Ferðir og dagskrá

Síun
  • Dags:

    fös. 22. ágú. 2025 - sun. 24. ágú. 2025
    • Skáli

    Fullbókað, sendið tölvupóst á utivist@utivist.is til að fara á biðlista

    Útivist býður upp á jóga-, göngu- og sjósundsferð til Vestmannaeyja dagana 22. - 24. ágúst í sumar. Lagt verður af stað á einkabílum frá Reykjavík snemma á föstudagsmorgni og Herjólfur tekinn til Vestmannaeyja. Gist verður í Hraunprýði sem er stór og rúmgóður skáli Skátafélagsins Faxa á Skátastykkinu í Eyjum. Farið verður í gönguferðir alla dagana um þessa fallegu eyju og náttúrunnar notið. Jóga verður iðkað kvölds og morgna og synt í sjónum eftir hentugleika. Öllum er velkomið að taka þátt og ekki er krafist neinnar fyrri reynslu af jógaiðkun. Innifalið í verði er fararstjórn, kvöldverður á veitingahúsinu Gott og skálagisting.

    Fararstjóri er Auður Jónasdóttir gönguleiðsögukona og jógakennari og Eyrún Lind Magnúsdóttir gönguleiðsögukona 

    • Verð:

      40.000 kr.
    • Félagsverð:

      29.000 kr.
    • Nr.

      2508H06
    • ICS
  • Dags:

    lau. 23. ágú. 2025 - sun. 24. ágú. 2025

    Brottför:

    Brottför kl. 07 frá Mjódd

    • Skáli

    Ferð á Grænahrygg og Augað, gist verður í eina nótt í Landmannalaugum.

    Lagt verður af stað kl. 7 úr Reykjavík og ekið inn að Kýlingum þar sem gangan hefst. Gengið verður um Halldórsgil inn að Grænahrygg. Nokkuð er um hækkun og lækkun á leiðinni um stórkostlegt og litríkt landslag þar til Grænahrygg er náð. Ef ekki eru vatnavextir í Jökulgilskvísl verður gengið frá Grænahrygg um Jökulgilið og Uppgönguhrygg í Landmannalaugar. Annars verður gengið til baka að upphafsstað göngu og rúta ekur hópnum inn að Landmannalaugar þar sem gist verður. Tilvalið að taka slaka á eftir göngu dagsins í heitum laugunum.

    Reikna má með 16-20 km göngu sem tekur ca. 8-10 klst. Nokkuð er um vöð á leiðinni og góðir vaðskór því nauðsynlegir. Ganga um Uppgönguhrygg getur verið krefjandi fyrir lofthrædda.

    Á sunnudagsmorgun er haldið af stað eftir morgunmat og ekið um Dómadalsleið að upphafsstað göngu fyrir neðan Rauðafoss.  Gengið er upp með Rauðafossi að upptökum Rauðufossakvíslar þar sem sjá má dulmagnaða náttúrusmíð er nefnist Augað. Gangan tekur um 4 klst. og er 10 km löng.

    • Verð:

      48.000 kr.
    • Félagsverð:

      37.000 kr.
    • Nr.

      2508H04
    • ICS
  • Dags:

    sun. 24. ágú. 2025

    Vísindapakkinn – Dagsferðir í samstarfi við HÍN

    Í 50 ára starfi Útivistar hefur gjarnan verið blandað saman góðum gönguferðum og skemmtilegri fræðslu. Í tilefni afmælisins efnir Útivist í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag til skemmtilegra og fræðandi vísindaferða þar sem allir eru velkomnir. Farið er á eigin bílum á valda staði í nágrenni höfuðborgarinnar. Staðsetning er valin eftir aðstæðum og verður auglýst vel. Sérfræðingar frá HÍN verða með í för og fræða þátttakendur um undur náttúrunnar. Sumar ferðirnar eru mjög hentugar sem fjölskylduferðir og við vekjum athygli á að í þessar ferðir verður frítt fyrir börn og unglinga upp að 17 ára aldri.

    Í sveppaferðinni verður staðsetning valin eftir aðstæðum til að sem mest fáist úr ferðinni. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.

