Ferðir og dagskrá

Síun
 • Dags:

  fös. 19. júl. 2019 - mán. 22. júl. 2019

  Brottför:

  auglýst síðar

  • Tjald

  Þriggja daga hjólaferð um Vestfirði.

  • Verð:

   10.000 kr.
  • Nr.

   1907R01
  • ICS
 • Dags:

  mið. 24. júl. 2019 - sun. 28. júl. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00

  • Skáli

  Fyrstu nóttina verður gist í Landmannalaugum og því gefst tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Leiðin liggur síðan framhjá Hvanngili og í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  • Verð:

   85.000 kr.
  • Nr.

   1907L11
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 26. júl. 2019 - sun. 28. júl. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 17:00

  • Skáli

  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls að kvöldi föstudags og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi.

  • Verð:

   30.000 kr.
  • Nr.

   1907H03
  • ICS
 • Dags:

  sun. 28. júl. 2019 - fim. 1. ágú. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00

  • Skáli

  Bækistöðvarferð fyrir krakka, mömmur, ömmur, pabba, afa, frænkur og frændur. Hálendið í kringum Strútsskála verður kannað, farið í Strútslaug, ætt upp og niður fjöll, stiklað yfir ár og leitað að hellisskútum. Farið verður í ratleik, föndrað, haldnar kvöldvökur og kveiktur varðeldur. Það verður glens og gaman. Öll gil og krókar í nágrenni skálans verða skoðuð hátt og lágt, stunduð verður listsköpun úti í náttúrunni, myndir teiknaðar, búnar til sögur, samin lög og sungið, lesnar sögur og ljóð ort. Síðasta kvöldið verður sameiginlegur matur.  

  • Verð:

   56.000 kr.
  • Nr.

   1907L12
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. ágú. 2019 - mán. 5. ágú. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ KL. 8:00

  • Skáli

  Gengið yfir Fimmvörðuháls í einum áfanga á laugardegi og gist í Básum. Á sunnudegi verður gengið um stórbrotið landslag í Teigstungum og Guðrúnartungum inn undir Mýrdalsjökli. Á mánudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi.

  • Verð:

   33.000 kr.
  • Nr.

   1908H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. ágú. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Gengið að Eldborg á Mýrum frá Snorrastöðum og hún skoðuð. Haldið til baka að Snorrastöðum en þaðan er Kaldá fylgt til sjávar. Gengið er með fjörunni að Þrællyndisgötu og henni síðan fylgt að Litlahrauni. Þaðan er síðan farið að Stóra-Hrauni. 

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   1908D01
  • ICS
 • Dags:

  mið. 7. ágú. 2019 - sun. 11. ágú. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 08:00

  • Skáli

  Fyrstu nóttina verður gist í Landmannalaugum og gefst því tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Leiðin liggur framhjá Hvanngili og í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  • Verð:

   85.000 kr.
  • Nr.

   1908L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. ágú. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Gengið frá Kaldbak upp að eyðibýlinu Hrunakrók og áfram þangað sem hin eiginlegu Laxárgljúfur byrja. Leiðin meðfram gljúfrunum liggur að Fögrutorfu, einum fegursta stað í íslensku árgljúfri. Á bakaleiðinni verður stoppað og gengið að austurbakka Hvítár við Gullfoss.  

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   1908D02
  • ICS
 • Dags:

  mið. 14. ágú. 2019 - sun. 28. jún. 2020
  Fjallfarar 2019-2020

  Fjallfarar Útivistar er samhentur hópur sem gengur saman 20 skipulagðar göngur frá ágúst 2019 fram í júní 2020.  Að jafnaði er ein kvöldganga í mánuði og ein dagsferð með undantekningum þó en dagskránni lýkur með trússaðri helgarferð. 

  Fullbókað er í Fjallfara 2019-2020.  Við bendum áhugasömum um hópastarf Útivistar á Útivistarlífið: https://tinyurl.com/y44jnvhn

  • Verð:

   65.000 kr.
  • Nr.

   1900P01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 16. ágú. 2019 - sun. 18. ágú. 2019

  Brottför:

  frá Olís, Norðlingaholti kl 17:00.

  • Skáli

  Saga útivistariðkunar á Tindfjallajökli og nágrenni hans er um margt merkileg, enda býður svæðið upp á ýmsa möguleika. Ekið á einkabílum austur í Fljótsdal og gengnir um sex km eftir vegslóða upp í nýjasta skála Útivistar. Árla morguns verður farið í fjallgöngur á fjöllin Bláfell (1.011 m) og Saxa (1.308 m) og ef allir eru sprækir verður hægt að fara upp á eitt fjall til viðbótar á leið til baka í skálann. Í góðu skyggni er útsýni afar gott af þessum tindum. Daginn eftir verður gengið á Vörðufell (850 m) áður en lagt verður af stað í bílana. 

