Ferðir og dagskrá

Síun
  • Dags:

    lau. 7. okt. 2023

    Brottför:

    kl. 09:00 frá Mjódd.

    Litli- og Stóri Meitill liggja á suðurhluta Hengilssvæðisins austan við Þrengslaveg. Þeir eru að mestu úr móbergi og umhverfis eru nútímahraun sem runnu fyrir um 2000 árum. Þetta er geysistór gígur sem hefur orðið til við gos undir jökli. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      8.600 kr.
    • Nr.

      2310D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 7. okt. 2023 - sun. 8. okt. 2023

    Brottför:

    kl. 09:00 frá Hrauneyjum.

    • Skáli

    Ath! Fullbókað. Hafið samband við skrifstofu Útivistar til að fara á biðlista utivist@utivist.is

    Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er einhver skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Farið að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt er á tanka. Þaðan verður haldið norður Sprengisand og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      18.000 kr.
    • Nr.

      2310J01
    • Miðhálendi

    • ICS
  • Dags:

    lau. 14. okt. 2023

    Brottför:

    kl. 09:00 frá Mjódd.

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gengið frá bílastæði við Grænavatn í Krýsuvík að Austurengjahver. Þaðan liggur leiðin á Stóra-Lambafell. Síðan er gengið fram hjá Fúlapolli, Svuntulæk og að Grænavatni þar sem gangan hófst. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2310D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 21. okt. 2023

    Brottför:

    kl. 09:00 frá Mjódd.

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gengið er frá litlu bílastæði sem er staðsett hægra megin við Bláfjallaveg rétt fyrir neðan Eldborg. Vel merktur stígur er upp á Eldborgina og er gengið að hluta til ofan á henni. Þegar niður er komið er gengið á milli Eldborgar og Drottningar. Gengið er vestan megin upp á Drottningu og sömu leið til baka. Þegar komið er niður er þokkalega stikaður stígur í átt að Stóra-Kóngsfelli. Gangan á það hefst að norðanverðu en komið er upp á topp að sunnanverðu. Sama leið er gengin til baka. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2310D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 21. okt. 2023 - sun. 22. okt. 2023

    Brottför:

    kl. 10:00. frá Hrauneyjum.

    • Skáli

    Hin fornu vöð frumkvöðlanna könnuð, svo sem Bjallavað og Hófsvað í Tungnaá. Hlynur Snæland er þaulvanur björgunarsveitarmaður. Farið verður yfir öryggisatriði og annað sem hafa þarf í huga þegar glímt er við hin stóru fljót. Gist í Strútsskála.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      18.000 kr.
    • Nr.

      2310J02
    • Miðhálendi

    • ICS
  • Dags:

    lau. 28. okt. 2023

    Brottför:

    kl. 09:00 frá Mjódd.

    Klóarvegur er gömul þjóðleið á milli Ölfuss og Grafnings. Farið verður frá Gufudal ofan Hveragerðis og gengið með Sauðá inn að Klóarfjalli. Þaðan verður haldið niður Tröllaháls með Kyllisfell á vinstri hönd. Á leiðinni sjást Kattartjarnir sem eru fornir hyldjúpir gígkatlar. Gengið um Laxárdal og niður með Súlufelli að Króki í Grafningi. Þar má sjá ummerki um stöðu Þingvallavatns til forna. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      9.800 kr.
    • Nr.

      2310D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 4. nóv. 2023

    Brottför:

    kl. 09:00 frá Mjódd.

    Segja má að Ingólfsfjall blasi við augum hvaðan sem er á Suðurlandi og á sama hátt má segja að allt Suðurland blasi við af fjallinu. Lagt verður til uppgöngu við Þórustaðanámu við fjallið sunnanvert og komið til byggða við Torfastaði í Grafningi. Hvort farið verður með brúnum fjallsins eða haldið sem leið liggur á Inghól fer eftir veðri og vindum. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      9.800 kr.
    • Nr.

