Reykjavegurinn

01. janúar 2020

Reykjanesskaginn er mikil útivistar- og náttúruperla. Fyrir um það bil 25 árum var sett af stað vinna við að leggja og kynna nýja gönguleið sem hlaut nafnið Reykjavegur og liggur á milli Reykjaness og Nesjavalla. Að leiðarljósi var haft að gatan lægi sem næst miðjum endilöngum Reykjanesskaganum og sem fjærst byggð. Engu að síður er víða gott aðgengi að leiðinni sem er um það bil 125 km löng.

Á Reykjaveginum er gengið um margar helstu náttúruperlur skagans. Leiðin var stikuð árið 1996 og þó sumar stikur séu fallnar hafa göngumenn síðustu ára víða markað slóð þar sem hún var ekki fyrir. Á köflum er gengið eftir gömlum götum forfeðranna. Fjölbreytileiki náttúrunnar á Reykjanesskaganum er meiri en margir halda. Gengið verður um flekaskil, misgengi, sprungur, eldstöðvar, hraun og hrauntraðir, jarðhitasvæði, gróðurvinjar og mosa, stöðuvötn, menningarminjar og fleira. Góð leið til að kynnast þessu er að slást í hópinn með Útivistarfélögum í raðgöngunni um Reykjaveginn.

Hægt er að bóka sig í einstaka ferð eða bóka í allar ferðirnar með veglegum afslætti.


Fararstjórar:

Kristjana Birgisdóttir

Hanna Guðmundssdóttir

Hrönn Baldursdóttir