Ferðir og dagskrá

Síun
  • Dags:

    lau. 10. jan. 2026 - sun. 11. jan. 2026

    Brottför:

    Brottför: kl. 10:00 frá Hvolsvelli.

    • Skáli

    Þrettándastuð í Þórsmörk. Jeppa- og gönguskíðaferð. 

    Hvað er betra en að enda jólin í Básum á Goðalandi og fagna með því nýbyrjuðu ferðaári? Þórarinn Eyfjörð er fararstjóri í þessari skemmtilegu ferð og víst er að gítarinn verður með í för (a.m.k. tveir). Brenna, flugeldar, áramótasöngvar og kvöldvaka.
    Fararstjóri: Þórarinn Eyfjörð

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    Athugið að gist verður í litla skála og takmarkað pláss, best að panta sem fyrst

    • Verð:

      29.000 kr.
    • Félagsverð:

      18.000 kr.
    • Nr.

      2601J01
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    fös. 16. jan. 2026 - sun. 18. jan. 2026

    Tími:

    Brottför: kl. 17:00 frá Olís við Rauðavatn.

    • Skáli

    Eyfirðingaleið norðan jökla

    Fyrir jeppaáhugamenn er leiðin frá Kjalvegi yfir á Sprengisand einkar spennandi, með fjölmörgum áskorunum og leiðum. Farið verður inn að Hveravöllum á föstudagskvöldið og gist og laugað fyrir ævintýri helgarinnar. Á laugardeginum verður dagurinn tekinn snemma og farið inn á Eyfirðingaleiðina yfir Blöndu og svo sem leið liggur norðan Hofsjökuls yfir Ströngukvísl við Sátu og áfram austur yfir Vestari og Austari jökulföllin. Komið verður við í Ingólfsskála, farið hjá Illviðrahnjúkum og staldrað við í Miðjunni áður en komið verður í Laugafell þar sem gist verður í skála Ferðafélags Eyfirðinga. Á sunnudeginum verður farið suður með Hofsjökli að Þjórsárjökli og niður á Kvíslarveituveg og niður í Hrauneyjar.
    Fararstjóri: Gylfi Jónu Arnbjarnarson

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      49.000 kr.
    • Félagsverð:

      38.000 kr.
    • Nr.

      2601J02
    • Miðhálendi

    • ICS
  • Dags:

    lau. 24. jan. 2026 - mán. 25. maí 2026

    Tími:

    Þátttakendur ferðast á eigin bílum

    Everest hópur Útivistar fer af stað í janúar.  Dagskráin miðast við að undirbúa þátttakendur sem best fyrir göngu í Skaftafelli í maí 2026. Í þeirri ferð verður hægt að velja milli tveggja fjalla, þar sem önnur gangan krefst jöklabúnaðar enn hin ekki.  Alls verða 10 ferðir,  skiptist í 3 kvöldferðir, 6 dagsferðir og 1 helgarferð.

    Heildar hæðarhækkun í göngunum er um 8.000 metrar og hefur þannig tengingu við hæð Everest fjallsins.

    Byrjað verður á auðveldum göngum  og síðan verður erfiðleikastigið aukið jafnt og þétt. Erfiðleikastigið er miðlungs erfiðar göngur og yfir í erfiða göngu í lokinn, ef lengri gangan er valin. Í fjórum göngum verður farin þjóðleið og  ein gangan tengist sögusviði Njálu.

    Markmið hópsins er að bjóða áhugaverðar göngur og einnig að auka jafnt og þétt hæfni þátttakanda að takast á við krefjandi göngur. Þátttakendur fara á eigin bílum á upphafsstað ferða.


    Fararstjórar:  Ingvar Júlíus Baldursson og Ólafur Sigurjónsson
    • Verð:

      69.000 kr.
    • Félagsverð:

      56.000 kr.
    • Nr.

      2601E01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 24. jan. 2026 - sun. 14. jún. 2026

    Fjallabrall Útivistar – með helgarferð í Bása

    Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

    Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.*

    Á vorönninni mun hópurinn ganga níu sinnum saman en farnar verða fjórar kvöldferðir og fimm dagsferðir. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í ferðir (nema í Síldarmannagötur þar sem farið verður í rútu). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 og í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl.8 eða kl. 9, í báðum tilvikum er boðið að sameinast í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

    Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er lagt upp úr því að njóta útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmsa hluti tengda göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

    Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.

    • Verð:

      90.000 kr.
    • Félagsverð:

      76.000 kr.
    • Nr.

      2601B01H
    • ICS
  • Dags:

    lau. 24. jan. 2026 - lau. 30. maí 2026

    Fjallabrall Útivistar – án helgarferðar

    Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

    Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.*

    Á vorönninni mun hópurinn ganga níu sinnum saman en farnar verða fjórar kvöldferðir og fimm dagsferðir. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í ferðir (nema í Síldarmannagötur þar sem farið verður í rútu). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 og í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl.8 eða kl. 9, í báðum tilvikum er boðið að sameinast í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

    Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er lagt upp úr því að njóta útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmsa hluti tengda göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

    Innifalið í skráningu er fararstjórn í allar ferðir og rúta í dagsferð á Síldarmannagötur.

    Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.

    • Verð:

      60.000 kr.
    • Félagsverð:

      47.000 kr.
    • Nr.

      2601B01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 31. jan. 2026

    Brottför:

    Eigin bílar. Hist við Árbæjarlaug kl 9:00

    Raðganga um Kóngsveg - 1. áfangi

    Fyrsta ferðin í Raðgöngunni um Kóngsveg hefst við Alþingishúsið. Við göngum meðfram Lækjargötu við Menntaskólann í Reykjavík, þar sem ferð konungs hófst árið 1907. Gengið verður í slóð leiðangursins upp Hverfisgötu og inn Suðurlandsbraut og farið yfir gömlu brýrnar yfir Elliðaár. Þaðan verður gengið upp Elliðaárdalinn og að Árbæjarlaug.
    Vegalengd 12 km. Hækkun 200.
    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu í Árbæjarlaug kl 9:00 þaðan sem sameinast verður í bíla að upphafsstað.

    Um raðgönguna um Kóngsveg 2026:

    Árið 2026 verða 119 ár liðin frá ferð Friðriks áttunda konungs Danmerkur og Íslands frá Reykjavík til Þingvalla, Geysis og Gullfoss. Að því tilefni stendur Útivist fyrir raðgöngu þessa leið og verður hún farin í átta áföngum frá janúar og fram í september.

    Fyrirkomulag ferðanna verður þannig að þátttakendur fara á eigin bílum og hittast við lokastað hverrar göngu. Sameinast er í bíla að upphafsstað þar sem gangan hefst.

     

    Fararstjórar verða Hanna Guðmundsdóttir, Fríða Brá Pálsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir ásamt fleirum.

    • Verð:

      9.000 kr.
    • Félagsverð:

      5.900 kr.
    • Nr.

      2601D01
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 31. jan. 2026 - lau. 12. sep. 2026

    Raðganga um Kóngsveg 2026 - allar göngurnar

    Árið 2026 verða 119 ár liðin frá ferð Friðriks áttunda konungs Danmerkur og Íslands frá Reykjavík til Þingvalla, Geysis og Gullfoss. Að því tilefni stendur Útivist fyrir raðgöngu þessa leið og verður hún farin í átta áföngum frá janúar og fram í september.
    Fyrirkomulag ferðanna verður þannig að þátttakendur fara á eigin bílum og hittast við lokastað hverrar göngu. Sameinast er í bíla að upphafsstað þar sem gangan hefst.
    Fararstjórar verða Hanna Guðmundsdóttir, Fríða Brá Pálsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir ásamt fleirum.

    Félögum í Útivist býðst að taka allar Kóngsvegsgöngurnar átta í einum pakka með 30% afslætti af félagsverði. Hver ferð er á 5900kr og því fullt félagsverð fyrir allar göngurnar 47.200 en félagar fá pakkann á kr. 33.040. Þá munu þeir sem kaupa allar göngurnar fá aðgang að lokuðum Facebook hóp með fararstjórum ferðanna þar sem deilt verður upplýsingum um ferðirnar og fleira. Við hvetjum því félaga sem ætla að ganga með að kaupa allar ferðirnar.
    • Verð:

      0 kr
    • Félagsverð:

      33.040 kr.
    • Nr.

      2601D02
    • ICS
  • Dags:

    mið. 11. feb. 2026 - sun. 7. jún. 2026

    Hefur þig alltaf langað að prófa bakpokaferðir, en veist ekki hvar á að byrja? Eða er einfaldlega bara of langt síðan síðast og þú vilt rifja þetta upp.

    Námskeiðið „Með allt á bakinu – byrjendanámskeið í bakpokaferðum“ er þá fyrir þig!

    Hvort sem þú ert að byrja í því að ganga með allan búnað á bakinu eða hefur ekki gert það í langan tíma og vilt rifja það upp, þá færðu á þessu námskeiði þá þekkingu og reynslu sem þarf til að takast á við lengri ferðir á eigin vegum.

    Námskeiðið fer yfir grunnatriði bakpokaferðalaga með skemmtilegum fyrirlestrum, umræðum og skoðun á búnaði, og prufun á búnaði. Þar sem þú lærir allt frá því að velja réttan bakpoka og pakka snjallt, til að tjalda, elda úti og velja leiðir í náttúrunni. Þú færð tækifæri til að prófa búnaðinn þinn í öruggu og skipulögðu umhverfi í dagsferðum og ferðum yfir nótt og undirbúa þig fyrir lengri ferðir, allt undir leiðsögn reynslubolta

    Fararstjórar eru Hrönn Baldursdóttir og Íris Hrund Halldórsdóttir

    Kennt er tvisvar í mánuði, annaðhvort á skrifstofu Útivistar Katrínartúni 4 eða farið í ferðir.

    • Verð:

      92.000 kr.
    • Félagsverð:

      72.000 kr.
    • Nr.

      2602N01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 21. feb. 2026

    Brottför:

    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu í Djúpadal kl 9:00

    Raðganga um Kóngsveg - 2. áfangi

    Næsti leggur Kóngsvegar raðgöngunnar hefst við Árbæjarlaug en þaðan liggur leið að og meðfram Rauðavatni. Við göngum svo um Geitháls en þar var áningarstaður um margra áratuga skeið. Þaðan göngum við að Djúpadal þar sem konungsfylgdin á að hafa snætt hádegisverð fyrsta dag ferðarinnar.
    Vegalengd 12 km. Hækkun 150.
    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu í Djúpadal kl 9:00 þaðan sem sameinast verður í bíla að upphafsstað. Staðsetning: https://maps.app.goo.gl/zHP97nFfXDMaqwjJA 

    Um raðgönguna um Kóngsveg 2026:
    Árið 2026 verða 119 ár liðin frá ferð Friðriks áttunda konungs Danmerkur og Íslands frá Reykjavík til Þingvalla, Geysis og Gullfoss. Að því tilefni stendur Útivist fyrir raðgöngu þessa leið og verður hún farin í átta áföngum frá janúar og fram í september.
    Fyrirkomulag ferðanna verður þannig að þátttakendur fara á eigin bílum og hittast við lokastað hverrar göngu. Sameinast er í bíla að upphafsstað þar sem gangan hefst.
    Fararstjórar verða Hanna Guðmundsdóttir, Fríða Brá Pálsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir ásamt fleirum.

