Stjórn

Stjórn Útivistar er skipuð átta félagsmönnum, það er formanni, fjórum aðalmönnum og þremur varamönnum. Kjarni kýs stjórnina á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund, að undanskildum formanni sem er kosinn af aðalfundi. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn.

Stjórn Útivistar sér um daglegan rekstur félagsins ásamt framkvæmdastjóra. Stjórnin fundar að jafnaði á tveggja vikna fresti. Varamenn sitja að jafnaði fundi stjórnar og hafa málfrelsi og tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt nema þegar þeir eru staðgenglar fjarverandi aðalmanna. Eftirtaldir sitja í stjórn Útivistar:

Þórarinn Eyfjörð Eiríksson, formaður, thorarinn@sfr.is
Guðfinnur Þór Pálsson, gudfinnur-thor@hotmail.com
Guðrún Inga Bjarnadóttir, gingo@isa.is
Gylfi Arnbjörnsson, gylfi@asi.is
Hákon Gunnarsson, hakongu@gmail.com
Kristjana Ósk Birgisdóttir, kristjanabirgisdottir@hotmail.com
María Jónatansdóttir, mariajonatans@gmail.com
Stefán Þ. Birgisson, stefanbirgisson@gmail.com