  • Verð:

   14.000 kr.
  • Nr.

   1908H02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. ágú. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Gangan hefst við Bláfeld við sunnanvert Snæfellsnes og er Bláfeldará fylgt upp í Bláfeldarskarð. Þá er farið í norðaustur að Arnardalsskarði og þaðan niður í Arnardal. Kverná er síðan fylgt, allt niður í Grundarfjörð. Fallegt útsýni á góðum degi. 

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   1908D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. ágú. 2019

  Brottför:

  kl. 9.00

  Sameinast í bíla og ekið austur á Hvolsvöll. Hjólað um þjóðveg nr. 1 um Landeyjar að Eyjafjöllum og beygt inn á Þórsmerkurveg. Farið yfir gömlu Markarfljótsbrúna að Dímonarvegi við Stóra-Dímon. Hjólað um Fljótshlíð til Hvolsvallar. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1908R01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. ágú. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Fanntófell er móbergsfell sem stendur skammt frá Oki. Gangan hefst við suðurenda Hrúðurkarla á Kaldadalsleið. Þægileg fjögurra km ganga er að fjallinu um slétta mela og verður farið upp á fjallið að suðvestanverðu. Haldið af fjallinu í norðaustur og gengið á Lyklafell (845 m). Útsýni er afar gott af Fanntófelli þegar vel viðrar, einkum til suðurs og vesturs. 

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   1908D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. ágú. 2019

  Brottför:

  kl. 9.00

  Ekið austur í Þorlákshöfn en þaðan verður hjólað eftir hinum nýja Suðurstrandarvegi vestur fyrir Hlíðarvatn með viðkomu í byggðinni í Selvogi. Gamla Suðurstrandarvegi og Þorlákshafnarvegi fylgt til baka. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1908R02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. ágú. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Hlöðufell er formfagur móbergsstapi og tignarlegt fjall. Það er hæsta fjallið á hálendinu suður af Langjökli og góð áskorun fyrir göngufólk. Gengið upp bratta hlíð upp á klettabelti ofarlega í fjallinu og inn dalverpi áður en hæsta tindinum er náð. Þetta er besta gönguleiðin á fjallið en það er hömrum girt allt um kring. Farin verður sama leið til baka að sæluhúsinu á Hlöðuvöllum.

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1908D05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. ágú. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:00

  Brúará á upptök sín á Rótarsandi og fellur niður um Brúarárskörð á milli Högnhöfða og Rauðafells. Í Brúarárskörðum streymir vatn víða út úr berginu þannig að áin verður fljótt mikið vatnsfall. Hún hefur grafið hrikalegt gljúfur og fellur í fossum niður á undirlendið. Þetta gljúfur verður skoðað og síðan haldið niður með Brúará og eftir vegslóða að Úthlíð. 

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1908D06
  • ICS
 • Dags:

  fös. 6. sep. 2019 - sun. 8. sep. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 17:00

  • Skáli

  Í Básum eru víða góð berjalönd en þau eru stundum það vel falin að ekki er auðvelt að finna þau. Þarna eru bragðgóð krækiber, bláber, hrútaber og einiber. Farið verður í léttar gönguferðir með berjaföturnar meðferðis. Nýting á afurðum úr náttúrunni og uppskriftir skoðaðar og svo verða berin auðvitað borðuð.

  • Verð:

   30.000 kr.
  • Nr.

   1909H03
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. sep. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Fyrsti áfangi raðgöngu frá Maríuhöfn í Kjós að Skálholti. Maríuhöfn var verslunarstaður fram á 15. öld og var m.a. sótt í kaupstað þangað frá Skálholti. Frá Maríuhöfn verður gengið að Hvammsvík og komið við hjá Steðja, farið yfir gömlu brúna á Fossá og eftir gamla veginum inn í Brynjudal að Ingunnarstöðum. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1909D01
  • ICS
 • Dags:

  fim. 12. sep. 2019 - sun. 15. sep. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 19:00

  • Skáli

  Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli. Farið með rútu í Landmannalaugar á fimmtudagskvöldi og gist í skálanum þar. Á föstudegi verður gengið um Hrafntinnusker og niður í Hvanngil þar sem er gist. Þaðan verður gengið um Emstrur niður í Þórsmörk þar sem gist verður í skála í Básum. Þar bíður göngumanna grillveisla, varðeldur og ósvikin Básastemmning. Á sunnudegi gefst færi á göngu um Goðaland áður en lagt verður af stað heim á leið.

