Gjafabréf Útivistar

02. desember 2013

Hjá Útivist er hægt að kaupa gjafabréf fyrir öll tækifæri. Gjöf sem inniheldur gjafabréf frá Útivist felur í sér ávísun á skemmtilegar stundir, náttúruupplifun og holla hreyfingu. Gjafabréfin eru því góð gjöf og í sumum tilfellum hafa þau leitt af sér nýjan og heilbrigðan lífsstíl hjá viðtakandanum.