Nýr staðarhaldari í Básum

18. janúar 2024

Guðmundur Fannar Markússon, kallaður Mummi hefur verið ráðinn sem nýr staðarhaldari Útivistar í Básum.

Mummi er margreyndur úr ferðaþjónustu, sem leiðsögumaður og eigandi Iceland Bikefarm í Mörtungu ásamt því að vera fjárbóndi þar. Hann hefur verið mikið í Þórsmörk og Básum, hefur menntað sig sem markþjálfi og við hlökkum mjög til samstarfsins. Mummi hefur störf í næstu viku.