Jeppaferðir

Síun
  • Dags:

    lau. 10. jan. 2026 - sun. 11. jan. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Þrettándastuð í Þórsmörk. Jeppa- og gönguskíðaferð. 

    Hvað er betra en að enda jólin í Básum á Goðalandi og fagna með því nýbyrjuðu ferðaári? Þórarinn Eyfjörð er fararstjóri í þessari skemmtilegu ferð og víst er að gítarinn verður með í för (a.m.k. tveir). Brenna, flugeldar, áramótasöngvar og kvöldvaka.
    Fararstjóri: Þórarinn Eyfjörð

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    Athugið að gist verður í litla skála og takmarkað pláss, best að panta sem fyrst

    • Verð:

      29.000 kr.
    • Félagsverð:

      18.000 kr.
    • Nr.

      2601J01
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    fös. 16. jan. 2026 - sun. 18. jan. 2026

    Tími:

    • Skáli

    Eyfirðingaleið norðan jökla

    Fyrir jeppaáhugamenn er leiðin frá Kjalvegi yfir á Sprengisand einkar spennandi, með fjölmörgum áskorunum og leiðum. Farið verður inn að Hveravöllum á föstudagskvöldið og gist og laugað fyrir ævintýri helgarinnar. Á laugardeginum verður dagurinn tekinn snemma og farið inn á Eyfirðingaleiðina yfir Blöndu og svo sem leið liggur norðan Hofsjökuls yfir Ströngukvísl við Sátu og áfram austur yfir Vestari og Austari jökulföllin. Komið verður við í Ingólfsskála, farið hjá Illviðrahnjúkum og staldrað við í Miðjunni áður en komið verður í Laugafell þar sem gist verður í skála Ferðafélags Eyfirðinga. Á sunnudeginum verður farið suður með Hofsjökli að Þjórsárjökli og niður á Kvíslarveituveg og niður í Hrauneyjar.
    Fararstjóri: Gylfi Jónu Arnbjarnarson

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      49.000 kr.
    • Félagsverð:

      38.000 kr.
    • Nr.

      2601J02
    • Miðhálendi

    • ICS
  • Dags:

    lau. 7. mar. 2026 - sun. 8. mar. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Fjallabak syðra

    Ekið inn á Fjallabaksleið hjá Gunnarsholti, komið við í Hungurfitjum ef aðstæður eru góðar, þaðan farið í Dalakofann þar sem gist verður um nóttina. Á sunnudeginum verður farin hin stórskemmtilega leið inn í Álftavatn, Hvanngil, inn á Emstruleið og niður í Fljótshlíð.
    Fararstjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      33.000 kr.
    • Félagsverð:

      22.000 kr.
    • Nr.

      2603J01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 28. mar. 2026 - sun. 29. mar. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Eyjafjallajökull - Fimmvörðuháls - Mýrdalsjökull - jeppaferð

    Farið upp á Eyjafjallajökul og Toppgígurinn skoðaður sem og útsýni yfir Þórsmörk og gist í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi þar sem verður grill og gaman. Á sunnudeginum verður farið yfir á Mýrdalsjökul og hann þveraður yfir á Mýrdalssand þaðan sem ekið verður til byggða niður í Fljótshlíð.
    Fararstjóri: Þorsteinn Pálsson

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      33.000 kr.
    • Félagsverð:

      22.000 kr.
    • Nr.

      2603J02
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    fös. 3. apr. 2026 - sun. 5. apr. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Vestur Vatnajökull - Jeppaferð

    Vatnajökull heillar alltaf og ef vorið verður kalt og hagstætt þá er um að gera að nota tækifærið. Ekið frá Hrauneyjum í mildri vorbirtunni sem leið liggur í hinn frábæra skála Jöklarannsóknarfélagsins í Jökulheimum. Snemma á laugardagsmorgun tökum við glímuna við jökulinn og stímum að Grímsfjalli með viðkomu á Pálsfjalli. Gufubaðið og grillið tekið af fullri alvöru. Eftir indælan nætursvefn í einum mest sjarmerandi skála á Íslandi, verður lagt af stað í morgunroðanum áleiðis heim. Hamarinn og fleiri áhugaverðir staðir teknir á leiðinni, allt eftir því hvað veður leyfir.
    Fararstjóri: Gylfi Jónu Arnbjarnarson

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      46.000 kr.
    • Félagsverð:

      35.000 kr.
    • Nr.