    • Verð:

      9.000 kr.
    • Félagsverð:

      5.900 kr.
    • Nr.

      2602D01
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 7. mar. 2026 - sun. 8. mar. 2026

    Brottför:

    Brottför:  kl. 08:00 frá Olís við Rauðavatn

    • Skáli

    Fjallabak syðra

    Ekið inn á Fjallabaksleið hjá Gunnarsholti, komið við í Hungurfitjum ef aðstæður eru góðar, þaðan farið í Dalakofann þar sem gist verður um nóttina. Á sunnudeginum verður farin hin stórskemmtilega leið inn í Álftavatn, Hvanngil, inn á Emstruleið og niður í Fljótshlíð.
    Fararstjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      33.000 kr.
    • Félagsverð:

      22.000 kr.
    • Nr.

      2603J01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 14. mar. 2026

    Brottför:

    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu við Gíslhól kl 9:00

    Raðganga um Kóngsveg - 3. áfangi

    Þriðji leggur raðgöngunnar um Kóngsstíg er frá Djúpadal og liggur leiðin með brún Seljadals upp á Mosfellsheiði á milli Grímansfells og Borgarhóla. Á Háamel er heiðin hæst og þar opnast útsýni til austurs. Nokkru austar er sæluhús sem Ferðafélag Íslands endurgerði nýlega og við munum skoða. Frá sæluhúsinu liggur leiðin fram hjá Vilborgarkeldu og að Gíslhól. Víða á þessari leið má sjá hleðslur frá árdögum vegagerðar á Íslandi og listilega hlaðin ræsi.
    Vegalengd 20 km. Hækkun 150 m.
    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu við Gíslhól kl 9:00 þaðan sem sameinast verður í bíla að upphafsstað. Staðsetning: https://maps.app.goo.gl/xF5bsmV42dEv74499

    Um raðgönguna um Kóngsveg 2026:
    Árið 2026 verða 119 ár liðin frá ferð Friðriks áttunda konungs Danmerkur og Íslands frá Reykjavík til Þingvalla, Geysis og Gullfoss. Að því tilefni stendur Útivist fyrir raðgöngu þessa leið og verður hún farin í átta áföngum frá janúar og fram í september.
    Fyrirkomulag ferðanna verður þannig að þátttakendur fara á eigin bílum og hittast við lokastað hverrar göngu. Sameinast er í bíla að upphafsstað þar sem gangan hefst.
    Fararstjórar verða Hanna Guðmundsdóttir, Fríða Brá Pálsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir ásamt fleirum.

    • Verð:

      9.000 kr.
    • Félagsverð:

      5.900 kr.
    • Nr.

      2603D02
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 21. mar. 2026

    Brottför:

    Farið með rútu kl 9. frá Mjódd.

    Afmælisganga á Keili

    Fyrsta gönguferð Útivistar eftir stofnun félagsins var á Keili. Á hverju ári síðan þá hefur verið farin afmælisferð á fjallið. Farið er frá Höskuldarvöllum yfir hraunið að fjallinu. Og nú þegar haldið er upp á 50 ára afmæli Útivistar höldum við að sjálfsögðu í hefðina og bjóðum upp á köku og kakó fyrir þátttakendur. Við verðum með varaplan ef aðstæður á Reykjanesi eða veður krefjast þess og förum þá á annað fjall eða á sunnudegi. Farið með rútu kl 9. frá Mjódd.
    Vegalengd 8 km. Hækkun 200 m. Göngutími 4 klst.

    • Verð:

      12.400 kr.
    • Félagsverð:

      9.400 kr.
    • Nr.

      2603D01
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 28. mar. 2026 - sun. 29. mar. 2026

    Brottför:

    Brottför:  kl. 08:00 frá Olís við Rauðavatn.

    • Skáli

    Eyjafjallajökull - Fimmvörðuháls - Mýrdalsjökull - jeppaferð

    Farið upp á Eyjafjallajökul og Toppgígurinn skoðaður sem og útsýni yfir Þórsmörk og gist í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi þar sem verður grill og gaman. Á sunnudeginum verður farið yfir á Mýrdalsjökul og hann þveraður yfir á Mýrdalssand þaðan sem ekið verður til byggða niður í Fljótshlíð.
    Fararstjóri: Þorsteinn Pálsson

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      33.000 kr.
    • Félagsverð:

      22.000 kr.
    • Nr.

      2603J02
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    fös. 3. apr. 2026 - sun. 5. apr. 2026

    Brottför:

    Kl. 18.00 frá Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum.

    • Skáli

    Vestur Vatnajökull - Jeppaferð

    Vatnajökull heillar alltaf og ef vorið verður kalt og hagstætt þá er um að gera að nota tækifærið. Ekið frá Hrauneyjum í mildri vorbirtunni sem leið liggur í hinn frábæra skála Jöklarannsóknarfélagsins í Jökulheimum. Snemma á laugardagsmorgun tökum við glímuna við jökulinn og stímum að Grímsfjalli með viðkomu á Pálsfjalli. Gufubaðið og grillið tekið af fullri alvöru. Eftir indælan nætursvefn í einum mest sjarmerandi skála á Íslandi, verður lagt af stað í morgunroðanum áleiðis heim. Hamarinn og fleiri áhugaverðir staðir teknir á leiðinni, allt eftir því hvað veður leyfir.
    Fararstjóri: Gylfi Jónu Arnbjarnarson

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      46.000 kr.
    • Félagsverð:

      35.000 kr.
    • Nr.

      2604J01
    • Miðhálendi

    • ICS
  • Dags:

    fös. 10. apr. 2026 - sun. 12. apr. 2026

    Brottför:

    Hist kl 18:00 við Fljótsdal, innsta bæ í Fljótshlíð

    • Skáli

    Tindfjöll eru undraland vetrarins. Þar eru einstakar aðstæðir til skíðaiðkunar, hvort sem er gönguskíði eða fjallaskíði. Í þessari ferð notum við gönguskíðin.
    Í þessari ferð er dvalið í skála Útivistar, Tindfjallaseli í tvær nætur og skíðað um fjöllin. Við látum aðstæður ráða för og munum setja inn nánari lýsingu þegar við sjáum hver snjóalög eru í fjöllunum.

    Þátttakendur koma sér sjálfir í Fljótsdal og gengið er upp í skálann með allt á bakinu.

    • Verð:

      38.000 kr.
    • Félagsverð:

      27.000 kr.
    • Nr.

      2604H01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 18. apr. 2026

    Brottför:

    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu við Tjarnir kl 9:00

    Raðganga um Kóngsveg - 4. áfangi

    Fjórði leggur raðgöngunnar um Kóngsveg byrjar við Gíslhól en þaðan verður farin hefðbundin leið að Hakinu og um Kárastaðastíg niður í Almannagjá. Þessi leið niður í Almannagjá var ekki gerð fær fyrir hesta fyrr en eftir jarðsigið mikla 1789 þegar leiðin með vatnsbakkanum hvarf undir vatn. Með sprengingum var stígurinn breikkaður og gerður vagnfær um aldamótin 1900 þannig að greiðfært var niður í Gjána þegar konungsfylgdin var þar á ferð. Á Þingvöllum fáum við skemmtilega fræðslu um þessa merku heimsókn Friðriks konungs frá Sigurði Helga Pálmasyni, þingmanni og formanni Þingvallarnefndar.  Frá Þingvöllum verður farið um Skógarkotsveg hjá Skógarkoti og að Tjörnum. Á þessari leið er margt að skoða enda hefur hjarta þjóðarinnar slegið á Þingvöllum í nær 1100 ár.
    Vegalengd 15 km. Hækkun 200.
    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu við Tjarnir kl 9:00 þaðan sem sameinast verður í bíla að upphafsstað. Staðsetning: https://maps.app.goo.gl/QNizJRfaCmx8NpFa6

     Um raðgönguna um Kóngsveg 2026:
    Árið 2026 verða 119 ár liðin frá ferð Friðriks áttunda konungs Danmerkur og Íslands frá Reykjavík til Þingvalla, Geysis og Gullfoss. Að því tilefni stendur Útivist fyrir raðgöngu þessa leið og verður hún farin í átta áföngum frá janúar og fram í september.
    Fyrirkomulag ferðanna verður þannig að þátttakendur fara á eigin bílum og hittast við lokastað hverrar göngu. Sameinast er í bíla að upphafsstað þar sem gangan hefst.
    Fararstjórar verða Hanna Guðmundsdóttir, Fríða Brá Pálsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir ásamt fleirum.

    • Verð:

      9.000 kr.
    • Félagsverð:

      5.900 kr.
    • Nr.

      2604D01
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    fim. 23. apr. 2026 - sun. 26. apr. 2026

    Brottför:

    Kl. 08:30 frá  Smyrlabjörgum

    • Skáli

    Vorferð jeppadeildar á Vatnajökul - eystri hópur

    Í hinni stórskemmtilegu vorferð Útivistar verður boðið upp á tvo hópa, annar sem fer austurleiðina um Skálafellsjökul og hinn sem fer um Grímsfjall. Í Sigurðarskála gista hóparnir saman og halda grillveislu að hætti Útivistar á föstudagskvöldið.

    Eystri hópurinn leggur af stað að morgni fimmtudags frá Smyrlabjörgum en gisting nóttina áður er á ábyrgð hvers og eins. Ekið verður á Goðabungu og í Snæfellsskála, þar sem verður gist. Á föstudeginum verður dagurinn tekin snemma og ekið í Kverkfjöll þar sem farið verður í bað í Hveragili og Sigurðarskála þar sem hópurinn sameinast hinum hópnum. Á laugardeginum verður svo haldið áfram á Grímsfjall og freistað þess að fara í gufubað. Á sunnudeginum verður ekið til byggða um Jökulheima.
    Fararstjóri: Þórarinn Eyfjörð

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      60.000 kr.
    • Félagsverð:

      49.000 kr.
    • Nr.

      2604J02A
    • Miðhálendi

    • ICS
  • Dags:

    fim. 23. apr. 2026 - sun. 26. apr. 2026

    Brottför:

    kl. 08:30 frá Olís við Rauðavatn.

