Hópar Námskeið

Síun
  • Dags:

    lau. 10. jan. 2026 - mán. 25. maí 2026

    Tími:

    Everest hópur Útivistar fer af stað eftir áramót.  Dagskráin miðast við að undirbúa þátttakendur sem best fyrir göngu í Skaftafelli í maí 2026. Í þeirri ferð verður hægt að velja milli tveggja fjalla, þar sem önnur gangan krefst jöklabúnaðar enn hin ekki.  Alls verða 10 ferðir,  skiptist í 3 kvöldferðir, 6 dagsferðir og 1 helgarferð.

    Heildar hæðarhækkun í göngunum er um 8.000 metrar og hefur þannig tengingu við hæð Everest fjallsins.

    Byrjað verður á auðveldum göngum  og síðan verður erfiðleikastigið aukið jafnt og þétt. Erfiðleikastigið er miðlungs erfiðar göngur og yfir í erfiða göngu í lokinn, ef lengri gangan er valin. Í fjórum göngum verður farin þjóðleið og  ein gangan tengist sögusviði Njálu.

    Markmið hópsins er að bjóða áhugaverðar göngur og einnig að auka jafnt og þétt hæfni þátttakanda að takast á við krefjandi göngur. Þátttakendur fara á eigin bílum á upphafsstað ferða.


    Fararstjórar:  Ingvar Júlíus Baldursson og Ólafur Sigurjónsson
    Nánari lýsing
    • Verð:

      69.000 kr.
    • Félagsverð:

      56.000 kr.
    • Nr.

      2601E01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 24. jan. 2026 - sun. 14. jún. 2026

    Brottför:

    Fjallabrall Útivistar – með helgarferð í Bása

    Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

    Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.*

    Á vorönninni mun hópurinn ganga níu sinnum saman en farnar verða fjórar kvöldferðir og fimm dagsferðir. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í ferðir (nema í Síldarmannagötur þar sem farið verður í rútu). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 og í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl.8 eða kl. 9, í báðum tilvikum er boðið að sameinast í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

    Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er lagt upp úr því að njóta útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmsa hluti tengda göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

    Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.

    • Verð:

      90.000 kr.
    • Félagsverð:

      76.000 kr.
    • Nr.

      2601B01H
    • ICS
  • Dags:

    lau. 24. jan. 2026 - lau. 30. maí 2026

    Brottför:

    Fjallabrall Útivistar – án helgarferðar

    Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

    Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.*

    Á vorönninni mun hópurinn ganga níu sinnum saman en farnar verða fjórar kvöldferðir og fimm dagsferðir. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í ferðir (nema í Síldarmannagötur þar sem farið verður í rútu). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 og í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl.8 eða kl. 9, í báðum tilvikum er boðið að sameinast í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

    Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er lagt upp úr því að njóta útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmsa hluti tengda göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

    Innifalið í skráningu er fararstjórn í allar ferðir og rúta í dagsferð á Síldarmannagötur.

    Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.

    • Verð:

      60.000 kr.
    • Félagsverð:

      47.000 kr.
    • Nr.

      2601B01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 31. jan. 2026 - lau. 12. sep. 2026

    Brottför:

    Raðganga um Kóngsveg 2026 - allar göngurnar

    Árið 2026 verða 119 ár liðin frá ferð Friðriks áttunda konungs Danmerkur og Íslands frá Reykjavík til Þingvalla, Geysis og Gullfoss. Að því tilefni stendur Útivist fyrir raðgöngu þessa leið og verður hún farin í átta áföngum frá janúar og fram í september.
    Fyrirkomulag ferðanna verður þannig að þátttakendur fara á eigin bílum og hittast við lokastað hverrar göngu. Sameinast er í bíla að upphafsstað þar sem gangan hefst.
    Fararstjórar verða Hanna Guðmundsdóttir, Fríða Brá Pálsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir ásamt fleirum.

