Ferðir og dagskrá

Síun
 • Dags:

  lau. 15. maí 2021

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Ísland stækkar að meðaltali um 2 cm á ári vegna gliðnunar. Reykjanesskagi er hluti af Atlantshafshryggnum en þar er líka styst niður á kviku. Í þessari ferð um Reykjanesskagann er sjónum beint að eldvirkni og háhitasvæðum. Austurengjahver sem er einn stærsti leirhver landsins verður skoðaður, kíkt á Eldborg undir Geitahlíð og síðan liggur leiðin út á Reykjanes. Þar ber margt fyrir augu m.a. Brimketill, Háleyjarbunga og Gunnuhver.

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   2105D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. maí 2021 - mán. 24. maí 2021

  Taktu þátt í Sumaráskorun Útivistar 2021 um Hvítasunnu!

  Fullbókað - Sendið fyrirspurn á utivist@utivist.is til að fara á biðlista.

  • Verð:

   12.900 kr.
  • Nr.

   2105D00
  • ICS
 • Dags:

  sun. 23. maí 2021

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Eyjafjallajökull er með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís tignarlegur yfir Eyjafjöllum. Upp á jökulinn verður farin svokölluð Skerjaleið frá Þórsmerkurvegi. Í fyrstu er bratt upp á Litlu Heiði en síðan aflíðandi upp með Skerjunum að gígbarminum hjá Goðasteini í 1580 m hæð. Gengið verður yfir jökulinn og komið niður að Seljavallalaug.

  • Verð:

   16.500 kr.
  • Nr.

   2105D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. maí 2021

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Á Reykjaveginum hefur verið gengið um fallegt umhverfi frá Reykjanestá og ekki tekur síðra svæði við hér. Upphaf göngunnar verður í Sleggjubeinsdal og farið verður framhjá Draugatjörn að Engidal og þaðan í Marardal. Áfram liggur leiðin í gegnum Dyradal og meðfram veginum að Nesjavöllum.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2105D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. jún. 2021

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Hér er um nokkuð krefjandi göngu í nágrenni Reykjavíkur að ræða þar sem gengið er í stórgrýti efst á toppi fjallsins. Á þessari leið er þörf á góðum gönguskóm með góðan stuðning við ökla. Gangan mun hefjast nálægt eyðibýlinu Ártúni sem stóð við Blikadalsá. Þaðan verður svo lagt á syðri hrygg Esjunnar um Smáþúfur, upp á Kambshorn og Kerhólakamb. Þar verður áð og útsýnis notið. Af Kerhólakambi verður svo gengið á Hábungu, þaðan niður og fyrir Þverárdal um Laufskörð og upp á Móskarðahnúk(a). Að lokum þegar síðasta tindi hefur verið náð verður gengið niður að Hrafnhólum þar sem gangan endar.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   2106D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. jún. 2021

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Skriðutindar er tindaskagi austan við fjallið Skriðu. Þar sem tindarnir liggja alveg upp að Skriðu er þröngt dalverpi sem sagt er að sé hverju kvikindi ófært og þar þarf að fara með gát. Gangan hefst austan við Gullkistu sem er hæð á Miðdalsfjalli. Þaðan eru um 4 km að Skriðutindum. Tindarnir eru margbreytilegir að lögun og skemmtilegir að skoða. Þegar komið er austur fyrir tindaröðina er gott útsýni til Hlöðufells, Högnhöfða og Skriðu. Milli Skriðutinda og Skriðu er Litli Skriðukrókur og verður haldið þar inn að fyrrnefndu dalverpi. Þaðan verður gengið niður á veg þar sem gangan hófst. 

  • Verð:

   7.200 kr.
  • Nr.

   2106D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 16. jún. 2021 - fim. 17. jún. 2021

  Brottför:

  Kl. 19:00 frá Mjódd

  Árleg sumarnæturganga Útivistar hinn 17. júní yfir Leggjabrjót. Gengið verður frá Svartagili upp með Öxará yfir hinn eiginlega Leggjabrjót að Sandvatni. Farið verður fram á brúnir Brynjudals og horft niður á Skorhagafoss í Brynjudalsá. Síðan liggur leiðin yfir Hrísháls niður í Botnsdal. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugöngu Útivistar.