      2311D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 11. nóv. 2023 - sun. 12. nóv. 2023

    Brottför:

    kl. 09:00 frá Hrauneyjum.

    • Skáli

    Ferðin hefst í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Farið verður inn í Landmannalaugar, þaðan um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssandi og í Strútsskála. Tekið tékk á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru góðar. Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellsand og niður í Fljótshlið eða um Mýrdalsjökul ef færi er gott.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      18.000 kr.
    • Nr.

      2311J01
    • Miðhálendi

    • ICS
  • Dags:

    lau. 11. nóv. 2023

    Brottför:

    kl. 09:00 frá Mjódd.

    Eyrarfjall er fremst í Hvalfirði og stendur stakt því Miðdalur nær hringinn í kringum það. Af fjallinu er gott útsýni yfir Hvalfjörð og nágrenni og er það frekar létt uppgöngu. Gangan hefst við gatnamót við túnið á Kiðafelli. Þar sjást gamlar leifar af járnbrautarvagni frá því í stríðinu. Gengið er eftir veginum inn Miðdal, inn fyrir tún, upp með girðinguni og upp vesturenda Eyrarfjalls. Þegar komið er upp á öxlina sést að fjallið er klofið af dalvepi, Stardal, og þarf að fara yfir litla á í botni hans til þess að komast á toppinn. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      8.600 kr.
    • Nr.

      2311D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 18. nóv. 2023

    Brottför:

    kl. 10:00 frá Mjódd.

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst þar sem keyrt er af Breiðholtsbraut inn að Dýraspítlanum. Gengið er í kringum vatnið og komið á sama stað aftur. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2311D03
    • ICS
  • Dags:

    fös. 24. nóv. 2023 - sun. 26. nóv. 2023

    Brottför:

    kl. 18:00 frá Mjódd

    • Skáli

    Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      37.000 kr.
    • Nr.

      2311H01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 25. nóv. 2023

    Brottför:

    kl. 10:00 frá Mjódd.

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Við Kasthúsatjörn á Álftanesi er bílastæði og þar hefst gangan. Gengið verður meðfram sjónum í stórum hring kringum Bessastaðatjörn. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2311D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 2. des. 2023

    Brottför:

    kl. 10:00 frá Mjódd.

    Gangan hefst við bílastæði við Heiðmerkurveg suðaustan við Vífilsstaðahlíð í Garðabæ. Þar er gott skilti sem fjallar um leiðina og helstu kennileiti. Gangan endar við Kaldársel. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      7.800 kr.
    • Nr.

      2312D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 9. des. 2023

    Brottför:

    kl. 10:00 frá Mjódd.

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst við gamla félagsheimilið við Klébergsskóla. Gengið er með ströndinni út á Kjalarnestá og til baka. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2312D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 16. des. 2023

    Brottför:

    kl. 10:00 frá Mjódd.

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst við Haukahúsið á Ásvöllum. Gengið er vestan íþróttasvæðis niður að tengibrú stígs sem liggur umhverfis Ástjörn og að Ásfjalli. Á fjallinu er falleg vel hlaðin varða sem gaman er að príla upp á. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2312D03
    • ICS
  • Dags:

    fös. 29. des. 2023 - mán. 1. jan. 2024

    Brottför:

    kl. 18:00 frá Mjódd

    • Skáli

    Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      42.000 kr.
    • Nr.

      2312H01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 30. des. 2023

    Brottför:

    kl. 10:00 frá Mjódd.

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Ríkishringur byrjar og endar við brúna yfir Elliðavatn þar sem maður kemur frá Rauðhólum á leið upp í Heiðmörk. Lagt er af stað frá bílastæðinu vinstra megin. Þetta er einn lengsti mögulegi hringur í Heiðmörkinni. Til þess að fara hann þarf að hafa augun opin og beygja helst alltaf til vinstri miðað við að farið sé réttsælis. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2312D04
    • ICS