Jeppaferðir

Síun
 • Dags:

  fös. 22. jan. 2021 - sun. 24. jan. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Dalakofinn er einstaklega vel staðsettur norðan við Laufafell. Fyrir jeppaáhugamenn er umhverfið einkar spennandi með fjölmörgum leiðum og áskorunum. Hvað verður gert fer eftir veðri og vindum. Laugardagurinn gæti verið lagður undir ferð í átt að Álftavatni, Hvanngili og Strút, og á sunnudeginum gæti verið gaman að taka umhverfi Krakatinds föstum tökum. Athugað verður hvort hægt sé að fara í heita laug við Dalakofann. 

  • Verð:

   18.000 kr.
  • Nr.

   2101J02
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 13. feb. 2021 - sun. 14. feb. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Þessi næststærsti jökull landsins hefur löngum heillað íslenska jöklafara. Farið verður á jökulinn frá Jaka, síðan ekið norður eftir honum á Hveravelli. Þar verður hægt að skola af sér ferðarykið í einni vinsælustu fjallalaug landsins. Heimferð fer eftir aðstæðum, en stefnt er á að fara í Setur og þaðan um Kisubotna og Gljúfurleit að Flúðum, eða fara austur yfir Þjórsá á Sóleyjarhöfðavaði.

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   2102J01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 27. feb. 2021 - sun. 28. feb. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Ferðin hefst í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Farið verður inn í Landmannalaugar, þaðan um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssand og í Strútsskála. Tekið tékk á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru góðar. Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellssand og niður í Fljótshlið eða um Mýrdalsjökul ef færi er gott.

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   2102J02
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 13. mar. 2021 - sun. 14. mar. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Farið verður frá Reykjavík að morgni laugardags og ferðinni heitið á Kjöl. Á Kjalvegi verður afleggjarinn til austurs í átt að Kerlingafjöllum ekinn og stefnan tekin á Gýgjarfoss. Í Fjöllunum verður síðan áð og notið. Að kaffisopa loknum liggur leiðin til austurs fyrir norðan Snækoll og Loðmund, yfir Illahraun í átt að Setri, þar sem gist verður um nóttina. Á sunnudagsmorgni liggur leiðin í suður undir Þverbrekkum í átt að Kisubotnum. Eftir vaðið á Kisu verður haldið upp á suðursvæði Kerlingafjalla með viðkomu í Klakksskála og Kerlingagljúfri. Leppistungurnar verða eknar og áð í Svínárnesi.

  Haldið verður suður Hrunamannaafrétt og á leið okkar er Gullfoss í vesturátt. Leiðin liggur síðan gegnum Flúðir og heimleiðis.

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   2103J01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 27. mar. 2021 - sun. 28. mar. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Ekið inn á Fjallabaksleið hjá Gunnarsholti, komið við í Hungurfitjum ef aðstæður eru góðar. Þaðan verður farið í Dalakofann þar sem gist verður um nóttina. Á sunnudeginum verður farin hin stórskemmtilega leið inn að Álftavatni, í Hvanngil, inn á Emstruleið og niður í Fljótshlíð.

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   2103J02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. apr. 2021 - sun. 11. apr. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Farið upp á Eyjafjallajökul og gígurinn skoðaður sem og útsýni yfir Þórsmörk. Gist í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi þar sem verður grill og gaman. Á sunnudeginum verður farið yfir á Mýrdalsjökul og hann þveraður yfir á Mýrdalssand þaðan sem ekið verður til byggða í Fljótshlíð.

  Farastjóri: Þorsteinn Pálsson

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   2104J01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fim. 22. apr. 2021 - sun. 25. apr. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Hin stórskemmtilega árlega vorferð um Vatnajökul er ein vinsælasta ferð jeppadeildarinnar. Ferðinni er nú heitið á austurjökulinn. Ferðin hefst að morgni fimmtudags frá Smyrlabjörgum en gisting nóttina áður er á ábyrgð hvers og eins. Ekið verður á Goðabungu og þaðan haldið í Snæfellsskála þar sem verður gist. Á föstudeginum verður ekið um öræfin austur af Vatnajökli með viðkomu í Egilsseli og Tröllakrókum. Kannaðar verða leiðir á Þrándarjökul og Hofsjökul eystri.   

