Ferðir og dagskrá

Síun
 • Dags:

  fim. 22. okt. 2020

  Kraftganga.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  fös. 23. okt. 2020 - sun. 25. okt. 2020

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 10:00

  • Skáli

  Fjölskylduferð í Bása í vetrarfrí. Farið með rútu frá Reykjavík og komið til baka um kl. 17 á sunnudegi. Tímanum verður varið í könnunarferðir um svæðið, þrautir og leiki. Á kvöldin verður spilað, leikið, efnt til sögustunda eða himininn kannaður allt eftir hvað veðrið býður uppá. 

  • Verð:

   31.000 kr.
  • Nr.

   2010H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. okt. 2020

  Brottför:

  frá Toppstöðinni kl. 9.

  Brottför frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Hjólað með Vesturlandsvegi upp að Úlfarsfelli og veginum fylgt niður í Reykjahverfi í Mosfellsbæ. Hjólað gegnum Skammadal niður í Mosfellsdal og þaðan niður í Leirárhverfi og til baka að Toppstöðinni.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2010R02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. okt. 2020 - sun. 25. okt. 2020

  Brottför:

  kl. 10:00. frá Hrauneyjum

  • Skáli

  Hin fornu vöð frumkvöðlanna könnuð, svo sem Bjallavað og Hófsvað í Tungnaá. Hlynur Snæland er fararstjóri í þessari ferð en hann er þaulvanur björgunarsveitarmaður og vatnamaður. Farið verður yfir öryggisatriði og annað sem hafa þarf í huga þegar glímt er við hin stóru fljót. Gist í Strútsskála.

  • Verð:

   13.000 kr.
  • Nr.

   2010J02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. okt. 2020

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Við norðaustanverðan Hvalfjörð rísa tvö samtengd líparítrík fjöll. Haldið verður meðfram Miðsandsá vestanverðri upp Sauðafjall á brún Brekkukambs. Gengið vestur með fjallsbrúninni út á Eystra-Kambshorn. Af fjallinu er útsýni sem kemur mörgum á óvart.  Farið verður niður í skarðið á milli fjallanna og upp á háhæð Þúfufjalls og komið niður við réttina vestan Bjarteyjarsands. Vegalengd 10-11 km. Hækkun 700 m. Göngutími 4-5 klst.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2010D06
  • ICS
 • Dags:

  þri. 27. okt. 2020

  Fjallganga - tímataka fyrir þá sem vilja.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  fim. 29. okt. 2020

  Brottför:

  kl. 18.

  Fjallganga.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. okt. 2020

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Frá Heiðarbæ verður vatnsbakka Þingvallavatns fylgt inn á Kárastaðanes. Á leiðinni verður komið að Hrútagjá, Lambagjá og síðan Hestagjá. Þá er stutt í sjálfan Þjóðgarðinn og þangað sem Valhöll stóð. Göngu lýkur á Efri-Völlum. Vegalengd 10-11 km. Engin hækkun. 

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2010D07
  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. okt. 2020

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Hrafnabjörg við austanvert Þingvallavatn er fjall sem freistar margra. Frá Barmaskarði verður gengið vestanvert við Reyðarbarm og síðan yfir hraunið að Hrafnabjörgum. Af fjallinu er ægifagurt útsýni yfir Þingvelli. Vegalengd 15 km. Hækkun 400 m.  Göngutími 4-5 klst.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2010D08
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  þri. 3. nóv. 2020

  Brottför:

  kl. 18.

  Kraftganga - tímataka fyrir þá sem vilja.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  fim. 5. nóv. 2020

  Brottför:

  kl. 18.

  Brekkusprettir.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. nóv. 2020

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Vífilsfell er 655 m hátt og verður gengið á það frá austurhlið þess. Eftir stutta göngu að fjallinu tekur við brekka upp á sléttan stall. Því næst tekur við fjölbreytt ganga að klettóttum toppnum þaðan sem er skemmtilegt sjónarhorn á höfuðborgina og næsta nágrenni. Þaðan verður haldið eftir fjallshryggnum í átt að Bláfjöllum og fram Jósepsdal til baka. Vegalengd um 11 km. Hækkun 300 m.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2011D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. nóv. 2020

  Brottför:

  frá Toppstöðinni kl. 10.

  Hjólað um stíga og skuggasund Vesturbæjar.

  Vegalengd um 20 km og áætlaður hjólatími 2 klst. Brottför frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Aldurstakmark 16 ár. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2011R01
  • ICS
 • Dags:

  þri. 10. nóv. 2020

  Brottför:

  kl. 18.

  Kraftganga.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  fim. 12. nóv. 2020

  Brottför:

  kl. 18.

  Fjallganga.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. nóv. 2020

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Í þessari fjórðu göngu verður gengið að mestu innan þjóðgarðsins. Lagt verður af stað frá Neðri Völlum við Öxará (þar sem Valhöll stóð). Gengið út í Lambhaga og áfram sem leið liggur um Garðsendavík að Vatnskoti. Síðan að Vatnsvík og Vellankötlu og áfram að Arnarfelli. Vegalengd 10 km. Hækkum 150 m. 