    12.april

    Jarðfræðiferð

    3.maí

    Fuglaskoðun

    31.maí

    Grasafræði

    24.ágúst

    Sveppaferð

    20.sept

    Undur fjörunnar

    • Verð:

      7.000 kr.
    • Félagsverð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2408D02
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    sun. 24. ágú. 2025

    Vísindapakkinn – Dagsferðir í samstarfi við HÍN

    Í 50 ára starfi Útivistar hefur gjarnan verið blandað saman góðum gönguferðum og skemmtilegri fræðslu. Í tilefni afmælisins efnir Útivist í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag til skemmtilegra og fræðandi vísindaferða þar sem allir eru velkomnir. Farið er á eigin bílum á valda staði í nágrenni höfuðborgarinnar. Staðsetning er valin eftir aðstæðum og verður auglýst vel. Sérfræðingar frá HÍN verða með í för og fræða þátttakendur um undur náttúrunnar. Sumar ferðirnar eru mjög hentugar sem fjölskylduferðir og við vekjum athygli á að í þessar ferðir verður frítt fyrir börn og unglinga upp að 17 ára aldri.

    Í sveppaferðinni verður staðsetning valin eftir aðstæðum til að sem mest fáist úr ferðinni. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.

    12.april

    Jarðfræðiferð

    3.maí

    Fuglaskoðun

    31.maí

    Grasafræði

    24.ágúst

    Sveppaferð

    20.sept

    Undur fjörunnar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Félagsverð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2508D03
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    mið. 27. ágú. 2025 - mið. 3. des. 2025

    Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

    Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu almennt ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.

    Á haustönninni mun hópurinn ganga átta sinnum saman en farnar verða fjórar kvöldferðir og fjórar dagsferðir. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í ferðirnar (nema þegar gengið verður á Skjaldbreiður og Kattartjarnarleiðina þá verður rúta sem keyrir hópinn á upphafstað göngu og sækir hópinn í lok hennar). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 og í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl. 8 eða kl. 9, þar sem boðið verður að sameinast í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

    Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er gert úr því að hópurinn njóti útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmislegt tengt göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

    Innifalið í skráningu er fararstjórn í allar ferðir og rúta í dagsferðir á Skjaldbreiður og í Kattartjarnaleiðina.

    Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      56.000 kr.
    • Félagsverð:

      42.000 kr.
    • Nr.

      2508B01
    • ICS
  • Dags:

    mið. 27. ágú. 2025 - mið. 3. des. 2025

    Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

    Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu almennt ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.

    Á haustönninni mun hópurinn ganga átta sinnum saman en farnar verða fjórar kvöldferðir og fjórar dagsferðir. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í ferðirnar (nema þegar gengið verður á Skjaldbreiður og Kattartjarnarleiðina þá verður rúta sem keyrir hópinn á upphafstað göngu og sækir hópinn í lok hennar). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 og í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl. 8 eða kl. 9, þar sem boðið verður að sameinast í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

    Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er gert úr því að hópurinn njóti útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmislegt tengt göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

    Helgarferð haustannar er að þessu sinni haustlitaferð í Bása í október. Lagt verður af stað með rútu frá Reykjavík seinnipartinn á föstudeginum og keyrt í Bása þar sem haustlitadýrðin tekur á móti okkur. Föstudagskvöldið fer í að koma okkur fyrir í skála og undirbúa göngu laugardagsins. Á laugardagsmorgninum verður svo lagt af stað í göngu en val á henni fer eftir veðri og vindum. Á laugardagskvöldinu skellum við svo í sameiginlegt grill og gaman og njótum samverunnar. Á sunnudeginum gefst svo tækifæri til að fara í stutta og þægilega gönguferð um fallegt svæði í nágrenni Bása áður en rútan keyrir hópinn aftur til Reykjavíkur eftir hádegi.

    Innifalið í skráningu er fararstjórn í allar ferðir, rúta í helgarferð í Básum og í dagsferðir á Skjaldbreið og í Kattartjarnarleiðina og tveggja nátta gisting í skála í helgarferðinni í Básum.

    Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      83.000 kr.
    • Félagsverð:

      69.000 kr.
    • Nr.