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   2106D03
  • ICS
 • Dags:

  fös. 18. jún. 2021 - sun. 20. jún. 2021

  Brottför:

  kl 17:00

  • Skáli

  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls að kvöldi föstudags og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi.

  Fararstjóri er Páll Arnarson

  • Verð:

   34.000 kr.
  • Nr.

   2106H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. jún. 2021 - sun. 20. jún. 2021

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Af tindum Snæfellsjökuls er ógleymanlegt að upplifa sumarsólstöður þegar sólargangur er lengstur hér á norðurhveli jarðar.

  Gengið verður frá Jökulhálsi og hefst gangan kl. 21. Markmiðið er að vera á toppi jökulsins, milli þúfna um kl. 00:30, og sjá sólina setjast en rísa jafnharðan aftur.

  • Verð:

   16.500 kr.
  • Nr.

   2106D04
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 25. jún. 2021 - sun. 27. jún. 2021
  • Skáli

  Þessi skráning er einungis fyrir skráða Fjallfara sem vilja kaupa skálagistingu í lokaferð Fjallfara vorið 2021.

  • Verð:

   12.900 kr.
  • Nr.

   2001P01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 25. jún. 2021 - sun. 27. jún. 2021

  Brottför:

  kl. 17:00.

  • Tjald

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.

  • Verð:

   32.500 kr.
  • Nr.

   2106H02AT
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 25. jún. 2021 - sun. 27. jún. 2021

  Brottför:

  kl. 17:00

  • Skáli

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.

  • Verð:

   36.500 kr.
  • Nr.

   2106H02AS
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 25. jún. 2021 - sun. 27. jún. 2021

  Brottför:

  kl. 18:00

  • Tjald

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.

  • Verð:

   32.500 kr.
  • Nr.

   2106H02BT
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 25. jún. 2021 - sun. 27. jún. 2021

  Brottför:

  kl 18:00

  • Skáli

  Um Jónsmessuhelgina er mikið um að vera á Fimmvörðuhálsi og í Básum. Þá er hin árlega Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Þessi ferð er einn af hápunktunum í starfi Útivistar ár hvert og allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. Lagt er af stað frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.

  • Verð:

   36.500 kr.
  • Nr.

   2106H02BS
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  þri. 29. jún. 2021 - lau. 3. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Hér er klassísk Laugavegsferð þar sem leiðin er gengin í fjórum þægilegum áföngum. Ekið í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Hrafntinnuskeri er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur í Hvanngil. Frá Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása áður en haldið er heim.

  Fullbókað - Sendið tölvupóst á utivist@utivist.is til að fara á biðlista.

  • Verð:

   94.000 kr.
  • Nr.

   2106L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 1. júl. 2021 - sun. 4. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  • Verð:

   69.000 kr.
  • Nr.

   2107L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 1. júl. 2021 - sun. 4. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið.

  Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans.  Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  • Verð:

   67.000 kr.
  • Nr.

   2107L02
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. júl. 2021

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Elliðatindar eru á sunnanverðu Snæfellsnesi, nokkuð vestan við Vegamót. Hæsti tindurinn er 864 m.y.s. Elliðahamrar er svipmikið hamraþil sem blasir við frá veginum út á Snæfellsnes. Þetta er áhugavert fjall sem fáir hafa gengið á.

  • Verð:

   8.550 kr.
  • Nr.

   2107D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. júl. 2021 - sun. 4. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi og gist í Básum. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim.

  Farastjóri er Páll Arnarson

  • Verð:

   29.000 kr.
  • Nr.

