Ferðir og dagskrá

Síun
 • Dags:

  fim. 7. júl. 2022 - sun. 10. júl. 2022
  • Tjald

  Þessi ferð gæti verið í samstarfi við göngufólk.

  Ekið seinnipart fimmtudags inn í Núpsstaðarskóga.

  Fyrir jeppamenn og konur verður tekinn einn dagur í að fara inn að Lakagígum og skoða þau stórkostlegu ummerki sem þar eru um einar mestu jarðhræringar í sögu landsins. Hvaða dagur það verður fer eftir veðri. Frekari akstursleiðir verða settar á dagskrá eftir áhuga ökumanna og með tilliti til veðurs, en þeir sem áhuga hafa geta tekið þátt í gönguferðunum sem eru hluti af ævintýrinu.

  Fyrir göngufólk er áætlunin þessi: á föstudag er gengið upp á endann á Eystrafjalli og yfir að Súlutindum og það svæði skoðað. Á laugardegi er farið inn Núpsstaðaskóga að ármótum Núpsár og Hvítár. Þeir sem ekki eru lofthræddir geta klifrað eftir keðjunni upp klettana og skoðað tvílita-hylinn. Á sunnudegi verður gengið meðfram Eystrafjalli og þá sést glögglega hve mikið Súlujökull og Skeiðarárjökull hafa hörfað. Heimferð verður að lokinni góðri göngu.

  • Verð:

   9.000 kr.
  • Nr.

   2207J01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 8. júl. 2022 - sun. 10. júl. 2022

  Brottför:

  Kl. 17:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls að kvöldi föstudags og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim.

  Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og þvi þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

  Fararstjóri er Kristjana Birgisdóttir

  Nánari ferðalýsing

  • Verð:

   36.000 kr.
  • Nr.

   2207H02
  • ICS
 • Dags:

  fös. 8. júl. 2022 - mán. 11. júl. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Hér er á ferðinni spennandi nýjung þar sem gengið er um ótroðnar slóðir. Gengið er um Tindfjöll og ofanverða Rangárvelli, suður fyrir Heklu og að Rjúpnavöllum.

  Á fyrsta degi er ekið á eigin bílum inn Fljótshlíð að Fljótsdal þaðan sem gengið er í Tindfjallasel þar sem gist verður fyrstu nóttina. Eftir að hópurinn hefur komið sér fyrir í skálanum verður dagurinn nýttur til að skoða umhverfið.

  Frá Tindfjallaskála er gengið í vestur og stefnan tekin á bæinn Foss við Eystri-Rangá. Leiðin liggur sunnan megin við Vörðufell og stefnan tekin á Litla Bláfell. Síðan er farið um Fremra-Kálfatungugil, niður Góðadal, Stigagil og Markagil og komið að eyðibýlinu Rauðnefsstöðum, en það fór í eyði eftir Heklugosið 1947. Farið á vaði yfir Eystri Rangá að eyðibýlinu Fossi þar sem er gist í uppgerðu bæjarhúsinu. Vegalengd 18,5 km.

  Á lokadegi göngunnar er gengið frá Fossi á Rjúpnavelli. Þetta er nokkuð löng dagleið en hækkun er óveruleg. Gengið er um Skógarhraun, Herjólfsheiði og Dagverðarnesheiði hjá Pálssteinshrauni. Þá er stefnan tekin á Suðurhraun sunnan megin við Fálkahamar og stefnt í norður meðfram Hálsfjalli. Gengið er yfir Norðurhraun á milli Bjólfells og Tindgilsfells fram hjá Selvatni og ofan Næfurholts. Farið yfir Ytri- Rangá og gljúfrin við brúna skoðuð. Þaðan liggur leiðin upp með ánni að Rjúpnavöllum. Að loknum löngum göngudegi er slakað á í vistlegum skála á Rjúpnavöllum. Vegalengd 28 km.

  Daginn eftir er hópurinn sóttur og honum ekið í Fljótsdal þar sem bílar voru skildir eftir.

  Fararstjóri er Ásta Þorleifsdóttir

  Ath. Fullbókað!

  • Verð:

   78.000 kr.
  • Nr.

