Bóka gistingu
Please note that this hut is not on the Laugavegur trek!
FÉLAGSMENN

Gagnlegar upplýsingar
Staðsetning skála Útivistar á korti.
GPS-hnit: N63°53,890 / V 18°41,467
Gistipláss: Í skálanum eru 20 gistipláss
Tjaldsvæði: Mjög gott tjaldsvæði
Salerni: Yfir hásumarið. Ekki klósettpappír
Rennandi vatn: Yfir hásumarið
Eldunaraðstaða: Gashellur, eldunaráhöld og borðbúnaður
Grillaðstaða: Til staðar, koma með kol með sér.
Áhugaverðir staðir í nágrenninu:
Strútslaug, Svartahnúksfjöll, Gjátindur, Eldgjá og Steinbogi á Syðri-Ófæru
Gangnamannaskálar eru ótvírætt hluti af sögu þjóðarinnar og umferð fólks um hálendið. Í þeim ríkir andi hálendisferða og möguleikinn á að flýja amstur borgarlífsins og upplifa einfaldleika og kyrrð fjallanna. Skáli Útivistar í Álftavötnum var endurreistur árið 2001 og endurbættur árið 2010. Afraksturinn er vinalegur og þægilegur skáli án íburðar, sem fullnægir einföldustu þörfum nútíma ferðamanna.
Aðkoma úr Skaftártungu:
Algengast er að ekið sé að Álftavötnum úr Skaftártungu inn á Fjallabaksleið nyrðri (F208). Skammt norðan við hálendismiðstöðina Hólaskjól er beygt til vinstri inn á veg F233. Ekið er yfir Syðri-Ófæru á vaði sem getur verið stórgrýtt og varasamt fyrir minni jeppa. Rétt er að afla upplýsinga um bestu leið áður en haldið er yfir. Að vaði loknu er beygt til vinstri og ekinn slóði að skálanum og ganga þarf um 200 m í lokin. GPS-hnit gatnamótanna: N63°53,816 / V 18°42,195
Aðkoma frá Mælifellssandi:
Ef komið er eftir Fjallabaksleið syðri yfir Mælifellssand er ekið yfir Hólmsá norðan við Háöldu. Því næst er ekið eftir F233 framhjá Svartahnúksfjöllum og um Álftavatnakrók að slóðanum að skálanum. Einnig er hægt að koma akandi frá Snæbýli (F210).
Skálavörður er ekki á staðnum en skálaverðir í Strútsskála hafa eftirlit með skálanum. Gistingu í skála er bókuð fyrirfram á netinu. Tjaldstæði er hægt að greiða hjá skálaverði í Strút, á skrifstofu Útivistar eða í greiðslubauk í skálanum.