Gönguferðaleikur á tímum sóttvarna

16. október 2020

Núna meðan samkomutakmarkanir koma í veg fyrir að hægt sé að fara í gönguferðir í hóp og starfsemi félagsins liggur mikið til niðri, er mikilvægt að halda áfram að hreyfa sig og njóta góðrar útiveru. Við hvetjum því alla félagsmenn okkar til að bregða sér út í göngur og ætlum að bregða okkur í leik. Vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesskaga biðjum við göngufólk þó að lesa uppfærða frétt Veðurstofunnar áður en lagt er af stað.

Leikurinn fer fram á Facebook síðu Útivistar. Það eina sem þarf að gera er að ganga á einn eða fleiri af þessum stöðum, taka mynd af sér á staðnum og pósta á þráðinn á Facebook síðunni og þú ert kominn í pott. Ef þú ert ekki á Facebook er hægt að komast í pottinn með því að senda mynd á utivist@utivist.is

Við munum síðan draga út verðlaunahafa þegar við getum farið í hópgöngur aftur. Því fleiri staðir sem heimsóttir eru því meiri möguleiki á að verða dreginn út. Veitt verða fern verðlaun. Tveir heppnir gönguhrólfar fá dagsferð fyrir tvo að eigin vali og tveir fá félagsaðild í Útivist fyrir árið 2021.

Þeir staðir sem eru í pottinum eru eftirfarandi (sjá leiðarlýsingar hér eða á Facebook):

 

Vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesskaga biðjum við göngufólk að lesa uppfærða frétt Veðurstofunnar.