   2207L03
  • ICS
 • Dags:

  mán. 11. júl. 2022 - fös. 15. júl. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Dalastígur liggur um fáfarnar en heillandi slóðir að Fjallabaki. Í ár tökum við upp nýtt skipulag ferðarinnar með upphaf í Landmannahelli og endar gangan í Básum. Farið er með rútu og ekið að Landmannahelli þar sem gist er fyrstu nóttina. Þar yfir gnæfir Löðmundur sem býður upp á gott útsýni.  Dagurinn er því nýttur til göngu á fjallið. Annan dag ferðarinnar er gengið undir Rauðufossafjöllum í Dalakofa þar sem er gist. Þaðan er svo gengið í skálann að Mosum skammt frá Markarfljóti. Loks er svo haldið yfir göngubrýr á Fremri-Emstruá og síðasti spölurinn í Bása genginn um lokaáfanga Laugavegarins.

  • Verð:

   76.000 kr.
  • Nr.

   2207L04
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mið. 13. júl. 2022 - lau. 16. júl. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Ein fallegasta gönguleiðin á sunnanverðu hálendinu er frá Sveinstindi niður með Skaftá um Skælinga. Hér er margt að sjá; beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   72.500 kr.
  • Nr.

   2207L05
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mið. 13. júl. 2022 - lau. 16. júl. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið.

  Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans.  Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  Gunnar Hólm er farastjóri

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   70.500 kr.
  • Nr.

   2207L06
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 15. júl. 2022 - þri. 19. júl. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Þessi Laugavegsferð er ætluð allri fjölskyldunni og sniðin að þörfum barna. Hér er því upplagt tækifæri til að kynna börnunum fyrir dásemdum útivistar. Ekki er þó mælt með því að taka yngri börn en 8 ára með. Ekið í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Hrafntinnuskeri er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur í Hvanngil. Frá Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Á heimfaradegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása áður en haldið er heim.

  Fararstjórar eru Guðrún Frímanns og Helga Harðar

  Nánari ferðalýsing. 

  • Verð:

   102.000 kr.
  • Nr.

   2207L07
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 15. júl. 2022 - sun. 17. júl. 2022

  Brottför:

  Kl. 17:00 frá Mjódd

  • Skáli
  Fimmvörðuháls

  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls að kvöldi föstudags og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim.

  Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og þvi þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

  Nánari ferðalýsing

  • Verð:

   36.000 kr.
  • Nr.

   2207H03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. júl. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir og Ýma. Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni þaðan yfir Þórsmörk og Fjallabak, allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar. Ekið verður eins langt og fært er, að minnsta kosti að Tindfjallaseli. Þaðan verður gengið um Saxaskarð og Brúarskarð, yfir jökulskallann að sunnanverðum Ými og upp skarðið sem skilur að tindana tvo. Að lokinni göngu á báða tindana verður haldið til baka norðan þeirra.

  Vegalengd 14–18 km. Hækkun 700-900 m. Göngutími 7-8 klst. 

  • Verð:

   12.150 kr.
  • Nr.

   2207D01
  • ICS
 • Dags:

  fim. 21. júl. 2022 - sun. 24. júl. 2022
  • Skáli

  Tindfjallahringurinn er skemmtileg ný hringleið eða þríhyrningsleið þar sem gengið er milli þriggja skála. Ekið er á eigin bílum að eyðibýlinu Fossi á Rangárvöllum. Bærinn er staðsettur ofan við Keldur við upphaf Fjallabaksleiðar syðri. Þangað er fært fyrir alla bíla en aka þarf rólega síðasta spölinn. Frá Fossi er gengin einstaklega falleg leið upp með Eystri-Rangá í Hungurfit þar sem gist er fyrstu nóttina. Á öðrum degi er gengið úr Hungurfitjum á Tindfjöll og jaðri jökulsins fylgt í Tindfjallasel þar sem er gist. Síðasti göngudagurinn er svo frá Tindfjallaskála að bænum Fossi þar sem gangan hófst og gist þar síðustu nóttina. Leiðin liggur sunnan við Vörðufell og stefnan tekin á Litla Bláfell. Komið er að eyðibýlinu Rauðnefsstöðum sem fór í eyði eftir Heklugosið 1947. Farið á vaði yfir Eystri Rangá áður en komið er að Fossi.

  • Verð:

   58.000 kr.
  • Nr.

