Ferðir og dagskrá

Síun
 • Dags:

  lau. 1. jún. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  Á fáum stöðum í heiminum eru fleiri jarðfræðifyrirbæri og jafn aðgengileg á jafn litlu svæði og á Reykjanesskaga. Við kynnumst leyndardómum jarðvísindanna í fylgd staðkunnugs jarðfræðings.  Jarðfræði á Reykjanesi skoðuð með Ástu Þorleifsdóttur jarðfræðingi. Ekið á milli staða og farið í stuttar gönguferðir. Við munum fara eftir aðstæðum því ástand mála á Reykjanesi breytist dag frá degi en skoða það sem merkilegast er að gerast í tengslum við þá atburði sem eru að ganga yfir og fleiri jarðfræðifyrirbæri sem eru dæmigerð fyrir Ísland en eru einstök á heimsvísu. Nánari dagskrá auglýst þegar nær dregur.  Heildartími í ferð 7 – 8 klst.

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2406D01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 8. jún. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  Á Háhrygg eru gígar sem gusu í Nesjaeldum fyrir um 1900 árum síðan. Á þessari göngu er skemmtilegt útsýni yfir Þingvallavatn og nágrenni ofan af Hæðum sem er dyngja frá hlýskeiði fyrir um 115 þúsund árum. Gangan hefst við vatnstankana á Háhrygg og er gengið eftir hryggnum en síðan sveigt yfir í Sporhelludal. Að því búnu er gengið vestan við Hátind og Jórutind, upp á Lönguhlíð og upp á Hæðir. Þaðan er gengið niður að Svínahlíð þar sem vel ætti að sjá yfir Þingvallavatn. Að lokum er gengið að Heiðarbæ og gangan endar við gamla Þingvallaveginn. Vegalengd 15 km. Hækkun 200 m. Göngutími 6 klst.

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  Fararstjóri María Berglind

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2406D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 16. jún. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 19:00

  Árleg næturganga Útivistar yfir Leggjabrjót um sumarnótt. Það er fátt betra en að vera á ferðinni á björtum sumarkvöldum. Þetta er greiðfær leið þó nafnið gefi annað til kynna. Frá Svartagili liggur leiðin um Öxarárdal að Myrkavatni og upptökum Öxarár. Síðan verður gengið um Leggjabrjót, með Sandvatni og um Hrísháls niður í Botnsdal. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugönguna yfir Fimmvörðuháls. Vegalengd 16-18 km. Hækkun 500 m. Göngutími 6-7 klst.

  Brottför frá Mjódd kl. 19:00

  • Verð:

   11.800 kr.
  • Nr.

   2406D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 21. jún. 2024 - sun. 23. jún. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 17:00

  • Skáli

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kveiktur varðeldur þar sem Útivistargleðin ríkir.

  Ath! Brottför kl. 17:00

  • Verð:

   49.000 kr.
  • Nr.

   2406H01AS
  • ICS
 • Dags:

  fös. 21. jún. 2024 - sun. 23. jún. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 17:00

  • Tjald

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kveiktur varðeldur þar sem Útivistargleðin ríkir.

  • Verð:

   41.000 kr.
  • Nr.

   2406H01AT
  • ICS
 • Dags:

  fös. 21. jún. 2024 - sun. 23. jún. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 18:00

  • Skáli

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kveiktur varðeldur þar sem Útivistargleðin ríkir.

  Ath!! Brottför kl. 18:00

  • Verð:

   49.000 kr.
  • Nr.

   2406H01BS
  • ICS
 • Dags:

  fös. 21. jún. 2024 - sun. 23. jún. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 18:00

  • Tjald

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kveiktur varðeldur þar sem Útivistargleðin ríkir.

  • Verð:

   41.000 kr.
  • Nr.

   2406H01BT
  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. jún. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 18

  Af tindum Snæfellsjökuls er ógleymanlegt að upplifa sumarsólstöður þegar sólargangur er lengstur hér á norðurhveli jarðar. Gengið verður frá Jökulhálsi og hefst gangan kl. 21. Markmiðið er að vera á toppi jökulsins, milli þúfna um kl. 00:30, og sjá sólina setjast en rísa jafnharðan aftur. Göngutími 3-4 klst. Hækkun 1000 m.

  Brottför frá Mjódd kl. 18

  • Verð:

   26.000 kr.
  • Nr.

   2406D04
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 28. jún. 2024 - sun. 30. jún. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 09:00

  • Skáli

  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls að kvöldi föstudags og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim. Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri í Bása, skálagisting og grillveisla á laugardagskvöldið.

  Almennar upplýsingar um Fimmvörðuhálsferðir Útivistar og útbúnaðarlisti.

  • Verð:

   49.000 kr.
  • Nr.