   2107H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 4. júl. 2021 - mið. 7. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Dalastígur er ný gönguleið á fáförnum en virkilega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki. Farið með rútu að Mosum skammt frá Markarfljóti. Þaðan verður gengið í Þverárgil og komið við í sérstæðum gististað gangnamanna í hellisskúta. Áfram er haldið í skálann í Hungurfitjum þar sem gist verður fyrstu nóttina. Frá Hungurfitjum er gengið upp Skyggnishlíðar að Skyggnisvatni, síðan að Laufavatni í Laufahrauni og áfram í Dalakofann þar sem verður gist. Leiðin frá Dalakofanum liggur yfir norðanverðan Svartakamb að Rauðufossafjöllum. Þar er sérkennileg  uppspretta Rauðufossakvíslar og verður ánni fylgt niður fyrir Rauðufossa. Þaðan verður gengið í Landmannahelli og gist þar. Leiðin Í Landmannalaugar liggur um Hellismannaleið.

  • Verð:

   67.000 kr.
  • Nr.

   2107L03
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mán. 5. júl. 2021 - fim. 8. júl. 2021

  Brottför:

  auglýst síðar.

  • Skáli

  Að þessu sinni þá verður ferðinni heitið á hálendið norðan Hofsjökuls. Lagt verður upp frá Varmahlíð í Skagafirði mánudaginn 5. júlí kl. 10.00. Ekið er suður Skagafjarðarveg í átt að Goðdalafjalli, en vegurinn upp á fjallið er eilítið sunnan við Svartárdal í Skagafirði. Ferðinni er heitið í Skiptabakkaskála, en sá skáli er í eigu 4x4 klúbbsins í Skagafirði og er einstaklega vistlegur. Á þriðjudeginum er ekið í átt að Hofsjökli og stefnt á Eyfirðingaveg hjá Jökultungum rétt vestan við Krókafell. Hjá Sátu er aftur stefnt norðureftir Eyvindarstaðaheiði, framhjá Syðra- og ytra Skiptafellum og stefnt á Bugavatn (Aðalmannsvatn) og gist í Bugaskála. Á miðvikudeginum verður síðan haldið yfir í Mælifellsdal þaðan í Kiðaskarð með viðkomu á Þrándarhlíðarfjalli. Síðan liggur leiðin í Svartárdal í A-Húnavatnssýslu og komið við í Stafnsrétt. Upp á Eyvindarstaðaheiði er haldið enn á ný og hún ekin suður, framhjá Galtará og Blöndulóni og fram að Ströngukvíslarskála þar sem gist verður síðustu nóttina. Um morguninn verður haldið að stíflunni á Blöndulóni og þar endar ferðin. Áhugasamir hafa þá möguleika á að velja Kjalveg til heimfarar ef ferðalangar stefna á Suðurland.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2107J01
  • ICS
 • Dags:

  fim. 8. júl. 2021 - sun. 11. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli / tjald

  Kjalvegur hinn forni er um 41 km og liggur frá Hveravöllum að Hvítárnesi. Þessi gönguleið er ein af klassískum gönguleiðum á hálendinu og liggur um vestanverðan Kjöl nærri Langjökli um fallegt og fjölbreytt landslag.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2107L04
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 9. júl. 2021 - sun. 11. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 9:00

  • Skáli

  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar í rólegheitum. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar á miðri leið. Laugardag verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið.

  Fararstjóri er Helga Harðardóttir og Guðrún Frímannsdóttir

  • Verð:

   34.000 kr.
  • Nr.

   2107H02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 9. júl. 2021 - sun. 11. júl. 2021
  • Skáli

  Útivist býður upp á þriggja daga (tveggja nátta) jógaferð í Kerlingarfjöll þar sem gist verður í notalegum skála, farið í gönguferðir um nágrennið alla dagana auk þess að stunda jóga. Jógað verður gert kvölds og morgna og eftir stað og stund yfir daginn.