   2207L08
  • ICS
 • Dags:

  fim. 21. júl. 2022 - mið. 27. júl. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli / tjald

  Langleiðin heldur áfram og í þessum fyrri áfanga þetta árið hefst gangan í Nýjadal þar sem henni lauk árið 2021. Farið með rútu úr Reykjavík snemma morguns og ekið sem leið liggur í Nýjadal þar sem gangan hefst. Haldið að Þjórsá og farið yfir hana við Sóleyjarhöfðavað. Þaðan er stefnan tekin suður fyrir Kerlingarfjöll. Gengið verður um Leppistungur og farið yfir Jökulfallið á vaði. Gangan endar við Skálpanes.

  Dagur 1.       Nýidalur – Þjórsá   18-20 km 

  Dagur 2.       Meðfram Þjórsá að Sóleyjarhöfði   23-25 km

  Dagur 3.       Sóleyjarhöfði – Fjórðungssandur   12-15 km

  Dagur 4.       Fjórðungssandur – Klakksskáli   18-20 km

  Dagur 5.       Klakksskáli – Leppistungur   15 km

  Dagur 6.       Leppistungur – Hvítárbrú   20 km

  Dagur 7.       Hvítárbrú – Skálpanes   10 km 

  Fararstjórar eru Hrönn Baldursdóttir og Hákon Gunnarsson

  • Verð:

   88.000 kr.
  • Nr.

   2207L10
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 22. júl. 2022 - mán. 25. júl. 2022

  Brottför:

  Auglýst síðar

  • Skáli

  Hinar svokölluðu Víknaslóðir eru margrómað gönguland sem enginn verður svikinn af að skoða. Þátttakendur koma sér á eigin vegum í Bakkagerði í Borgarfirði eystri þar sem gangan hefst og líkur.

  • Verð:

   71.500 kr.
  • Nr.

   2207L09
  • Austfirðir

  • ICS
 • Dags:

  fös. 22. júl. 2022 - þri. 26. júl. 2022

  Brottför:

  Auglýst síðar.

  • Skáli

  Bækistöðvarferð fyrir krakka, mömmur, ömmur, pabba, afa, frænkur og frændur. Hálendið í kringum Strútsskála verður kannað, farið í Strútslaug, ætt upp og niður fjöll, stiklað yfir ár og leitað að hellisskútum. Gil og krókar í nágrenni skálans verða skoðuð hátt og lágt. Farið verður í ratleik, föndrað og poppað við varðeld. Það verður glens og gaman. Síðasta kvöldið verður sameiginlegur matur.

  Börn undir 18 ára aldri fá 50% afslátt, frítt fyrir 6 ára og yngri.

  • Verð:

   65.000 kr.
  • Nr.

   2207L11
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 22. júl. 2022 - sun. 24. júl. 2022

  Brottför:

  Kl. 17:00 frá Mjódd

  • Skáli
  Fimmvörðuháls

  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls að kvöldi föstudags og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim.

  Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og þvi þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

  Fararstjóri er Ingvi Stígsson

  Nánari ferðalýsing

  • Verð:

   36.000 kr.
  • Nr.

   2207H04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. júl. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Helgrindur er nafn á áberandi fjallaklasa ofan við Grundarfjörð og nær frá Kaldnasa að Tröllkerlingu. Þau gerast vart drungalegri örnefnin en Helgrindur en það er samt einhver reisn og tign yfir nafninu. Gengið verður á Böðvarskúlu (988 m) sem er hæsti tindurinn og Snæfellsnesið þverað. Í björtu veðri er sérstakt að horfa niður á Kirkjufell og yfir eyjarnar á Breiðafirði. Í fyrstu verður gengið um gróið land en síðan grýttar skriður.

  Vegalengd 14-15 km. Hækkun u.þ.b. 850-950 m. Göngutími 7-8 klst.

  • Verð:

   8.820 kr.
  • Nr.

   2207D02
  • ICS
 • Dags:

  þri. 26. júl. 2022 - lau. 30. júl. 2022

  Brottför:

  Auglýst síðar

  Hér er um að ræða fimm dagsferðir þar sem upphaf ferða er frá Egilsstöðum eða öðrum stöðum á svæðinu eftir því sem síðar verður auglýst. Gengið verður á Snæfell, Þerribjörg og Hólmatind, farið í Stórurð og í dagsgöngu á Víknaslóðum. Þá verður einnig farið í létta göngu í Stapavík. Hægt er að bóka sig í allar ferðirnar eða velja úr þær sem freista.

  Gisting á svæðinu er á hendi hvers og eins, t.d. er hægt að nýta sumarbústaði stéttarfélaga á Austurlandi. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2207D03
  • ICS
 • Dags:

  mið. 27. júl. 2022 - fös. 29. júl. 2022

  Brottför:

  Auglýst síðar.

