Ferðir 2013

Myndir úr ferðum Útivistar á árinu 2013

 

Vinnuferð í Bása - 1.-3. nóvember

Helgina 1. - 3. nóvember fór hópur af Útivistarfélögum í vinnuferð í Bása að gera skálann klárann fyrir veturinn. Myndirnar tók Guðbjartur Guðbjartsson.

Hjólaferð á Vestfirði - 4.-7. júlí

Sumarleyfishjólaferð Útivistar sumarið 2013 var að þessu sinni á Vestfirði. Myndirnar tók Guðbjartur Guðbjartsson

Fagraskógarfjall - 22. september

Sunnudagsganga Útivistar á Fagraskógarfjall í Hnappadal 22. september. Fararstjóri var María Berglind Þráinsdóttir. Myndirnar tók Guðbjartur Guðbjartsson

Dalakofi Strútur

Jeppadeildin fór fyrstu helgina í nóvember inn á Fjallabak.  Á föstudagskvöldi var farið í Dalakofa og gist þar.  Laugardag var farið í Landmannalaugar og Fjallabaksleið nyðri en síðan inn á syðra Fjallabak með stefnu á náttstað í Strút.  Hópurinn þurfti hins vegar frá að hverfa þegar skammt var eftir í skála vegna krapa og var þá farið í gistingu í Hvanngili.

Hverfandi jöklar - 11.-15. júlí 2013

Dagana 11.-15. júlí 2013 var farin bakpokaferð á slóðir hverfandi jökla austan við Vatnajökul, þ.e. Þrándarjökul, Hofsjökul og Lambatungnajökul. Fararstjóri var Unnur Jónsdóttir.

Myndirnar tók Björn Ingi Guðmundsson.  

Syðstasúla 6. október 2013

Sunnudagsganga Útivistar á Syðstusúlu 6. október 2013. Fararstjóri var María Berglind Þráinsdóttir.
Myndirnar tók Halldór Jakobsson.  

Hraðferð um Laugaveginn 12.-15. september 2013

Laugavegurinn var genginn á tveimur dögum og síðan tóku göngumenn þátt í grillhelgi í Básum. 
Fararstjóri var Hákon Gunnarsson. Myndirnar tók Richard Morton.  

Grillferð í Bása 13.-15. september 2013

Fleiri myndir frá grillferðinni í Bása 13.-15. september 2013. 
Myndirnar tók Þorgerður Á. Hanssen.  

Grill og gaman í Básum 13.-15. september 2013

Helgina 13.-15. september var mikið um að vera í Básum. Þá var haldin hin árlega "Grill og gaman" helgi, Everest-hópurinn gekk Þórsmerkurhringinn (Réttarfell, Valahnúka, Tindfjöll, Útigönguhöfða) og Básanefndin kom með nýja ljósavél og setti í stað hinnar gömlu sem var úrbrædd. 

Myndirnar sendi Anna Soffía Óskarsdóttir.

Þjórsárver 14.-17. ágúst 2013

Síðasti leggur Langleiðarinnar á árinu 2013 var genginn dagana 14.-17. ágúst. Ferðin hófst í Setrinu og gengið var um Þjórsárver yfir í Nýjadal. Fararstjóri var Grétar W. Guðbergsson.

Myndirnar tóku Fanney Gunnarsdóttir og Grétar W. Guðbergsson. 

Snæfjallaströnd - Jökulfirðir

Ferð Útivistar á slóðir bóka Jóns Kalmans um Snæfjallaströnd og Jökulfirði.
Myndirnar tók Ása Ögmundsdóttir. 

Tindfjallajökull 11. ágúst 2013

Dagsferð Útivistar á Tindfjallajökul, þar sem meðal annars var gengið á Ými og Ýmu. Fararstjóri var Stefán Þ. Birgisson. 
Myndirnar tók Snædís Snæbjörnsdóttir.

Langleiðin, Meyjarsæti-Hvítárbrú

Sjöundi áfangi Langleiðarinnar, genginn dagana 28.-30. júní 2013. 
Myndirnar tók Fanney Gunnarsdóttir. 

Snæfellsjökull 15. júní 2013

Myndir úr ferð Everest-hóps Útivistar á Snæfellsjökul 15. júní 2013.
Myndirnar tók Leifur Hákonarson. Ferðasögu frá Leifi má sjá hér.  

Stóribolli 22. maí 2013

Útivistarræktin á Stórabolla miðvikudaginn 22. maí 2013.
Myndirnar tók Guðbjartur Guðbjartsson.  

Vorferð jeppadeildar á Vatnajökul 9.-12. maí 2013

Myndirnar tók Þórarinn Eyfjörð. 

Langleiðin, 3. áfangi, 7. apríl 2013

Latsfjall-Fjallið eina. Gengið um Móhálsadal.
Myndirnar tók Gunnar Hólm Hjálmarsson. 

Langleiðin 2. áfangi, 17. mars 2013

Grindavík - Latsfjall.
Myndirnar tók Gunnar Hólm Hjálmarsson 

Langleiðin 1. áfangi, 3. mars 2013

Reykjanestá-Grindavík.
Myndirnar tók Grétar W. Guðbergsson. Fleiri myndir frá Grétari má sjá hér.  

Grímsfjall 5.-7. apríl 2013

Jeppadeild Útivistar fór á Grímsfjall 5.-7. apríl 2013. Flott veður á laugardag og vel þokkalegt á sunnudag. Lítill sem enginn snjór í Jökulheimum, klaki á jökli langleiðina að Pálsfjalli, púður yfir ágætu burðarlagi eftir það, en síðan 2,5-3 pund síðustu 8 kílómetrana að skálum. Myndirnar tók Tómas Þröstur Rögnvaldsson.

Blikdalshringur 2. mars 2013

Myndir úr ferð Everest-hópsins um Blikdalshringinn 2. mars 2013.
Myndirnar tók Grétar W. Guðbergsson. Fleiri myndir frá Grétari má sjá hér

Prestastígur 3. febrúar 2013

Grétar W. Guðbergsson sendi myndir og ferðasögu.
Fleiri myndir frá Grétari má sjá hér.