Ferðir og dagskrá

Síun
  • Dags:

    fös. 21. nóv. 2025 - sun. 23. nóv. 2025

    Brottför:

    frá Mjódd kl. 18:00

    • Skáli

    Aðventuferðirnar eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    Fararstjórar eru Guðrún Hreins og Marrit

    • Verð:

      56.000 kr.
    • Félagsverð:

      45.000 kr.
    • Nr.

      2511H01
    • ICS
  • Dags:

    mán. 29. des. 2025 - fim. 1. jan. 2026

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl. 9:00

    • Skáli

    Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    • Verð:

      60.000 kr.
    • Félagsverð:

      49.000 kr.
    • Nr.

      2512H01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 24. jan. 2026 - sun. 14. jún. 2026

    Fjallabrall Útivistar – með helgarferð í Bása

    Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

    Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.*

    Á vorönninni mun hópurinn ganga níu sinnum saman en farnar verða fjórar kvöldferðir og fimm dagsferðir. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í ferðir (nema í Síldarmannagötur þar sem farið verður í rútu). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 og í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl.8 eða kl. 9, í báðum tilvikum er boðið að sameinast í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

    Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er lagt upp úr því að njóta útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmsa hluti tengda göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

    Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.

    • Verð:

      90.000 kr.
    • Félagsverð:

      76.000 kr.
    • Nr.

      2601B01H
    • ICS
  • Dags:

    lau. 24. jan. 2026 - lau. 30. maí 2026

    Fjallabrall Útivistar – án helgarferðar

    Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

    Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.*

    Á vorönninni mun hópurinn ganga níu sinnum saman en farnar verða fjórar kvöldferðir og fimm dagsferðir. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í ferðir (nema í Síldarmannagötur þar sem farið verður í rútu). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 og í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl.8 eða kl. 9, í báðum tilvikum er boðið að sameinast í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

    Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er lagt upp úr því að njóta útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmsa hluti tengda göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

    Innifalið í skráningu er fararstjórn í allar ferðir og rúta í dagsferð á Síldarmannagötur.

    Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.

    • Verð:

      60.000 kr.
    • Félagsverð:

      47.000 kr.
    • Nr.

      2601B01
    • ICS
  • Dags:

    mið. 11. feb. 2026 - sun. 7. jún. 2026

    Hefur þig alltaf langað að prófa bakpokaferðir, en veist ekki hvar á að byrja? Eða er einfaldlega bara of langt síðan síðast og þú vilt rifja þetta upp.

    Námskeiðið „Með allt á bakinu – byrjendanámskeið í bakpokaferðum“ er þá fyrir þig!

    Hvort sem þú ert að byrja í því að ganga með allan búnað á bakinu eða hefur ekki gert það í langan tíma og vilt rifja það upp, þá færðu á þessu námskeiði þá þekkingu og reynslu sem þarf til að takast á við lengri ferðir á eigin vegum.

    Námskeiðið fer yfir grunnatriði bakpokaferðalaga með skemmtilegum fyrirlestrum, umræðum og skoðun á búnaði, og prufun á búnaði. Þar sem þú lærir allt frá því að velja réttan bakpoka og pakka snjallt, til að tjalda, elda úti og velja leiðir í náttúrunni. Þú færð tækifæri til að prófa búnaðinn þinn í öruggu og skipulögðu umhverfi í dagsferðum og ferðum yfir nótt og undirbúa þig fyrir lengri ferðir, allt undir leiðsögn reynslubolta

    Fararstjórar eru Hrönn Baldursdóttir og Íris Hrund Halldórsdóttir

    Kennt er tvisvar í mánuði, annaðhvort á skrifstofu Útivistar Katrínartúni 4 eða farið í ferðir.

    • Verð:

      92.000 kr.
    • Félagsverð:

      72.000 kr.
    • Nr.

      2602N01
    • ICS
  • Dags:

    mið. 29. apr. 2026 - lau. 30. maí 2026

    Tími:

    Þáttakendur koma é eigin bílum

    Bláfjallahreysti

    Bláfjallahreysti er lokaður gönguhópur fyrir vant göngufólk. Gengnar verða fjölbreyttar leiðir á Bláfjallsvæðinu svæðinu. Umhverfi Bláfjalla er einstaklega fallegt og fjölbreytt svæði og gaman að ganga þar um. Bláfjallahreysti er fimm vikna gönguprógram og verða göngurnar sex, fjórar kvöldferðir og tvær dagsferðir. Fyrsta ferðin verður kvöldferð 29 apríl og sú síðast í lok mái. Erfiðleikastig er 2 skór og munu alltaf tveir fararstjórar vera með hópnum. Þátttakendur fara á eigin bílum.

    Þetta er tilvalin leið til að komast af stað fyrir sumarið og koma sér í toppform!
    Fararstjórar eru Guðrún Svava Viðarsóttir og Margrét Harðardóttir

    29. apríl, miðvikudagur.   Kvöldferð: Sauðadalahnúkur 9km, 450 – 500m hækkun
    6. maí, miðvikudagur.      Kvöldferð: Bláfjallahorn, Kerlingahnjúkur og Heiðartoppur, 8,5km 350m hækkun
    9. maí, laugardagur.        Dagsferð: Lambafellshraun, Eldborgir og Lambafell, 19km, 400 – 500m hækkun 
    21. maí, fimmtudagur.     Kvöldferð: Geitafell, 8 – 9km, 350 – 400m hækkun
    28. maí, fimmtudagur.     Kvöldferð: Rauðuhnúkar, 5-6km 250-300m hækkun
    30. maí, laugardagur.       Dagsferð: Bláfjöll, Bláfjallahryggur og Ólafsskarðshnúkur, 15-16 km, 650 – 700m hækkun

    • Verð:

      43.000 kr.
    • Félagsverð:

      32.000 kr.
    • Nr.

      2604C01
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 18. júl. 2026 - mið. 22. júl. 2026

    Brottför:

    Kl. 09:00 frá Mjódd

    • Skáli

    Gönguleiðin á milli Landmannalauga og Þórsmerkur (Bása) kallast Laugavegur. Útivist býður á hverju sumri upp á nokkrar ferðir um svæðið og er oftast um að ræða trússferðir sem taka 5 daga og er ýmist gist í skálum eða tjöldum á leiðinni. Í ferðinni gefst ferðafólki kostur á að kynnast ótrúlega fjölbreyttu og fögru landslagi.  Má þar nefna heitar laugar, hveri og jökla. Litadýrð og fegurð landslagsins er slík að ekki verður lýst með orðum. 

    Leiðarlýsing 

    • Verð:

      159.000 kr.
    • Félagsverð:

      145.000 kr.
    • Nr.

      2607L07
    • ICS
  • Dags:

    mán. 30. des. 2030 - þri. 31. des. 2030

    Kortið sýnir gönguleiðir í Þórsmörk og á Goðalandi.

    Á bakhlið eru einföld kort af gönguleiðunum um Laugaveg og Fimmvörðuháls.

    Kortið er endurnýjuð útgáfa frá 2007 og 2012 og er gefið út af Útivist og Fí.

    Kortagerð annaðist Loftmyndir ehf.
    Hönnun annaðist Björg Vilhjálmsdóttir: bjorgvilhjalms.is

    Póstlagning kortsins er innifalin í verði. 

    • Verð:

      2.000 kr.
    • Félagsverð:

      2.000 kr.
    • ICS