  • Skáli

  Jafnt yngri sem eldri Útivistarfélagar eiga margar sælar minningar úr Básum á Goðalandi og oft er sagt að hjarta félagsins slái þar. Þessi ferð er tilvalin fyrir eldri félaga sem vilja endurupplifa góðar minningar, sem og nýja félaga á virðulegum aldri sem langar að kynnast þessari paradís undir leiðsögn kunnugra.

  Lagt af stað frá Mjódd kl. 10:00 á miðvikudegi og ekið í Bása. Eftir að hafa komið sér fyrir í skála er farið í tveggja tíma göngu í nágrenni skálans, gengin Básahringur með viðkomu í Fjósafuð. Daginn eftir verður haldið af stað upp úr kl. 11 í um það bil 4 tíma göngu. Gengið upp á Réttarfell og þaðan niður í Hvannárgil og áfram að Álfakirkjunni áður en haldið verður á ný í Bása.

  Varðeldur um kvöldið. Heimferðadag verður lagt af stað kl: 11:00 og ekið að Steinsholtsgjá. Gengið upp með Norðurhlíðum gjárinnar að Steinsholtsjökli og áfram niður með Steinsholtsá og komið niður hjá Fagraskógi þar sem rútan bíður.

  Áætluð heimkoma er á milli kl. 17:00 og 18:00

  • Verð:

   36.000 kr.
  • Nr.

   2207L12
  • ICS
 • Dags:

  fös. 29. júl. 2022 - mán. 1. ágú. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Ein fallegasta gönguleiðin á sunnanverðu hálendinu er frá Sveinstindi niður með Skaftá um Skælinga. Hér er margt að sjá; beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   72.500 kr.
  • Nr.

   2207L13
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 29. júl. 2022 - mán. 1. ágú. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið.

  Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans.  Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   70.500 kr.
  • Nr.

   2207L14
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 29. júl. 2022 - þri. 2. ágú. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli
  Laugavegurinn

  Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum fyrstu nóttina og gefst því tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Þaðan liggur leiðin framhjá Hvanngili í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   102.000 kr.
  • Nr.

   2207L15
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 5. ágú. 2022 - sun. 7. ágú. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Lagt af stað að morgni föstudags og gengið rólega í Fimmvörðuskála þar sem verður gist. Á laugardeginum er gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Heimferð úr Básum um kl. 13:00, en áður gefst færi á að njóta paradísarinnar í Básum. Tilvalið að taka stálpaða krakka í þessa göngu. Börn undir 18 ára aldri fá 50% afslátt.

  • Verð:

   36.000 kr.
  • Nr.

   2208H01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 6. ágú. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:30 frá bílastæði við Móskarðshnjúka

  Við göngum eftir gamla þjóðveginum sem áður lá um Svínaskarð og upp á hæsta Móskarðshnjúkinn að austan. Fikrum okkur síðan eftir öllum hnjúkunum með ægifagurt útsýni til allra átta. Kíkjum á Laufskörðin en höldum síðan niður frá vestasta hnjúknum og skoðum m.a. fallegan stuðlabergsfoss á leiðinni. 

  • Verð:

   3.060 kr.
  • Nr.

   2208D01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 12. ágú. 2022 - sun. 14. ágú. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:30

  • Skáli

  Útivist býður upp á þriggja daga (tveggja nátta) jógaferð á Snæfellsnes þar sem gist verður í tveimur húsum á Arnarstapa. Heitur pottur er við bæði húsin. Snæfellsnes er magnaður orkustaður og tilvalinn fyrir jógaiðkun. Við munum fara í gönguferðir um nágrennið alla dagana auk þess að stunda jóga. Jógað verður gert kvölds og morgna og eftir stað og stund yfir daginn. Einnig verður boðið upp á sjósund fyrir áhugasama. Lagt verður af stað úr Reykjavík á eigin bílum kl. 8:30 á föstudagsmorgninum 12. ágúst og ekið að Arnarstapa. Ýmsar gönguleiðir koma til greina og munum við láta veður ráða för. Bæði verður boðið upp á láglendisgöngur og meiri útsýnisgöngur. Innifalið í verði er fararstjórn og gisting.

  Fararstjórar eru Þórlaug Sveinsdóttir og Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, báðar sjúkraþjálfarar, jógakennarar og leiðsögumenn.