  Lagt verður af stað úr Reykjavík á eigin bílum kl. 8:30 á föstudagsmorgninum og ekið upp í Kerlingarfjöll (fært flestum bílum, allar ár brúaðar). Náttúrufegurð Kerlingarfjalla er margrómuð og munum við ganga um hverasvæði, á fjöll í nágrenninu, baða okkur í heitri uppsprettu og njóta náttúrunnar. Fararstjórar eru Þórlaug Sveinsdóttir og Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, báðar sjúkraþjálfarar, jógakennarar og leiðsögumenn. 

  Fullbókað!

  • Verð:

   31.000 kr.
  • Nr.

   2107H03
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. júl. 2021 - mið. 14. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum fyrstu nóttina og gefst því tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Þaðan liggur leiðin framhjá Hvanngili í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  • Verð:

   94.000 kr.
  • Nr.

   2107L05
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  sun. 11. júl. 2021 - mið. 14. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Dalastígur er ný gönguleið á fáförnum en virkilega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki. Farið með rútu að Mosum skammt frá Markarfljóti. Þaðan verður gengið í Þverárgil og komið við í sérstæðum gististað gangnamanna í hellisskúta. Áfram er haldið í skálann í Hungurfitjum þar sem gist verður fyrstu nóttina. Frá Hungurfitjum er gengið upp Skyggnishlíðar að Skyggnisvatni, síðan að Laufavatni í Laufahrauni og áfram í Dalakofann þar sem verður gist. Leiðin frá Dalakofanum liggur yfir norðanverðan Svartakamb að Rauðufossafjöllum. Þar er sérkennileg  uppspretta Rauðufossakvíslar og verður ánni fylgt niður fyrir Rauðufossa. Þaðan verður gengið í Landmannahelli og gist þar. Leiðin Í Landmannalaugar liggur um Hellismannaleið.

  • Verð:

   67.000 kr.
  • Nr.

   2107L06
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mán. 12. júl. 2021 - lau. 17. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Í ár vígjum við nýja gönguleið um ótroðnar slóðir. Gengið er um Tindfjöll og ofanverða Rangárvelli að Rjúpnavöllum. Þaðan liggur leiðin um hina rómuðu Hellismannaleið. Spennandi valkostur fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt.

  Fararstjóri er Páll Arnarson

  • Verð:

   98.000 kr.
  • Nr.

   2107L07
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 15. júl. 2021 - sun. 18. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  • Verð:

   69.000 kr.
  • Nr.

   2107L08
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 15. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið.

  Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans.  Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  • Verð:

   67.000 kr.
  • Nr.

   2107L09
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 15. júl. 2021 - sun. 18. júl. 2021

  Brottför:

  auglýst síðar.

  • Skáli

  Hinar svokölluðu Víknaslóðir eru margrómað gönguland sem enginn verður svikinn af að skoða. Þátttakendur koma sér á eigin vegum á Bakkagerði í Borgarfirði eystri þar sem gangan hefst og líkur.

  • Verð:

   68.000 kr.
  • Nr.

   2107L10
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 16. júl. 2021 - þri. 20. júl. 2021

  Brottför:

  auglýst síðar.

  • Skáli / tjald

  Langleiðin heldur áfram en hún hófst í fyrra hjá Fonti á Langanesi. Þetta er í þriðja sinn sem þessi raðganga er í boði hjá Útivist en ólíkt fyrri göngum er nú gengið úr norð-austri til suð-vesturs. Nú í ár liggur leiðin um hálendið norðan Vatnajökuls. Yfir þurrasta og óbyggilegasta hluta landsins sem jafnframt er sá stórbrotnasti og mest framandi.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2107L11
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. júl. 2021 - mið. 21. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Þessi Laugavegsferð er ætluð allri fjölskyldunni og sniðin að þörfum barna. Hér er því upplagt tækifæri til að kynna börnunum fyrir dásemdum útivistar. Ekið í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Hrafntinnuskeri er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur í Hvanngil. Frá Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása áður en haldið er heim.

  • Verð:

   94.000 kr.
  • Nr.

   2107L12
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 22. júl. 2021 - sun. 25. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  • Verð:

   69.000 kr.
  • Nr.

