Beint í leiðarkerfi vefsins.
Ferðafélagið Útivist stendur fyrir fjölbreyttum ferðum árið um kring. Tilgangur félagsins er að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi.
Útivist býður upp á dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og kvöldfgöngur með Útivistargírnum. Einnig býður jeppadeildin upp á margar mismunandi ferðir jafnt sumar sem vetur. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi allt frá léttum gönguferðum upp í erfiðar fjallaferðir að sumri og vetri fyrir vel þjálfað fólk.
Helgarferðir eru eins og nafnið gefur til kynna ferðir sem taka heila helgi. Göngur yfir Fimmvörðuháls eru klassískar helgarferðir en einnig hafa margar aðrar ferðir hjá Útivist fest sig svo rækilega í sessi að þær eru fastur liður á ferðaáætluninni.
Lengri ferðir eru göngur þar sem gengið er í þrjá daga eða meira. Í þessari dagskrá má finna bæði þekktar gönguleiðir eins og Strútsstíg og Sveinstind-Skælinga, en einnig eru þarna nokkrar spennandi nýjungar.
Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.
Við gleymum ekki maganum. Kaffi og vöfflur á boðstólum!
Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.
Öll herlegheitin kosta aðeins 2.000 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.
Fjallfarar Útivistar er hópur sem gengur saman eina dagsgöngu og eina kvöldgöngu í mánuði. Hópurinn er fyrir fólk sem hefur reynslu af gönguferðum og vill ganga dagleiðir sem eru í meðallagi langar og með nokkurri hækkun. Dagskráin yfir árið er tvískipt; annars vegar frá janúar til maí og hins vegar frá september til desember. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar að lengd og á hinum ýmsu svæðum.
Göngur Fjallfara eru frá miðlungs erfiðum upp í erfiðar göngur (2-3 skór). Mikilvægt er að hafa viðeigandi útbúnað og fatnað og hafa reynslu af að nota hann. Þátttakendur fá útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um hverja göngu í sérstökum facebook hópi Fjallfara eða með tölvupósti fyrir þau sem þess óska.
Fararstjórar Fjallfara eru Guðrún Svava Viðarsdóttir, Jóhanna Benediktsdóttir og Margrét Harðardóttir
Athugið að dagskrá getur tekið breytingum með hliðsjón af veðurspá og aðstæðum hverju sinni.
Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum.
Hefur þig alltaf langað til að geta gengið á fjöll og/eða taka þátt í lengri göngum en ekki látið verða af því? Þá er Útivistargírinn fyrir þig! Fjölmargir hafa tekið sín fyrstu skref í útivist og fjallgöngum með Útivistargírnum þar sem saman koma nýliðar og reynsluboltar í útivistinni.
Dagskrá Útivistargírsins haustið 2023 hefst 29. ágúst og stendur til 3. október. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti sem og nýliðum í útivist og hvetjum við einnig þá sem vanari eru göngum að taka þátt nema annað sé tekið fram. Í kvöldgöngum er farið yfir grunnatriði í útivist og gönguferðum og fjölbreytt starfsemi Útivistar kynnt þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og er tekið mið af veðri og færð hverju sinni.
Göngurnar taka 2–4 klukkustundir og koma þátttakendur sér á staðinn á einkabílum.
Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en æskilegt er að skrá þátttöku í hverja göngu fyrir sig í viðburði á Facebook. Kynntu þér Útivistargírinn á utivist.is, þar má finna dagskrá ásamt upplýsingum um skráningu.
Dagskrá vor 2023
Skíðaferðir eru í boði fram að vori og leitum við þangað sem vænta má góðra snjóalaga. Þær er að finna í dagskrá dagsferða og helgarferða, en einnig bendum við á að alltaf er möguleiki á að skíðaferðir séu settar á dagskrá með skömmum fyrirvara og því er um að gera að fylgjast vel með hér á heimasíðu Útivistar.
Fjallabrall er hópur fyrir öll þau sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum og vilja nota meiri tíma í að njóta íslenskrar náttúru. Gráðun ferðanna er 1-2 skór en í flestum ferðum er einhver gönguhækkun þó að hámarki 500 metrar. Að jafnaði eru farnar tvær ferðir í mánuði, ein dagsferð á laugardegi (með sunnudag til vara) og á miðvikudagskvöldi frá ágúst til júní. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í göngurnar nema annað sé tekið fram. Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 en í dagsgöngunum hittist hópurinn kl. 9 (einstaka sinnum kl. 8) og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu. Í göngunum er farið yfir grunnatriði í útivist en auk þess fá þátttakendur fá útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um hverja göngu í sérstökum facebook hópi Fjallabralls eða með tölvupósti fyrir þau sem þess óska.