   2406H02
  • ICS
 • Dags:

  sun. 30. jún. 2024 - fim. 4. júl. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 08:00

  • Skáli

  Þessi Laugavegsferð er ætluð allri fjölskyldunni og sniðin að þörfum barna. Hér er því upplagt tækifæri til að kynna dásemdir útivistar fyrir börnunum. Ekki er þó mælt með því að taka yngri börn en 8 ára með. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   129.000 kr.
  • Nr.

   2406L02
  • ICS
 • Dags:

  fim. 4. júl. 2024 - sun. 7. júl. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 08:00

  • Skáli

  Dalastígur er ný gönguleið á fáförnum en virkilega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki.

  Brottför frá Mjódd, kirkjumegin á bílaplaninu fyrir framan Sambíóin og ekið sem leið liggur í Landmannahelli þar sem gist er fyrstu nóttina.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   97.000 kr.
  • Nr.

   2407L03
  • ICS
 • Dags:

  fim. 4. júl. 2024 - sun. 7. júl. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 08:00

  • Skáli

  Fullbókað! 

  Hægt er að senda póst á utivist@utivist.is til að skrá sig á biðlista.

  Laus sæti í þessar ferðir;


  Strútsstígur 24.-27. júlí

  Strútsstígur 7.-10. ágúst

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  Brottför er frá Mjódd.  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagisting.

  Ferðalýsing

  • Verð:

   89.000 kr.
  • Nr.

   2407L02
  • ICS
 • Dags:

  fim. 4. júl. 2024 - sun. 7. júl. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 08:00

  • Skáli

  Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

  Fararstjóri er Páll Arnarson

  Ferðalýsing

  • Verð:

   92.000 kr.
  • Nr.

   2407L01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 5. júl. 2024 - sun. 7. júl. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 09:00

  • Skáli

  Sendið tölvupóst á utivist@utivist.is ef þið viljið að fara á biðlista. 

  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar í rólegheitum. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið. Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn. 

  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri í Bása, skálagisting og grillveisla á laugardagskvöldið.

  Almennar upplýsingar um Fimmvörðuhálsferðir Útivistar og útbúnaðarlisti.

  Fararstjórar eru Guðrún Frímannsdóttir og Helga Harðardóttir

  • Verð:

   49.000 kr.
  • Nr.

   2407H01
  • ICS
 • Dags:

  sun. 7. júl. 2024 - mið. 10. júl. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 09:00

  • Skáli

  Hér er á ferðinni spennandi nýjung þar sem gengið er um ótroðnar slóðir. Gengið er um Tindfjöll og ofanverða Rangárvelli, suður fyrir Heklu og að Rjúpnavöllum.

  Fararstjóri er Ásta Þorleifsdóttir

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   84.000 kr.
  • Nr.

   2407L04
  • ICS
 • Dags:

  þri. 9. júl. 2024 - lau. 13. júl. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 09:00

  • Skáli

  Ævintýrið við Strút er bækistöðvarferð fyrir krakka, mömmur, ömmur, pabba, afa, frænkur og frændur.

  Hálendið í kringum Strútsskála verður kannað, farið verður í Strútslaug, ætt upp og niður fjöll og firnindi, stiklað yfir ár og leitað að hellisskútum. Farið í ratleik, föndrað, haldnar kvöldvökur og kveiktur varðeldur. Það verður glens og gaman. Öll gil og krókar í nágrenni skálans verða skoðuð hátt og lágt, stunduð listsköpun úti í náttúrunni, teiknaðar myndir, búnar til sögur, samin lög og sungið, lesnar sögur og samin ljóð. Síðasta kvöldið verðum sameiginlegur kvöldmatur.

  Fýlupúkar eru vinsamlegast beðnir um að fara ekki í þessa ferð en allir hinir hjartanlega velkomnir ;)

  Fararstjórar eru Auður Jónsdóttir og Sigríður Theodórsdóttir

  • Verð:

   82.000 kr.
  • Nr.

   2407L15
  • ICS
 • Dags:

  fös. 12. júl. 2024 - mán. 15. júl. 2024
  • Tjald

  eitt pláss laust!

  Siglt frá Bolungarvík í Hornvík þar sem settar verða upp tjaldbúðir og gengið út frá þeim.

  Farið verður um Hornbjarg og Hornbjargsviti í Látravík heimsóttur. Gengið verður um einstigi í Hvannadal. Þá verður farið um Rekavík bak Höfn, Atlaskarð og í Hælavík á æskuslóðir Jakobínu Sigurðardóttur og Þórleifs Bjarnasonar og e.t.v. lesið úr minningabókum þeirra.

  Bátur sækir farangur en hópurinn gengur um Hafnarskarð í Veiðileysufjörð og hittir á bátinn þar. Hámarksfjöldi 20 manns.

  Þátttakendur koma sér sjálfir á upphafstað í bátinn.

  Fararstjóri er Steinar Sólveigarson

  Innifalið er sigling, fararstjórn og flutningur á farangri.  Gist er í eigin tjöldum.

  • Verð:

   55.000 kr.
  • Nr.