      2604J01
    • Miðhálendi

    • ICS
  • Dags:

    fim. 23. apr. 2026 - sun. 26. apr. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Vorferð jeppadeildar á Vatnajökul - eystri hópur

    Í hinni stórskemmtilegu vorferð Útivistar verður boðið upp á tvo hópa, annar sem fer austurleiðina um Skálafellsjökul og hinn sem fer um Grímsfjall. Í Sigurðarskála gista hóparnir saman og halda grillveislu að hætti Útivistar á föstudagskvöldið.

    Eystri hópurinn leggur af stað að morgni fimmtudags frá Smyrlabjörgum en gisting nóttina áður er á ábyrgð hvers og eins. Ekið verður á Goðabungu og í Snæfellsskála, þar sem verður gist. Á föstudeginum verður dagurinn tekin snemma og ekið í Kverkfjöll þar sem farið verður í bað í Hveragili og Sigurðarskála þar sem hópurinn sameinast hinum hópnum. Á laugardeginum verður svo haldið áfram á Grímsfjall og freistað þess að fara í gufubað. Á sunnudeginum verður ekið til byggða um Jökulheima.
    Fararstjóri: Þórarinn Eyfjörð

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      60.000 kr.
    • Félagsverð:

      49.000 kr.
    • Nr.

      2604J02A
    • Miðhálendi

    • ICS
  • Dags:

    fim. 23. apr. 2026 - sun. 26. apr. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Vorferð jeppadeildar á Vatnajökul - vestari hópur

    Í hinni stórskemmtilegu vorferð Útivistar verður boðið upp á tvo hópa, annar sem fer austurleiðina um Skálafellsjökul og hinn sem fer um Grímsfjall. Í Sigurðarskála gista hóparnir saman og halda grillveislu að hætti Útivistar á föstudagskvöldið.

    Vestari hópurinn leggur af stað frá Olís við Rauðavatn á fimmtudagsmorgni og verður ekið á Grímsfjall þar sem gist verður. Á föstudeginum verður farið yfir Vatnajökul og stefnan tekin á Sigurðarskála í Kverkfjöllum þar sem gist verður í tvær nætur og hóparnir sameinast á föstudeginum. Á laugardeginum verður farið sem leið liggur í Hveragil í bað. Á sunnudeginum verður ekið til byggða annað hvort yfir Vatnajökul eða sem leið liggur vestur fyrir jökulinn.
    Fararstjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson.

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      60.000 kr.
    • Félagsverð:

      49.000 kr.
    • Nr.

      2604J02B
    • ICS
  • Dags:

    fös. 22. maí 2026 - sun. 24. maí 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Sumarferð á Vatnajökull

    Vatnajökull heillar alltaf og ef vorið verður kalt og hagstætt þá er um að gera að nota tækifærið. Ekið frá Hrauneyjum í mildri vorbirtunni sem leið liggur í hinn frábæra skála Jöklarannsóknarfélagsins í Jökulheimum. Snemma á laugardagsmorgun tökum við glímuna við jökulinn og stímum að Grímsfjalli með viðkomu á Pálsfjalli. Gufubaðið og grillið tekið af fullri alvöru. Eftir indælan nætursvefn í einum mest sjarmerandi skála á Íslandi, verður lagt af stað í morgunroðanum áleiðis heim. Hamarinn og fleiri áhugaverðir staðir teknir á leiðinni, allt eftir því hvað veður leyfir.
    Fararstjóri: Gylfi Jónu Arnbjarnarson

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      49.000 kr.
    • Félagsverð:

      38.000 kr.
    • Nr.