  Fullbókað. Sendið póst á utivist@utivist.is til að fara á biðlista.

  • Verð:

   24.000 kr.
  • Nr.

   2208L01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 12. ágú. 2022 - mán. 15. ágú. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Ein fallegasta gönguleiðin á sunnanverðu hálendinu er frá Sveinstindi niður með Skaftá um Skælinga. Hér er margt að sjá; beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   72.500 kr.
  • Nr.

   2208L02
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 12. ágú. 2022 - mán. 15. ágú. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið.

  Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans.  Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   70.500 kr.
  • Nr.

   2208L03
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 13. ágú. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Rauðufossafjöll eru fjallaklasi úr líparíti austur af Heklu. Þau samanstanda af fjórum megin hnúkum. Gengið á syðsta hnúkinn af veginum rétt vestur af Biksléttu. Haldið upp nokkuð bratta og lausa skriðu, síðan eftir hrygg að tindinum. Farið niður norðvestur af honum og gengið meðfram fjallinu til baka.

  Vegalengd 6-7 km. Hækkun 400 m. Göngutími 4-5 klst.

  • Verð:

   8.820 kr.
  • Nr.

   2208D02
  • ICS
 • Dags:

  fim. 18. ágú. 2022 - mán. 22. ágú. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli
  Laugavegurinn

  Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum fyrstu nóttina og gefst því tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Þaðan liggur leiðin framhjá Hvanngili í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   102.000 kr.
  • Nr.

   2208L05
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 19. ágú. 2022 - sun. 21. ágú. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:30 frá Mjódd

  • Tjald

  Síðari áfangi Langleiðarinnar í ár liggur frá Skálpanesi sunnan Langjökuls og endar við Meyjarsæti.

  Dagur 1.       Skálpanes – Hagavatn                  20 km

  Dagur 2.       Hagavatn – Hlöðufell                   26 km

  Dagur 3.       Hlöðufell – Meyjarsæti                18 km

  Fararstjórar eru Hrönn Baldursdóttir og Hákon Gunnarsson

  • Verð:

   45.000 kr.
  • Nr.

   2208L04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. ágú. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Austarlega á Snæfellsnesi rétt við þjóðveginn rís Hafursfell. Fjallið er umfangsmikið, tindótt og inn í það skerast margir dalir. Í næsta nágrenni eru mörg áberandi fjöll og umhverfið er fagurt. Gengið verður á Hafursfell frá bænum Dalsmynni, um Þverdal og á toppinn.

  Vegalengd 8-9 km. Hækkun 700 m. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   8.820 kr.
  • Nr.

   2208D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 27. ágú. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Fjaran er heillandi heimur. Í þessari ferð skoðum við bæði plöntur og dýr sem búa í fjörunni í fylgd með fróðum fararstjórum. Í lok ferðar verður týndur kræklingur og eldaður yfir eldi (má hafa með sér ílát og taka með heim). Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna. 

  • Verð:

   6.120 kr.
  • Nr.

   2208D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. sep. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:00 frá Mjódd

  Útivist hefur verið með ferðir til skiptis á nágrannafjöllin Skriðu, Hlöðufell og Högnhöfða. Nú er komið að því að ganga á nágranna þeirra, Rauðafell. Ekið verður upp hjá Miðdal og gengið frá Gullkistu að fjallinu. Mjög gott útsýni er af toppi fjallsins.

  Vegalengd 14 km. Hækkun 400 m. Göngutími 6 klst.

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   2209D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. sep. 2022 - lau. 3. des. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:00

  Fjallfarar - Haustönn

  Fjallfarar Útivistar er hópur sem gengur saman eina dagsgöngu og eina kvöldgöngu í mánuði. Hópurinn
  er fyrir fólk sem hefur reynslu af gönguferðum og vill ganga dagleiðir sem eru í meðallagi langar og
  með nokkurri hækkun. Dagskráin yfir árið er tvískipt og verður einn hópur frá janúar til maí og annar
  frá september fram í desember. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar að lengd og á hinum ýmsu svæðum.

  Dagsgöngurnar eru að jafnaði annan laugardag í mánuði og þriðjudagsganga mánaðarins svo tíu
  dögum síðar. Ef veðurútlit er óheppilegt á laugardeginum verður hægt að færa gönguna til sunnudags
  sömu helgi. Farið er á eigin bílum í flestar göngurnar en í einstaka ferðir er farið með rútu. Í kvöldgöngunum
  er gengið af stað kl. 18 og þarf þá að vera búið að keyra að upphafsstað göngunnar. Þegar farið
  er í dagsgöngurnar er komið saman kl. 9 (einstaka sinnum kl. 8) og svo keyrt í samfloti að göngubyrjun.