      2508B01H
    • ICS
  • Dags:

    fös. 29. ágú. 2025 - sun. 31. ágú. 2025

    Brottför:

    Hist í Fljótsdal kl 18:00

    Snörp helgarferð í hina frábæru fjallgönguparadís í Tindfjöllum.

    29/8
    Hist við innsta bæ í Fljótshlíðinni, Fljótsdal kl 18  Svo er gengið upp Tindfjallasel, huggulegan skála Útivistar. Við höfum allt á bakinu sem þarf til helgarinnar.  Ganga í Tindfjallasel: Hækkun 550m  Vegalengd 6-7km

    30/8
    Nú ráða aðstæður og veður för en við stefnum t.d. á að ganga góðan hring um fjöllin neðan jökuls, Haka, Saxa og Bláfell og jafnvel Hornklofa og Gráfell ef tækifæri og veður gefst.
    Vegalengd 16-18km, hækkun uþb 1000 -1100m

    31/8
    Stutt ganga fyrir hádegi og svo tygjum við okkur niður í bíla upp úr hádeginu.

    • Verð:

      34.000 kr.
    • Félagsverð:

      22.000 kr.
    • Nr.

      2508H07
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 30. ágú. 2025

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl 8:00

    Gangan hefst frá línuvegi sem beygt er inn á af Kaldadalsvegi. Gengið er á fjallið úr norðri, eftir hraunbreiðu og í stórgrýttu undirlagi upp eftir hlíðum fjallsins alla leið upp á topp þar sem gaman er í góðu veðri að ganga eftir gígbörmum Skjaldbreiðar. Af Skjaldbreið er fallegt útsýni yfir Þingvallasveit í suðri en Langjökul, Þórisjökul, Hofsjökull og Kerlingafjöll til norðurs. Komið er niður fjallið á sama stað og gengið er upp.

    Vegalengd göngu 10-11 km. Hækkun 500-600 metrar, 1-2 skór.

    Ferðin er sameiginleg með Fjallabralli.

    • Verð:

      23.000 kr.
    • Félagsverð:

      17.500 kr.
    • Nr.

      2509D01
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 6. sep. 2025

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl 9:00

    Bjarnarfell drottnar yfir hverasvæðinu í Haukadal giljum skorið.  Haldið á fjallið að sunnan, skammt frá bænum Austurhlíð stuttu áður en kemur að Geysi. Vegalengd 12-14 km. Hækkun 600 m. Göngutími 6 klst.

    • Verð:

      23.000 kr.
    • Félagsverð:

      17.500 kr.
    • Nr.

      2508D04
    • ICS
  • Dags:

    fim. 11. sep. 2025 - sun. 14. sep. 2025

    Brottför:

    kl. 18:00 frá Mjódd

    • Skáli
    Laugavegur - hraðferð

    Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      113.000 kr.
    • Félagsverð:

      99.000 kr.
    • Nr.

      2509L01
    • ICS
  • Dags:

    fös. 12. sep. 2025 - sun. 14. sep. 2025

    Brottför:

    frá Mjódd kl. 18:00

    • Skáli

    Að loknu góðu ferðasumri liggja allar leiðir í Bása til að taka á móti haustinu. Á þeim tíma er einstakt að heimsækja Goðaland því þá gleðja haustlitirnir augað hvert sem litið er. Gönguferðir og holl útivist er einkenni ferðarinnar og því verður farið í góða göngu um Goðaland. Gönguleið verður valin eftir veðri og aðstæðum. Á laugardagskvöldi verður grillveisla og varðeldur að hætti Útivistar. Brottför frá Mjódd, sami brottfararstaður og í dagsferðum.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting og grillveisla á laugardagskvöldi

    • Verð:

      64.000 kr.
    • Félagsverð:

      53.000 kr.
    • Nr.

      2509H01
    • ICS
  • Dags:

    fös. 19. sep. 2025 - sun. 21. sep. 2025

    Tími:

    Brottför kl. 18:00 frá Olís við Hellu.