   2107L13
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 22. júl. 2021 - sun. 25. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið.

  Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans.  Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  • Verð:

   67.000 kr.
  • Nr.

   2107L14
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 22. júl. 2021 - sun. 25. júl. 2021

  Brottför:

  auglýst síðar.

  • Skáli

  Útivist býður núna í fyrsta sinn upp á skemmtilega hringleið eða þríhyrningsleið þar sem gengið er milli þriggja skála. Ekið er á eigin bílum að eyðibýlinu Fossi á Rangárvöllum. Bærinn er staðsettur ofan við Keldur við upphaf Fjallabaksleiðar syðri. Þangað er fært fyrir alla bíla en aka þarf rólega síðasta spölinn. Frá  Fossi er gengin einstaklega falleg leið upp með Eystri-Rangá í Hungurfit þar sem gist er fyrstu nóttina. Á öðrum degi er gengið úr Hungurfitjum á Tindfjöll og jaðri jökulsins fylgt í Tindfjallasel þar sem er gist. Síðasti göngudagurinn er svo frá Tindfjallaskála að bænum Fossi þar sem gangan hófst og gist þar síðustu nóttina. Leiðin liggur sunnan við Vörðufell og stefnan tekin á Litla Bláfell. Komið er að eyðibýlinu Rauðnefsstöðum sem fór í eyði eftir Heklugosið 1947. Farið á vaði yfir Eystri Rangá áður en komið er að Fossi.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2107L15
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 23. júl. 2021 - sun. 25. júl. 2021

  Brottför:

  kl 09:00

  • Skáli

  Vegna mikillar eftirspurnar setjum við á dagskrá aðra hægferð yfir Fimmvörðuháls. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar í rólegheitum. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar á miðri leið. Laugardag verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið.

  Fararstjóri er Páll Arnarson

  • Verð:

   34.000 kr.
  • Nr.

   2107H05
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. júl. 2021 - mið. 28. júl. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum fyrstu nóttina og gefst því tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Þaðan liggur leiðin framhjá Hvanngili í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  • Verð:

   94.000 kr.
  • Nr.

   2107L16
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mán. 26. júl. 2021 - fös. 30. júl. 2021

  Brottför:

  auglýst síðar.

  • Skáli

  Bækistöðvarferð fyrir krakka, mömmur, ömmur, pabba, afa, frænkur og frændur. Hálendið í kringum Strútsskála verður kannað, farið í Strútslaug, ætt upp og niður fjöll, stiklað yfir ár og leitað að hellisskútum. Gil og krókar í nágrenni skálans verða skoðuð hátt og lágt. Farið verður í ratleik, föndrað og poppað við varðeld. Það verður glens og gaman. Síðasta kvöldið verður sameiginlegur matur.

  Börn undir 18 ára aldri fá 50% afslátt.

  • Verð:

   62.000 kr.
  • Nr.

   2107L17
  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. júl. 2021 - mán. 2. ágú. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi og gist í Básum. Á sunnudegi verður gengið um stórbrotið landslag í Teigstungum og Guðrúnartungum inn undir Mýrdalsjökli. Á mánudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi.

  Fararstjóri er Páll Arnarson

  • Verð:

   36.000 kr.
  • Nr.

   2107H06
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. júl. 2021

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Á Skarðsheiði eru margar spennandi gönguleiðir. Ein sú áhugaverðasta er að ganga eftir fjallinu endilöngu. Frá Geldingadraga verður haldið á fjallið og hreppamarkalínunni fylgt lengst af. Farið verður eftir fjallshryggnum og topparnir þræddir að hæsta tindi, Heiðarhorni sem er 1053 m.y.s. Göngunni lýkur við Efra-Skarð í Skarðsdal.

  Vegalengd 17-19 km. Hækkun 800 m. Göngutími 8-9 klst.

  • Verð:

   7.200 kr.
  • Nr.

