Jeppaferðir

Síun
  • Dags:

    fös. 19. sep. 2025 - sun. 21. sep. 2025

    Tími:

    • Skáli

    Þessi ferð er fyrir óbreytta eða lítið breytta jeppa, þar sem farið er inn á Fjallabak um Keldur og inn fyrir Hafrafell meðfram Eystri Rangá upp í Hungurfit þar sem gist verður. Á laugardeginum er ferðinni heitið um Syðra Fjallabak, eftir stutt stopp við nafnlausa fossinn í Markárfljótinu. Komið verður við í Álftavatni og Hvanngili og kíkt á gljúfrin þar sem Kaldsklofskvísl fellur í Markárfljótið á leið okkar í Strút, þar sem gist verður í skála Útivistar á laugardagskvöldið. Á sunnudeginum verður ekið austur fyrir Mælifellshnjúk og farið yfir Brennivínskvísl og yfir Hólmsá og gengið að Rauðabotn áður en haldið er til byggða.

    Fararstjóri: Skúli Skúlason

    • Verð:

      31.000 kr.
    • Félagsverð:

      29.000 kr.
    • Nr.

      2509J01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 4. okt. 2025 - sun. 5. okt. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er einhver skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Farið að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt er á tanka. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

    Farastjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson

    • Verð:

      24.000 kr.
    • Félagsverð:

      22.000 kr.
    • Nr.

      2510J01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 8. nóv. 2025 - sun. 9. nóv. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Ferðin hefst í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum, farið inn í Landmannalaugar, þaðan um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssandi og í Strútsskála. Tekið tékk á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru hagstæðar.  Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellsand og niður í Fljótshlið eða um Mýrdalsjökul ef færi er gott.

    Farastjóri: Þorsteinn Pálsson

    • Verð:

      22.000 kr.
    • Félagsverð:

      20.000 kr.
    • Nr.

      2511J01
    • ICS


1 / 19

Skælingar