Ferðir og dagskrá

Síun
 • Dags:

  lau. 2. mar. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 10:00

  Við göngum um hraunin á Þingvöllum og kynnumst náttúru og gönguleiðum svæðisins. 

  Gangan hefst á Hakinu og þaðan er gengið um Þinghelgina, eftir Almannagjá og niður á vellina. Í leiðinni er kíkt á Öxarárfoss áður en farið er inn á Skógarkotsveg. Gengið er að Skógarkoti um breiðan og góðan Skógarkotsveginn og eftir pásu þar er farið að Hrauntúni. Á báðum þessum stöðum eru tóftir og gamlir garðar frá búsetu á svæðinu. Frá Hrauntúni liggur leiðin um Leirastíg að Þjónustumiðstöðinni þar sem rútan bíður. Vegalengd 11-12 km.

  Fararstjóri Hrönn Baldursdóttir

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2403D01
  • ICS
 • Dags:

  mán. 4. mar. 2024
  Myndakvöld - Svanur Gísli sýnir myndar frá Grænlandi

  Næsta myndakvöld Útivistar verður mánudaginn 4.mars.

  Svanur Gísli Þorkelsson leiðsögumaður mun sýna myndir og segja frá Grænlandi. Svanur vann á skemmtiferðaskipi síðastliðið sumar og kom reglulega til Grænlands, hann mun segja frá landi, þjóð og sögu. Svanur er þekktur fyrir pistla á Facebook þar sem hann miðlar fróðleik sem hann dregur fram víða að.

  Myndakvöldið verður í sal Garðyrkjufélags Íslands við Síðumúla 1.

  Að venju verður kaffi og með því.

  Aðgangseyrir 2.000 kr. greitt í reiðufé við inngang.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. mar. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 10:00

  Upphafsstaður er rétt hjá Ljósafossvirkjun. Gengið verður upp með Skriðugili um grasigrónar brekkur á gott útsýnisfjall. Vegalengd 6-7 km.

  Brottför frá Mjódd kl. 10:00

  • Verð:

   11.800 kr.
  • Nr.

   2403D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. mar. 2024 - sun. 10. mar. 2024

  Brottför:

  Brottför:  kl. 08:00 frá Olís við Rauðavatn

  • Skáli

  Farið verður frá Reykjavík að morgni laugardags og ferðinni heitið á Kjöl. Á Kjalvegi verður afleggjarinn til austurs í átt að Kerlingafjöllum ekinn og stefnan tekin á Gýgjarfoss. Í Fjöllunum verður síðan áð og notið. Að kaffisopa loknum liggur leiðin til austurs fyrir norðan Snækoll og Loðmund, yfir Illahraun í átt að Setri, þar sem gist verður um nóttina. Á sunnudagsmorgni liggur leiðin í suðurátt undir Þverbrekkum í átt að Kisubotnum. Eftir að hafa átt við vöðin á Kisu höldum við upp á suðursvæði Kerlingafjalla með viðkomu í Klakk og Kerlingagljúfri. Leppistungurnar verða eknar og áð í Svínárnesi. Suður Hrunamannaafrétt verður haldið með Gullfoss í vesturátt. Leið okkar liggur síðan gegnum Flúðir og heimleiðis.

  Farastjóri: Þórarinn Eyfjörð

  • Verð:

   19.900 kr.
  • Nr.

   2403J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. mar. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl 9:00

  Ólafsskarðsleið var áður fjölfarin á milli Ölfuss og Faxaflóasvæðisins. Lagt verður af stað frá Litlu Kaffistofunni inn í Jósefsdal og þaðan í Ólafsskarð. Gengið að Eldborgum þaðan sem Kristnitökuhraunið rann. Fljótlega verður gengið fram hjá gígnum Leiti sem Leitahraunið víðáttumikla kom úr fyrir um 5000 árum. Gengið á milli hrauns og hlíðar og yfir grösugt svæði norðan Geitafells. Leiðin liggur svo um stíg gegnum hraunið meðfram Búrfelli og niður hjá Hlíðarenda. Vegalengd 19 km. Hækkun 200 m. Göngutími 7 klst.

  Brottför frá Mjódd kl 9:00

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2403D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. mar. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  Fyrsta ferð Útivistar eftir stofnun félagsins var á Keili. Á hverju ári síðan þá hefur verið farin afmælisferð á fjallið. Farið er frá Höskuldarvöllum yfir hraunið að fjallinu. Vegalengd 8 km. Hækkun 200 m. Göngutími 4 klst.

