengið er í kringum vatnið og komið á sama stað aftur. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   3.900 kr.
  • Nr.

   2311D03
  • ICS
 • Dags:

  fös. 24. nóv. 2023 - sun. 26. nóv. 2023

  Brottför:

  kl. 18:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   37.000 kr.
  • Nr.

   2311H01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 25. nóv. 2023

  Brottför:

  kl. 10:00 frá Mjódd.

  Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Við Kasthúsatjörn á Álftanesi er bílastæði og þar hefst gangan. Gengið verður meðfram sjónum í stórum hring kringum Bessastaðatjörn. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   3.900 kr.
  • Nr.

   2311D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. des. 2023

  Brottför:

  kl. 10:00 frá Mjódd.

  Gangan hefst við bílastæði við Heiðmerkurveg suðaustan við Vífilsstaðahlíð í Garðabæ. Þar er gott skilti sem fjallar um leiðina og helstu kennileiti. Gangan endar við Kaldársel. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   7.800 kr.
  • Nr.

   2312D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. des. 2023

  Brottför:

  kl. 10:00 frá Mjódd.

  Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst við gamla félagsheimilið við Klébergsskóla. Gengið er með ströndinni út á Kjalarnestá og til baka. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   3.900 kr.
  • Nr.

   2312D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. des. 2023

  Brottför:

  kl. 10:00 frá Mjódd.

  Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst við Haukahúsið á Ásvöllum. Gengið er vestan íþróttasvæðis niður að tengibrú stígs sem liggur umhverfis Ástjörn og að Ásfjalli. Á fjallinu er falleg vel hlaðin varða sem gaman er að príla upp á. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   3.900 kr.
  • Nr.

   2312D03
  • ICS
 • Dags:

  fös. 29. des. 2023 - mán. 1. jan. 2024

  Brottför:

  kl. 18:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   42.000 kr.
  • Nr.

   2312H01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 30. des. 2023

  Brottför:

  kl. 10:00 frá Mjódd.

  Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Ríkishringur byrjar og endar við brúna yfir Elliðavatn þar sem maður kemur frá Rauðhólum á leið upp í Heiðmörk. Lagt er af stað frá bílastæðinu vinstra megin. Þetta er einn lengsti mögulegi hringur í Heiðmörkinni. Til þess að fara hann þarf að hafa augun opin og beygja helst alltaf til vinstri miðað við að farið sé réttsælis. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   3.900 kr.
  • Nr.

   2312D04
  • ICS