Ferðir og dagskrá

Síun
  • Dags:

    lau. 4. okt. 2025 - sun. 5. okt. 2025

    Brottför:

    Brottför kl. 09:00 frá Hrauneyjum.

    • Skáli

    Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er einhver skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Farið að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt er á tanka. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

    Farastjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson

    • Verð:

      24.000 kr.
    • Félagsverð:

      22.000 kr.
    • Nr.

      2510J01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 11. okt. 2025

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl 8:00

    Kattatjarnaleið í Grafningi er skemmtileg gönguleið um fáfarnar slóðir. Gangan hefst frá Grafningsvegi við Ölfusvatnsá, gengið er um Kapladali og þaðan í Ölfusvatnsgljúfur og upp í Seltungur. Þaðan er gengið á milli Hrómundartinda og Kattatjarnahryggjar þar til komið er að Kattatjörn neðri, og síðan milli Lakahnjúks og Kattatjarnar efri og síðast milli Tjarnahnjúks og Álftatjarnar. Þegar komið er upp á Ölkelduháls er haldið áfram á milli Ölkelduhnúks og Dalskarðshnjúks niður Reykjadal, fram hjá heita læknum og endað við þjónustumiðstöðina í Reykjadal. Gangan er um 15 km og uppsöfnuð hækkun um 400 metrar. Eitt vað er á leiðinni (Ölvusvatnsá) og gangan er að mestu leiti á stígum.

    Ferðin er rútuferð og sameiginleg með Fjallabralli Útivistar

    • Verð:

      13.000 kr.
    • Félagsverð:

      9.400 kr.
    • Nr.

      2510D01
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    fös. 31. okt. 2025 - sun. 2. nóv. 2025

    Brottför:

    Kl. 14:00 frá Reykjavík

    • Skáli

    Komdu með okkur í nærandi náttúruhelgi í Básum með Mumma og Önnu Guðnýju!

    Helgina 31/10 - 2/11 býðst þér einstakt tækifæri á að upplifa töfra Þórsmerkur í algjörri ró og stillu. Markmið ferðarinnar er að aðstoða þig við að hlaða batteríin burt frá öllu áreiti á einum fallegasta stað landsins. Það er draumi líkast að fá að vera í mörkinni á þessum árstíma þar sem fáir eru á ferli og náttúran umlykur mann & nærir. 

    • Gist verður í skálum í Básum 
    • Rútuferð til og frá Þórsmörk 
    • Náttúrugöngur
    • Hugleiðslur
    • Morgunjóga fyrir öll getustig
    • Morgunmatur (hafragrautur, múslí og hindberjamauk)
    • Súpa og brauð bæði kvöldin

    Ath. Annar matur er ekki innifalinn, muna eftir hádegismat og hressingu yfir daginn.

    Dagskrá

    • Verð:

      75.000 kr.
    • Félagsverð:

      64.000 kr.
    • Nr.

      2510H01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 8. nóv. 2025 - sun. 9. nóv. 2025

    Brottför:

    Hist kl 9:00 á Landvegamótum

    • Skáli

    Ferðin hefst á Landvegamótum, farið inn í Landmannalaugar um Dómadal, þaðan um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssandi og í Strútsskála. Tekið tékk á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru hagstæðar.  Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellsand og niður í Fljótshlið eða um Mýrdalsjökul ef færi er gott.

    Farastjóri: Þorsteinn Pálsson

    • Verð:

      22.000 kr.
    • Félagsverð:

      20.000 kr.
    • Nr.

      2511J01
    • ICS
  • Dags:

    fös. 21. nóv. 2025 - sun. 23. nóv. 2025

    Brottför:

    frá Mjódd kl. 18:00

    • Skáli

    Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    Fararstjórar eru Guðrún Hreins og Marrit

    • Verð:

      56.000 kr.
    • Félagsverð:

      45.000 kr.
    • Nr.

      2511H01
    • ICS
  • Dags:

    mán. 29. des. 2025 - fim. 1. jan. 2026

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl. 9:00

    • Skáli

    Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    • Verð:

      60.000 kr.
    • Félagsverð:

      49.000 kr.
    • Nr.

      2512H01
    • ICS
  • Dags:

    mán. 30. des. 2030 - þri. 31. des. 2030

    Kortið sýnir gönguleiðir í Þórsmörk og á Goðalandi.

    Á bakhlið eru einföld kort af gönguleiðunum um Laugaveg og Fimmvörðuháls.

    Kortið er endurnýjuð útgáfa frá 2007 og 2012 og er gefið út af Útivist og Fí.

    Kortagerð annaðist Loftmyndir ehf.
    Hönnun annaðist Björg Vilhjálmsdóttir: bjorgvilhjalms.is

    Póstlagning kortsins er innifalin í verði. 

    • Verð:

      2.000 kr.
    • Félagsverð:

      2.000 kr.
    • ICS