    • Skáli

    Vorferð jeppadeildar á Vatnajökul - vestari hópur

    Í hinni stórskemmtilegu vorferð Útivistar verður boðið upp á tvo hópa, annar sem fer austurleiðina um Skálafellsjökul og hinn sem fer um Grímsfjall. Í Sigurðarskála gista hóparnir saman og halda grillveislu að hætti Útivistar á föstudagskvöldið.

    Vestari hópurinn leggur af stað frá Olís við Rauðavatn á fimmtudagsmorgni og verður ekið á Grímsfjall þar sem gist verður. Á föstudeginum verður farið yfir Vatnajökul og stefnan tekin á Sigurðarskála í Kverkfjöllum þar sem gist verður í tvær nætur og hóparnir sameinast á föstudeginum. Á laugardeginum verður farið sem leið liggur í Hveragil í bað. Á sunnudeginum verður ekið til byggða annað hvort yfir Vatnajökul eða sem leið liggur vestur fyrir jökulinn.
    Fararstjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson.

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      60.000 kr.
    • Félagsverð:

      49.000 kr.
    • Nr.

      2604J02B
    • ICS
  • Dags:

    sun. 26. apr. 2026

    Brottför:

    Eigin bílar, hist við Bessastaði kl 11:00

    Bessastaðahringur - Kynslóðaganga

    Bessastaðahringurinn er falleg og róleg gönguleið sem liggur um sögufrægt svæði á Álftanesi. Hér sameinast náttúra, saga og samfélag í einni ferð sem er fullkomin til að tengja kynslóðir. Gönguleiðin liggur meðal annars framhjá Bessastöðum þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir Faxaflóa og læra um sögu Bessastaða þar sem forseti Íslands dvelur á meðan hann gegnir embættinu.

    Á leiðinni gengur hópurinn meðfram ströndinni, þar sem fuglalíf og sjávarlykt skapa einstaka stemningu. Börn geta leitað að skeljum og steinum, á meðan eldri kynslóðir rifja upp sögur. Á góðum degi má sjá Snæfellsjökul í fjarska og jafnvel seli í fjörunni.
    Vegalengd: Um 6 km, Tímalengd: Um 2 klst
    Ferðin er ókeypis og við hvetjum til að kynslóðirnar komi saman í ferðina.

    Nánar

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2604D02
    • ICS
  • Dags:

    mið. 29. apr. 2026 - lau. 30. maí 2026

    Tími:

    Þáttakendur koma é eigin bílum

    Bláfjallahreysti

    Bláfjallahreysti er lokaður gönguhópur fyrir vant göngufólk. Gengnar verða fjölbreyttar leiðir á Bláfjallsvæðinu svæðinu. Umhverfi Bláfjalla er einstaklega fallegt og fjölbreytt svæði og gaman að ganga þar um. Bláfjallahreysti er fimm vikna gönguprógram og verða göngurnar sex, fjórar kvöldferðir og tvær dagsferðir. Fyrsta ferðin verður kvöldferð 29 apríl og sú síðast í lok mái. Erfiðleikastig er 2 skór og munu alltaf tveir fararstjórar vera með hópnum. Þátttakendur fara á eigin bílum.

    Þetta er tilvalin leið til að komast af stað fyrir sumarið og koma sér í toppform!
    Fararstjórar eru Guðrún Svava Viðarsóttir og Margrét Harðardóttir

    29. apríl, miðvikudagur.   Kvöldferð: Sauðadalahnúkur 9km, 450 – 500m hækkun
    6. maí, miðvikudagur.      Kvöldferð: Bláfjallahorn, Kerlingahnjúkur og Heiðartoppur, 8,5km 350m hækkun
    9. maí, laugardagur.        Dagsferð: Lambafellshraun, Eldborgir og Lambafell, 19km, 400 – 500m hækkun 
    21. maí, fimmtudagur.     Kvöldferð: Geitafell, 8 – 9km, 350 – 400m hækkun
    28. maí, fimmtudagur.     Kvöldferð: Rauðuhnúkar, 5-6km 250-300m hækkun
    30. maí, laugardagur.       Dagsferð: Bláfjöll, Bláfjallahryggur og Ólafsskarðshnúkur, 15-16 km, 650 – 700m hækkun

    • Verð:

      43.000 kr.
    • Félagsverð:

      32.000 kr.
    • Nr.

      2604C01
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    sun. 10. maí 2026

    Brottför:

    Eigin bílar, Hist við Furulund í Heiðmörk kl 11

    Vaknandi gróður og líf í Heiðmörk - Kynslóðaganga

    Heiðmörk er eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og býður upp á fjölbreyttar merktar gönguleiðir í fallegu skóglendi. Kynslóðagangan í Heiðmörk snýst um að upplifa vakningu náttúrunnar – fylgjast með gróðri spretta fram, fuglalífi taka við sér og litum breytast með árstíðinni.

    Gönguleiðin liggur um mjúka skógarstíga þar sem börn geta leikið sér með lauf og steina, á meðan eldri kynslóðir njóta kyrrðarinnar og rifja upp minningar tengdar náttúru og útivist. Á leiðinni má sjá birkiskóga, furur og jafnvel litlar tjarnir sem endurspegla himininn.
    Vegalengd 3-5 km, Tímalengd: 1,5-2 klst.
    Ferðin er ókeypis og við hvetjum til að kynslóðirnar komi saman í ferðina.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2605D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 16. maí 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 7:00

    Eyjafjallajökull er með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís tignarlegur yfir Eyjafjöllum. Upp á jökulinn verður farin svokölluð Skerjaleið frá Þórsmerkurvegi. Í fyrstu er bratt upp á Litlu Heiði en síðan aflíðandi upp með Skerjunum að gígbarminum hjá Goðasteini í 1580 m hæð. Gengið verður yfir jökulinn og komið niður að Seljavallalaug. Vegalengd 18-20 km. Hækkun 1500 m. Göngutími 9 klst.

    Fararstjóri í þessari ferð verður mikill reynslubolti, sjálfur Hátindahöfðinginn, Þorvaldur Þórsson sem fyrstur fór á alla 100 hæstu tinda landsins.

    Nánari lýsing

    • Verð:

      44.900 kr.
    • Félagsverð:

      34.900 kr.
    • Nr.

      2605D02
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    fös. 22. maí 2026 - sun. 24. maí 2026

    Brottför:

    kl. 18.00 frá Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum

    • Skáli

    Sumarferð á Vatnajökull

    Vatnajökull heillar alltaf og ef vorið verður kalt og hagstætt þá er um að gera að nota tækifærið. Ekið frá Hrauneyjum í mildri vorbirtunni sem leið liggur í hinn frábæra skála Jöklarannsóknarfélagsins í Jökulheimum. Snemma á laugardagsmorgun tökum við glímuna við jökulinn og stímum að Grímsfjalli með viðkomu á Pálsfjalli. Gufubaðið og grillið tekið af fullri alvöru. Eftir indælan nætursvefn í einum mest sjarmerandi skála á Íslandi, verður lagt af stað í morgunroðanum áleiðis heim. Hamarinn og fleiri áhugaverðir staðir teknir á leiðinni, allt eftir því hvað veður leyfir.
    Fararstjóri: Gylfi Jónu Arnbjarnarson

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      49.000 kr.
    • Félagsverð:

      38.000 kr.
    • Nr.

      2605J01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 23. maí 2026

    Brottför:

    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu á Laugarvatni kl 9:00

    Raðganga um Kóngsveg - 5. áfangi

    Í fimmta áfanga raðgöngunnar um Kóngsveg klárum við gönguna um Skógarkotsveg og göngum að Gjábakkaveg en þar er komið inn á hinn eiginlega Kóngsveg aftur. Frá Gjábakka að Laugarvatni má sjá Kóngsveginn hér og hvar beggja vegna við núverandi bílveg en víða liggur hann á sama stað og Kóngsvegurinn gerði áður. Rétt við veginn í Reyðarbarmshrauni er Tintron um 20 metra djúpur hraunhellir við Stóra-Dímon en fleiri hella má einnig finna á leiðinni frá Gjábakka. Frá Reyðarbarmi liggur leiðin um Barmaskarð niður á Laugarvatnsvelli. Hann hefur lengst af verið skjól fyrir skepnur en um tíma var búið í honum. Reimleikar hrelldu oft bæði menn og skepnur í hellinum. Þaðan verður síðan gengið niður að Laugarvatni.
    Vegalengd 18 km. Hækkun 400 m.
    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu á Laugarvatni kl 9:00 þaðan sem sameinast verður í bíla að upphafsstað. Staðsetning: https://maps.app.goo.gl/CGxveJYkvExRhchV9

     Um raðgönguna um Kóngsveg 2026:

    Árið 2026 verða 119 ár liðin frá ferð Friðriks áttunda konungs Danmerkur og Íslands frá Reykjavík til Þingvalla, Geysis og Gullfoss. Að því tilefni stendur Útivist fyrir raðgöngu þessa leið og verður hún farin í átta áföngum frá janúar og fram í september.
    Fyrirkomulag ferðanna verður þannig að þátttakendur fara á eigin bílum og hittast við lokastað hverrar göngu. Sameinast er í bíla að upphafsstað þar sem gangan hefst.
    Fararstjórar verða Hanna Guðmundsdóttir, Fríða Brá Pálsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir ásamt fleirum.

    • Verð:

      9.000 kr.
    • Félagsverð:

      5.900 kr.
    • Nr.

      2605D03
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 30. maí 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 8:00

    Þessi gamla þjóðleið milli Hvalfjarðar og Skorradals hefst innarlega við norðanverðan Botnsvog.  Farið framhjá heiðarvötnum og fossum. Gamlar vörður sem varða leiðina hafa verið endurreistar. Mjög fallegt útsýni er yfir Skorradal af brúninni ofan Vatnshorns þar sem farið verður niður. Vegalengd 15 km. Hækkun 400 m. Göngutími 6 klst.
    Farið er á rútu frá Mjóddinni að upphafsstað göngu.  Rútan sækir okkur svo í Skorradalnum.

    Þessi ferð er farin með Fjallabrallshópi Útivistar sem sér um fararstjórn.

    • Verð:

      29.900 kr.
    • Félagsverð:

      19.900 kr.
    • Nr.

      2605D04
    • ICS
  • Dags:

    fös. 5. jún. 2026 - sun. 7. jún. 2026

    Brottför:

    Frá Lýsuhóli kl 9:00

    Farið er á eigin bílum að Lýsuhóli og sér hver um gistingu fyrir sig. 