   2407L08
  • ICS
 • Dags:

  lau. 13. júl. 2024 - sun. 14. júl. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 09:00

  • Skáli

  Uppselt í ferðina, ekki hægt að fara á biðlista.

  Gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi og gist í Básum. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim.

  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri í Bása, skálagisting og grillveisla á laugardagskvöldið.

  Almennar upplýsingar um Fimmvörðuhálsferðir Útivistar og útbúnaðarlisti.

  • Verð:

   42.000 kr.
  • Nr.

   2407H02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 13. júl. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl 5:00

  Dagsferð á Grænahrygg.

  Í göngunni að náttúruperlunni Grænahrygg nýtur litadýrð Fjallabaks sín einkar vel. Lagt er af stað frá Kýlingavatni, sem er ekki ýkja langt frá Landmannalaugum, og haldið um Halldórsgil og Sveinsgil. Leiðin er nokkuð strembin og ganga þarf upp og niður gil og vaða en það er allt vel þess virði þegar komið er að hinum blágræna Grænahrygg. Sama leið verður farin til baka. Nauðsynlegt er að vera með góða vaðskó.

  Gera má ráð fyrir 7-8 tímum í akstur.

  Gönguleið 16-18 km. Hækkun 7-800 metrar. Göngutími 7-9 tímar. 

  Fararstjóri er María Berglind

  • Verð:

   22.000 kr.
  • Nr.

   2406D05
  • ICS
 • Dags:

  þri. 16. júl. 2024 - mið. 24. júl. 2024
  • Tjald

  ATH!. Fullbókað í ferðina, sendið póst á utivist@utivist.is til að fara á biðlista.

  Á næstu fjórum árum verður Horn í Horn aftur á dagskrá, þvert yfir landið frá suðaustri til norðvesturs. Einn leggur verður genginn á hverju sumri og mun hver leggur taka átta til níu daga. Ferðin hefst við Eystra-Horn sumarið 2024 og endar í Hornvík 2027. Gist verður í skálum þar sem þeir standa til boða en annars staðar er gert ráð fyrir gistingu í tjöldum. Ferðin verður trússuð eftir því sem við verður komið. Þessi ganga var á dagskrá hjá Útivist árin 2016 – 2019 og verður nú endurtekin. Langleiðin sem er frá suðvestri til norðausturs hefur verið þess á milli og þannig gefst tækifæri til að krossa landið.

   

  Kynningarfundur verður haldinn 25. janúar 2024
  Staðsetning er á skrifstofu Útivistar, Katrínatúni 4, jarðhæð kl. 17:15

  Fararstjóri er Hrönn Baldursdóttir

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   145.000 kr.
  • Nr.

   2407L10
  • ICS
 • Dags:

  þri. 16. júl. 2024 - fim. 18. júl. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 10:00

  • Skáli

  Eftir velheppnaða þriggja daga bækistöðvaferð í Bása síðast liðin tvö sumur verður leikurinn endurtekinn.

  Stundum er talað um að hjarta Ferðafélagsins Útivistar slái í Básum á Goðalandi, en þar eiga jafnt yngri sem eldri Útivistarfélagar góðar minningar. Þessi ferð er tilvalin fyrir eldri félaga sem vilja endurupplifa stemninguna í Básum, sem og nýja félaga á virðulegum aldri sem langar að kynnast þessari paradís undir leiðsögn kunnugra.

  Nánari upplýsingar

  Fararstjórar eru Guðrún Frímannsdóttir, Jóhanna Benediktsdóttir og Guðbjartur Guðbjartsson

  • Verð:

   49.800 kr.
  • Nr.

   2407L09
  • ICS
 • Dags:

  fim. 18. júl. 2024 - sun. 21. júl. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 08:00

  • Skáli

  Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

  Fararstjóri er Steinar Sólveigarson

  Ferðalýsing

  • Verð:

   92.000 kr.
  • Nr.

   2407L11
  • ICS
 • Dags:

  fös. 19. júl. 2024 - mán. 22. júl. 2024

  Brottför:

  Frá Mjódd kl. 09:00

  • Skáli

  Tindfjallahringurinn er skemmtileg og krefjandi ný hringleið eða þríhyrningsleið þar sem gengið er milli þriggja skála og meðal annars farið yfir Tindfjallajökul þveran. 

  Nánari lýsing.

  • Verð:

   72.000 kr.
  • Nr.

   2407L13
  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. júl. 2024 - mið. 24. júl. 2024

  Brottför:

  Kl. 08:00

  • Skáli

  Hér er klassísk Laugavegsferð þar sem leiðin er gengin í fjórum þægilegum áföngum.

  Ekið úr Mjódd í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Hrafntinnuskeri er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur í Hvanngil. Úr Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása áður en haldið er heim.

  Fararstjóri er Páll Arnarson

  Ferðalýsing

  • Verð:

   129.000 kr.
  • Nr.

