Hanna Guðmundsdóttir

Hanna Guðmundsdóttir

Hanna er gekk til liðs við fararstjórateymi Útivistar haustið 2019 en hafði þá tekið virkan þátt í starfi félagsins um nokkurt skeið, í Útivistargírnum, Fjallförum og Útivistarlífinu svo eitthvað sé nefnt.

Hönnu er fjalla- og ferðamennskan í blóð borin og hún hefur ferðast víða með fjölskyldu sinni frá blautu barnsbeini en endurvakti fjallaáhuga sinn á nýjan leik fyrir nokkrum árum.  Hún nýtur þess í botn að ganga um víðerni íslenskrar náttúru í góðra vina hópi og upplifa gleðina og frelsið sem í því felst.

Uppáhalds nesti Hönnu eru flatkökur með tofuáleggi og vegan osti og svo klikkar gott súkkulaði aldrei!

Mottó Hönnu er: "Geymdu ekki bros dagsins til morgundagsins"

Sími: 698-2968 - netfang: hannagudm@gmail.com