Dagsferð

Hér fyrir neðan er listi sem hafa má til viðmiðunar um hvað er gott að hafa með sér í dagsferðir og hvernig gott er að búa sig fyrir ferðina:

Búnaður

 • Bakpoki 30-35 lítra
 • Kalt vatn á vatnsbrúsa/vatnspoka
 • Heitt vatn/kakó/te/kaffi á brúsa
 • Orkuríkt nesti
 • Snarl, s.s. hnetur/rúsínur
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Sólgleraugu
 • Flugnanet

Fatnaður

 • Göngubuxur úr gerviefnum, ekki gallabuxur
 • Bolur/peysa/soft shell-jakki – ekkert úr bómull
 • Göngusokkar, gjarna þunnir (liner) undir og þykkir utan yfir
 • Mjúkir/hálfstífir gönguskór, vatnsheldir sem styðja vel við öklann
 • Auka skóreimar
 • Legghlífar, ef búast má við bleytu eða snjó
 • Regnjakki og –buxur
 • Húfa og vettlingar