    Á laugardeginum hefst gangan klukkan 09:00 frá Lýsuhóli og yfir Lýsuskarð og niður til Grundarfjarðar. Gengnir eru um 12–14 kílómetrar, hækkunin er um það bil 600 metrar, og tekur gangan yfirleitt 6–8 klukkustundir.

    Ferðin hefst á Lýsuhóli, þar sem við leggjum af stað í grónu og skjólgóðu umhverfi neðan fjallanna. Þaðan liggur leiðin smám saman upp í Lýsuskarð, eftir dalbotnum og hlíðum þar sem má sjá fjölbreytt gróðurfar, læki og jarðmyndanir sem bera vitni um eldvirkni. Gangan upp í skarðið er bæði tignarleg og merkileg, þar sem leiðin fylgir gömlum slóðum milli sveita og fjarða á Snæfellsnesi.

    Á leiðinni opnast svo vítt útsýni yfir Snæfellsfjallgarðinn og nærliggjandi sveitir áður en haldið er niður í átt að Grundarfirði. Gangan lýkur við hinn tilkomumikla Grundarfoss, sem fellur hátt niður klettavegg ofan Grundarfjarðar.

    Frá Grundarfirði keyrir rúta hópinn til baka að Lýsuhóli.

    Ef áhugi er fyrir hendi er möguleiki á styttri göngu daginn eftir, um Búðarhraun og að Búðakletti, en hún tekur um 2 klukkustundir

    • Verð:

      33.000 kr.
    • Félagsverð:

      22.000 kr.
    • Nr.

      2606H01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 6. jún. 2026

    Brottför:

    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu á Miðhúsum kl 9:00

    Raðganga um Kóngsveg - 6. áfangi

    Áfram liggur Kóngsvegurinn frá Laugarvatni austur að Miðdal. Árið 1901 var byggð brú á Brúará á sama stað og áður var steinbogi yfir ána. Frá Efstadal liggur leiðin ofan byggðar að Miðhúsum. Þessi gamla alfaraleið er greinileg og mjög skemmtileg enda farið um slóðir sem fáir fara um í seinni tíð.
    Vegalengd 16 km. Hækkun óveruleg.
    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu á Miðhúsum kl 9:00 þaðan sem sameinast verður í bíla að upphafsstað.

    Um raðgönguna um Kóngsveg 2026:
    Árið 2026 verða 119 ár liðin frá ferð Friðriks áttunda konungs Danmerkur og Íslands frá Reykjavík til Þingvalla, Geysis og Gullfoss. Að því tilefni stendur Útivist fyrir raðgöngu þessa leið og verður hún farin í átta áföngum frá janúar og fram í september.
    Fyrirkomulag ferðanna verður þannig að þátttakendur fara á eigin bílum og hittast við lokastað hverrar göngu. Sameinast er í bíla að upphafsstað þar sem gangan hefst.
    Fararstjórar verða Hanna Guðmundsdóttir, Fríða Brá Pálsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir ásamt fleirum.

    • Verð:

      9.000 kr.
    • Félagsverð:

      5.900 kr.
    • Nr.

      2606D01
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    þri. 16. jún. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl. 19

    Árleg næturganga Útivistar yfir Leggjabrjót um sumarnótt. Það er fátt betra en að vera á ferðinni á björtum sumarkvöldum. Þetta er greiðfær leið þó nafnið gefi annað til kynna. Frá Svartagili liggur leiðin um Öxarárdal að Myrkavatni og upptökum Öxarár. Síðan verður gengið um Leggjabrjót, með Sandvatni og um Hrísháls niður í Botnsdal. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugönguna yfir Fimmvörðuháls. Vegalengd 16-18 km. Hækkun 500 m. Göngutími 6-7 klst.

    Þessi ferð er vinaferð:  Félagar í Útivist geta tekið með sér vin að kostnaðarlausu. Setjið nafn og kennitölu aukaferðalanga í ahugasemd og hafið samband við skrifstofu til  að staðfesta.

    • Verð:

      18.900 kr.
    • Félagsverð:

      13.900 kr.
    • Nr.

      2606D02
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 20. jún. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl. 18:00

    Af tindum Snæfellsjökuls er ógleymanlegt að upplifa sumarsólstöður þegar sólargangur er lengstur hér á norðurhveli jarðar. Gengið verður frá Jökulhálsi og hefst gangan kl. 21. Markmiðið er að vera á toppi jökulsins, milli þúfna um kl. 00:30, og sjá sólina setjast en rísa jafnharðan aftur. Göngutími 3-4 klst. Hækkun 1000 m.

    Brottför frá Mjódd kl. 18

    Athugið að við höfum sunnudaginn 21. júní til vara ef veður verður mjög slæmt þann 20 júní.

    Nánari lýsing

    • Verð:

      39.900 kr.
    • Félagsverð:

      29.900 kr.
    • Nr.

      2606D03
    • ICS
  • Dags:

    fös. 26. jún. 2026 - sun. 28. jún. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 17:00 eða Nauthúsagili kl 20:00

    • Tjald

    Jónsmessan er tíminn til að hefja útivistarsumarið, koma saman, fara í skemmtilagar göngur og gista á fallegum stað. Fyrir okkur í Útivist er enginn staður sem hentar betur en svæðið okkar fallega í Básum á Goðalandi. Þar hefur Útivist efnt til gönguferða og fagnaðar um Jónsmessu árum saman og það er engin breyting á því nú.

    Á föstudagskvöldi komum við okkur inn í Bása. Þau sem ekki hafa tök á að keyra alla leið geta tekið rútu sem verður til taks við Nauthúsaá um kl 20:00. Einnig er möguleiki að fá far með rútu alla leið frá Reykjavík og er brottför þá kl 17:00

    Gist er í eigin tjöldum tvær nætur.

    Á laugardeginum boðið upp á dagsgöngur í Básum við allra hæfi, bæði stutta og fjölskylduvæna, sem og  lengri ferð.

    Á laugardagskvöldinu tekur svo margrómuð Útivistargleðin völdin þegar allir hittast, slegið er upp afmælisgrillveislu og varðeldi. 

    Innifalið er rúta, tjaldgisting, fararstjórn og grillveislan. 

    • Verð:

      45.000 kr.
    • Félagsverð:

      34.000 kr.
    • Nr.

      2606H02A
    • ICS
  • Dags:

    fös. 26. jún. 2026 - sun. 28. jún. 2026

    Brottför:

    Eigin bílar

    • Skáli

    Jónsmessan er tíminn til að hefja útivistarsumarið, koma saman, fara í skemmtilagar göngur og gista á fallegum stað. Fyrir okkur í Útivist er enginn staður sem hentar betur en svæðið okkar fallega í Básum á Goðalandi. Þar hefur Útivist efnt til gönguferða og fagnaðar um Jónsmessu árum saman og það er engin breyting á því nú.

    Á föstudagskvöldi koma þátttakendur sér á eigin bílum í Bása.

    Gist er í skála í tvær nætur.

    Á laugardeginum boðið upp á dagsgöngur í Básum við allra hæfi, bæði stutta og fjölskylduvæna, sem og  lengri ferð.

    Á laugardagskvöldinu tekur svo margrómuð Útivistargleðin völdin þegar allir hittast, slegið er upp afmælisgrillveislu og varðeldi. 

    Innifalið er rúta, skálagisting, fararstjórn og grillveislan. 

    • Verð:

      37.000 kr.
    • Félagsverð:

      26.000 kr.
    • Nr.

      2606H02D
    • ICS
  • Dags:

    fös. 26. jún. 2026 - sun. 28. jún. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 17:00 eða Nauthúsagili kl 20:00

    • Skáli

    Jónsmessan er tíminn til að hefja útivistarsumarið, koma saman, fara í skemmtilagar göngur og gista á fallegum stað. Fyrir okkur í Útivist er enginn staður sem hentar betur en svæðið okkar fallega í Básum á Goðalandi. Þar hefur Útivist efnt til gönguferða og fagnaðar um Jónsmessu árum saman og það er engin breyting á því nú.

    Á föstudagskvöldi komum við okkur inn í Bása. Þau sem ekki hafa tök á að keyra alla leið geta tekið rútu sem verður til taks við Nauthúsaá um kl 20:00. Einnig er möguleiki að fá far með rútu alla leið frá Reykjavík og er brottför þá kl 17:00

    Gist er í skála í tvær nætur.

    Á laugardeginum boðið upp á dagsgöngur í Básum við allra hæfi, bæði stutta og fjölskylduvæna, sem og  lengri ferð.

    Á laugardagskvöldinu tekur svo margrómuð Útivistargleðin völdin þegar allir hittast, slegið er upp afmælisgrillveislu og varðeldi. 

    Innifalið er rúta, skálagisting, fararstjórn og grillveislan. 

    • Verð:

      60.000 kr.
    • Félagsverð:

      49.000 kr.
    • Nr.

      2606H02B
    • ICS
  • Dags:

    fös. 26. jún. 2026 - sun. 28. jún. 2026

    Brottför:

    Eigin bíll

    • Tjald

    Jónsmessan er tíminn til að hefja útivistarsumarið, koma saman, fara í skemmtilagar göngur og gista á fallegum stað. Fyrir okkur í Útivist er enginn staður sem hentar betur en svæðið okkar fallega í Básum á Goðalandi. Þar hefur Útivist efnt til gönguferða og fagnaðar um Jónsmessu árum saman og það er engin breyting á því nú.

    Á föstudagskvöldi koma þátttakendur sér á eigin bílum í Bása.

    Gist er í eigin tjöldum tvær nætur.

    Á laugardeginum boðið upp á dagsgöngur í Básum við allra hæfi, bæði stutta og fjölskylduvæna, sem og  lengri ferð.

    Á laugardagskvöldinu tekur svo margrómuð Útivistargleðin völdin þegar allir hittast, slegið er upp afmælisgrillveislu og varðeldi. 

    Innifalið er tjaldgisting, fararstjórn og grillveislan. 

    • Verð:

      25.000 kr.
    • Félagsverð:

      14.000 kr.
    • Nr.

      2606H02C
    • ICS
  • Dags:

    lau. 27. jún. 2026 - sun. 28. jún. 2026

    Brottför:

    Kl. 8.00 frá Mjódd

    Einnar nætur gönguferð í hjarta Fjallabaks, með rútu

    Hellismannaleiðin er sannkölluð perla hálendisins – leið sem færir saman stórbrotna náttúru, fjölbreytt landslag og kyrrð sem erfitt er að finna annars staðar. Á þessum hluta leiðarinnar göngum við frá Leirubakka í Landsveit, þar sem Hekla gnæfir yfir sveitina, upp í hin víðáttumiklu og fallegu svæði Fjallabaks. Á leiðinni tökum við okkur næturhvíld á Rjúpnavöllum áður en við stefnum áfram í skjólgott Áfangagil, þar sem ferðin lýkur.

