Jeppaferðir

Síun
 • Dags:

  mán. 5. júl. 2021 - fim. 8. júl. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Að þessu sinni þá verður ferðinni heitið á hálendið norðan Hofsjökuls. Lagt verður upp frá Varmahlíð í Skagafirði mánudaginn 5. júlí kl. 10.00. Ekið er suður Skagafjarðarveg í átt að Goðdalafjalli, en vegurinn upp á fjallið er eilítið sunnan við Svartárdal í Skagafirði. Ferðinni er heitið í Skiptabakkaskála, en sá skáli er í eigu 4x4 klúbbsins í Skagafirði og er einstaklega vistlegur. Á þriðjudeginum er ekið í átt að Hofsjökli og stefnt á Eyfirðingaveg hjá Jökultungum rétt vestan við Krókafell. Hjá Sátu er aftur stefnt norðureftir Eyvindarstaðaheiði, framhjá Syðra- og ytra Skiptafellum og stefnt á Bugavatn (Aðalmannsvatn) og gist í Bugaskála. Á miðvikudeginum verður síðan haldið yfir í Mælifellsdal þaðan í Kiðaskarð með viðkomu á Þrándarhlíðarfjalli. Síðan liggur leiðin í Svartárdal í A-Húnavatnssýslu og komið við í Stafnsrétt. Upp á Eyvindarstaðaheiði er haldið enn á ný og hún ekin suður, framhjá Galtará og Blöndulóni og fram að Ströngukvíslarskála þar sem gist verður síðustu nóttina. Um morguninn verður haldið að stíflunni á Blöndulóni og þar endar ferðin. Áhugasamir hafa þá möguleika á að velja Kjalveg til heimfarar ef ferðalangar stefna á Suðurland.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2107J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. okt. 2021 - sun. 10. okt. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er einhver skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Farið að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt er á tanka. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   2110J01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. okt. 2021 - sun. 24. okt. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Hin fornu vöð frumkvöðlanna könnuð, svo sem Bjallavað og Hófsvað í Tungnaá. Hlynur Snæland er fararstjóri í þessari ferð en hann er þaulvanur björgunarsveitarmaður og vatnamaður. Farið verður yfir öryggisatriði og annað sem hafa þarf í huga þegar glímt er við hin stóru fljót. Gist í Strútsskála.
  Farastjóri: Hlynur Snæland

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   2110J02
  • Miðhálendi

  • ICS


1 / 19

Skælingar