   2407L14
  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. júl. 2024 - þri. 23. júl. 2024

  Brottför:

  Auglýst síðar

  • Tjald

  Fjögurra daga jeppaferð um slóðir norðan Vatnajökuls. Ekið um Búðarháls og fossinn Dynkur heimsóttur. Þaðan er haldið sem leið liggur í Nýjadal þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Nýjadal er haldið austur yfir Skjálfandafljót og um Laufrandarleið í Réttartorfu þar sem gist verður. Úr Réttartorfu liggur leiðin að Mývatni þar sem gefst færi á að fylla eldsneytisgeyma áður en ekið er að Heilagsdal þar sem gist er þriðju nóttina. Þaðan liggur leiðin um Krákárbotna í Dyngjufjalladal, en dagurinn endar í Herðubreiðarlindum. Lok formlegrar ferðar eru í Herðubreiðarlindum en þaðan er hægt að halda þægilega leið til byggða eða halda áfram að njóta einstakrar náttúru á hálendinu norðan Vatnajökuls.

  Ferðin er skipulögð sem tjaldferð en jafnan er gist í nágrenni við fjallaskála og geta þeir sem það kjósa frekar pantað sér gistingu í skálunum.

  Fararstjóri: Skúli H. Skúlason

  • Verð:

   20.000 kr.
  • Nr.

   2407J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. júl. 2024 - sun. 21. júl. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 08:00

  • Skáli

  Gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi og gist í Básum. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim.

  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri í Bása, skálagisting og grillveisla um kvöldið í Básum.

  Almennar upplýsingar um Fimmvörðuhálsferðir Útivistar og útbúnaðarlisti. 

  • Verð:

   49.000 kr.
  • Nr.

   2407H03
  • ICS
 • Dags:

  mið. 24. júl. 2024 - lau. 27. júl. 2024

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  Brottför er frá Mjódd. Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagisting.

  Fararstjóri - Kristjana Birgisdóttir

  Ferðalýsing

  • Verð:

   89.000 kr.
  • Nr.

   2407L17
  • ICS
 • Dags:

  mið. 24. júl. 2024 - lau. 27. júl. 2024

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli
  Sveinstindur - Skælingar

  Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

  Innifalið er rúta, fararstjórn, skálagisting og grillveisla í lok ferðar.

  Fararstjóri er https://www.utivist.is/um-utivist/fararstjorar/steinar-solveigarson

  Ferðalýsing

  • Verð:

   92.000 kr.
  • Nr.

   2407L16
  • ICS
 • Dags:

  fös. 26. júl. 2024 - sun. 28. júl. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 12:00

  • Skáli

  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar í rólegheitum. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið.Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri í Bása, skálagisting og grillveisla á laugardagskvöldið.

  Almennar upplýsingar um Fimmvörðuhálsferðir Útivistar og útbúnaðarlisti.

  • Verð:

   49.000 kr.
  • Nr.

   2407H04
  • ICS
 • Dags:

  fim. 1. ágú. 2024 - mán. 5. ágú. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 08:00

  • Skáli

  5 daga ferð um Kjalveg hinn forna frá Hveravöllum að Hvítárnesi

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   95.000 kr.
  • Nr.

   2408L01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. ágú. 2024 - mán. 5. ágú. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 09:00

  • Skáli

  Lagt af stað að morgni föstudags og gengið rólega í Fimmvörðuskála þar sem verður gist. Á sunnudegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Heimferð úr Básum um kl. 13:00 á mánudegi (frídagur verslunarmanna), en áður gefst færi á að njóta paradísarinnar í Básum. Tilvalið er að taka stálpaða krakka í þessa göngu. Börn undir 18 ára aldri fá 50% afslátt. Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri í Bása, skálagisting og grillveisla á laugardagskvöldinu.

  Almennar upplýsingar um Fimmvörðuhálsferðir Útivistar og útbúnaðarlisti.

  • Verð:

   49.000 kr.
  • Nr.

   2408H01
  • ICS
 • Dags:

  mið. 7. ágú. 2024 - lau. 10. ágú. 2024

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  Brottför er frá Mjódd.  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagisting.

  Ferðalýsing

  • Verð:

   89.000 kr.
  • Nr.

   2408L04
  • ICS
 • Dags:

  mið. 7. ágú. 2024 - lau. 10. ágú. 2024

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

  Fararstjóri er Fríða Brá Pálsdóttir

  Ferðalýsing

  • Verð:

   92.000 kr.
  • Nr.