  Göngur Fjallfara eru 2 - 3 skór og eru þær frá miðlungs erfiðum upp í erfiðar göngur. Mikilvægt er að
  hafa viðeigandi útbúnað og fatnað og hafa reynslu af að nota hann. Þátttakendur fá útbúnaðarlista og
  nánari upplýsingar um hverja göngu í sérstökum facebook hópi Fjallfara eða með tölvupósti fyrir þau
  sem þess óska.

  Dagskrá.

  • Verð:

   29.000 kr.
  • Nr.

   2200P02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. sep. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:00 frá Mjódd

  Í Tindfjöllum rísa margir tindar og eru Ýmir og Ýma þeirra hæstir. Fleiri tindar eru þó áhugaverðir og í þessari ferð verður gengið á Sindra og Ásgrindur. Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni yfir Þórsmörk og Fjallabak allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar. Ekið verður inn í Hungurfit og gengið upp að norðanverðu.

  Vegalengd 13 km. Hækkun 800 m. Göngutími 8 klst.

  • Verð:

   12.150 kr.
  • Nr.

   2209D02
  • ICS
 • Dags:

  fim. 15. sep. 2022 - sun. 18. sep. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli. Farið með rútu í Landmannalaugar á fimmtudagskvöldi og gist í skálanum þar. Á föstudegi verður gengið um Hrafntinnusker og niður í Hvanngil þar sem er gist. Þaðan verður gengið um Emstrur niður í Þórsmörk þar sem gist verður í skála í Básum. Þar bíður göngumanna grillveisla, varðeldur og ósvikin Básastemming. Á sunnudegi gefst færi á göngu um Goðaland áður en lagt verður af stað heim á leið.

  • Verð:

   72.000 kr.
  • Nr.

   2209L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 16. sep. 2022 - sun. 18. sep. 2022

  Brottför:

  Kl. 18:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Að loknu góðu ferðasumri liggja leiðir okka í Bása til að taka á móti haustinu. Á þeim tíma er einstakt að heimsækja Goðaland því þá gleðja haustlitirnir augað hvert sem litið er. Gönguferðir og holl útivist er einkenni ferðarinnar og því verður farið í góða göngu um Goðaland. Gönguleið verður valin eftir veðri og aðstæðum. Á laugardagskvöldi verður grillveisla og varðeldur að hætti Útivistar.

  • Verð:

   36.000 kr.
  • Nr.

   2209H01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. sep. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:00 frá Mjódd

  Ferð í nágrenni borgarinnar. 

  Sveppir eru herramannsmatur og þeir vaxa víða í nágrenni borgarinnar. Í þessa ferð þarf að taka með sér körfu eða bréf­poka til að geyma sveppina, en plastpokar eru ekki góðir til að geyma sveppi. Það er gott að hafa með sér vasanhníf til að skera neðsta hlutann af fætinum og losna við óhreinindi. Þegar nóg er komið af sveppum má tína ber eða jurtir í haustkrans. Við verðum að venju í fylgd með fróðu fólki. Þessi ferð er tilvalin fjölskylduferð.

  • Verð:

   6.120 kr.
  • Nr.

   2209D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. sep. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:00 frá Mjódd

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Á Háhrygg eru gígar sem gusu í Nesjaeldum fyrir um 1900 árum síðan. Á þessari göngu er skemmtilegt útsýni yfir Þingvallavatn og nágrenni ofan af Hæðum sem er dyngja frá hlýskeiði fyrir um 115 þúsund árum. Gangan hefst við vatnstankana á Háhrygg og er gengið eftir hryggnum en síðan sveigt yfir í Sporhelludal. Að því búnu er gengið vestan við Hátind og Jórutind, upp á Lönguhlíð og upp á Hæðir. Þaðan er gengið niður að Svínahlíð þar sem vel ætti að sjá yfir Þingvallavatn. Að lokum er gengið að Heiðarbæ og gangan endar við gamla Þingvallaveginn.

