Ferðum frestað í samkomubanni

18. mars 2020

Nú þegar í gildi er samkomubann þarf að aðlaga samfélagið að þeim aðstæðum. Það á jafnt við um útivist sem annað. Eftir að samkomubann var hert enn frekar þurfum við enn og aftur að endurskoða okkar starfsemi.

Í þessu ljósi verður öllum ferðum Útivistar frestað um óákveðinn tíma. Við hvetjum félagsmenn okkar til að taka alvarlega allar leiðbeiningar og fyrirmæli almannavarna, en minnum um leið á mikilvægi þess að stunda holla útiveru eins og aðstæður bjóða upp á. Röskur göngutúr um nágrenni eða í nágrenni borgarinnar er góð heilsuvörn. Þó svo við getum ekki hist og gengið saman í góðum félagsskap er um að gera að halda áfram að hreyfa sig.

Sjáumst spræk og hress strax og ástandið batnar og takmarkanir á samkomur renna út.