Ferðir og dagskrá

Síun
  • Dags:

    fös. 20. sep. 2024 - sun. 22. sep. 2024

    Brottför:

    Brottför kl. 18:00 frá Olís við Hellu

    • Skáli

    Þessi ferð er fyrir óbreytta eða lítið breytta jeppa. Farið er inn á Fjallabak um Keldur og inn fyrir Hafrafell meðfram Eystri Rangá upp í Dalakofa þar sem gist verður í skála Útivistar. Á laugardeginum er ferðinni heitið um Syðra Fjallabak, eftir stutt stopp við nafnlausa fossinn í Markarfljótinu. Komið verður við hjá Álftavatni og í Hvanngili og kíkt á gljúfrin þar sem Kaldaklofskvísl fellur í Markárfljótið á leið okkar í Strút, þar sem gist verður í skála Útivistar. Á sunnudeginum verður ekið austur fyrir Mælifellshnjúk og farið yfir Brennivínskvísl, yfir Hólmsá og í Álftárvatnakrók.

    Fararstjóri: Gylfi Jónu Arnbjarnarson.

    • Verð:

      20.000 kr.
    • Nr.

      2409J01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 21. sep. 2024

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl. 9:00

    Þetta er skemmtileg ganga um nokkuð fjölbreytt landslag. Við munum sjá ótal hveri og laugar á leiðinni, af öllum mögulegum tegundum. Þessi ganga hentar flestum og er þægileg þó að hún sé nokkuð löng. Endilega takið með sundföt því við munum staldra við í Reykjadal og þvo af okkur rykið. Vegalengd um 17 km. Göngutími um 7 klst. 

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2409D03
    • ICS
  • Dags:

    fös. 27. sep. 2024 - sun. 29. sep. 2024

    Brottför:

    frá Mjódd kl. 17:00

    • Tjald

    Lagt af stað frá Mjódd á föstudegi kl. 17:00 og ekið um Þingvelli, Uxahrygg og að Kvígindisfelli. Gengið er með allt á bakinu í um 2 km og tjaldað. Daginn eftir verður gengið um 16 km vestur fyrir fellið og að Hvalvatni. Gengið austur með vatninu og tjaldað næstu nótt við sunnanvert Hvalvatn með stórbrotið útsýni til Hvalfells og Botnsúlna. Á sunnudeginum er gengið um 15 km um Hvalskarð niður á gönguleiðina yfir Leggjarbrjót og henni fylgt að Svartagili í Þingvallasveit.

    Fararstjóri - Hrönn Baldursdóttir

    • Verð:

      24.000 kr.
    • Nr.

      2409H02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 28. sep. 2024

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl. 9:00

    Fjaran er heillandi heimur. Í þessari ferð skoðum við bæði plöntur og dýr sem búa í fjörunni í fylgd með fróðum fararstjórum. Í lok ferðar verður týndur kræklingur og eldaður yfir eldi (má hafa með sér ílát og taka með heim). Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna. 

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2409D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 5. okt. 2024 - lau. 26. okt. 2024

    Hægt er að fara í allar raðferðirnar umhverfis Esju sem pakka með 20% afslætti.

    • Verð:

      28.160 kr.
    • Nr.

      2410D00
    • ICS
  • Dags:

    lau. 5. okt. 2024

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl. 9:00

    Raðganga umhverfis Esju 1. áfangi: Hrafnhólar, Svínaskarð og Kjósarétt

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2410D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 5. okt. 2024 - sun. 6. okt. 2024

    Brottför:

    Brottför kl. 09:00 frá Hrauneyjum

    • Skáli

    FULLBÓKAÐ sendið tölvupóst á utivist@utivist.is ef þið viljið fara á biðlista.

    Hér er á ferðinni ein af skemmtilegri og fáfarnari jeppaleiðum landsins sem liggur um afar hrjóstrugt og stórbrotið landslag undir vestanverðum Vatnajökli, frá Svarthöfða við suðurenda Vonarskarðs til Jökulheima. Við tökumst á við brattar brekkur, óbrúaðar jökulár og þræðum þrönga og á stundum nær ósýnilega slóða með viðkomu í Hamarskrika þar sem stórbrotið útsýni bíður okkar ef veður og skyggni leyfir.  

    Á sunnudeginum bíður okkar svo ekki síður skemmtilegt ferðalag frá Jökulheimum yfir Tungnaá á Gnapavaði ef fært er, yfir á Breiðbak eða um Langasjó niður að Sveinstindi þar sem við höfum um nokkra valmöguleika að ræða; Skælinga um Blautuver, Faxasund eða Faxafit meðfram Tungnaá sem er einnig afar fáfarin og stórbrotin leið.

    Farastjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson

    • Verð:

      20.000 kr.
    • Nr.