   2107D02
  • ICS
 • Dags:

  mið. 4. ágú. 2021 - fös. 6. ágú. 2021

  Brottför:

  kl. 9:00

  • Skáli

  Lagt af stað að morgni miðvikudags og gengið rólega í Fimmvörðuskála þar sem verður gist. Á fimmtudeginum er gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Heimferð úr Básum um kl. 13, en áður gefst færi á að njóta paradísarinnar í Básum. Tilvalið að taka stálpaða krakka í þessa göngu. Börn undir 18 ára aldri fá 50% afslátt.

  • Verð:

   34.000 kr.
  • Nr.

   2108H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fim. 5. ágú. 2021 - mið. 11. ágú. 2021

  Brottför:

  auglýst síðar.

  • Skáli

  Langleiðin heldur áfram en hún hófst í fyrra hjá Fonti á Langanesi. Þetta er í þriðja sinn sem þessi raðganga er í boði hjá Útivist en ólíkt fyrri göngum er nú gengið úr norð-austri til suð-vesturs. Nú í ár liggur leiðin um hálendið norðan Vatnajökuls. Yfir þurrasta og óbyggilegasta hluta landsins sem jafnframt er sá stórbrotnasti og mest framandi.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2108L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 6. ágú. 2021 - þri. 10. ágú. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum fyrstu nóttina og gefst því tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Þaðan liggur leiðin framhjá Hvanngili í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  • Verð:

   94.000 kr.
  • Nr.

   2108L02
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. ágú. 2021
  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2108D01
  • ICS
 • Dags:

  fim. 12. ágú. 2021 - sun. 15. ágú. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  • Verð:

   69.000 kr.
  • Nr.

   2108L03
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 12. ágú. 2021 - sun. 15. ágú. 2021

  Brottför:

  kl. 8:00

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið.

  Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans.  Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  • Verð:

   67.000 kr.
  • Nr.

   2108L04
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. ágú. 2021

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Norðan Landmannaleiðar blasir fjallið Löðmundur við, grasi vaxið frá fjallsrótum. Af fjallinu er víðsýnt til allra átta. Segja má að allt hálendið milli Langjökuls, Hofsjökuls og Vatnajökuls blasi við. Gengið verður frá Landmannahelli og farinn hringur um fjallið.

  Vegalengd 9 km. Hækkun 700 m. Göngutími 5 klst.

  • Verð:

   8.550 kr.
  • Nr.

   2108D02
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. ágú. 2021

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Stóra-Jarlhetta (943 m.y.s.), sem stundum er nefnd Tröllhetta er nyrst í tindaröð sem einu nafni heita Jarlhettur.

  Jarlhettur er móbergshryggur með um 20 misháum tindum, myndaður við sprungugos undir jökli. Eftir göngu á Stóru-Jarlhettu verður farið upp að Hagavatni og hið magnaða náttúrufyrirbæri Farið (útfall Hagavatns) skoðað.

  • Verð:

   8.550 kr.
  • Nr.

   2108D03
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. ágú. 2021

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Esjan að norðanverðu er mjög skemmtileg. Í þetta sinn hefst gangan við bæinn Flekkudal við Meðalfellsvatn.

  Gengið verður upp á Nónbungu og Skálatind sem er í rúmlega 800 metra hæð. Kannski verður farið á Hátind líka ef vel viðrar. Reiknað er með að fara hring á fjallinu og til baka austan Flekkudals. Nánari ferðatilhögun ræðst þó af veðri.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   2108D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 4. sep. 2021

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir og Ýma. Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni þaðan yfir Þórsmörk og Fjallabak, allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar. Ekið verður eins langt og fært er, að minnsta kosti að Tindfjallaseli. Þaðan verður gengið um Saxaskarð og Brúarskarð, yfir jökulskallann að sunnanverðum Ými og upp skarðið sem skilur að tindana tvo. Að lokinni göngu á báða tindana verður haldið til baka norðan þeirra.