   2408L03
  • ICS
 • Dags:

  mið. 7. ágú. 2024 - sun. 11. ágú. 2024

  Brottför:

  Kl. 09:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Hér gefst frábært tækifæri til að kynnast Kerlingarfjallasvæðinu sem er á miðbiki hálendisins. Lagt af stað frá Mjódd á miðvikudegi og ekið inn á Kjöl og að Ásgarði í Kerlingarfjöllum. Þar er gist fyrstu nóttina í skála. Þegar búið er að koma sér fyrir við komuna er farið í göngu á Fannborg og Snækoll. Daginn eftir hefst hringganga um Kerlingarfjöllin eftir Hringbrautinni sem er 47 km. Stikuð þriggja daga leið. Skálar eru á leiðinni þar sem er gist en einnig er hægt að vera í tjaldi fyrir þau sem það kjósa. Fyrsta dagleiðin er 17 km að Kisubotnum, önnur dagleiðin er 7 km í Klakk og á leiðinni eru Kisugljúfur skoðuð. Þriðja dagleiðin er 23 km og þá er farið frá Klakk um skarðið milli Ögmundar og Hattar, fram hjá Mæni og að Ásgarði þar sem gist er í skála. Eftir gönguna er hægt að slaka á í baði. Daginn eftir eru Hveradalir skoðaðir og síðan fossarnir Hvinur og Gýgjarfoss í Jökulfalli á heimleiðinni.


  Slóði á göngubækling um Kerlingarfjöll

  https://ust.is/library/sida/Umhverfisstofnun/kerlingarfjoll_gonguleidir_kort.pdf 

  • Verð:

   95.000 kr.
  • Nr.

   2408L02
  • ICS
 • Dags:

  fös. 9. ágú. 2024 - sun. 11. ágú. 2024

  Ferðalýsing væntanleg

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2408H02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. ágú. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 7:00

  Helgrindur er nafn á fjallaklasa sem er áberandi frá Grundarfirði og nær frá Kaldnasa að Tröllkerlingu. Gengið verður á Böðvarskúlu (988 m) sem er hæsti tindurinn. Þau gerast vart drungalegri örnefnin en Helgrindur en það er samt einhver reisn og tign yfir nafninu. Merking þess er líklega flestum ljós en Nóbelsskáldið sagði að orðið þýddi „hlið helvítis“. Sú lýsing hefur ekkert með útsýnið af fjallinu að gera. Í björtu veðri er sérstakt að horfa niður á Kirkjufell og yfir eyjarnar á Breiðafirði. Í fyrstu verður gengið um gróið land en síðan grýttar skriður. Hækkun u.þ.b. 850-950 m. Vegalengd 14-15 km. Áætlaður göngutími 7-8 klst.

  Brottför frá Mjódd kl. 7:00

  • Verð:

   26.000 kr.
  • Nr.

   2408D02
  • ICS
 • Dags:

  fös. 16. ágú. 2024 - sun. 18. ágú. 2024

  Brottför:

  Auglýst síðar

  • Skáli

  ATH! Fullbókað!!

  Útivist býður upp á jógaferð til Vestmannaeyja dagana 16. - 18. ágúst í sumar. Lagt verður af stað á einkabílum frá Reykjavík snemma á föstudagsmorgni og Herjólfur tekinn til Vestmannaeyja. Gist verður í Hraunprýði sem er stór og rúmgóður skáli Skátafélagsins Faxa á Skátastykkinu í Eyjum. Farið verður í gönguferðir alla dagana um þessa fallegu eyju og náttúrunnar notið. Jóga verður gert kvölds og morgna og einnig eftir hentugleikum yfir daginn. Öllum er velkomið að taka þátt og ekki er krafist neinnar fyrri reynslu af jógaiðkun.

  Innifalið í verði er fararstjórn, skálagisting og sigling með Herjólfi.

  Fararstjórar í þessari ferð eru Þórlaug Sveinsdóttir og Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, báðar jógakennarar og sjúkraþjálfarar.

  • Verð:

   23.000 kr.
  • Nr.

   2408L05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. ágú. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl 7:00

  Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir og Ýma. Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni þaðan yfir Þórsmörk og Fjallabak, allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar. Ekið verður eins langt og fært er, að minnsta kosti að Tindfjallaseli. Þaðan verður gengið um Saxaskarð og Brúarskarð, yfir jökulskallann að sunnanverðum Ými og upp skarðið sem skilur að tindana tvo. Að lokinni göngu á báða tindana verður haldið til baka norðan þeirra. Vegalengd 14–18 km. Hækkun 700-900 m. Göngutími 7-8 klst.

  Brottför frá Mjódd kl 7:00

  • Verð:

   26.000 kr.
  • Nr.

   2408D01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  mán. 19. ágú. 2024 - mið. 21. ágú. 2024

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Hér gefst kjörið tækifæri til að skoða sig um á fáförnum slóðum.

  Nýjasti skáli Útivistar er Dalakofi í Reykjadölum, í jaðri Torfajökulssvæðisins að Fjallabaki.  Þaðan er hægt að fara í lengri og styttri gönguferðir um fjölbreytt jarðhitasvæði. Þarna er meðal annars að finna Rauðufossafjöll, Laufafell og hverasvæðið við Hrafntinnusker. Einnig er hægt er að fara stutta göngu á Keili, útsýnishól skammt frá skálanum, eða í fjallabað í laug sem stundum er aðgengileg á aurum Markarfljóts.

