Þorrabót á Hveravöllum - jeppaferð

Dags:

fös. 20. feb. 2026 - sun. 22. feb. 2026

Brottför:

Frá Mosfellsbæ kl. 17:00

  • Skáli

Þorrablót á Hveravöllum

Jeppadeild Útivistar ætlar að gefa jeppafólki félagsins tækifæri á að taka þátt!

Þann 21. febrúar næstkomandi býður Hveravallagoði upp á Þorrablót á Hveravöllum. Útivist ætlar að nýta tækifærið í samstigi við Goða og bjóða félagsfólki í Jeppadeild Útivistar að taka þátt í þessari kynngimögnuðu vetrarveislu. Þetta verður ekki bara Þorrablót - við munum flétta hóflegum áskorum við veisluna – allt eftir veðrum og vindum á þessum árstíma. Þegar náttúruöflin vilja sýna sitt versta, og stundum sitt blíðasta andlit, þarf að taka ákvöðun að álitum.

Prógrammið er í grófum dráttum þetta:

Haldið verður af stað frá Mosfellsbæ kl. 17 á föstudeginum 20. febrúar og haldið til Hveravalla.
Gist verður í Gamla skál og eflaust verður þrumukvöldþátttaka í frægustu náttúrulaug Íslands austur og vestur.
Morgunverður í hátíðarsal Hveravallagoða.

Á laugardeginum verður haldið út í óvissuna: kannski festur, klakaskarir, laustengdir snjókristallar, skuggalega brattar brekkur, biluð spil? Verða það Þjófadalir, Kerlingafjöll, Strýtur? Eða hvaðeina sem veðrið leiðir okkur? Við fylgjum bara góða veðrinu. Enginn veit, en ef veðurguðirnir leika við okkur verður dagurinn og kvöldið meganæs.
Laugardagseftirmiðdagur: Hitastigið á lauginni tekið af fullri alvöru
Á laugardagskvöld verður veisla í anda Snorra goða og Gríms góðsyngjandi, þess sem orti Gleymnisrímur.

Á sunnudaginn eftir morgunverð verður heimferð spiluð eftir veðri. Ýmislegt kemur til greina: Kerlingafjöll, Kjölur, Langjökull og fleira. Allt eftir veðri og vindum.

Fjöldi er takmarkaður við 20 þátttakendur.

Verðið er alveg einstakt: Félagsverð á mann er aðeins kr. 33.000, innifalið er gisting í tvær nætur í Gamla skála, morgunmatur tvo morgna, Þorraveislan á laugardagskvöld, ásamt traustri fararstjórn Þórarins Eyfjörð.

Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
Bílnúmer
Gerð bíls
Litur bíls
Dekkjastærð
Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
Að viðkomandi sé farþegi
Bílnúmer

Verð 44.000 kr.
Félagsverð 33.000 kr.

Nr.

2502J02
  • Miðhálendi