Ferðir og dagskrá

Síun
 • Dags:

  lau. 22. des. 2018

  Brottför:

  kl. 10:00.

  Hjólað um Kópavogsdal, Arnarnes og Sjáland í Jólaþorpið í Hafnarfirði. Síðan til baka á stígum meðfram Reykjanesbraut. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1812R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. des. 2018 - þri. 1. jan. 2019

  Brottför:

  kl. 8:30

  • Skáli

  Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Þetta í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

  • Verð:

   30.000 kr.
  • Nr.

   1812H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. jan. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30.

  Fyrsta dagsferð ársins hefur ávallt verið í kirkju. Fyrsta kirkjan sem farið var í var Krýsuvíkurkirkja en hún er því miður ekki lengur til. Nú verður gengið á milli tveggja kirkjustaða á Kjalarnesi sem eiga sér langa og merka sögu, þ.e. frá Saurbæ að Brautarholti. Haldið verður að gömlu brúnni yfir Blikdalsá og ánni síðan fylgt niður að strönd að Músarnesi. Þaðan liggur leiðin svo að Brautarholtskirkju, hugsanlega eftir smákrók út á Músarnes. Vegalengd 10 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 3 klst.

  • Verð:

   4.500 kr.
  • Nr.

   1901D01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. jan. 2019 - sun. 6. jan. 2019

  Brottför:

  kl. 10:00 frá Hvolsvelli.

  Hvað er betra en að enda jólin í Básum á Goðalandi og fagna nýbyrjuðu ferðaári? Þórarinn Eyfjörð formaður Útivistar er fararstjóri í þessari skemmtilegu ferð og víst er að gítarinn verður með í för (a.m.k. tveir). Brenna, flugeldar, áramótasöngvar og kvöldvaka.

  • Verð:

   9.000 kr.
  • Nr.

   1901J01
  • ICS