      2410J01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 12. okt. 2024

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl. 9:00

    Raðganga umhverfis Esju 2. áfangi: Kjósarétt, Eilífsdalur

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2410D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 19. okt. 2024

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl. 9:00

    Raðganga umhverfis Esju 3. áfangi: Eilífsdalur, Grundarhverfi

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2410D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 26. okt. 2024

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl. 9:00

    Raðganga umhverfis Esju 4. áfangi: Grundarhverfi, Hrafnhólar

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2410D04
    • ICS
  • Dags:

    fim. 31. okt. 2024 - sun. 31. okt. 2027

    Kortið sýnir gönguleiðir í Þórsmörk og á Goðalandi.

    Á bakhlið eru einföld kort af gönguleiðunum um Laugaveg og Fimmvörðuháls.

    Kortið er endurnýjuð útgáfa frá 2007 og 2012 og er gefið út af Útivist og Fí.

    Kortagerð annaðist Loftmyndir ehf.
    Hönnun annaðist Björg Vilhjálmsdóttir: bjorgvilhjalms.is

    Póstlagning kortsins er innifalin í verði. 

    • Verð:

      2.000 kr.
    • ICS
  • Dags:

    lau. 2. nóv. 2024

    Brottför:

    Broyttför frá Mjódd kl. 9:00

    Akrafjall  var eitt sinn eyja. Fjallið er dálítið sérstakt fyrir þær sakir að það er næstum klofið í tvennt. Dalurinn sem skerst inn í fjallið kallast Berjadalur og tveir hæstu tindar þess Geirmundartindur og Háihnúkur. Gengið verður á báða tindana.  Vegalengd 14 km hækkun 500 m Göngutími 6 klst.

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2411D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 9. nóv. 2024

    Brottför:

    Sameinast í bíla hjá Mjódd kl. 9:00 og ekið á upphafsstað göngunnar. 

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gengið er frá litlu bílastæði sem er staðsett hægra megin við Bláfjallaveg rétt fyrir neðan Eldborg. Vel merktur stígur er upp á Eldborgina og er gengið að hluta til ofan á henni. Þegar niður er komið er gengið á milli Eldborgar og Drottningar. Gengið er vestan megin upp á Drottningu og sömu leið til baka. Þegar komið er niður er þokkalega stikaður stígur í átt að Stóra-Kóngsfelli. Gangan á það hefst að norðanverðu en komið er upp á topp að sunnanverðu. Sama leið er gengin til baka. Vegalengd um 8 km. Göngutími 4-5 klst.  

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2411D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 9. nóv. 2024 - sun. 10. nóv. 2024

    Brottför:

    Brottför:  kl. 09:00 frá Hrauneyjum

    • Skáli

    Ferðin hefst í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Farið inn í Landmannalaugar, þaðan um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssandi og í Strútsskála. Tekið tékk á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru hagstæðar. Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellsand og niður í Fljótshlíð eða um Mýrdalsjökul ef færi er gott.

    Farastjóri: Þorsteinn Pálsson

    • Verð:

      20.000 kr.
    • Nr.

      2411J01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 16. nóv. 2024

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl. 9:00

    Gangan hefst hjá litlu kaffistofunni á Sandskeiði og farið verður um Vatnaöldur að Lyklafelli. Þaðan liggur leið okkar sunnan megin við Seltjörn og stefnan tekin á Hafravatn þar sem gangan endar. Vegalengd 14-15 km. 

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2411D03
    • ICS
  • Dags:

    fös. 22. nóv. 2024 - sun. 24. nóv. 2024

    Brottför:

    frá Mjódd kl. 18:00

    • Skáli

    Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Fararstjórar eru Guðrún Hreins og Marrit

    • Verð:

      42.000 kr.
    • Nr.

      2411H01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 23. nóv. 2024

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl. 9:00

    Reynivallaháls - Fossá í Hvalfirði

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2411D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 30. nóv. 2024

    Brottför:

    Brottför frá Mjódd kl 9:00

    Lagt af stað frá Mjódd kl. 9 og ekið að Gjábakka á Þingvöllum.  Gengið er eftir gamalli þjóðleið frá Gjábakka yfir Þingvallaveg og yfir stórbrotna Hrafnagjá að Vellankötlu í Þingvallavatni. Frá vatninu er gengið að Skógarkoti eftir góðum stíg og þaðan eftir Skógarkotsstíg að Stekkjargjá og Öxarárfossi. Endað er á því að fara eftir Langastíg upp á brún Almannagjár þar sem rútan bíður.  Göngulengd 16 – 17 km

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2411D05
    • ICS
  • Dags:

    lau. 7. des. 2024 - lau. 28. des. 2024

    Hægt er að fá allar Strandgöngurnar í einum pakka með 20% afslætti

    • Verð:

      14.400 kr.
    • Nr.

      2412D00
    • ICS
  • Dags:

    lau. 7. des. 2024

    Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D01
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 14. des. 2024 - lau. 7. des. 2024

    Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 2

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 21. des. 2024

    Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 3

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 28. des. 2024

    Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 4

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D04
    • ICS
  • Dags:

    sun. 29. des. 2024 - mið. 1. jan. 2025

    Brottför:

    kl. 09:00 frá Mjódd

    • Skáli

    Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

    Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

    Fararstjóri er Guðrún Hreins

    • Verð:

      47.000 kr.
    • Nr.

      2412H01
    • ICS