  Nánari upplýsingar

  Fararstjórar eru Guðrún Frímannsdóttir, Jóhanna Benediktsdóttir og Guðbjartur Guðbjartsson

  • Verð:

   49.800 kr.
  • Nr.

   2408L06
  • ICS
 • Dags:

  sun. 25. ágú. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl 9:00

  Gengið um hina vinsælu gönguleið Leggjabrjót. Frá Svartagili í Þingvallasveit liggur leiðin um Leggjabrjót með Sandvatni. Þetta er greiðfær leið þó nafnið gefi annað til kynna. Farið verður að Myrkavatni,  að upptökum Öxarár og um Hrísháls niður í Botnsdal.  Vegalengd 16 km. Hækkun 500 m. Göngutími 6 klst.

  Brottför frá Mjódd kl 9:00

  • Verð:

   11.800 kr.
  • Nr.

   2408D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. ágú. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl 8:00

  Mjög víðsýnt er af Kvígindisfelli en ekki mjög fjölfarið. Gangan hefst rétt sunnan við Biskupabrekku og farin þægileg uppgöguleið á Kvígindisfell (783m). Þegar haldið verður niður af fjallinu er stefnan tekin norður fyrir Hvalvatn á lítið fell sem heitir Veggir. Þaðan liggur leiðin niður með Glym og endar gangan við Stóra Botn í Botnsdal. Göngutími 7 klst. Vegalengd 16 km.  

  Brottför frá Mjódd kl 8:00

  • Verð:

   15.800 kr.
  • Nr.

   2408D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. ágú. 2024 - sun. 1. sep. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 07:00

  • Skáli

  Fullbókað, sendið póst á utivist@utivist.is ef þið viljið fara á biðlista.

  Ferð á Grænahrygg og Augað, gist verður í eina nótt í Landmannalaugum.

  Lagt verður af stað kl. 7 úr Reykjavík og ekið inn að Kýlingum þar sem gangan hefst. Gengið verður um Halldórsgil inn að Grænahrygg. Nokkuð er um hækkun og lækkun á leiðinni um stórkostlegt og litríkt landslag þar til Grænahrygg er náð. Ef ekki eru vatnavextir í Jökulgilskvísl verður gengið frá Grænahrygg um Jökulgilið og Uppgönguhrygg í Landmannalaugar. Annars verður gengið til baka að upphafsstað göngu og rúta ekur hópnum inn að Landmannalaugar þar sem gist verður. Tilvalið að taka slaka á eftir göngu dagsins í heitum laugunum.

  Reikna má með 16-20 km göngu sem tekur ca. 8-10 klst. Nokkuð er um vöð á leiðinni og góðir vaðskór því nauðsynlegir. Ganga um Uppgönguhrygg getur verið krefjandi fyrir lofthrædda.

  Á sunnudagsmorgunn er haldið af stað eftir morgunmat og ekið um Dómadalsleið að upphafsstað göngu fyrir neðan Rauðafoss.  Gengið er upp með Rauðafossi að upptökum Rauðufossakvíslar þar sem sjá má dulmagnaða náttúrusmíð er nefnist Augað.

              Gangan tekur um 4 klst. og er 10 km löng.

  Fararstórar eru Ása Ögmundsdóttir og Eydís Líndal Finnbogad.

  • Verð:

   34.000 kr.
  • Nr.

   2408H03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. sep. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 8:00

  Bláfell er mikið fjall á Biskupstungnaafrétti, móbergsstapi sem jöklar síðustu jökulskeiða hafa mótað. Sagnir herma að þar hafi búið tröll og skessur. Gangan hefst á móts við Illagil við Bláfellsháls og er gengið um mela og tvö smágil. Þegar á háfjallið er komið er afar víðsýnt til allra átta. Vegalengd 9–10 km. Hækkun 650 m. Göngutími 5–6 klst.

  Brottför frá Mjódd kl. 8:00

  • Verð:

   15.800 kr.
  • Nr.

   2409D01
  • ICS
 • Dags:

  fim. 12. sep. 2024 - sun. 15. sep. 2024

  Brottför:

  kl. 18:00 frá Mjódd

  • Skáli
  Laugavegur - hraðferð

  Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   89.000 kr.
  • Nr.

   2408L07
  • ICS
 • Dags:

  fös. 13. sep. 2024 - sun. 15. sep. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 17:00

  • Skáli

  Að loknu góðu ferðasumri liggja allar leiðir í Bása til að taka á móti haustinu. Á þeim tíma er einstakt að heimsækja Goðaland því þá gleðja haustlitirnir augað hvert sem litið er. Gönguferðir og holl útivist er einkenni ferðarinnar og því verður farið í góða göngu um Goðaland. Gönguleið verður valin eftir veðri og aðstæðum. Á laugardagskvöldi verður grillveisla og varðeldur að hætti Útivistar. Brottför frá Mjódd, sami brottfararstaður og í dagsferðum.