      2605J01
    • ICS
  • Dags:

    fös. 18. sep. 2026 - sun. 20. sep. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Fjallabak syðra, Hungurfit – Strútur

    Þessi ferð er fyrir óbreytta eða lítið breytta jeppa, þar sem farið er inn á Fjallabak um Keldur og inn fyrir Hafrafell með fram Eystri Rangá upp í Hungurfit þar sem gist verður. Á laugardeginum er ferðinni heitið um Syðra Fjallabak, eftir stutt stopp við nafnlausa fossinn í Markárfljótinu. Komið verður við í Álftavatni og Hvanngili og kíkt á gljúfrin þar sem Kaldsklofskvísl fellur í Markárfljótið á leið okkar í Strút, þar sem gist verður í skála Útivistar á laugardagskvöldið. Á sunnudeginum verður ekið austur fyrir Mælifellshnjúk og farið yfir Brennivínskvísl og yfir Hólmsá og gengið að Rauðabotn áður en haldið er til byggða.
    Fararstjóri: Skúli Skúlason

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      40.000 kr.
    • Félagsverð:

      29.000 kr.
    • Nr.

      2609J01
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    fös. 2. okt. 2026 - sun. 4. okt. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Vonarskarð og Bárðargata

    Hér er um einhverja skemmtilegustu jeppaleið sem til er að ræða, en ávallt er einhver dulúð yfir Vonarskarðinu. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Eftir að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti að opna Vonarskarð í tilraunaskyni verður farið um þetta svæði með tvennum hætti.
    Farið verður um Kvíslarveiturnar yfir Sprengisand og norður fyrir Tungnafellsjökul á föstudagskvöldið og gist í Gæsavatnaskála. Á laugardeginum verður ekið suður Vonarskarð og Bárðargötu að Jökulheimum þar sem gist verður í gamla skála Jöklarannsóknarfélagsins þar sem hópurinn sameinast Bárðargötuhópnum.  Á sunnudeginum verður skoðað að aka með Langasjó eða um Breiðbak, með möguleika á viðkomu við Faxasund, Faxafit eða Skælinga á heimleið.
    Fararstjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      49.000 kr.
    • Félagsverð:

      38.000 kr.
    • Nr.

      2610J01
    • Miðhálendi

    • ICS
  • Dags:

    lau. 3. okt. 2026 - sun. 4. okt. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Bárðargata

    Hér er um styttri og hefðbundna útgáfu af þessari skemmtilegu jeppaleið. Farið verður að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt verður á tankanna. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í nýrri skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum þar sem hópurinn sameinast Vonarskarðshópnum. Á sunnudeginum verður skoðað að aka með Langasjó eða um Breiðbak, með möguleika á viðkomu við Faxasund, Faxafit eða Skælinga á heimleið.
    Fararstjóri: Þórarinn Eyfjörð

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      35.000 kr.
    • Félagsverð:

      24.000 kr.
    • Nr.

      2610J02
    • ICS
  • Dags:

    fös. 6. nóv. 2026 - sun. 8. nóv. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Fjallabak nyrðra – Mælifellssandur

    Ferðin hefst á Landvegamótum,  upp Landssveit inn á Dómadalsleið að Landmannalaugum þar sem gist verður og laugað. Þaðan verður farið um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssandi og sem leið liggur Strútsskála þar sem gist verður á laugardagskvöldið. Tekin verðu staðan á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru hagstæðar.  Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellssand og niður í Fljótshlið eða um Álftavatn, Rangárbotna að Keldum.
    Fararstjóri: Þorsteinn Pálsson

    Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Bílnúmer
    Gerð bíls
    Litur bíls
    Dekkjastærð
    Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

    Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
    Að viðkomandi sé farþegi
    Bílnúmer

    • Verð:

      40.000 kr.
    • Félagsverð:

      29.000 kr.
    • Nr.

      2611J01
    • ICS


1 / 19

Skælingar