Raðganga um Reykjanes; allir áfangar á afsláttarverði

05. febrúar 2016

Stefnir þú á að klára alla áfanga raðgöngunnar um Reykjanes? Þá er þetta eitthvað fyrir þig. 

Nú geta félagsmenn í Útivist skráð sig í alla áfanga raðgöngunnar um Reykjanes með fyrirframgreiðslu og fá þá umtalsverðan afslátt á þátttökugjaldinu.  Verð fyrir allar göngurnar er aðeins 50.000 krónur en ef greitt er fyrir hverja fyrir sig á fullu verði kostar það 73.500 krónur. Ef greitt er með kreditkorti er hægt að dreifa greiðslunni á tvö tímabil.