Edda Sól Ólafsdóttir Arnholtz

Edda Sól3.jpg

Edda Sól er nýútskrifaður Jarðfræðingur og er sem stendur í Fjallamennskunámi Framhaldsskóla Austur Skaftafellssýslu þar sem kenndur er grunnur að alls kynns fjallamennsku og leiðsögn. Hún ólst upp á Patreksfirði og hefur því alltaf verið umkringd náttúru sem hefur gert hana af þeim náttúruunnanda sem hún er í dag. Hennar helstu áhugamál er að brölta um fjöll með fjölskyldu og vinum og þá sérstaklega þegar áhugaverð jarðfræðileg fyrirbæri verða á vegi þeirra sem hægt er að stúdera. Leiðsögn hefur verið vinsæl starfsgrein innan fjölskyldu hennar og hefur Edda leitt hópa til dæmis um Hornstrandir ásamt föður sínum. Hennar helsta markmið er að geta unnið við það að leiða og fræða hópa um þá stórbrotnu náttúru sem við Íslendingar höfum í bakgarðinum okkar.

Sími: 867-3702 Tölvupóstur: eddasol97@gmail.com