  Vegalengd 14–18 km. Hækkun 700-900 m. Göngutími 7-8 klst.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2109D01
  • ICS
 • Dags:

  fim. 9. sep. 2021 - sun. 12. sep. 2021

  Brottför:

  kl. 18.

  • Skáli

  Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli. Farið með rútu í Landmannalaugar á fimmtudagskvöldi og gist í skálanum þar. Á föstudegi verður gengið um Hrafntinnusker og niður í Hvanngil þar sem er gist. Þaðan verður gengið um Emstrur niður í Þórsmörk þar sem gist verður í skála í Básum. Þar bíður göngumanna grillveisla, varðeldur og ósvikin Básastemming. Á sunnudegi gefst færi á göngu um Goðaland áður en lagt verður af stað heim á leið.

  • Verð:

   67.000 kr.
  • Nr.

   2109L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 10. sep. 2021 - sun. 12. sep. 2021

  Brottför:

  kl. 19:00

  • Skáli

  Að loknu góðu ferðasumri liggja allar leiðir í Bása til að taka á móti haustinu. Á þeim tíma er einstakt að heimsækja Goðaland því þá gleðja haustlitirnir augað hvert sem litið er. Gönguferðir og holl útivist er einkenni ferðarinnar og því verður farið í góða göngu um Goðaland. Gönguleið verður valin eftir veðri og aðstæðum. Á laugardagskvöldi verður grillveisla og varðeldur að hætti Útivistar.

  • Verð:

   34.000 kr.
  • Nr.

   2109H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 18. sep. 2021

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Skjaldbreiður er formfögur dyngja sem varð til í löngu hraungosi fyrir um 10.000 árum. Gangan hefst við gíghólinn Hrauk og verður að mestu farið um sendið hraun og hraunrima að gíg fjallsins. Þaðan liggur leiðin til austurs í átt að Hlöðufelli.

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   2109D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 25. sep. 2021

  Brottför:

  Kl. 08:00 frá Mjódd

  Frá Stóra-Botni í Botnsdal liggur leiðin upp með Botnsá að austanverðu að brún Glyms sem er hæsti foss landsins. Þaðan verður stefnt á topp Hvalfells. Af fjallinu er ágætis útsýni og gaman að kíkja af austurbrún þess yfir Hvalvatn. Farið verður niður aftur að vestanverðu í Hvalskarð milli Hvalfells og Botnssúlna.

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   2109D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. okt. 2021

  Brottför:

  Kl. 09:30 frá Mjódd

  Gengið verður sem næst fjöruborði Þingvallavatns frá stíflunni við útfall vatnsins í Sogið upp á Skinnhúfuhöfða. Þaðan liggur leiðin með vatninu um Hellisvík út á Lambhaga og inn í botn Hagavíkur. 

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2110D01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. okt. 2021 - sun. 10. okt. 2021

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Hrauneyjum

  • Skáli

  Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er einhver skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Farið að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt er á tanka. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   2110J01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. okt. 2021

  Brottför:

  Kl. 09:30 frá Mjódd

  Dalaleið kallast gamla þjóðleiðin milli Kaldársels og Krýsuvíkur. Gengið verður um Fagradal og yfir Vatnshlíð. Þaðan er fagurt útsýni yfir Kleifarvatn og Krýsuvíkurfjöll. Sunnan við Hvammahraun verður götunni fylgt áfram með hraunkantinum að Gullbringu. Gangan endar við Krýsuvíkurveg.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   2110D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. okt. 2021

  Brottför:

  Kl. 09:30 frá Mjódd

  Frá Hagavík liggur leiðin um gamla götu norður með Þingvallavatni yfir Nesjahraun að Nesjum. Áfram norður Grafning um Hestvík og Símonarbrekku, undir Jórukleif að Svínanesi. Göngunni lýkur við Heiðarbæ.

