Hefur þig alltaf langað að prófa bakpokaferðir, en veist ekki hvar á að byrja? Eða er einfaldlega bara of langt síðan síðast og þú vilt rifja þetta upp.
Námskeiðið „Með allt á bakinu – byrjendanámskeið í bakpokaferðum“ er þá fyrir þig!
Hvort sem þú ert að byrja í því að ganga með allan búnað á bakinu eða hefur ekki gert það í langan tíma og vilt rifja það upp, þá færðu á þessu námskeiði þá þekkingu og reynslu sem þarf til að takast á við lengri ferðir á eigin vegum.
Námskeiðið fer yfir grunnatriði bakpokaferðalaga með skemmtilegum fyrirlestrum, umræðum og skoðun á búnaði, og prufun á búnaði. Þar sem þú lærir allt frá því að velja réttan bakpoka og pakka snjallt, til að tjalda, elda úti og velja leiðir í náttúrunni. Þú færð tækifæri til að prófa búnaðinn þinn í öruggu og skipulögðu umhverfi í dagsferðum og ferðum yfir nótt og undirbúa þig fyrir lengri ferðir, allt undir leiðsögn reynslubolta
Fararstjórar eru Hrönn Baldursdóttir og Íris Hrund Halldórsdóttir
Kennt er tvisvar í mánuði, annaðhvort á skrifstofu Útivistar Katrínartúni 4 eða farið í ferðir.
Dagskrá námskeiðsins Með allt á bakinu
|
Mánuður
|
Dagsetning & tími
|
Viðfangsefni / Lýsing
|
|
Febrúar
|
11. feb · kl. 19:30–21:00
|
Útilegubúnaður og pökkun
Katrínartún 4
|
|
|
25. feb · kl. 19:30–21:00
|
Matur og eldun
Katrínartún 4
|
|
Mars
|
7. mars · kl. 9–15
|
Dagsferð (5–8 km) með hluta búnaðar og eldamennsku
|
|
|
11. mars · kl. 19:30–21:00
|
Val á tjaldstæði og tjaldstæðamenning
Katrínartún 4
|
|
Apríl
|
11. apr · kl. 9–16
|
Dagsferð með fullum búnaði (6–8 km), tjaldað og eldað
|
|
|
15. apr · kl. 19:30–21:00
|
Nánar um búnað og pökkun
Katrínartún 4
|
|
Maí
|
6. maí · kl. 19 – daginn eftir kl. 7–9
|
Tjaldað yfir nótt (3–8 km ganga)
|
|
|
15.–16. maí · frá kl. 18 föstudegi til kl. 15 laugardags
|
Tjaldað yfir nótt (8–12 km ganga með búnaði)
|
|
Júní
|
6.–7. júní · frá kl. 9 laugardegi til kl. 16 sunnudags
|
Helgarferð með allt á bakinu (8–10 km á dag)
|
Umsagnir þátttakanda í námskeiðinu 2025:
Námskeiðið var mjög gagnlegt og hjálpaði mér að koma mér upp réttum búnaði í slíkar ferðir. Ég lærði mjög mörg praktísk atriði varðandi t.d. hvað maður á að taka með í ferðir og hvað ekki, hvernig nesti er hentugast og ekki síst að bakpokinn er eins og húsið manns þar sem hver hlutur á sinn stað. Auk þess var mjög góð þjálfun í því hvernig best er að höndla mismunandi aðstæður á tjaldstað og ekki síst hve nauðsynt er að ganga vel um náttúruna.
Þetta námskeið er frábært fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í göngum þar sem þarf að bera allan búnaðinn sinn sjálfur. Það er ómetanlegt að læra á búnaðinn sinn, tjalda og sjá um sig í óbyggðum með reyndum leiðsögumönnum og leyfir manni að byggja upp sjálfstraustið sem þarf til að fara af stað.
Gott námskeið sem nýttist mér mjög vel hafandi enga reynslu af að ferðast með allt á bakinu. Kominn með þekkingu, getu og þor til að takast á við þennan ferðamáta sem opnar fyrir manni margvíslega möguleika á að ferðast um landið á eigin vegum, óháður bindingu og skipulagi sem fylgir löngu bókuðum ferðum með gistingu.
Námskeiðið "Með allt á bakinu" var fullkomið til að koma manni af stað í útilegur. Ég lærði grunnatriðin sem þarf að huga að í gönguferðum með allt á bakinu og kynntist spennandi stöðum í nágrenni borgarinnar. Það var ómetanlegt að geta prufað sig áfram í góðum hópi fólks undir styrkri leiðsögn Hrannar og Írisar. Takk fyrir mig!