    Þessi útgáfa Hellismannaleiðarinnar er jafn krefjandi og hún er gefandi. Hún hentar vel þeim sem vilja upplifa íslenskt hálendi í sínum hreinasta búningi, finna kyrrðina í víðáttunni og ganga í gegnum landslag sem breytist í hverju skrefi – frá sléttum hraunbreiðum og gróðursælum dölum til ólgandi áa og stórbrotinna fjallasýn. Ferðin hefst í Mjódd þar sem rúta bíður þátttakenda.

    Innifalið: Rúta, gisting í eina nótt, rúta/trúss og fararstjórn

    • Verð:

      65.000 kr.
    • Félagsverð:

      54.000 kr.
    • Nr.

      2606H03
    • ICS
  • Dags:

    fim. 2. júl. 2026 - sun. 5. júl. 2026

    Brottför:

    Frá Norðurfirði

    • Skáli

    Þriggja nátta ævintýra og bækistöðvarferð í Reykjarfjörð á Ströndum.

    Siglt er frá Norðurfirði á Ströndum. Siglingin tekur um 1,5 – 2 klst og svo komum við  okkur fyrir í „Gamla húsinu“ í Reykjarfirði  Þar er svefnpokagisting, 6 herbergi með 22 rúmum, sameiginlegu eldhúsi og klósetti.
    Við munum nýta dagana vel og fara í styttri og lengri gönguferðir en einnig er hægt að taka það rólaga við sundlaugarbakkann.

    • Verð:

      93.000 kr.
    • Félagsverð:

      79.000 kr.
    • Nr.

      2607L01
    • Vestfirðir

    • ICS
  • Dags:

    fim. 2. júl. 2026 - þri. 7. júl. 2026

    Tími:

    Frá Norðurfirði

    • Skáli / tjald

    Blanda af bækistöðvaferð í Reykjarfjörð og göngu um hina ótrúlegu náttúru milli Reykjarfjarða og Ingólfsfjarða á Ströndum

    Fyrri hluti ferðarinnar er sameiginlegur bækistöðvaferðinni  í Reykjarfjörð en eftir tveggja nátta gistingu í skála í Reykjarfirði er haldið á vit ævintýranna og gengið af stað suður til Ingólfsfjarðar. Þá er allt borið á bakinu og gist í eigin tjöldum í þrjár nætur og áð  í Bjarnarfirði, Drangavík og í Ófeigsfirði.

    Innifalið: Sigling til Reykjafjarðar, skálagisting í tvær nætur, grillveisla eitt kvöldið og öll fararstjórn.  Þátttakendur koma sér sjálfir á Norðurfjörð.

    • Verð:

      93.000 kr.
    • Félagsverð:

      79.000 kr.
    • Nr.

      2607L02
    • Vestfirðir

    • ICS
  • Dags:

    fös. 3. júl. 2026 - sun. 5. júl. 2026

    Brottför:

    Kl. 9.00 frá Mjódd

    • Skáli

    Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar. Laugardag verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið.

     Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

     Brottför:          3. júlí kl. 9:00 frá Mjódd/bíómegin 
    Heimkoma:     5. júlí á milli kl. 17:00 og 18:00
    Innifalið:         Akstur, leiðsögn, tvær skálagistingar, heit sturta og sameiginleg kvöldmáltíð í Básum

    Fararstjóri: Helga Harðardóttir

    Almennar upplýsingar um Fimmvörðuhálsferðir Útivistar og útbúnaðarlisti.

    • Verð:

      69.000 kr.
    • Félagsverð:

      58.000 kr.
    • Nr.

      2607H01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 4. júl. 2026 - þri. 7. júl. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 8:00

    • Skáli

    Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

    Síðasta kvöldið er boðið upp á grillveislu sem þáttakendur sjá saman um að útbúa.

    Nánari lýsing

    • Verð:

      120.000 kr.
    • Félagsverð:

      106.000 kr.
    • Nr.

      2607L03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 4. júl. 2026 - þri. 7. júl. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 8:00

    • Skáli

    Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

    Brottför er frá Mjódd.  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagistingar. Grillveisla í Strútsskála er einnig innifalin þar sem þátttakendur hjálpast að með matinn.

    • Verð:

      113.000 kr.
    • Félagsverð:

      99.000 kr.
    • Nr.

      2607L04
    • ICS
  • Dags:

    sun. 12. júl. 2026 - fös. 17. júl. 2026

    Brottför:

    Eigin bílar, hist á Mjóeyri seinni partinn 12/7

    • Skáli

    Fjölbreytt og skemmtileg ferð um hið stórkostlega og óbyggða landsvæði í kringum Gerpi. Hér er blandað saman göngum og siglingu, stórkostlegri náttúru og merkilegri sögu eyðibyggðanna. Þátttakendur koma sér sjálfir austur en svo gist í skálum allar nætur og allt innifalið, allur matur í ferðinni, kokkur, trúss, leiðsögn og svefnpokagisting alla dagana. Einnig bátsferð með fólk til og frá Barðsnesi. Morgunmatur heimferðardaginn ekki innifalinn.
    Fararstjóri verður Sævar Guðjónsson svæðisleiðsögumaður sem þekkir hverja þúfu og lækjarsprænu á svæðinu ásamt sögu þess og sérkenjum.

    • Verð:

      189.000 kr.
    • Félagsverð:

      169.000 kr.
    • Nr.

      2607L05
    • Austfirðir

    • ICS
  • Dags:

    mið. 15. júl. 2026 - fös. 17. júl. 2026

    Brottför:

    Kl. 10.00 frá Mjódd/bíó megin.

    • Skáli

    Eftir velheppnaðar bækistöðvaferðir í Bása síðast liðin sumur verður leikurinn endurtekinn.

    Stundum er talað um að hjarta Ferðafélagsins Útivistar slái í Básum á Goðalandi, en þar eiga jafnt yngri sem eldri Útivistarfélagar margar sælar minningar. Þessi ferð er tilvalin fyrir eldri félaga sem vilja endurupplifa góðar minningar, sem og nýja félaga á virðulegum aldri sem langar að kynnast þessari paradís undir leiðsögn kunnugra.

    Nánari lýsing

    • Verð:

      79.000 kr.
    • Félagsverð:

      65.000 kr.
    • Nr.

      2607L06
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    fim. 16. júl. 2026 - fim. 23. júl. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 8:00

    • Skáli / tjald

    Nú er komið að þriðja legg í Horn í Horn leiðangrinum sem hófst sumarið 2024.  Að þessu sinni verður gengið í 8. gönguáföngum frá Sprengisandi og milli byggðar og jökla um mela og heiðar allt vestur í Hrútafjörð. Fyrstu nóttina er gist í skála en annars er gist í tjöldum á leiðinni en reynt að hafa næturstað nálægt gangnamannahúsum. Gist er í eigin tjöldum og er mælt með 4. árstíða tjöldum.  Ferðin er trússuð og stefnt að því að hitta bílinn og búnaðinn öll kvöld.

    Verð væntanlegt

    Nánari lýsing

    • Verð:

      179.000 kr.
    • Félagsverð:

      159.000 kr.
    • Nr.

      2607L11
    • ICS
  • Dags:

    lau. 18. júl. 2026 - þri. 21. júl. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 8:00

    • Skáli

    Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

    Síðasta kvöldið er boðið upp á grillveislu sem þáttakendur sjá saman um að útbúa.

    Nánari lýsing

    • Verð:

      120.000 kr.
    • Félagsverð:

      106.000 kr.
    • Nr.

      2607L08
    • ICS
  • Dags:

    lau. 18. júl. 2026 - þri. 21. júl. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 8:00

    • Skáli

    Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

    Brottför er frá Mjódd.  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagistingar. Grillveisla í Strútsskála er einnig innifalin þar sem þátttakendur hjálpast að með matinn.

    Nánari lýsing

    • Verð:

      113.000 kr.
    • Félagsverð:

      99.000 kr.
    • Nr.

      2607L09
    • ICS
  • Dags:

    lau. 18. júl. 2026 - sun. 26. júl. 2026

    Brottför:

    Með rútu frá Mjódd kl. 8:00

    • Skáli / tjald

    Seinni Horn í Horn leiðangurinn hóf göngu í fyrra og nú er komið að öðrum legg þess leiðangurs. Um er að ræða sjö göngudagar og tvo ferðadagar, alls níu daga.

    Farið er með rútu frá Reykjavík að Mývatni og þaðan að Upptyppingum. Þar er tjaldað og daginn eftir er fyrsti göngudagur.
    Leiðin liggur yfir Vikursand, framhjá Vaðöldu, Dungjuvatni og suður fyrir Öskju hjá Holuhrauni og um Ódáðahraun og stefnan tekin á brúna yfir Skjálfandafljót. Þaðan er stefnan tekin að Fjórðungsvatni og að Laugafelli þar sem slakað verður á í heitri lauginni og gist í skála. Gist er í tjöldum alla ferðina nema síðustu nóttina en þá er gist í skálanum að Laugafelli. Daginn eftir er farið heim með rútu.

    Heildarvegalengd göngunnar er um 150 km. Ferðin er trússuð.
    Fararstjóri er Hrönn Baldursdóttir

    • Verð:

      184.000 kr.
    • Félagsverð:

      164.000 kr.
    • Nr.

      2607L12
    • ICS
  • Dags:

    lau. 18. júl. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 07:00

    Í þessari ferð er Fimmvörðuhálsinn gengin á einum degi. Lagt er af stað á laugardagsmorgni með rútu frá Mjódd (sunnan við bíóið og vestan við Breiðholtskirkju kl. 07:00 og keyrt að Skógum þar sem gangan hefst. Gengið er yfir hálsinn og niður í Bása þar sem rútan bíður og rekur fferðalanga beint aftur í bæinn. 

    Nánari lýsing 

    • Verð:

      39.900 kr.
    • Félagsverð:

      29.900 kr.
    • Nr.

      2607D01
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 18. júl. 2026 - mið. 22. júl. 2026

    Brottför:

    Kl. 09:00 frá Mjódd

    • Skáli

    Gönguleiðin á milli Landmannalauga og Þórsmerkur (Bása) kallast Laugavegur. Útivist býður á hverju sumri upp á nokkrar ferðir um svæðið og er oftast um að ræða trússferðir sem taka 5 daga og er ýmist gist í skálum eða tjöldum á leiðinni. Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum og svo gengið í Bása á þremur dögum. Í ferðinni gefst ferðafólki kostur á að kynnast ótrúlega fjölbreyttu og fögru landslagi.  Má þar nefna heitar laugar, hveri og jökla. Litadýrð og fegurð landslagsins er slík að ekki verður lýst með orðum. 