    • Skáli

    Þessi ferð er fyrir óbreytta eða lítið breytta jeppa, þar sem farið er inn á Fjallabak um Keldur og inn fyrir Hafrafell meðfram Eystri Rangá upp í Hungurfit þar sem gist verður. Á laugardeginum er ferðinni heitið um Syðra Fjallabak, eftir stutt stopp við nafnlausa fossinn í Markárfljótinu. Komið verður við í Álftavatni og Hvanngili og kíkt á gljúfrin þar sem Kaldsklofskvísl fellur í Markárfljótið á leið okkar í Strút, þar sem gist verður í skála Útivistar á laugardagskvöldið. Á sunnudeginum verður ekið austur fyrir Mælifellshnjúk og farið yfir Brennivínskvísl og yfir Hólmsá og gengið að Rauðabotn áður en haldið er til byggða.

    Fararstjóri: Skúli Skúlason

    • Verð:

      31.000 kr.
    • Félagsverð:

      29.000 kr.
    • Nr.

      2509J01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 20. sep. 2025

    Vísindapakkinn – Dagsferðir í samstarfi við HÍN

    Í 50 ára starfi Útivistar hefur gjarnan verið blandað saman góðum gönguferðum og skemmtilegri fræðslu. Í tilefni afmælisins efnir Útivist í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag til skemmtilegra og fræðandi vísindaferða þar sem allir eru velkomnir. Farið er á eigin bílum á valda staði í nágrenni höfuðborgarinnar. Staðsetning er valin eftir aðstæðum og verður auglýst vel. Sérfræðingar frá HÍN verða með í för og fræða þátttakendur um undur náttúrunnar. Sumar ferðirnar eru mjög hentugar sem fjölskylduferðir og við vekjum athygli á að í þessar ferðir verður frítt fyrir börn og unglinga upp að 17 ára aldri.

    Í fjöruferðinni verður staðsetning valin eftir aðstæðum til að sem mest fáist úr ferðinni. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.

    12.april

    Jarðfræðiferð

    3.maí

    Fuglaskoðun

    31.maí

    Grasafræði

    24.ágúst

    Sveppaferð

    20.sept

    Undur fjörunnar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Félagsverð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2509D02
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    fös. 26. sep. 2025 - sun. 28. sep. 2025

    Brottför:

    frá Mjódd kl. 17:00

    • Tjald

    Lagt af stað frá Mjódd á föstudegi kl. 17:00 og ekið um Þingvelli, Uxahrygg og að Kvígindisfelli. Gengið er með allt á bakinu í um 2 km og tjaldað. Daginn eftir verður gengið um 16 km vestur fyrir fellið og að Hvalvatni. Gengið austur með vatninu og tjaldað næstu nótt við sunnanvert Hvalvatn með stórbrotið útsýni til Hvalfells og Botnsúlna. Á sunnudeginum er gengið um 15 km um Hvalskarð niður á gönguleiðina yfir Leggjarbrjót og henni fylgt að Svartagili í Þingvallasveit.

    Fararstjóri - Hrönn Baldursdóttir

    • Verð:

      40.000 kr.
    • Félagsverð:

      29.000 kr.
    • Nr.

      2509H02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 27. sep. 2025

    Brottför:

    Hist kl 9:00 á upphafsstað

    Hafnarfjall er bæjarfjall Borgnesinga líkt og Esjan er bæjarfjall höfuðborgarbúa. Á Hafnarfjall eru margar gönguleiðir þó svo að flestir kjósi að ganga eftir hryggnum sem liggur samsíða þjóðveginum. Nú verður farin sérlega spennandi leið upp Klausturtunguhól og um þrönga geil í hamrabeltinu. Síðan verða tindar fjallsins þræddir í vesturátt á hæsta tindinn, Gildalshnúk og svo niður hrygginn norðan við að upphafstað aftur.  Vegalengd 9 km. Hækkun 1000 m. Göngutími 5-6 klst. 

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2509D03
    • Vesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 4. okt. 2025 - sun. 5. okt. 2025

    Brottför:

    Brottför kl. 09:00 frá Hrauneyjum.

    • Skáli

    Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er einhver skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Farið að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt er á tanka. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

    Farastjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson

    • Verð:

      24.000 kr.
    • Félagsverð:

      22.000 kr.
    • Nr.