  Vegalengd 15 km. Hækkun 200 m. Göngutími 6 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2209D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. sep. 2022 - lau. 29. okt. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:00 frá Mjódd

  Þvers og kruss um hengilinn

  Hér geta félagsmenn skráð sig í allar göngurnar og fá þá veglegan afslátt af þátttökugjaldi, en einnig er hægt að bóka sig í hverja ferð fyrir sig.

  Þvers og kruss um Hengilinn 1 24.9.
  Þvers og kruss um Hengilinn 2 1.okt
  Þvers og kruss um Hengilinn 3 8.10.
  Þvers og kruss um Hengilinn 4 15.10.
  Þvers og kruss um Hengilinn 5 22.10.
  Þvers og kruss um Hengilinn 6 29.10.
  • Verð:

   36.000 kr.
  • Nr.

   2200D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 1. okt. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:00 frá Mjódd

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Þetta er skemmtileg ganga um nokkuð fjölbreytt landslag. Við munum sjá ótal hveri og laugar á leiðinni, af öllum mögulegum tegundum. Þessi ganga hentar flestum og er þægileg þó að hún sé nokkuð löng. Endilega takið með sundföt því við munum staldra við í Reykjadal og þvo af okkur rykið.

  Vegalengd um 17 km. Göngutími um 7 klst. 

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 8. okt. 2022

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Leiðin hefst í Sleggjubeinsdal. Gengið er upp vesturhlíð Sleggju upp gróna ása með góðu útsýni yfir Innstadal. Krækt er fyrir gil og klifin all brött en stutt brekka og taka þá við móbergsstallar. Loks liggur leiðin um mjóan hrygg niður í Engidal með brattar skriður niður í Innstadal á aðra höndina en þverhnípi á hina. Áfram er haldið sem leið liggur um bratta skriðu uns komið er upp á sléttuna við Vörðuskeggja. Til baka er gengið niður í Marardal með góðu útsýni til vesturs. Gott er að hafa með sér göngustafi. Þessi leið ekki fyrir lofthrædda. 

  Vegalengd 15 km. Hækkun 600 m. Göngutími 5-6 klst.

   

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 8. okt. 2022 - sun. 9. okt. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:00 frá Hrauneyjum

  • Skáli

  Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er einhver skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Farið að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt er á tanka. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

  Fararstjóri: Þórður Þorsteinsson

  • Verð:

   16.000 kr.
  • Nr.

   2210J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 15. okt. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:00 frá Mjódd

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Kattartjarnaleið er afar fjölbreytt gönguleið. Hún hefst í Hveragerði þar sem við göngum meðfram Grændalsá. Í dalnum eru margir hvæsandi hverir þ.a.m. sérlega glæsilegur leirhver. Leiðin liggur upp að Ölkelduhnúk og þaðan áfram meðfram Hrómundartindi að Ölfusvatnsá, fallegri lindá sem þarf að vaða (gott að hafa vaðskó með). Leiðarlok eru svo við Grafningsveg þar sem bíllinn bíður.
  Vegalengd 16 km. Hækkun 500 m. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. okt. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:00 frá Mjódd

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Stórbrotin og falleg leið, hrikaleg og brött þegar ofar dregur en öruggur stígur upp eftir Stangarhálsi í suðvestur upp á Ölfusvatnsskyggni. Þar er stórkostlegt útsýni yfir á Ölkelduháls, Grafning, Nesjavallavirkjun og Köldulaugagil. Áfram liggur leiðin upp undir Nesjaskyggni um Kýrdalsbrúnir þaðan sem sveigt er upp hlíðina og síðan er auðveld leið á Vörðuskeggja. Til baka er gengið fyrir Kýrdal og niður Klungrin í Dyradal.

  Vegalengd 15 km. Hækkun 600 m. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. okt. 2022 - sun. 23. okt. 2022

  Brottför:

  Kl. 10:00 frá Hrauneyjum

  • Skáli

  Hin fornu vöð frumkvöðlanna könnuð, svo sem Bjallavað og Hófsvað í Tungnaá. Hlynur Snæland er fararstjóri í þessari ferð en hann er þaulvanur björgunarsveitarmaður og vatnamaður. Farið verður yfir öryggisatriði og annað sem hafa þarf í huga þegar glímt er við hin stóru fljót. Gist í Strútsskála.

  Fararstjóri: Hlynur Snæland

  • Verð:

   16.000 kr.
  • Nr.

