Árbækur Útivistar í rafrænni útgáfu

10. janúar 2023

Nú er hægt að kaupa aðgang að öllum Árbókum Útivistar á rafrænu formi fyrir aðeins 4.500 kr. Árbækurnar voru gefnar út á árunum 1975 til 2000 og í þeim er að finna margvíslegan fróðleik um náttúruna, áhugaverða staði og gönguleiðir, ásamt fróðleik um starfsemi félagsins á þessum árum. Alls 25 bækur á stafrænu formi.

Aðganginn er hægt að kaupa hér á vefnum ferdast.is