Þann 16. maí verður kynning á sumarferðum Útivistar. Við segjum frá helstu ferðum sem eru á dagskrá í sumar og tækifæri gefst til að fá nánari upplýsingar um skipulag ferðanna. Þá verður aðeins farið yfir hvernig rétt sé að búa sig í lengri gönguferðum. Hægt verður að bóka sig í ferðir á staðnum.
Kynningin verður kl. 20 fimmtudaginn 16. maí í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1. Gengið inn frá Ármúla. Allir velkomnir.