  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting og grillveisla á laugardagskvöldi

  Fararstjóri er Jóhanna Ben og Guðrún Frímannsdóttir

  • Verð:

   49.000 kr.
  • Nr.

   2409H03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. sep. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl 8:00

  Komið að fornbýlinu Stöng og litið á uppgröftinn þar.  Gengið upp með Rauðá upp að Gjánni og hún skoðuð.  Síðan er gengið upp á Stangarfjall og yfir fjallið allt að árgilinu og ef aðstæður leyfa farið niður í gilið og fossarnir skoðaðir neðan frá áður en gengið er upp að bílastæði við fossana.    Vegalengd 12 km hækkun 300 m göngutími 5 klst.

  • Verð:

   15.800 kr.
  • Nr.

   2409D02
  • ICS
 • Dags:

  fös. 20. sep. 2024 - sun. 22. sep. 2024

  Brottför:

  Brottför kl. 18:00 frá Olís við Hellu

  • Skáli

  Þessi ferð er fyrir óbreytta eða lítið breytta jeppa. Farið er inn á Fjallabak um Keldur og inn fyrir Hafrafell meðfram Eystri Rangá upp í Dalakofa þar sem gist verður í skála Útivistar. Á laugardeginum er ferðinni heitið um Syðra Fjallabak, eftir stutt stopp við nafnlausa fossinn í Markarfljótinu. Komið verður við hjá Álftavatni og í Hvanngili og kíkt á gljúfrin þar sem Kaldaklofskvísl fellur í Markárfljótið á leið okkar í Strút, þar sem gist verður í skála Útivistar. Á sunnudeginum verður ekið austur fyrir Mælifellshnjúk og farið yfir Brennivínskvísl, yfir Hólmsá og í Álftárvatnakrók.

  Fararstjóri: Gylfi Jónu Arnbjarnarson.

  • Verð:

   20.000 kr.
  • Nr.

   2409J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. sep. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  Þetta er skemmtileg ganga um nokkuð fjölbreytt landslag. Við munum sjá ótal hveri og laugar á leiðinni, af öllum mögulegum tegundum. Þessi ganga hentar flestum og er þægileg þó að hún sé nokkuð löng. Endilega takið með sundföt því við munum staldra við í Reykjadal og þvo af okkur rykið. Vegalengd um 17 km. Göngutími um 7 klst. 

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2409D03
  • ICS
 • Dags:

  fös. 27. sep. 2024 - sun. 29. sep. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 17:00

  • Tjald

  Lagt af stað frá Mjódd á föstudegi kl. 17:00 og ekið um Þingvelli, Uxahrygg og að Kvígindisfelli. Gengið er með allt á bakinu í um 2 km og tjaldað. Daginn eftir verður gengið um 16 km vestur fyrir fellið og að Hvalvatni. Gengið austur með vatninu og tjaldað næstu nótt við sunnanvert Hvalvatn með stórbrotið útsýni til Hvalfells og Botnsúlna. Á sunnudeginum er gengið um 15 km um Hvalskarð niður á gönguleiðina yfir Leggjarbrjót og henni fylgt að Svartagili í Þingvallasveit.

  Fararstjóri - Hrönn Baldursdóttir

  • Verð:

   24.000 kr.
  • Nr.

   2409H02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. sep. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  Fjaran er heillandi heimur. Í þessari ferð skoðum við bæði plöntur og dýr sem búa í fjörunni í fylgd með fróðum fararstjórum. Í lok ferðar verður týndur kræklingur og eldaður yfir eldi (má hafa með sér ílát og taka með heim). Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna. 

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2409D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. okt. 2024 - lau. 26. okt. 2024

  Hægt er að fara í allar raðferðirnar umhverfis Esju sem pakka með 20% afslætti.

  • Verð:

   28.160 kr.
  • Nr.

   2410D00
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. okt. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  Raðganga umhverfis Esju 1. áfangi: Hrafnhólar, Svínaskarð og Kjósarétt

  Ferðalýsing kemur síðar

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2410D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. okt. 2024 - sun. 6. okt. 2024

  Brottför:

  Brottför kl. 09:00 frá Hrauneyjum

  • Skáli

  Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er einhver skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Farið að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt er á tanka. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknarfélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

  Farastjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson

  • Verð:

   20.000 kr.
  • Nr.

   2410J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. okt. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  Raðganga umhverfis Esju 2. áfangi: Kjósarétt, Eilífsdalur

  Ferðalýsing kemur síðar

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2410D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. okt. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  Raðganga umhverfis Esju 3. áfangi: Eilífsdalur, Grundarhverfi

  Ferðalýsing kemur síðar

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2410D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. okt. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  Raðganga umhverfis Esju 4. áfangi: Grundarhverfi, Hrafnhólar

  Ferðalýsing kemur síðar

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2410D04
  • ICS
 • Dags:

  fim. 31. okt. 2024 - sun. 31. okt. 2027

  Kortið sýnir gönguleiðir í Þórsmörk og á Goðalandi.

