Jeppaferðir

Síun
 • Dags:

  fim. 11. júl. 2019 - sun. 14. júl. 2019

  Brottför:

  • Tjald

  Ekið seinnipart fimmtudags inn í Núpsstaðarskóga en þar eru margar skemmtilegar gönguleiðir, svo sem á Eystrafjall og yfir að Súlutindum. Auðveld ganga er inn að ármótum Núpsár og Hvítár og þeir sem ekki þjást af lofthræðslu geta klifrað í keðju upp kletta og skoðað tvílita hylinn. Farið verður upp í Lakagíga og skoðuð þau stórkostlegu ummerki sem þar eru um mestu jarðhræringar í sögu landsins. Fleiri leiðir verða eknar allt eftir áhuga og veðri en einnig verður farið í gönguferðir sem eru hluti af ævintýrinu.

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   1907J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. okt. 2019 - sun. 13. okt. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er ein skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Hist í Hrauneyjum að morgni dags. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   1910J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. okt. 2019 - sun. 27. okt. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Hin fornu vöð frumkvöðlanna könnuð svo sem Bjallavað og Hófsvað í Tungnaá. Hlynur Snæland er þaulvanur björgunarsveitarmaður og hann fer yfir öryggisatriði og annað sem hafa þarf í huga þegar glímt er við hin stóru fljót. 

  • Verð:

   12.000 kr.
  • Nr.

   1910J02
  • ICS


1 / 19

Skælingar