  Farið verður niður Hraun, yfir Eyjabakkastíflu og um Snæfellsfjallgarð aftur í Snæfellsskála.

  Laugardaginn verður lagt snemma af stað og ekið í Kverkfjöll þar sem farið verður í bað í Hveragili. Þaðan verður svo ferðinni haldið áfram á Grímsfjall og gist þar. Sunnudagurinn verður notaður til heimferðar frá Grímsfjalli, hefðbundna leið um Jökulheima í Hrauneyjar þar sem ferðinni lýkur.

  • Verð:

   33.000 kr.
  • Nr.

   2104J02
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 7. maí 2021 - sun. 9. maí 2021

  Brottför:

  Vatnajökull heillar alltaf og ef vorið verður kalt og hagstætt til jöklaferða er um að gera að nota tækifærið. Ekið frá Hrauneyjum í mildri vorbirtunni sem leið liggur í hinn frábæra skála Jöklarannsóknarfélagsins í Jökulheimum. Snemma á laugardegi tökum við glímuna við jökulinn og stímum að Grímsfjalli með viðkomu á Pálsfjalli. Gufubaðið og grillið tekið af fullri alvöru. Eftir indælan nætursvefn í einum mest sjarmerandi skála á Íslandi, verður lagt af stað í morgunroðanum áleiðis heim. Hamarinn og fleiri áhugaverðir staðir heimsóttir á leiðinni, allt eftir veðri.

  • Verð:

   23.000 kr.
  • Nr.

   2105J01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mán. 5. júl. 2021 - fim. 8. júl. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Að þessu sinni þá verður ferðinni heitið á hálendið norðan Hofsjökuls. Lagt verður upp frá Varmahlíð í Skagafirði mánudaginn 5. júlí kl. 10.00. Ekið er suður Skagafjarðarveg í átt að Goðdalafjalli, en vegurinn upp á fjallið er eilítið sunnan við Svartárdal í Skagafirði. Ferðinni er heitið í Skiptabakkaskála, en sá skáli er í eigu 4x4 klúbbsins í Skagafirði og er einstaklega vistlegur. Á þriðjudeginum er ekið í átt að Hofsjökli og stefnt á Eyfirðingaveg hjá Jökultungum rétt vestan við Krókafell. Hjá Sátu er aftur stefnt norðureftir Eyvindarstaðaheiði, framhjá Syðra- og ytra Skiptafellum og stefnt á Bugavatn (Aðalmannsvatn) og gist í Bugaskála. Á miðvikudeginum verður síðan haldið yfir í Mælifellsdal þaðan í Kiðaskarð með viðkomu á Þrándarhlíðarfjalli. Síðan liggur leiðin í Svartárdal í A-Húnavatnssýslu og komið við í Stafnsrétt. Upp á Eyvindarstaðaheiði er haldið enn á ný og hún ekin suður, framhjá Galtará og Blöndulóni og fram að Ströngukvíslarskála þar sem gist verður síðustu nóttina. Um morguninn verður haldið að stíflunni á Blöndulóni og þar endar ferðin. Áhugasamir hafa þá möguleika á að velja Kjalveg til heimfarar ef ferðalangar stefna á Suðurland.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2107J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. okt. 2021 - sun. 10. okt. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er einhver skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Farið að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt er á tanka. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   2110J01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. okt. 2021 - sun. 24. okt. 2021

  Brottför:

  • Skáli

  Hin fornu vöð frumkvöðlanna könnuð, svo sem Bjallavað og Hófsvað í Tungnaá. Hlynur Snæland er fararstjóri í þessari ferð en hann er þaulvanur björgunarsveitarmaður og vatnamaður. Farið verður yfir öryggisatriði og annað sem hafa þarf í huga þegar glímt er við hin stóru fljót. Gist í Strútsskála.
  Farastjóri: Hlynur Snæland

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   2110J02
  • Miðhálendi

  • ICS


1 / 19

Skælingar