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2403D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. mar. 2024 - sun. 24. mar. 2024

  Brottför:

  Brottför:  kl. 08:00 frá Olís við Rauðavatn.

  • Skáli

  Ekið inn á Fjallabaksleið hjá Gunnarsholti. Komið verður við í Hungurfitjum ef aðstæður eru góðar, þaðan farið í Dalakofann þar sem gist verður um nóttina. Á sunnudeginum verður farin hin stórskemmtilega leið inn að Álftavatni, í Hvanngil, inn á Emstruleið og niður í Fljótshlíð.

  Farastjóri: Þorsteinn Þorgeirsson

  • Verð:

   19.900 kr.
  • Nr.

   2403J02
  • ICS
 • Dags:

  mið. 27. mar. 2024 - lau. 30. mar. 2024

  Brottför:

  Sameinast í bíla og farið frá Mjódd kl 17. þann 27 mars.

  • Skáli

  -

  Skemmtileg gönguskíðaferð á Strandir fyrri hluta páska í fylgd Stefáns Birgissonar. 

  https://www.utivist.is/um-utivist/fararstjorar/stefan_birgisson  

  Á Ströndum eru oft góð snjóalög þó jörð sé auð sunnan jökla og styttra að aka þangað en margur heldur. Ekið verður á einkabílum í Bjarnarfjörð á miðvikudagskvöld og gist að Laugarhóli í þrjár nætur.   Farið verður í gönguskíðaferðir út frá Bjarnarfirði.

  Nánar hér:  https://www.utivist.is/ferdir-og-dagskra/helgarferdir/vidburdur/6570/bjarnarfjordur-skidaferd-um-paska

  • Verð:

   39.900 kr.
  • Nr.

   2403H01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 30. mar. 2024 - mið. 20. mar. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl 9:00

  Litli- og Stóri Meitill liggja á suðurhluta Hengilssvæðisins austan við Þrengslaveg. Þeir eru að mestu úr móbergi og umhverfis eru nútímahraun sem runnu fyrir um 2000 árum. Þetta er geysistór gígur sem hefur orðið til við gos undir jökli. Vegalengd um 6,5 km. Göngutími um 3 klst. Hækkun 300 m.

  Brottför frá Mjódd kl 9:00

  Fararstjóri Guðrún Viðarsdóttir

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2403D05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 30. mar. 2024 - sun. 31. mar. 2024

  Brottför:

  Brottför:  kl. 08:00 frá Olís við Rauðavatn

  • Skáli

  Farið upp á Eyjafjallajökul og Toppgígurinn skoðaður sem og útsýni yfir Þórsmörk. Gist í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi þar sem verður grill og gaman. Á sunnudeginum verður farið yfir á Mýrdalsjökul og hann þveraður yfir á Mýrdalssand þaðan sem ekið verður til byggða niður í Fljótshlíð.

  Farastjóri: Þorsteinn Pálsson

  • Verð:

   19.900 kr.
  • Nr.

   2403J03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 6. apr. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  Búrfell rís sunnan við Botnssúlur, ofan við bæinn Brúsastaði í Þingvallasveit. Gengið frá bænum að Öxará og ánni fylgt stuttan spöl þar sem gefur að líta minjar af gamalli virkjun, stíflu og aðfallsstokk. Þetta er frá þeim tíma þegar nokkuð var um að framtakssamir bændur virkjuðu bæjarlækinn til bættra lífsskilyrða. Frá ánni verður farið að og yfir Búrfellsgil og þaðan upp á Búrfell. Vegalengd 10-12 km. Hækkun 650 m. Göngutími 5-6 klst.

  Brottför frá Mjódd kl. 9:00

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2404D01
  • ICS
 • Dags:

  mán. 8. apr. 2024

  Myndakvöld aprílmánaðar verður haldið mánudaginn 8. apríl í sal Gerðyrkjufélagsins Síðumúla 1 kl 20:00

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  fös. 12. apr. 2024 - sun. 14. apr. 2024

  Lýsing kemur síðar

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2404H01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 13. apr. 2024

  Brottför:

  Brottför frá Mjódd kl 9:00

  Húsmúli - Engidalur frá Hellisheiðarvirkjun

  Nánari ferðalýsing kemur síðar

  • Verð:

   8.800 kr.
  • Nr.

   2404D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. apr. 2024

  Brottför:

  Sameinast í einkabíla.  Brottför frá Mjódd kl 9:00