   2210J02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. okt. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:00 frá Mjódd

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferð

  Við hefjum gönguna við Sleggjubeinsdal og göngum meðfram Húsmúla, kíkjum inn í Þjófagil og Mógil og fram með Draugatjörn. Leiðin liggur áfram í Engildal sem þrengist smátt og smátt. Hægt er að fylla á vatnsbrúsa í Engidalsá sem við fylgjum áfram um þröngt smágil sem lækurinn rennur eftir. Við fylgjum læknum og innan stundar ber okkur að þröngu einstigi sem lækurinn rennur efir uns skyndilega opnast Marardalurinn umlukinn klettum á alla vegu. Áfram er haldið í Dyradal og þaðan á Nesjavallaveg þar sem rútan bíður.

  Vegalengd 14 km. Hækkun 200 m. Göngutími 5 klst.

  a kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. nóv. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:30 frá Kasthúsatjörn

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  Rúta ekur hópnum frá Kasthúsatjörn að upphafsstað göngunnar. Gangan hefst austan við álverið í Straumsvík. Gengið verður með ströndinni, út á Hvaleyrarhöfða og áfram um Hafnarfjarðarhöfn og út með Álftanesi. Gengið verður fram hjá Hausastaðatjörn og þaðan að Kasthúsatjörn og áfram út með veginum að Álftanesvita sem er um 9 metra hár ferstrendur innsiglingarviti.

  Vegalengd 16 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2211D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. nóv. 2022 - lau. 10. des. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:30

  Strandgöngur um Höfuðborgarsvæðið

  Hér geta félagsmenn skráð sig í allar göngurnar og fá þá veglegan afslátt af þátttökugjaldi, en einnig er hægt að bóka sig í hverja ferð fyrir sig.

  Strandganga um Höfuðborgars 1  5.11.
  Strandganga um Höfuðborgars 2 12.nóv
  Strandganga um Höfuðborgars 3 19.11.
  Strandganga um Höfuðborgars 4 26.11.
  Strandganga um Höfuðborgars 5 3.12.
  Strandganga um Höfuðborgars 6 10.des
  • Verð:

   23.600 kr.
  • Nr.

   2200D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. nóv. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:30 frá höfninni á Kársnesi

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  Rúta ekur hópnum frá Kópavogshöfn að upphafsstað göngunnar. Gangan hefst við Bessastaði en ljósmerki í turni Bessastaðakirkju var notað sem siglingamerki ásamt Álftanesvita. Gengið verður með ströndinni um Gálgahraun, Arnarnesvog, Arnarnes, Kópavog og út á Kársnes þar sem er höfn og innsiglingamerki en ekki viti.

  Vegalengd 12 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 4 klst.

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2211D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. nóv. 2022 - sun. 13. nóv. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:00 frá Hrauneyjum

  • Skáli

  Ferðin hefst í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Farið verður inn í Landmannalaugar, þaðan um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssand og í Strútsskála. Tekið tékk á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru góðar. Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellsand og niður í Fljótshlíð eða um Mýrdalsjökul ef færi er gott.

  Fararstjóri: Þorsteinn Pálsson

  • Verð:

   16.000 kr.
  • Nr.

   2211J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. nóv. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:30 frá Gróttu

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  Rúta ekur hópnum frá Gróttu að upphafsstað göngunnar. Frá höfninni á Kársnesi verður haldið fyrir Fossvoginn undir Öskjuhlíð, meðfram flugvellinum og eftir strandlengjunni út á Seltjarnarnes. Göngunni lýkur við Gróttuvita sem var reistur 1947.

  Vegalengd 15-17 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2211D03
  • ICS
 • Dags:

  fös. 25. nóv. 2022 - sun. 27. nóv. 2022

  Brottför:

  Kl. 18:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku. Tilvalið að taka börnin með í þessa ferð. Börn undir 18 ára aldri fá 50% afslátt.

  Fararstjórar eru Guðrún Hreins og Marrit

  • Verð:

   33.500 kr.
  • Nr.

   2211H01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. nóv. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:30 frá Skarfabakka

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  Rúta ekur hópnum frá Skarfabakka að upphafsstað göngunnar. Haldið verður frá Gróttu og eftir ströndinni um Granda og gömlu höfnina. Þá verður haldið að Stýrimannaskólanum og svo um Laugarnes að Skarfagörðum. Frá Skarfagörðum verður farið með bát yfir í Viðey.

  Vegalengd 16 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2211D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. des. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:30 

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2212D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. des. 2022

  Brottför:

  Kl. 09:30

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2212D02
  • ICS