Jeppaferðir

Síun
 • Dags:

  fim. 25. apr. 2019 - sun. 28. apr. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Ferðin fellur niður vegna aurbleytu.

  Hin stórskemmtilega árlega vorferð um Vatnajökul er ein vinsælasta ferð jeppadeildarinnar. Ferðinni er nú heitið á norðurhluta jökulsins. Ferðin hefst á Mývatni að morgni fimmtudags, en gisting nóttina áður er á ábyrgð hvers og eins. Ekið verður inn með Hverfelli að Seljahjallagili og áfram meðfram Bláfjallsfjallgarðinum í Heilagsdal og síðan um Dyngjufjalladal að Öskju. Farið verður um Trölladyngjuskarð með viðkomu í Holuhrauni. Gist verður í Dreka. Ekið inn í Kverkfjöll, með viðkomu í Hveragili þar sem farið verður í bað. Þaðan ekið yfir Brúarjökul yfir að Snæfelli og öræfin austur af Vatnajökli könnuð með viðkomu í Egilsseli og Tröllakrókum. Farið verður niður Hraun yfir Eyjabakkastíflu og um Snæfellsfjallgarðinn í Snæfellsskála þar sem verður gist. Á laugardeginum verður dagurinn tekinn snemma og ekið á Grímsfjall þar sem verður gist. Ekin verður hefðbundin leið um Jökulheima í Hrauneyjar þar sem ferðinni lýkur.

  • Verð:

   29.000 kr.
  • Nr.

   1904J02
  • ICS
 • Dags:

  fös. 10. maí 2019 - sun. 12. maí 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Vatnajökull heillar alltaf og ef vorið verður kalt og hagstætt þá er um að gera að nota tækifærið. Ekið frá Hrauneyjum í mildri vorbirtu sem leið liggur í hinn frábæra skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Snemma morguns verður lagt á jökulinn og stefnt að Grímsfjalli með viðkomu á Pálsfjalli. Gufubaðið og grillið tekið af fullri alvöru. Eftir indælan nætursvefn í einum mest sjarmerandi skála á Íslandi verður lagt af stað í morgunbirtunni áleiðis heim. Hamarinn og fleiri áhugaverðir staðir sóttir heim, allt eftir því hvað veður leyfir. 

  • Verð:

   20.000 kr.
  • Nr.

   1905J01
  • ICS
 • Dags:

  fim. 11. júl. 2019 - sun. 14. júl. 2019

  Brottför:

  • Tjald

  Ekið seinnipart fimmtudags inn í Núpsstaðarskóga en þar eru margar skemmtilegar gönguleiðir, svo sem á Eystrafjall og yfir að Súlutindum. Auðveld ganga er inn að ármótum Núpsár og Hvítár og þeir sem ekki þjást af lofthræðslu geta klifrað í keðju upp kletta og skoðað tvílita hylinn. Farið verður upp í Lakagíga og skoðuð þau stórkostlegu ummerki sem þar eru um mestu jarðhræringar í sögu landsins. Fleiri leiðir verða eknar allt eftir áhuga og veðri en einnig verður farið í gönguferðir sem eru hluti af ævintýrinu.

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   1907J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. okt. 2019 - sun. 13. okt. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Hin forna leið frá Svarthöfða í suðurenda Vonarskarðs að Jökulheimum er ein skemmtilegasta jeppaleið sem til er. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Hist í Hrauneyjum að morgni dags. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum. Möguleiki á að aka um Breiðbak á heimleið.

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   1910J01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. okt. 2019 - sun. 27. okt. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Hin fornu vöð frumkvöðlanna könnuð svo sem Bjallavað og Hófsvað í Tungnaá. Hlynur Snæland er þaulvanur björgunarsveitarmaður og hann fer yfir öryggisatriði og annað sem hafa þarf í huga þegar glímt er við hin stóru fljót. 

  • Verð:

   12.000 kr.
  • Nr.

   1910J02
  • ICS


1 / 19

Skælingar