  • Verð:

   58.000 kr.
  • Nr.

   1909L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. sep. 2019 - sun. 15. sep. 2019

  Brottför:

  kl. 9.00 frá Olís Norðlingaholti.

  • Skáli / tjald

  Ekið að skemmunni við gömlu Markarfljótsbrúna og hjólað sem leið liggur inn í Bása þar sem hópurinn sameinast öðrum Útivistarfélögum í ,,grill og gaman“ ferðinni. V

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1909R01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 20. sep. 2019 - sun. 22. sep. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 17:00

  • Skáli

  Hvar er betra að sitja og prjóna á notalegu haustkvöldi en í upplýstum skála? Kannski úti undir berum himni? Útivist og Handóðir prjónarar slá upp prjóna- og gönguveislu í Básum. Áhugaverðir fyrirlestrar af ýmsum toga, örnámskeið, prjónahópar og gönguferðir en síðast en ekki síst grillveisla og kvöldvaka með söng og gleði að hætti Útivistar. 

  • Verð:

   27.400 kr.
  • Nr.

   1909H02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. sep. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gengið inn hinn skógi vaxna og giljum prýdda Brynjudal upp á Hrísháls og að Djúpadalsborgum. Þaðan verður gengið inn á hina hefðbundnu leið yfir Leggjabrjót og síðan að Skógarhólum. 

   

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1909D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. sep. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Í Þjórsárdal er búið að grafa upp mörg gömul bæjarhús en gangan hefst hjá því frægasta, Stöng.  Gengið upp með Rauðá upp að Gjánni og hún skoðuð. Síðan verður haldið upp á Stangarfjall og yfir fjallið allt að árgilinu og ef aðstæður leyfa farið niður í gilið og fossarnir skoðaðir neðan frá áður en gengið er upp að bílastæði við fossana. 

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   1909D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. sep. 2019

  Brottför:

  kl. 9.00

  Ekið að Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Hjólað réttsælis meðfram Þingvallavatni og niður með Úlfljótsvatni. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1909R02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. okt. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gengið með rótum Ármannsfells um Bolabás og austur fyrir fjallið. Þar er komið inn á Prestastíg og honum fylgt austur fyrir Hrafnabjörg en þar verður sveigt af leið upp að Stóru-Eldborg. Farið á milli Dímona, að Barmaskarði og að Laugarvatnshellum. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1910D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. okt. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30.

  Hrafnabjörg við austanvert Þingvallavatn er fjall sem margir horfa til og langar að sigra. Frá Barmaskarði verður gengið vestanvert við Reyðarbarm og síðan yfir hraunið að Hrafnabjörgum.  Af fjallinu er ægifagurt útsýni yfir Þingvelli. 

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1910D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. okt. 2019 - sun. 13. okt. 2019

  Brottför:

  kl. 09:00 frá Hrauneyjum.

  • Skáli

  Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er ein skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Hist í Hrauneyjum að morgni dags. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   1910J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. okt. 2019

  Brottför:

  kl. 9.00

  Ekið að afleggjaranum inn á Vigdísarvelli, frá Hafnarfirði. Hjólað inn Móhálsadal að Djúpavatni meðfram Núpshlíðarhálsi. Við Hamradal er stefnt á Borgarhóla og að Krýsuvík. Farið meðfram Kleifarvatni til baka. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1910R01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. okt. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gengið að Vallaréttum og með Litla-Reyðarbarmi niður í Kringlumýri. Þaðan um Biskupsbrekkur, utan í hlíðum Lyngdalsheiðar og komið á veg á milli Þóroddsstaða og Neðra-Apavatns. 

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1910D03
  • ICS
 • Dags:

  fös. 25. okt. 2019 - sun. 27. okt. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 10:00

  • Skáli

  Ferðin verður skipulögð þannig að börnin skemmti sér vel og hafi nóg fyrir stafni. Tímanum varið í könnunarferðir um svæðið, þrautir og leiki. Á kvöldin verður spilað, leikið, efnt til sögustunda og himininn kannaður allt eftir því hvernig veðrið verður. Farið verður í ratleik á heimleiðinni.

  • Verð:

   29.000 kr.
  • Nr.

   1910H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. okt. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gengið eftir Sveifluhálsi á Miðdegishnúk. Þaðan liggur leiðin að Arnarvatni og um Baðstofu niður í Seltún. Vegalengd 16 km. Hækkun 300 m. Göngutími 6-7 klst.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1910D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. okt. 2019 - sun. 27. okt. 2019

  Brottför:

  kl. 10:00. frá Hrauneyjum. 