  Á bakhlið eru einföld kort af gönguleiðunum um Laugaveg og Fimmvörðuháls.

  Kortið er endurnýjuð útgáfa frá 2007 og 2012 og er gefið út af Útivist og Fí.

  Kortagerð annaðist Loftmyndir ehf.
  Hönnun annaðist Björg Vilhjálmsdóttir: bjorgvilhjalms.is

  Póstlagning kortsins er innifalin í verði. 

  • Verð:

   2.000 kr.
  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. nóv. 2024

  Brottför:

  Broyttför frá Mjódd kl. 9:00

  Akrafjall  var eitt sinn eyja. Fjallið er dálítið sérstakt fyrir þær sakir að það er næstum klofið í tvennt. Dalurinn sem skerst inn í fjallið kallast Berjadalur og tveir hæstu tindar þess Geirmundartindur og Háihnúkur. Gengið verður á báða tindana.  Vegalengd 14 km hækkun 500 m Göngutími 6 klst.

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2411D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. nóv. 2024

  Brottför:

  Sameinast í bíla hjá Mjódd kl. 9:00 og ekið á upphafsstað göngunnar. 

  Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gengið er frá litlu bílastæði sem er staðsett hægra megin við Bláfjallaveg rétt fyrir neðan Eldborg. Vel merktur stígur er upp á Eldborgina og er gengið að hluta til ofan á henni. Þegar niður er komið er gengið á milli Eldborgar og Drottningar. Gengið er vestan megin upp á Drottningu og sömu leið til baka. Þegar komið er niður er þokkalega stikaður stígur í átt að Stóra-Kóngsfelli. Gangan á það hefst að norðanverðu en komið er upp á topp að sunnanverðu. Sama leið er gengin til baka. Vegalengd um 8 km. Göngutími 4-5 klst.  

  • Verð:

   4.500 kr.
  • Nr.

   2411D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. nóv. 2024 - sun. 10. nóv. 2024

  Brottför:

  Brottför:  kl. 09:00 frá Hrauneyjum

  • Skáli

  Ferðin hefst í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Farið inn í Landmannalaugar, þaðan um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssandi og í Strútsskála. Tekið tékk á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru hagstæðar. Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellsand og niður í Fljótshlíð eða um Mýrdalsjökul ef færi er gott.

  Farastjóri: Þorsteinn Pálsson

  • Verð:

   20.000 kr.
  • Nr.

   2411J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. nóv. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  Gangan hefst hjá litlu kaffistofunni á Sandskeiði og farið verður um Vatnaöldur að Lyklafelli. Þaðan liggur leið okkar sunnan megin við Seltjörn og stefnan tekin á Hafravatn þar sem gangan endar. Vegalengd 14-15 km. 

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2411D03
  • ICS
 • Dags:

  fös. 22. nóv. 2024 - sun. 24. nóv. 2024

  Brottför:

  frá Mjódd kl. 18:00

  • Skáli

  Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

  Fararstjórar eru Guðrún Hreins og Marrit

  • Verð:

   42.000 kr.
  • Nr.

   2411H01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. nóv. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  Reynivallaháls - Fossá í Hvalfirði

  Ferðalýsing kemur síðar

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2411D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 30. nóv. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl 9:00

  Lagt af stað frá Mjódd kl. 9 og ekið að Gjábakka á Þingvöllum.  Gengið er eftir gamalli þjóðleið frá Gjábakka yfir Þingvallaveg og yfir stórbrotna Hrafnagjá að Vellankötlu í Þingvallavatni. Frá vatninu er gengið að Skógarkoti eftir góðum stíg og þaðan eftir Skógarkotsstíg að Stekkjargjá og Öxarárfossi. Endað er á því að fara eftir Langastíg upp á brún Almannagjár þar sem rútan bíður.  Göngulengd 16 – 17 km

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2411D05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. des. 2024

  Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá

  Ferðalýsing kemur síðar

  • Verð:

   4.500 kr.
  • Nr.

   2412D01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. des. 2024 - lau. 28. des. 2024

  Hægt er að fá allar Strandgöngurnar í einum pakka með 20% afslætti

  • Verð:

   14.400 kr.
  • Nr.

   2412D00
  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. des. 2024 - lau. 7. des. 2024

  Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 2

  Ferðalýsing kemur síðar

  • Verð:

   4.500 kr.
  • Nr.

   2412D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. des. 2024

  Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 3

  Ferðalýsing kemur síðar

  • Verð:

   4.500 kr.
  • Nr.

   2412D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. des. 2024

  Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 4

  Ferðalýsing kemur síðar

  • Verð:

   4.500 kr.
  • Nr.

   2412D04
  • ICS
 • Dags:

  sun. 29. des. 2024 - mið. 1. jan. 2025

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Mjódd

  • Skáli

  Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

  Fararstjóri er Guðrún Hreins

  • Verð:

   47.000 kr.
  • Nr.

   2412H01
  • ICS