Athugið að dagskrá getur tekið breytingum með hliðsjón af veðurspá og aðstæðum hverju sinni
Fararstjórar eru Hanna Guðmundsdóttir, Fríða Brá Pálsdóttir og Edda Sól Ólafsdóttir.
Brottför kl. 18:00 frá Olís við Hellu
Þessi ferð er fyrir óbreytta eða lítið breytta jeppa. Farið er inn á Fjallabak um Keldur og inn fyrir Hafrafell meðfram Eystri Rangá upp í Dalakofa þar sem gist verður í skála Útivistar. Á laugardeginum er ferðinni heitið um Syðra Fjallabak, eftir stutt stopp við nafnlausa fossinn í Markarfljótinu. Komið verður við hjá Álftavatni og í Hvanngili og kíkt á gljúfrin þar sem Kaldaklofskvísl fellur í Markárfljótið á leið okkar í Strút, þar sem gist verður í skála Útivistar. Á sunnudeginum verður ekið austur fyrir Mælifellshnjúk og farið yfir Brennivínskvísl, yfir Hólmsá og í Álftárvatnakrók.
Fararstjóri: Gylfi Jónu Arnbjarnarson.
Brottför frá Mjódd kl. 9:00
Þetta er skemmtileg ganga um nokkuð fjölbreytt landslag. Við munum sjá ótal hveri og laugar á leiðinni, af öllum mögulegum tegundum. Þessi ganga hentar flestum og er þægileg þó að hún sé nokkuð löng. Endilega takið með sundföt því við munum staldra við í Reykjadal og þvo af okkur rykið. Vegalengd um 17 km. Göngutími um 7 klst.
frá Mjódd kl. 17:00
Lagt af stað frá Mjódd á föstudegi kl. 17:00 og ekið um Þingvelli, Uxahrygg og að Kvígindisfelli. Gengið er með allt á bakinu í um 2 km og tjaldað. Daginn eftir verður gengið um 16 km vestur fyrir fellið og að Hvalvatni. Gengið austur með vatninu og tjaldað næstu nótt við sunnanvert Hvalvatn með stórbrotið útsýni til Hvalfells og Botnsúlna. Á sunnudeginum er gengið um 15 km um Hvalskarð niður á gönguleiðina yfir Leggjarbrjót og henni fylgt að Svartagili í Þingvallasveit.
Fararstjóri - Hrönn Baldursdóttir
Fjaran er heillandi heimur. Í þessari ferð skoðum við bæði plöntur og dýr sem búa í fjörunni í fylgd með fróðum fararstjórum. Í lok ferðar verður týndur kræklingur og eldaður yfir eldi (má hafa með sér ílát og taka með heim). Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna.
Hægt er að fara í allar raðferðirnar umhverfis Esju sem pakka með 20% afslætti.
Raðganga umhverfis Esju 1. áfangi: Hrafnhólar, Svínaskarð og Kjósarétt
Ferðalýsing kemur síðar
Brottför kl. 09:00 frá Hrauneyjum
FULLBÓKAÐ sendið tölvupóst á utivist@utivist.is ef þið viljið fara á biðlista.
Hér er á ferðinni ein af skemmtilegri og fáfarnari jeppaleiðum landsins sem liggur um afar hrjóstrugt og stórbrotið landslag undir vestanverðum Vatnajökli, frá Svarthöfða við suðurenda Vonarskarðs til Jökulheima. Við tökumst á við brattar brekkur, óbrúaðar jökulár og þræðum þrönga og á stundum nær ósýnilega slóða með viðkomu í Hamarskrika þar sem stórbrotið útsýni bíður okkar ef veður og skyggni leyfir.
Á sunnudeginum bíður okkar svo ekki síður skemmtilegt ferðalag frá Jökulheimum yfir Tungnaá á Gnapavaði ef fært er, yfir á Breiðbak eða um Langasjó niður að Sveinstindi þar sem við höfum um nokkra valmöguleika að ræða; Skælinga um Blautuver, Faxasund eða Faxafit meðfram Tungnaá sem er einnig afar fáfarin og stórbrotin leið.
Farastjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson
Raðganga umhverfis Esju 2. áfangi: Kjósarétt, Eilífsdalur
Raðganga umhverfis Esju 3. áfangi: Eilífsdalur, Grundarhverfi
Raðganga umhverfis Esju 4. áfangi: Grundarhverfi, Hrafnhólar
Kortið sýnir gönguleiðir í Þórsmörk og á Goðalandi.
Á bakhlið eru einföld kort af gönguleiðunum um Laugaveg og Fimmvörðuháls.
Kortið er endurnýjuð útgáfa frá 2007 og 2012 og er gefið út af Útivist og Fí.
Kortagerð annaðist Loftmyndir ehf.Hönnun annaðist Björg Vilhjálmsdóttir: bjorgvilhjalms.is
Póstlagning kortsins er innifalin í verði.
Broyttför frá Mjódd kl. 9:00
Akrafjall var eitt sinn eyja. Fjallið er dálítið sérstakt fyrir þær sakir að það er næstum klofið í tvennt. Dalurinn sem skerst inn í fjallið kallast Berjadalur og tveir hæstu tindar þess Geirmundartindur og Háihnúkur. Gengið verður á báða tindana. Vegalengd 14 km hækkun 500 m Göngutími 6 klst.
Sameinast í bíla hjá Mjódd kl. 9:00 og ekið á upphafsstað göngunnar.
Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gengið er frá litlu bílastæði sem er staðsett hægra megin við Bláfjallaveg rétt fyrir neðan Eldborg. Vel merktur stígur er upp á Eldborgina og er gengið að hluta til ofan á henni. Þegar niður er komið er gengið á milli Eldborgar og Drottningar. Gengið er vestan megin upp á Drottningu og sömu leið til baka. Þegar komið er niður er þokkalega stikaður stígur í átt að Stóra-Kóngsfelli. Gangan á það hefst að norðanverðu en komið er upp á topp að sunnanverðu. Sama leið er gengin til baka. Vegalengd um 8 km. Göngutími 4-5 klst.
Brottför: kl. 09:00 frá Hrauneyjum
Ferðin hefst í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Farið inn í Landmannalaugar, þaðan um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssandi og í Strútsskála. Tekið tékk á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru hagstæðar. Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellsand og niður í Fljótshlíð eða um Mýrdalsjökul ef færi er gott.
Farastjóri: Þorsteinn Pálsson
Gangan hefst hjá litlu kaffistofunni á Sandskeiði og farið verður um Vatnaöldur að Lyklafelli. Þaðan liggur leið okkar sunnan megin við Seltjörn og stefnan tekin á Hafravatn þar sem gangan endar. Vegalengd 14-15 km.
frá Mjódd kl. 18:00
Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.
Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.
Fararstjórar eru Guðrún Hreins og Marrit
Reynivallaháls - Fossá í Hvalfirði
Brottför frá Mjódd kl 9:00
Lagt af stað frá Mjódd kl. 9 og ekið að Gjábakka á Þingvöllum. Gengið er eftir gamalli þjóðleið frá Gjábakka yfir Þingvallaveg og yfir stórbrotna Hrafnagjá að Vellankötlu í Þingvallavatni. Frá vatninu er gengið að Skógarkoti eftir góðum stíg og þaðan eftir Skógarkotsstíg að Stekkjargjá og Öxarárfossi. Endað er á því að fara eftir Langastíg upp á brún Almannagjár þar sem rútan bíður. Göngulengd 16 – 17 km
Hægt er að fá allar Strandgöngurnar í einum pakka með 20% afslætti
Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá
Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 2
Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 3
Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 4
kl. 09:00 frá Mjódd
Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.
Fararstjóri er Guðrún Hreins
Skráðu þig og fáðu vikuleg fréttabréf um það sem er á döfinni hjá félaginu.
Skráning á póstlista
Ferðaáætlun Útivistar 2024 er komin út. Kynningarblað fyrir áætlunina hefur verið send félagsmönnum í pósti og er í dreifingu í ýmsa vel valda staði. Ferðir í áætluninni er hægt að skoða með lýsingum hér á vefnum. Hér er hægt að skoða blaðið okkar á PDF formi og hér er hægt að fletta blaðinu rafrænt.