  • Skáli

  Hin fornu vöð frumkvöðlanna könnuð svo sem Bjallavað og Hófsvað í Tungnaá. Hlynur Snæland er þaulvanur björgunarsveitarmaður og hann fer yfir öryggisatriði og annað sem hafa þarf í huga þegar glímt er við hin stóru fljót. 

  • Verð:

   12.000 kr.
  • Nr.

   1910J02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. okt. 2019

  Brottför:

  kl. 10.00.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1910R02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. nóv. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Í þessari lokagöngu raðgöngunnar „heim úr kaupstað“ verður gengið sunnan Apavatns, yfir Mosfell og þaðan yfir Brúará. Áfram liggur leiðin yfir Skálholtsása að Skálholti. 

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1911D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. nóv. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Örnefnin Smáþúfur á Lág-Esju eru frekar hógvær en það sama verður ekki sagt um göngu á þær. Gengið með brúnum Lág-Esju að Arnarhamri og þaðan upp á Þúfurnar. Gott útsýni er yfir Faxaflóa á þessari gönguleið. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1911D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. nóv. 2019

  Brottför:

  kl. 10.00.

  Hjólað um stíga og skuggasund vesturbæjar. Vegalengd um 20 km og áætlaður hjólatími 2 klst. 
  Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald fyrir félagsmenn í Útivist.  Aldurstakmark 16 ár.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1911R01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. nóv. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Skálafell er mjög áberandi fjall þegar ekið er austur fyrir fjall. Þaðan er víðsýnt og sést jafnt út í Eyjar sem til jökla ef það birtan er næg. Gangan hefst við Hellisheiðarveg en þaðan er farið á Hverahlíð og upp á Skálafell vestan til. Síðan haldið á Stóra-Sandfell og um Lakastíg að Hveradölum. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1911D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. nóv. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gengið norðan Helguvíkur að Hólmsbergsvita en síðan með ströndinni um Leiru og út að Garðsskagavita.  Vegalengd 12 km. Hækkun engin. Göngutími 4 klst.  

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1911D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. nóv. 2019

  Brottför:

  kl. 10.00

  Hjólað meðfram Vesturlandsvegi upp í Mosfellsdal og beygt út af veginum í átt að Skammadal. Þegar komið er aftur niður í Mosfellsbæ er stefnan tekin upp með Úlfarsfelli og inn á Hafravatnsveg. Hjólað upp á Hólmsheiðarveg og þaðan aftur til baka. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1911R02
  • ICS
 • Dags:

  fös. 29. nóv. 2019 - sun. 1. des. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 19:00

  • Skáli

  Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

  50% afsláttur fyrir börn 7-16 ára og frítt fyrir yngri en 7 ára.

  • Verð:

   28.000 kr.
  • Nr.

   1911H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 30. nóv. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  Gengið verður frá Ósabotnum og með ströndinni að Stafnesi. Á leiðinni eru staðir eins og Þórshöfn en þar var eitt sinn höfn og Básendar sem var einn af stærri verslunarstöðum landsins fram til 1799. Staðurinn fór í eyði í  Básendaflóðinu sem er eitt mesta sjávarflóð sem gengið hefur yfir landið. Margir staðfuglar hafa vetursetu við Ósa. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1911D05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. des. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 11:00

  Fjölskylduganga í Heiðmörk. Leiðaval miðast við viðburði.  Þátttakendur koma á eigin farartækjum á Borgarstjóraplan. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1912D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. des. 2019

  Brottför:

  kl. 10.00

  Hjólað um miðbæinn og kíkt á jólamarkað á Ingólfstorgi og fleira. Vegalengd 20 km og áætlaður hjólatími 2 klst.
  Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald fyrir félagsmenn í Útivist.  Aldurstakmark 16 ár.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1912R01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. des. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 11:00

  Fjölskylduganga í Heiðmörk. Leiðaval miðast við viðburði.  Þátttakendur koma á eigin farartækjum á Borgarstjóraplan. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1912D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. des. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 11:00

  Fjölskylduganga í Heiðmörk. Þátttakendur koma á eigin farartækjum að bílaplani milli Elliðavatns og Helluvatns. Gangan endar á jólamarkaði á Elliðavatni.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1912D03
  • ICS
 • Dags:

  sun. 29. des. 2019 - mið. 1. jan. 2020

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 8:30

  • Skáli

  Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

  • Verð:

   31.000 kr.
  • Nr.

   1912H01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  þri. 31. des. 2019

  Brottför:

  frá BSÍ kl. 9:30

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1912D04
  • ICS