      2510J01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 11. okt. 2025

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl 8:00

    Kattatjarnaleið í Grafningi er skemmtileg gönguleið um fáfarnar slóðir. Gangan hefst frá Grafningsvegi við Ölfusvatnsá, gengið er um Kapladali og þaðan í Ölfusvatnsgljúfur og upp í Seltungur. Þaðan er gengið á milli Hrómundartinda og Kattatjarnahryggjar þar til komið er að Kattatjörn neðri, og síðan milli Lakahnjúks og Kattatjarnar efri og síðast milli Tjarnahnjúks og Álftatjarnar. Þegar komið er upp á Ölkelduháls er haldið áfram á milli Ölkelduhnúks og Dalskarðshnjúks niður Reykjadal, fram hjá heita læknum og endað við þjónustumiðstöðina í Reykjadal. Gangan er um 15 km og uppsöfnuð hækkun um 400 metrar. Eitt vað er á leiðinni (Ölvusvatnsá) og gangan er að mestu leiti á stígum.

    Ferðin er rútuferð og sameiginleg með Fjallabralli Útivistar

    • Verð:

      13.000 kr.
    • Félagsverð:

      9.400 kr.
    • Nr.

      2510D01
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    fös. 31. okt. 2025 - sun. 2. nóv. 2025

    Brottför:

    Kl. 14:00 frá Reykjavík

    • Skáli

    Komdu með okkur í nærandi náttúruhelgi í Básum með Mumma og Önnu Guðnýju!

    Helgina 31/10 - 2/11 býðst þér einstakt tækifæri á að upplifa töfra Þórsmerkur í algjörri ró og stillu. Markmið ferðarinnar er að aðstoða þig við að hlaða batteríin burt frá öllu áreiti á einum fallegasta stað landsins. Það er draumi líkast að fá að vera í mörkinni á þessum árstíma þar sem fáir eru á ferli og náttúran umlykur mann & nærir. 

    • Gist verður í skálum í Básum 
    • Rútuferð til og frá Þórsmörk 
    • Náttúrugöngur
    • Hugleiðslur
    • Morgunjóga fyrir öll getustig
    • Morgunmatur (hafragrautur, múslí og hindberjamauk)
    • Súpa og brauð bæði kvöldin

    Ath. Annar matur er ekki innifalinn, muna eftir hádegismat og hressingu yfir daginn.

    Dagskrá

    • Verð:

      75.000 kr.
    • Félagsverð:

      64.000 kr.
    • Nr.

      2510H01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 8. nóv. 2025 - sun. 9. nóv. 2025
    • Skáli

    Ferðin hefst í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum, farið inn í Landmannalaugar, þaðan um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssandi og í Strútsskála. Tekið tékk á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru hagstæðar.  Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellsand og niður í Fljótshlið eða um Mýrdalsjökul ef færi er gott.

    Farastjóri: Þorsteinn Pálsson

    • Verð:

      22.000 kr.
    • Félagsverð:

      20.000 kr.
    • Nr.

      2511J01
    • ICS
  • Dags:

    fös. 21. nóv. 2025 - sun. 23. nóv. 2025

    Brottför:

    frá Mjódd kl. 18:00

    • Skáli

    Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    Fararstjórar eru Guðrún Hreins og Marrit

    • Verð:

      56.000 kr.
    • Félagsverð:

      45.000 kr.
    • Nr.

      2511H01
    • ICS
  • Dags:

    mán. 29. des. 2025 - fim. 1. jan. 2026

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl. 9:00

    • Skáli

    Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    • Verð:

      60.000 kr.
    • Félagsverð:

      49.000 kr.
    • Nr.

      2512H01
    • ICS
  • Dags:

    mán. 30. des. 2030 - þri. 31. des. 2030

    Kortið sýnir gönguleiðir í Þórsmörk og á Goðalandi.

    Á bakhlið eru einföld kort af gönguleiðunum um Laugaveg og Fimmvörðuháls.

    Kortið er endurnýjuð útgáfa frá 2007 og 2012 og er gefið út af Útivist og Fí.

    Kortagerð annaðist Loftmyndir ehf.
    Hönnun annaðist Björg Vilhjálmsdóttir: bjorgvilhjalms.is

    Póstlagning kortsins er innifalin í verði. 

    • Verð:

      2.000 kr.
    • Félagsverð:

      2.000 kr.
    • ICS