Skógræktarferð að Heiðarbóli

28. apríl 2021

Farið verður í skógræktarferð í sælureit framtíðar að Heiðarbóli fimmtudaginn 6. maí kl. 17. Þar munum við eigum góða stund saman og leggjum umhverfinu lið. Að gróðursetningu lokinni verður boðið upp á kakó og kleinur.
Auðveld leið á staðinn er að beyja inn veg sem merktur er SUMARHÚS rétt áður en komið er að Waldorfskóla. Þar keyrt áfram þar til komið er að gulum steypurörum. Þar er greiður hjólastígur alla leið og tekur um 15 mín að ganga að Heiðarbóli. Svo er tilvalið að koma á hjólum fyrir þá sem vilja.