Hópar Námskeið

Síun
  • Dags:

    mið. 27. ágú. 2025 - mið. 3. des. 2025

    Brottför:

    Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

    Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu almennt ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.

    Á haustönninni mun hópurinn ganga átta sinnum saman en farnar verða fjórar kvöldferðir og fjórar dagsferðir. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í ferðirnar (nema þegar gengið verður á Skjaldbreiður og Kattartjarnarleiðina þá verður rúta sem keyrir hópinn á upphafstað göngu og sækir hópinn í lok hennar). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 og í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl. 8 eða kl. 9, þar sem boðið verður að sameinast í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

    Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er gert úr því að hópurinn njóti útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmislegt tengt göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

    Innifalið í skráningu er fararstjórn í allar ferðir og rúta í dagsferðir á Skjaldbreiður og í Kattartjarnaleiðina.

    Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      56.000 kr.
    • Félagsverð:

      42.000 kr.
    • Nr.

      2508B01
    • ICS
  • Dags:

    mið. 27. ágú. 2025 - mið. 3. des. 2025

    Brottför:

    Fjallabrall hefur fest sig í sessi sem gríðarlega vinsæll gönguhópur innan Útivistar síðan hann fór í gang á haustdögum 2022.

    Hópurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af útivist og fjallgöngum. Erfiðleikastig ferða er 1-2 skór. Miðað er við að dagsferðir séu almennt ekki meira en um 15 km og uppsöfnuð hækkun í ferðum ekki meiri en um 600 metrar.

    Á haustönninni mun hópurinn ganga átta sinnum saman en farnar verða fjórar kvöldferðir og fjórar dagsferðir. Miðað er við að fólk fari á eigin bílum í ferðirnar (nema þegar gengið verður á Skjaldbreiður og Kattartjarnarleiðina þá verður rúta sem keyrir hópinn á upphafstað göngu og sækir hópinn í lok hennar). Í kvöldgöngunum hittist hópurinn kl. 18 og í dagsgöngunum hittist hópurinn ýmist kl. 8 eða kl. 9, þar sem boðið verður að sameinast í bíla og svo keyrir hópurinn í samfloti að upphafstað göngu.

    Í ferðunum er aðal áherslan á að öllum líði vel. Allir eiga að geta notið sín í hópnum og mikið er gert úr því að hópurinn njóti útiverunnar saman. Þátttakendur fræðast um ýmislegt tengt göngum og útivist auk þess sem lagt er upp úr því að deila fróðleik tengdum svæðinu sem ferðast er um.

    Helgarferð haustannar er að þessu sinni haustlitaferð í Bása í október. Lagt verður af stað með rútu frá Reykjavík seinnipartinn á föstudeginum og keyrt í Bása þar sem haustlitadýrðin tekur á móti okkur. Föstudagskvöldið fer í að koma okkur fyrir í skála og undirbúa göngu laugardagsins. Á laugardagsmorgninum verður svo lagt af stað í göngu en val á henni fer eftir veðri og vindum. Á laugardagskvöldinu skellum við svo í sameiginlegt grill og gaman og njótum samverunnar. Á sunnudeginum gefst svo tækifæri til að fara í stutta og þægilega gönguferð um fallegt svæði í nágrenni Bása áður en rútan keyrir hópinn aftur til Reykjavíkur eftir hádegi.

    Innifalið í skráningu er fararstjórn í allar ferðir, rúta í helgarferð í Básum og í dagsferðir á Skjaldbreið og í Kattartjarnarleiðina og tveggja nátta gisting í skála í helgarferðinni í Básum.

    Fararstjórar eru Fríða Brá Pálsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Tryggvi Guðmundsson.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      83.000 kr.
    • Félagsverð:

      69.000 kr.
    • Nr.

      2508B01H
    • ICS
  • Dags:

    fim. 4. sep. 2025 - lau. 6. des. 2025

    Brottför:

    Fjallfarar munu á haustönn 2025 æfa sig fyrir helgarferð í Tindfjöll í byrjun nóvember. Fjöldi ferða eru 9 sem skiptist í 4 kvöldferðir, 4 dagsferðir og ein helgarferð. Einnig má sleppa helgarferðinni, skráning í þann pakka hér

    Markmið með hópnum er að bjóða upp á fræðandi og skemmtilegar göngur í góðum félagsskap. Göngur Fjallfara eru 2 - 3 skór og eru þær frá miðlungserfiðum upp í erfiðar göngur, og munu taka mið af getustigi hópsins. Byrjað verður á auðveldum göngum  og síðan verður erfiðleikastigið aukið jafnt og þétt.

    Dagsgöngurnar eru á  laugardegi, hittumst oftast kl. 9 og sameinumst í bíla og keyrum að upphafsstað göngu. Ef veðurútlit er óheppilegt á laugardeginum verður hægt að færa gönguna til sunnudags sömu helgi. Í kvöldgöngunum er gengið af stað kl. 18 og verðum við á áhugaverðum stað í Reykjavík eða í  næsta nágrenni.

    Farið er á eigin bílum í allar göngurnar fyrir utan Tindfjöll (innifalið er akstur upp í Tindfjallaskála frá Fljótsdal).

    Sjá nánar hér.

    • Verð:

      89.000 kr.
    • Félagsverð:

      74.000 kr.
    • Nr.

      2509P02
    • ICS
  • Dags:

    fim. 4. sep. 2025 - lau. 6. des. 2025

    Brottför:

    Fjallfarar munu á haustönn 2025 fara 8 ferðir sem skiptast í 4. kvöldferðir og 4. dagsferðir. Einnig er boðið upp á helgarferð í Tindfjöll. Skráning í þann pakka er hér.

    Markmið með hópnum er að bjóða upp á fræðandi og skemmtilegar göngur í góðum félagsskap. Göngur Fjallfara eru 2 - 3 skór og eru þær frá miðlungserfiðum upp í erfiðar göngur, og munu taka mið af getustigi hópsins. Byrjað verður á auðveldum göngum  og síðan verður erfiðleikastigið aukið jafnt og þétt.

    Dagsgöngurnar eru á  laugardegi, hittumst oftast kl. 9 og sameinumst í bíla og keyrum að upphafsstað göngu. Ef veðurútlit er óheppilegt á laugardeginum verður hægt að færa gönguna til sunnudags sömu helgi. Í kvöldgöngunum er gengið af stað kl. 18 og verðum við á áhugaverðum stað í Reykjavík eða í  næsta nágrenni.

    Farið er á eigin bílum í allar göngurnar.

    Nánari lýsing.

    • Verð:

      56.000 kr.
    • Félagsverð:

      44.000 kr.
    • Nr.

      2509P01
    • ICS