Jeppaferðir

Síun
  • Dags:

    fös. 20. sep. 2024 - sun. 22. sep. 2024

    Brottför:

    • Skáli

    Þessi ferð er fyrir óbreytta eða lítið breytta jeppa. Farið er inn á Fjallabak um Keldur og inn fyrir Hafrafell meðfram Eystri Rangá upp í Dalakofa þar sem gist verður í skála Útivistar. Á laugardeginum er ferðinni heitið um Syðra Fjallabak, eftir stutt stopp við nafnlausa fossinn í Markarfljótinu. Komið verður við hjá Álftavatni og í Hvanngili og kíkt á gljúfrin þar sem Kaldaklofskvísl fellur í Markárfljótið á leið okkar í Strút, þar sem gist verður í skála Útivistar. Á sunnudeginum verður ekið austur fyrir Mælifellshnjúk og farið yfir Brennivínskvísl, yfir Hólmsá og í Álftárvatnakrók.

    Fararstjóri: Gylfi Jónu Arnbjarnarson.

    • Verð:

      20.000 kr.
    • Nr.

      2409J01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 5. okt. 2024 - sun. 6. okt. 2024

    Brottför:

    • Skáli

    FULLBÓKAÐ sendið tölvupóst á utivist@utivist.is ef þið viljið fara á biðlista.

    Hér er á ferðinni ein af skemmtilegri og fáfarnari jeppaleiðum landsins sem liggur um afar hrjóstrugt og stórbrotið landslag undir vestanverðum Vatnajökli, frá Svarthöfða við suðurenda Vonarskarðs til Jökulheima. Við tökumst á við brattar brekkur, óbrúaðar jökulár og þræðum þrönga og á stundum nær ósýnilega slóða með viðkomu í Hamarskrika þar sem stórbrotið útsýni bíður okkar ef veður og skyggni leyfir.  

    Á sunnudeginum bíður okkar svo ekki síður skemmtilegt ferðalag frá Jökulheimum yfir Tungnaá á Gnapavaði ef fært er, yfir á Breiðbak eða um Langasjó niður að Sveinstindi þar sem við höfum um nokkra valmöguleika að ræða; Skælinga um Blautuver, Faxasund eða Faxafit meðfram Tungnaá sem er einnig afar fáfarin og stórbrotin leið.

    Farastjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson

    • Verð:

      20.000 kr.
    • Nr.

      2410J01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 9. nóv. 2024 - sun. 10. nóv. 2024

    Brottför:

    • Skáli

    Ferðin hefst í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Farið inn í Landmannalaugar, þaðan um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssandi og í Strútsskála. Tekið tékk á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru hagstæðar. Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellsand og niður í Fljótshlíð eða um Mýrdalsjökul ef færi er gott.

    Farastjóri: Þorsteinn Pálsson

    • Verð:

      20.000 kr.
    • Nr.

      2411J01
    • ICS


1 / 19

Skælingar