  Hækkun nánast engin. Vegalengd 11-12 km.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2110D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. okt. 2021

  Brottför:

  Kl. 09:30 frá Mjódd

  Við norðaustanverðan Hvalfjörð rísa tvö samtengd líparítrík fjöll. Haldið verður meðfram Miðsandsá vestanverðri upp Sauðafjall á brún Brekkukambs. Gengið vestur með fjallsbrúninni út á Eystra-Kambshorn. Af fjallinu er útsýni sem kemur mörgum á óvart. Farið verður niður í skarðið á milli fjallanna og upp á háhæð Þúfufjalls og komið niður við réttina vestan Bjarteyjarsands.

  • Verð:

   7.200 kr.
  • Nr.

   2110D04
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. okt. 2021 - sun. 24. okt. 2021

  Brottför:

  kl. 10:00. frá Hrauneyjum

  • Skáli

  Hin fornu vöð frumkvöðlanna könnuð, svo sem Bjallavað og Hófsvað í Tungnaá. Hlynur Snæland er fararstjóri í þessari ferð en hann er þaulvanur björgunarsveitarmaður og vatnamaður. Farið verður yfir öryggisatriði og annað sem hafa þarf í huga þegar glímt er við hin stóru fljót. Gist í Strútsskála.
  Farastjóri: Hlynur Snæland

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   2110J02
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 30. okt. 2021

  Brottför:

  Kl. 09:30 frá Mjódd

  Frá Heiðarbæ verður vatnsbakka Þingvallavatns fylgt inn á Kárastaðanes. Á leiðinni verður komið að Hrútagjá, Lambagjá og síðan Hestagjá. Þá er stutt í sjálfan Þjóðgarðinn og þangað sem Valhöll stóð. Göngu lýkur á Efri-Völlum.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2110D05
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 6. nóv. 2021

  Brottför:

  Kl. 09:30 frá Mjódd

  Í þessari ferð er blágrýtismyndun í öndvegi með ísaldarívafi. Við lærum um mótun og myndun fjalla eins og Botnsúlna, Hvalfells og Skarðsheiðar. Leitum að fallegum steinum og útfellingum í fornum hraunlögum. Skoðum lághitasvæði. Spennandi og öðruvísi jarðfræðiferð þar sem margt fróðlegt ber fyrir augu.

  • Verð:

   7.200 kr.
  • Nr.

   2111D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 13. nóv. 2021

  Brottför:

  Kl. 09:30 frá Mjódd

  Í þessari fjórðu göngu verður gengið að mestu innan þjóðgarðsins. Lagt verður af stað frá Neðri Völlum við Öxará þar sem Valhöll stóð. Gengið út á Lambhaga og áfram sem leið liggur um Garðsendavík að Vatnskoti. Síðan að Vatnsvík og Vellankötlu og áfram að Arnarfelli.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2111D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. nóv. 2021

  Brottför:

  Kl. 09:30 frá Mjódd

  Gengið verður upp úr Brynjudal og farið sunnan megin við Myrkavatn og stefnan tekin á Kjöl (785m). Þaðan verður stefnt á Skollhóla og gengið niður með Grjótá að Stíflisdalsvatni.

  • Verð:

   7.200 kr.
  • Nr.

   2111D03
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 26. nóv. 2021 - sun. 28. nóv. 2021

  Brottför:

  kl. 18:00

  • Skáli

  Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

  • Verð:

   32.000 kr.
  • Nr.

   2111H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 27. nóv. 2021

  Brottför:

  Kl. 09:30 frá Mjódd

  Fimmta og síðasta Þingvallagangan hefst við Arnarfell og liggur leiðin eftir fjallinu niður að Þingvallavatni við enda þess. Gengið að Mjóanesi og undir Múla við suðurenda Miðfells. Göngunni lýkur síðan á sama stað og hún hófst, við útfall Þingvallavatns í Sogið.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2111D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 29. des. 2021 - lau. 1. jan. 2022

  Brottför:

  kl. 9:00

  • Skáli

  Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

  Fararstjórar eru Helga Harðardóttir og Guðrún Hreinsdóttir

  • Verð:

   35.000 kr.
  • Nr.

   2112H01
  • Suðurland

  • ICS