    Leiðarlýsing 

    • Verð:

      159.000 kr.
    • Félagsverð:

      145.000 kr.
    • Nr.

      2607L07
    • ICS
  • Dags:

    fim. 23. júl. 2026 - lau. 25. júl. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 8:00

    • Skáli

    Vatnaleiðin er sígild gönguleið um fjöll og dali á austanverði Snæfellsnesi, Hún liggur milli fallegra vatna sem gefa henni nafn sitt.  Gist er í leitarmannaskálum Ferðafélags Borgarfjarðar á leiðinni.  Ferðin er trússuð og því er nóg að vera með dagpoka á daginn. Rúta verður frá Reykjavík og aftur til baka.
    Innifalið er rúta frá Reykjavík, gisting, trúss og fararstjórn

    Verð væntanlegt

    • Verð:

      81.000 kr.
    • Félagsverð:

      67.000 kr.
    • Nr.

      2607L13
    • Vesturland

    • ICS
  • Dags:

    fös. 24. júl. 2026 - sun. 26. júl. 2026

    Brottför:

    Kl. 09:00 frá Mjódd

    • Skáli

    Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar. Laugardag verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið.

    Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

    Brottför:          24. júlí kl. 9:00 frá Mjódd/bíómegin 
    Heimkoma:    26. júlí á milli kl. 17:00 og 18:00
    Innifalið:         Akstur, leiðsögn, tvær skálagistingar, heit sturta og sameiginleg kvöldmáltíð í Básum

    Almennar upplýsingar um Fimmvörðuhálsferðir Útivistar og útbúnaðarlisti.

    • Verð:

      69.000 kr.
    • Félagsverð:

      58.000 kr.
    • Nr.

      2607H03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 25. júl. 2026 - þri. 28. júl. 2026

    Brottför:

    Eigin bílar:  Hist við Fljótsdal kl. 09:00

    • Skáli

    Skemmtileg blanda af bækistöðvarferð og göngu yfir Tindfjallajökul.

    Í þessari ferð er farið í Tindfjöll. Dvalið er tvær nætur í skála Útivistar, Tindfjallaseli og stundaðar fjallgöngur. Svo er gengið yfir Tindfjallajökul og Ásgrindur og niður í Hungurfit þar sem gist er síðustu nóttina. Þessi ferð er nokkuð krefjandi og þurfa göngumenn að vera í góðu formi.
    Farið er á eigin bílum í Fljótshlíð. Ferðin er trússuð.

    • Verð:

      109.000 kr.
    • Félagsverð:

      95.000 kr.
    • Nr.

      2607L14
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 25. júl. 2026 - sun. 26. júl. 2026

    Brottför:

    Kl. 7.00 frá Mjódd

    • Skáli

    Ferð á Grænahrygg og Augað, gist verður í eina nótt í Landmannahelli.

    Lagt verður af stað kl. 7 úr Reykjavík og ekið inn að Kýlingum þar sem gangan hefst. Gengið verður um Halldórsgil inn að Grænahrygg. Nokkuð er um hækkun og lækkun á leiðinni um stórkostlegt og litríkt landslag þar til Grænahrygg er náð. Ef ekki eru vatnavextir í Jökulgilskvísl verður gengið frá Grænahrygg um Jökulgilið og Uppgönguhrygg í Landmannalaugar. Annars verður gengið til baka að upphafsstað göngu og rúta ekur hópnum inn að Landmannahelli þar sem gist verður.

    Reikna má með 16-20 km göngu sem tekur ca. 8-10 klst. Nokkuð er um vöð á leiðinni og góðir vaðskór því nauðsynlegir. Ganga um Uppgönguhrygg getur verið krefjandi fyrir lofthrædda.

    Á fimmtudagsmorgun er haldið af stað eftir morgunmat og ekið um Dómadalsleið að upphafsstað göngu fyrir neðan Rauðafoss. Gengið er upp með Rauðafossi að upptökum Rauðufossakvíslar þar sem sjá má dulmagnaða náttúrusmíð er nefnist Augað.

    Gangan tekur um 4 klst. og er 10 km löng.

    • Verð:

      56.000 kr.
    • Félagsverð:

      45.000 kr.
    • Nr.

      2607H04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 25. júl. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 07:00

    Í þessari ferð er Fimmvörðuhálsinn gengin á einum degi. Lagt er af stað á laugardagsmorgni með rútu frá Mjódd (sunnan við bíóið og vestan við Breiðholtskirkju kl. 07:00 og keyrt að Skógum þar sem gangan hefst. Gengið er yfir hálsinn og niður í Bása þar sem rútan bíður og rekur fferðalanga beint aftur í bæinn. 

    Nánari lýsing

    • Verð:

      39.900 kr.
    • Félagsverð:

      29.900 kr.
    • Nr.

      2507D02
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    mið. 29. júl. 2026 - lau. 1. ágú. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 7:00

    • Skáli / tjald

    Í þessari ferð öxlum við bakpokana og göngum í kringum hinn ótrúlega Langasjó. Það verður ein nótt í skála og tvær í tjaldi. Fararstjóri er Páll Arnarson

    Ferðalýsing:

    Farið með rútu frá Mjódd og upp að Langasjó. Gengið í skála Útivistar í Sveinstindi  og komið sér fyrir.
    Vegalengd um 5km, hækkun eftir veðri og aðstæðum

    Gengið frá skála og haldið norðaustur eftir skemmtilegri og afar fallegri leið í gegnum og með Fagrafjallgarði að tjaldstað við enda Langasjós.
    Vegalengd, ca 25-30km, Hækkun 6-700m

    Gengið úr tjaldstæði og fyrir enda vatnsins og svo undir hlíðum Breiðbaks suður undir mitt vatnið þar sem valinn verður huggulegur tjaldstaður.
    Vegalengd 25 – 30km, hækkun 2-300m

    Síðasta daginn er gengið áfram undir Breiðbaki að suðurenda vatnsins þar sem rútan sækir okkur.
    Vegalengd, 10-12km, óveruleg hækkun

    • Verð:

      63.000 kr.
    • Félagsverð:

      49.000 kr.
    • Nr.

      2607L07
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    mið. 29. júl. 2026 - fös. 31. júl. 2026

    Brottför:

    Farið að eigin bílum

    • Skáli / tjald

    Spennandi fjölskylduferð í Lóni. Tjaldað í eigin tjöldum 29 júlí á tjaldstæðinu Smiðjunesi. 30 júlí er gengið inn stórkostlegt landslag Austurskóga og yfir göngbrú á Jökulsá í Lóni.  Gist í litlum skála í Eskifelli og grillað saman um kvöldið. Haldið til baka daginn eftir aftur að Smiðjunesi þar sem ferðinni lýkur.

    Þessi ferð henta einstaklega vel fyrir barna fjölskyldur þar sem lítið er um hækkun og margt að sjá. Farangur er trússaður í Eskifell.

    Nánari lýsing kenur síðar auk verðs.

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2608L06
    • Suðausturland

    • ICS
  • Dags:

    fös. 31. júl. 2026 - sun. 2. ágú. 2026

    Brottför:

    31. júlí kl. 9:00 frá Mjódd/bíómegin 

    • Skáli

    Tveggja daga ganga yfir Fimmvörðuháls

    Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar. Laugardag verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið.

    Í þessari ferð er hugað sérstaklega að þörfum barna og unglinga. Ekki er mælt með að börn séu yngri en átta ára.

     Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

     Brottför:          31. júlí kl. 9:00 frá Mjódd/bíómegin 
    Heimkoma:    2. ágúst á milli kl. 17:00 og 18:00
    Innifalið:         Akstur, leiðsögn, tvær skálagistingar, heit sturta og sameiginleg kvöldmáltíð í Básum

    Almennar upplýsingar um Fimmvörðuhálsferðir Útivistar og útbúnaðarlisti.

    • Verð:

      69.000 kr.
    • Félagsverð:

      58.000 kr.
    • Nr.

      2607H05
    • ICS
  • Dags:

    lau. 1. ágú. 2026 - þri. 4. ágú. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 8:00

    • Skáli

    Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

    Brottför er frá Mjódd.  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagistingar. Grillveisla í Strútsskála er einnig innifalin þar sem þátttakendur hjálpast að með matinn.

    Nánari lýsing

    • Verð:

      113.000 kr.
    • Félagsverð:

      99.000 kr.
    • Nr.

      2608L02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 1. ágú. 2026 - þri. 4. ágú. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl. 8:00

    • Skáli

    Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

    Síðasta kvöldið er boðið upp á grillveislu sem þáttakendur sjá saman um að útbúa.

    Nánari lýsing

    • Verð:

      120.000 kr.
    • Félagsverð:

      106.000 kr.
    • Nr.

      2608L01
    • ICS
  • Dags:

    mið. 5. ágú. 2026 - lau. 8. ágú. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 17

    Snörp og krefjandi ganga suður yfir Torfajökulssvæðið og alls suður í Bása. Göngudagar eru aðeins tveir svo dagleiðir eru langar.

    Fyrsta daginn er rúta tekin frá Reykjavík seinnipartinn og gist í Landmannahelli. 

    Ekið í rútu frá gististað í Halldórsgil. Farið frá Halldórsgili, upp á hrygginnn á milli Sveinsgils og Jökulsgils og niður Þrengslin, um Kaldaklofsgil og upp á Torfajökul og svo niður Hvanngil í Hvanngilsskála.
    Vegalengd, ca 35 km, heildarhækkun ca 1800m

    Daginn eftir er farin hefðbundin Laugavegsleið úr Hvanngili og í Bása,
    Vegalengd ca 35 km, óveruleg hækkun

    Við grillum í Básum um kvöldið og höldum svo heim á leið daginn eftir.

    Ferðin er trússuð. Innifalið gisting, trúss, rútuferðir, grillveisla í Básum og fararstjórn.

    • Verð:

      103.000 kr.
    • Félagsverð:

      89.000 kr.
    • Nr.

      2608L04
    • ICS
  • Dags:

    fim. 6. ágú. 2026 - sun. 9. ágú. 2026

    Brottför:

    Kl. 08:00 frá Mjódd/bíómegin.

    • Skáli

    Eftir velheppnaða bækistöðvaferð í Strút síðast liðið sumar verður leikurinn endurtekinn.

    Jafnt yngri sem eldri Útivistarfélagar eiga minningar frá gönguferðum að Fjallabaki. Ferðafélagið Útivist tekur áskorun frá hópi 60+ þátttakenda frá síðastliðnu sumri og bíður aftur uppá þriggja nátta bækistöðvaferð í Strút skála félagsins, að syðra Fjallabaki. Þessi ferð er tilvalin fyrir eldri félaga sem vilja endurupplifa góðar minningar, sem og nýja félaga á virðulegum aldri sem langar að kynnast fagurri náttúru undir leiðsögn kunnugra.