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2011D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. nóv. 2020

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Kálfstindar eru í grennd við Þingvelli, norðan Lyngdalsheiðar. Merkileg fjöll sem fáir ganga á þó þau séu ekki ýkja langt frá höfuðborginni. Haldið verður frá Reyðarbarmi meðfram Kálfstindum milli hrauns og hlíðar að Flosaskarði þar sem lagt verður á brattann. Til baka verður farið um Flosaskarð niður á Laugarvatnsvelli. Um skarðið á Flosi í Njálssögu að hafa riðið með fylgdarlið sitt til þess að forðast fyrirsát Kára Sölmundarsonar. Skoðaður verður hellir við Vellina sem búið var í til skamms tíma á fyrri hluta síðustu aldar. Vegalengd 10-12 km. Hækkun 600. Göngutími 4-5 klst.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2011D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  þri. 17. nóv. 2020

  Brottför:

  kl. 18.

  Tröppuþrek- tímataka fyrir sem vilja.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  fim. 19. nóv. 2020

  Brottför:

  kl. 18.

  Brekkusprettir og styrktaræfingar.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. nóv. 2020

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gangan hefst hjá litlu kaffistofunni á Sandskeiði og farið verður um Vatnaöldur að Lyklafelli. Þaðan liggur leið okkar sunnan megin við Seltjörn og stefnan tekin á Hafravatn þar sem gangan endar. Vegalengd 14-15 km.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2011D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. nóv. 2020

  Brottför:

  frá Toppstöðinni kl. 10.

  Hjólað með Vesturlandsvegi upp í Grafarholt, síðan með hlíðum Úlfarsfells og inn á Hafravatnsveg. Hjólað upp á Hólmsheiðarveg og inn í Heiðmörk. Vegalengd 40 km, áætlaður hjólatími 4-5 klst. Brottför frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Aldurstakmark 16 ár.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2011R02
  • ICS
 • Dags:

  þri. 24. nóv. 2020

  Brottför:

  kl. 18.

  Fjallganga - tímataka fyrir þá sem vilja.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  fim. 26. nóv. 2020

  Brottför:

  kl. 18.

  Fellganga.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  fös. 27. nóv. 2020 - sun. 29. nóv. 2020

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 18:00

  • Skáli

  Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

  • Verð:

   30.000 kr.
  • Nr.

   2011H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. nóv. 2020

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Upphafsstaður er rétt hjá Ljósafossvirkjun. Gengið verður upp með Skriðugili um grasigrónar brekkur á gott útsýnisfjall. Vegalengd 6-7 km. 

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2011D06
  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. nóv. 2020

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Fimmta og síðasta Þingvallagangan hefst við Arnarfell og liggur leiðin meðfram Þingvallavatni. Gengið verður á Miðfell ef aðstæður leyfa, en annars að Mjóanesi og undir Múla við suðurenda Miðfells. Göngunni lýkur síðan á saman stað og hún hófst, við útfall Þingvallavatns í Sogið. Vegalengd 12 km. Hækkun 200 m ef gengið verður á Miðfell, annars engin. Göngutími 4-5 klst. 

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2011D05
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  þri. 1. des. 2020

  Kraftganga - tímataka fyrir þá sem vilja.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  fim. 3. des. 2020

  Tröppuþrek og styrktaræfingar.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. des. 2020

  Brottför:

  frá Toppstöðinni kl. 10.

  Hjólað um miðbæinn og kíkt á jólamarkaðinn á Ingólfstorgi og fleira. Vegalengd 20 km, áætlaður hjólatími 2 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Aldurstakmark 16 ár. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2012R01
  • ICS
 • Dags:

  þri. 8. des. 2020

  Kraftganga.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  fim. 10. des. 2020

  Þrekganga og styrktaræfingar.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. des. 2020

  Gengið um Heiðmörk og kíkt eftir jólasveinum. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag koma síðar.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2012D01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  þri. 15. des. 2020

  Tröppuþrek - tímataka fyrir þá sem vilja.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  fim. 17. des. 2020

  Þrekganga og styrktaræfingar.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  þri. 22. des. 2020

  Brekkusprettir.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  þri. 29. des. 2020

  Kraftganga.

  • Verð:

   0 kr
  • ICS
 • Dags:

  þri. 29. des. 2020 - fös. 1. jan. 2021
  • Skáli

  Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

  • Verð:

   33.000 kr.
  • Nr.

   2012H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 25. jún. 2021 - sun. 27. jún. 2021
  • Skáli

  Þessi skráning er einungis fyrir skráða Fjallfara sem vilja kaupa skálagistingu í lokaferð Fjallfara vorið 2021.

  • Verð:

   12.900 kr.
  • Nr.

   2001P01
  • ICS