Lýsuhóll – Grundarfjörður, yfir Lýsuskarð

Dags:

fös. 5. jún. 2026 - sun. 7. jún. 2026

Brottför:

Frá Lýsuhóli kl 9:00

Farið er á eigin bílum að Lýsuhóli og sér hver um gistingu fyrir sig. 

Á laugardeginum hefst gangan klukkan 09:00 frá Lýsuhóli og yfir Lýsuskarð og niður til Grundarfjarðar. Gengnir eru um 12–14 kílómetrar, hækkunin er um það bil 600 metrar, og tekur gangan yfirleitt 6–8 klukkustundir.

Ferðin hefst á Lýsuhóli, þar sem við leggjum af stað í grónu og skjólgóðu umhverfi neðan fjallanna. Þaðan liggur leiðin smám saman upp í Lýsuskarð, eftir dalbotnum og hlíðum þar sem má sjá fjölbreytt gróðurfar, læki og jarðmyndanir sem bera vitni um eldvirkni. Gangan upp í skarðið er bæði tignarleg og merkileg, þar sem leiðin fylgir gömlum slóðum milli sveita og fjarða á Snæfellsnesi.

Á leiðinni opnast svo vítt útsýni yfir Snæfellsfjallgarðinn og nærliggjandi sveitir áður en haldið er niður í átt að Grundarfirði. Gangan lýkur við hinn tilkomumikla Grundarfoss, sem fellur hátt niður klettavegg ofan Grundarfjarðar.

Frá Grundarfirði keyrir rúta hópinn til baka að Lýsuhóli.

Ef áhugi er fyrir hendi er möguleiki á styttri göngu daginn eftir, um Búðarhraun og að Búðakletti, en hún tekur um 2 klukkustundir

Verð 33.000 kr.
Félagsverð 22.000 kr.

Nr.

2606H01