    Nánari lýsing

    • Verð:

      90.000 kr.
    • Félagsverð:

      76.000 kr.
    • Nr.

      2608L05
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    fim. 6. ágú. 2026 - mán. 10. ágú. 2026

    Tími:

    Frá Mjódd kl 9:00

    • Skáli / tjald

    Hér gefst frábært tækifæri til að kynnast Kerlingarfjallasvæðinu sem er á miðbiki hálendisins. Lagt af stað frá Mjódd á miðvikudegi og ekið inn á Kjöl og að Ásgarði í Kerlingarfjöllum. Þar er gist fyrstu nóttina í skála. Þegar búið er að koma sér fyrir við komuna er farið í göngu á Fannborg og Snækoll. Daginn eftir hefst hringganga um Kerlingarfjöllin eftir Hringbrautinni sem er 47 km. Stikuð þriggja daga leið.  Fyrsta dagleiðin er 17 km að Kisubotnum.  Þar er mjög lélegur skáli og þarf að gista í tjöldum. Önnur dagleiðin er 7 km í Klakk og á leiðinni eru Kisugljúfur skoðuð. Einfaldur skáli er í Klakki en best að gera ráð fyrir tjaldgistingu. Þriðja dagleiðin er 23 km og þá er farið frá Klakk um skarðið milli Ögmundar og Hattar, fram hjá Mæni og að Ásgarði þar sem gist er í skála. Eftir gönguna er hægt að slaka á í baði. Daginn eftir eru Hveradalir skoðaðir og síðan fossarnir Hvinur og Gýgjarfoss í Jökulfalli á heimleiðinni.

    Verð væntanlegt

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2608L03
    • Miðhálendi

    • ICS
  • Dags:

    fös. 7. ágú. 2026 - lau. 8. ágú. 2026

    Brottför:

    Kl. 8.00 frá Mjódd

    • Skáli

    Í þessari ferð er gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi og svo gist í Básum. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en rúta flytur hópinn heim.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri í Bása, skálagisting og grillveisla um kvöldið í Básum.

    • Verð:

      56.000 kr.
    • Félagsverð:

      45.000 kr.
    • Nr.

      2608H03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 15. ágú. 2026 - sun. 16. ágú. 2026

    Brottför:

    Kl. 7.00 frá Mjódd

    • Skáli

    Ferð á Grænahrygg og Augað, gist verður í eina nótt í Landmannahelli.

    Lagt verður af stað kl. 7 úr Reykjavík og ekið inn að Kýlingum þar sem gangan hefst. Gengið verður um Halldórsgil inn að Grænahrygg. Nokkuð er um hækkun og lækkun á leiðinni um stórkostlegt og litríkt landslag þar til Grænahrygg er náð. Ef ekki eru vatnavextir í Jökulgilskvísl verður gengið frá Grænahrygg um Jökulgilið og Uppgönguhrygg í Landmannalaugar. Annars verður gengið til baka að upphafsstað göngu og rúta ekur hópnum inn að Landmannahelli þar sem gist verður.

    Reikna má með 16-20 km göngu sem tekur ca. 8-10 klst. Nokkuð er um vöð á leiðinni og góðir vaðskór því nauðsynlegir. Ganga um Uppgönguhrygg getur verið krefjandi fyrir lofthrædda.

    Á fimmtudagsmorgun er haldið af stað eftir morgunmat og ekið um Dómadalsleið að upphafsstað göngu fyrir neðan Rauðafoss. Gengið er upp með Rauðafossi að upptökum Rauðufossakvíslar þar sem sjá má dulmagnaða náttúrusmíð er nefnist Augað.

    Gangan tekur um 4 klst. og er 10 km löng.

    • Verð:

      56.000 kr.
    • Félagsverð:

      45.000 kr.
    • Nr.

      2608H02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 15. ágú. 2026 - sun. 16. ágú. 2026

    Tími:

    Kl. 7.00 frá Mjódd

    • Skáli

    Einnar nætur gönguferð í litadýrð og víðáttum hálendisins, með rútu/trússi

    Haldið er með rútu árla laugardags frá Mjódd til Áfangagils, þar sem við munum  hefja göngu snemma laugardags, gist í Landmannahelli og svo endað á sunnudegi á Landmannalaugum.

    Leiðin er fjölbreytt og falleg, með hverju skrefi breytast litir og landslag: frá rauðum og gulum rhyólítfjöllum yfir í svartar hraunbreiður, græn gróðurbelti og hrikalegar árgljúfur. Hér finnur göngumaður fyrir því hversu lifandi og fjölbreytt íslenskt hálendi getur verið.

    Innifalið: Rúta, gisting í eina nótt, trúss og fararstjórn

    • Verð:

      65.000 kr.
    • Félagsverð:

      54.000 kr.
    • Nr.

      2608H01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 15. ágú. 2026

    Brottför:

    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu á Geysi kl 9:00

    Raðganga um Kóngsveg - 7. áfangi

    Í þessum sjöunda og næstsíðasta áfanga um Kóngsveginn liggur leiðin frá Miðhúsum að Úthlíð og áfram með rótum Bjarnarfells að Geysi í Haukadal. Á þessari leið eru margir fallegir staðir svo sem Hrauntúnstjarnir. Leiðir flestra ferðamanna sem til Íslands komu í árdaga ferðamennskunnar lágu þessa leið og Friðrik áttundi var ekki fyrsti Danakonungurinn sem kom að Geysi. Árið 1874 var Kristján konungur níundi þar á ferð og steinn hefur verið reistur þar til minja um komu hans.
    Vegalengd 12 km.  Hækkun óveruleg.
    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu á Geysi kl 9:00 þaðan sem sameinast verður í bíla að upphafsstað.

    Um raðgönguna um Kóngsveg 2026:
    Árið 2026 verða 119 ár liðin frá ferð Friðriks áttunda konungs Danmerkur og Íslands frá Reykjavík til Þingvalla, Geysis og Gullfoss. Að því tilefni stendur Útivist fyrir raðgöngu þessa leið og verður hún farin í átta áföngum frá janúar og fram í september.
    Fyrirkomulag ferðanna verður þannig að þátttakendur fara á eigin bílum og hittast við lokastað hverrar göngu. Sameinast er í bíla að upphafsstað þar sem gangan hefst.
    Fararstjórar verða Hanna Guðmundsdóttir, Fríða Brá Pálsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir ásamt fleirum.

    • Verð:

      9.000 kr.
    • Félagsverð:

      5.900 kr.
    • Nr.

      2608D02
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    sun. 23. ágú. 2026

    Brottför:

    Eigin bílar, Hist við Furulund í Heiðmörk kl 11

    Sveppaferð kynslóðanna í samstarfi við HÍN og Sveppafélagið

    Þessi kynslóðaganga í Heiðmörk snýst um að njóta útiveru og læra um sveppi í íslenskri náttúru. Ferðin er í samstarfi við Sveppafélagið og Hið íslenska náttúrufélag en við fáum góðan gest frá Sveppafélaginu sem mun fræða þátttakendur um algengustu ætisveppi, hvernig greina þá frá óætum tegundum og mikilvægi þeirra í vistkerfinu.

    Börn geta tekið þátt með því að leita að sveppum á skógarstígunum í kring og skoða lit og lögun, á meðan eldri kynslóðir miðla reynslu og sögum tengdum sveppatínslu. Þetta er frábært tækifæri til að tengja saman kynslóðir í náttúru sem er bæði falleg og fróðleg.
    Tími: 1,5-2 klst
    Ferðin er ókeypis og við hvetjum til að kynslóðirnar komi saman í ferðina.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2608D03
    • ICS
  • Dags:

    þri. 25. ágú. 2026 - sun. 30. ágú. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl. 18:00

    • Skáli

    Snörp helgarferð í hina frábæru fjallgönguparadís í Tindfjöllum.

    28/8
    Hist við innsta bæ í Fljótshlíðinni, Fljótsdal kl 18  Svo er gengið upp Tindfjallasel, huggulegan skála Útivistar. Við höfum allt á bakinu sem þarf til helgarinnar.  Ganga í Tindfjallasel: Hækkun 550m  Vegalengd 6-7km

    29/8
    Nú ráða aðstæður og veður för en við stefnum t.d. á að ganga góðan hring um fjöllin neðan jökuls, Haka, Saxa og Bláfell og jafnvel Hornklofa og Gráfell ef tækifæri og veður gefst.
    Vegalengd 16-18km, hækkun uþb 1000 -1100m

    30/8
    Stutt ganga fyrir hádegi og svo tygjum við okkur niður í bíla upp úr hádeginu.

    • Verð:

      33.000 kr.
    • Félagsverð:

      22.000 kr.
    • Nr.

      2608H05
    • ICS
  • Dags:

    lau. 29. ágú. 2026

    Brottför:

    Eigin bílar.

    Hér er gengið á hið fornfræga Ármannsfell ofan Þingvalla. Farið er á eigin bílum. Frekari ferðalýsing er væntanleg.

    • Verð:

      9.000 kr.
    • Félagsverð:

      5.900 kr.
    • Nr.

      2608D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 5. sep. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 7:00

    Hér er gengið um Arnardalsskarð, gamla þjóðleið yfir Snæfellsnesfjallgarð á milli Grundarfjarðar og Staðarsveitar. Veður ræðir hvort við göngum yfir skarðið frá suðri eða norðri.  Það er jú alltaf gott að hafa vindinn í bakið. Rútan sækir okkur þegar yfir er komið. Gangan er 13-14km, tekur um 6 -7 klst og hækkun er alls um 700m

    Þessi ferð er vinaferð:  Félagar í Útivist geta tekið með sér vin að kostnaðarlausu. Setjið nafn og kennitölu aukaferðalanga í ahugasemd og hafið samband við skrifstofu til  að staðfesta.

    • Verð:

      39.900 kr.
    • Félagsverð:

      29.900 kr.
    • Nr.

      2609D01
    • ICS
  • Dags:

    sun. 6. sep. 2026

    Brottför:

    Farið er á eigin bílum og hist á bílastæði við Hjallaenda á Heiðmerkurvegi, um 2 km austan Garðabæjar.

    Búrfellsgjá – Gönguferð kynslóðanna um náttúruundur og sögu jarðfræðinnar

    Búrfellsgjá er einstakt jarðfræðifyrirbæri á höfuðborgarsvæðinu – löng og mjó hraungjá sem myndaðist við eldgos fyrir um 8.000 árum. Gönguleiðin hefst við Heiðmörk og liggur eftir gjánni þar sem hægt er að upplifa krafta náttúrunnar í formi hraunveggja og gróðurs sem hefur tekið sér bólfestu í sprungum og skútum.

