Fríða Brá Pálsdóttir

Fríða hefur sinnt þjálfun barna og fullorðinna um margra ára skeið og gekk til liðs við fararstjórateymi útivistar 2022. Hún er alin upp í nálægð við náttúruna í vestur Skaftafellssýslu og endurnýjaði kynni sín við fjöllin eftir að háskólanámi lauk og frítimi varð aftur til.

Fríða nýtur þess að ganga um villta náttúru með fjölskyldu, vinum eða skipulögðum gönguhópum og hefur tekið þátt í starfi útivistar síðan 2018. Fríða er mikill fjallabrallari og nýtur þess að taka gott og fallegt nesti með sér og njóta þess í fjallasal.

Hún er sjúkraþjálfari að mennt en hefur auk þess setið námskeið í rötun og skyndihjálp í óbyggðum.

Mottó: ævintýrin byrja þar sem þægindarammanum sleppir

Sími 849 4938 email: frida.palsdottir@yahoo.com