    Félögum í Útivist býðst að taka allar Kóngsvegsgöngurnar átta í einum pakka með 30% afslætti af félagsverði. Hver ferð er á 5900kr og því fullt félagsverð fyrir allar göngurnar 47.200 en félagar fá pakkann á kr. 33.040. Þá munu þeir sem kaupa allar göngurnar fá aðgang að lokuðum Facebook hóp með fararstjórum ferðanna þar sem deilt verður upplýsingum um ferðirnar og fleira. Við hvetjum því félaga sem ætla að ganga með að kaupa allar ferðirnar.
    • Verð:

      0 kr
    • Félagsverð:

      33.040 kr.
    • Nr.

      2601D02
    • ICS
  • Dags:

    mið. 11. feb. 2026 - sun. 7. jún. 2026

    Brottför:

    Hefur þig alltaf langað að prófa bakpokaferðir, en veist ekki hvar á að byrja? Eða er einfaldlega bara of langt síðan síðast og þú vilt rifja þetta upp.

    Námskeiðið „Með allt á bakinu – byrjendanámskeið í bakpokaferðum“ er þá fyrir þig!

    Hvort sem þú ert að byrja í því að ganga með allan búnað á bakinu eða hefur ekki gert það í langan tíma og vilt rifja það upp, þá færðu á þessu námskeiði þá þekkingu og reynslu sem þarf til að takast á við lengri ferðir á eigin vegum.

    Námskeiðið fer yfir grunnatriði bakpokaferðalaga með skemmtilegum fyrirlestrum, umræðum og skoðun á búnaði, og prufun á búnaði. Þar sem þú lærir allt frá því að velja réttan bakpoka og pakka snjallt, til að tjalda, elda úti og velja leiðir í náttúrunni. Þú færð tækifæri til að prófa búnaðinn þinn í öruggu og skipulögðu umhverfi í dagsferðum og ferðum yfir nótt og undirbúa þig fyrir lengri ferðir, allt undir leiðsögn reynslubolta

    Fararstjórar eru Hrönn Baldursdóttir og Íris Hrund Halldórsdóttir

    Kennt er tvisvar í mánuði, annaðhvort á skrifstofu Útivistar Katrínartúni 4 eða farið í ferðir.

    • Verð:

      92.000 kr.
    • Félagsverð:

      72.000 kr.
    • Nr.

      2602N01
    • ICS
  • Dags:

    mið. 29. apr. 2026 - lau. 30. maí 2026

    Tími:

    Bláfjallahreysti

    Bláfjallahreysti er lokaður gönguhópur fyrir vant göngufólk. Gengnar verða fjölbreyttar leiðir á Bláfjallsvæðinu svæðinu. Umhverfi Bláfjalla er einstaklega fallegt og fjölbreytt svæði og gaman að ganga þar um. Bláfjallahreysti er fimm vikna gönguprógram og verða göngurnar sex, fjórar kvöldferðir og tvær dagsferðir. Fyrsta ferðin verður kvöldferð 29 apríl og sú síðast í lok mái. Erfiðleikastig er 2 skór og munu alltaf tveir fararstjórar vera með hópnum. Þátttakendur fara á eigin bílum.

    Þetta er tilvalin leið til að komast af stað fyrir sumarið og koma sér í toppform!
    Fararstjórar eru Guðrún Svava Viðarsóttir og Margrét Harðardóttir

    29. apríl, miðvikudagur.   Kvöldferð: Sauðadalahnúkur 9km, 450 – 500m hækkun
    6. maí, miðvikudagur.      Kvöldferð: Bláfjallahorn, Kerlingahnjúkur og Heiðartoppur, 8,5km 350m hækkun
    9. maí, laugardagur.        Dagsferð: Lambafellshraun, Eldborgir og Lambafell, 19km, 400 – 500m hækkun 
    21. maí, fimmtudagur.     Kvöldferð: Geitafell, 8 – 9km, 350 – 400m hækkun
    28. maí, fimmtudagur.     Kvöldferð: Rauðuhnúkar, 5-6km 250-300m hækkun
    30. maí, laugardagur.       Dagsferð: Bláfjöll, Bláfjallahryggur og Ólafsskarðshnúkur, 15-16 km, 650 – 700m hækkun

    • Verð:

      43.000 kr.
    • Félagsverð:

      32.000 kr.
    • Nr.

      2604C01
    • Suðvesturland

    • ICS