Leiðarlýsingar

Nokkrar ferðir hafa um árabil, jafnvel allt frá árdögum Útivistar, verið fastur liður á dagskrá félagsins. Þar ber auðvitað hæst ferðir yfir Fimmvörðuháls, ekki síst Jónsmessugönguna sem er árlegur viðburður sem margir vilja ekki missa af. Einnig hefur Útivist lengi boðið upp á ferðirnar Sveinstindur-Skælingar, Strútsstígur og Laugavegur. Hér til hliðar má sjá lýsingar á tilhögun þessara ferða.