    Á leiðinni er tilvalið að ræða jarðsögu Íslands, hvernig hraun rann og mótaði landið, og hvernig lífið hefur aðlagast þessum harðneskjulegu aðstæðum. Börn geta skoðað hraunmyndanir og leitað að mosum og plöntum, á meðan eldri kynslóðir miðla sögum tengdum svæðinu.
    Vegalengd: 3,5-4km, Tímalengd 1,5 – 2 klst
    Ferðin er ókeypis og við hvetjum til að kynslóðirnar komi saman í ferðina.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2609D02
    • ICS
  • Dags:

    fim. 10. sep. 2026 - sun. 13. sep. 2026

    Brottför:

    Kl 18:00 frá Mjódd

    • Skáli

    Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli.

    • Verð:

      113.000 kr.
    • Félagsverð:

      99.000 kr.
    • Nr.

      2609L01
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    fös. 11. sep. 2026 - sun. 13. sep. 2026

    Brottför:

    frá Mjódd kl. 18:00

    • Skáli

    Að loknu góðu ferðasumri liggja allar leiðir í Bása til að taka á móti haustinu. Á þeim tíma er einstakt að heimsækja Goðaland því þá gleðja haustlitirnir augað hvert sem litið er. Gönguferðir og holl útivist er einkenni ferðarinnar og því verður farið í góða göngu um Goðaland. Gönguleið verður valin eftir veðri og aðstæðum. Á laugardagskvöldi verður grillveisla og varðeldur að hætti Útivistar. Brottför frá Mjódd, sami brottfararstaður og í dagsferðum.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting og grillveisla á laugardagskvöldi

    • Verð:

      67.000 kr.
    • Félagsverð:

      56.000 kr.
    • Nr.

      2609H01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 12. sep. 2026

    Brottför:

    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu á Gullfossi kl 9:00

    Raðganga um Kóngsveg - lokaáfangi

    Eftir mikil veisluhöld við Geysi lá leið konungs og fylgdarliðs hans að Gullfossi. Bráðabirgðabrú hafði verið sett yfir Tungufljót. Væntanlega verður farið frá brúnni yfir Tungufljót upp með fljótinu og yfir að Gullfossi hjá Steinsholti. Þar með ljúkum við þessari raðgöngu um Kóngsveginn.
    Vegalengd 14 km. Hækkun óveruleg.
    Farið er á eigin bílum og hist við lokastað göngu á Gullfossi kl 9:00 þaðan sem sameinast verður í bíla að upphafsstað.

    Um raðgönguna um Kóngsveg 2026:

    Árið 2026 verða 119 ár liðin frá ferð Friðriks áttunda konungs Danmerkur og Íslands frá Reykjavík til Þingvalla, Geysis og Gullfoss. Að því tilefni stendur Útivist fyrir raðgöngu þessa leið og verður hún farin í átta áföngum frá janúar og fram í september.
    Fyrirkomulag ferðanna verður þannig að þátttakendur fara á eigin bílum og hittast við lokastað hverrar göngu. Sameinast er í bíla að upphafsstað þar sem gangan hefst.
    Fararstjórar verða Hanna Guðmundsdóttir, Fríða Brá Pálsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir ásamt fleirum.

    • Verð:

      9.000 kr.
    • Félagsverð:

      5.900 kr.
    • Nr.

      2609D03
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    fös. 18. sep. 2026 - sun. 20. sep. 2026

    Brottför:

    kl. 18:00 frá Olís við Hellu.

    • Skáli

    Fjallabak syðra, Hungurfit – Strútur

    Þessi ferð er fyrir óbreytta eða lítið breytta jeppa, þar sem farið er inn á Fjallabak um Keldur og inn fyrir Hafrafell með fram Eystri Rangá upp í Hungurfit þar sem gist verður. Á laugardeginum er ferðinni heitið um Syðra Fjallabak, eftir stutt stopp við nafnlausa fossinn í Markárfljótinu. Komið verður við í Álftavatni og Hvanngili og kíkt á gljúfrin þar sem Kaldsklofskvísl fellur í Markárfljótið á leið okkar í Strút, þar sem gist verður í skála Útivistar á laugardagskvöldið. Á sunnudeginum verður ekið austur fyrir Mælifellshnjúk og farið yfir Brennivínskvísl og yfir Hólmsá og gengið að Rauðabotn áður en haldið er til byggða.
    Fararstjóri: Skúli Skúlason

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      40.000 kr.
    • Félagsverð:

      29.000 kr.
    • Nr.

      2609J01
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 19. sep. 2026

    Brottför:

    Frá Mjódd kl 8:00

    Bláfell er mikið fjall á Biskupstungnaafrétti, móbergsstapi sem jöklar síðustu jökulskeiða hafa mótað. Sagnir herma að þar hafi búið tröll og skessur. Gangan hefst á móts við Illagil við Bláfellsháls og er gengið um mela og tvö smágil. Þegar á háfjallið er komið er afar víðsýnt til allra átta. Vegalengd 9–10 km. Hækkun 650 m. Göngutími 5–6 klst.

    Ferðin er farin með Fjallabralli Útivistar sem sér um fararstjórn

    • Verð:

      29.900 kr.
    • Félagsverð:

      19.900 kr.
    • Nr.

      2609D04
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    fös. 2. okt. 2026 - sun. 4. okt. 2026

    Brottför:

    Kl. 18:00 frá Hrauneyjum.

    • Skáli

    Vonarskarð og Bárðargata

    Hér er um einhverja skemmtilegustu jeppaleið sem til er að ræða, en ávallt er einhver dulúð yfir Vonarskarðinu. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Eftir að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti að opna Vonarskarð í tilraunaskyni verður farið um þetta svæði með tvennum hætti.
    Farið verður um Kvíslarveiturnar yfir Sprengisand og norður fyrir Tungnafellsjökul á föstudagskvöldið og gist í Gæsavatnaskála. Á laugardeginum verður ekið suður Vonarskarð og Bárðargötu að Jökulheimum þar sem gist verður í gamla skála Jöklarannsóknarfélagsins þar sem hópurinn sameinast Bárðargötuhópnum.  Á sunnudeginum verður skoðað að aka með Langasjó eða um Breiðbak, með möguleika á viðkomu við Faxasund, Faxafit eða Skælinga á heimleið.
    Fararstjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      49.000 kr.
    • Félagsverð:

      38.000 kr.
    • Nr.

      2610J01
    • Miðhálendi

    • ICS
  • Dags:

    lau. 3. okt. 2026 - sun. 4. okt. 2026

    Brottför:

    kl. 09:00 frá Hrauneyjum.

    • Skáli

    Bárðargata

    Hér er um styttri og hefðbundna útgáfu af þessari skemmtilegu jeppaleið. Farið verður að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt verður á tankanna. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í nýrri skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum þar sem hópurinn sameinast Vonarskarðshópnum. Á sunnudeginum verður skoðað að aka með Langasjó eða um Breiðbak, með möguleika á viðkomu við Faxasund, Faxafit eða Skælinga á heimleið.
    Fararstjóri: Þórarinn Eyfjörð

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      35.000 kr.
    • Félagsverð:

      24.000 kr.
    • Nr.

      2610J02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 3. okt. 2026

    Tími:

    Eigin bílar, hist við Litlu kaffistofu kl 9:00

    Blákollur í Jósepsdal er virkilega skemmtileg gönguleið á Hellisheiðinni og er umhverfið ævintýralegt. Fjallið blasir við þegar keyrt er eftir þjóðveginum. Fjallið er um 530 metra yfir sjávarmáli og á toppi fjallsins er ægifagurt útsýni yfir hraunbreiður Hellisheiðarinnar, Hengilssvæðið, Reykjavík og Esjuna. Blákollur er þægilegt fjall og hentar því vel þeim sem vilja kanna nýjar slóðir á Hellisheiðinni. Gangan er um fimm kílómetra löng og tekur um tvær klukkustundir.

    • Verð:

      9.000 kr.
    • Félagsverð:

      5.900 kr.
    • Nr.

      2610D01
    • ICS
  • Dags:

    fös. 6. nóv. 2026 - sun. 8. nóv. 2026

    Brottför:

    kl. 18:00 frá Landvegamótum

    • Skáli

    Fjallabak nyrðra – Mælifellssandur

    Ferðin hefst á Landvegamótum,  upp Landssveit inn á Dómadalsleið að Landmannalaugum þar sem gist verður og laugað. Þaðan verður farið um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssandi og sem leið liggur Strútsskála þar sem gist verður á laugardagskvöldið. Tekin verðu staðan á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru hagstæðar.  Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellssand og niður í Fljótshlið eða um Álftavatn, Rangárbotna að Keldum.
    Fararstjóri: Þorsteinn Pálsson

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      40.000 kr.
    • Félagsverð:

      29.000 kr.
    • Nr.

      2611J01
    • ICS
  • Dags:

    fös. 20. nóv. 2026 - sun. 22. nóv. 2026

    Brottför:

    frá Mjódd kl. 18:00

    • Skáli

    Aðventuferðirnar eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið í Básum skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    • Verð:

      63.000 kr.
    • Félagsverð:

      52.000 kr.
    • Nr.

      2611H01
    • ICS
  • Dags:

    fös. 20. nóv. 2026 - sun. 22. nóv. 2026

    Brottför:

    frá Mjódd kl. 18:00

    • Skáli

    Aðventuferðirnar eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið í Básum skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    • Verð:

      63.000 kr.
    • Félagsverð:

      52.000 kr.
    • Nr.

      2611H01
    • ICS
  • Dags:

    þri. 29. des. 2026 - fös. 1. jan. 2027

    Brottför:

    frá Mjódd kl. 9:00

    • Skáli

    Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Athugið að það er frítt fyrir börn 6 ára og yngri og 50% afsláttur fyrir börn 7-17ára.

    • Verð:

      67.000 kr.
    • Félagsverð:

      56.000 kr.
    • Nr.

      2612H01
    • ICS
  • Dags:

    mán. 30. des. 2030 - þri. 31. des. 2030

    Kortið sýnir gönguleiðir í Þórsmörk og á Goðalandi.

    Á bakhlið eru einföld kort af gönguleiðunum um Laugaveg og Fimmvörðuháls.

    Kortið er endurnýjuð útgáfa frá 2007 og 2012 og er gefið út af Útivist og Fí.

    Kortagerð annaðist Loftmyndir ehf.
    Hönnun annaðist Björg Vilhjálmsdóttir: bjorgvilhjalms.is

    Póstlagning kortsins er innifalin í verði. 

    • Verð:

      2.000 kr.
    • Félagsverð:

      2.000 kr.
    • ICS