Dags:
fim. 2. júl. 2026 - sun. 5. júl. 2026
Þriggja nátta ævintýra og bækistöðvarferð í Reykjarfjörð á Ströndum.
Siglt er frá Norðurfirði á Ströndum. Siglingin tekur um 1,5 – 2 klst og svo komum við okkur fyrir í „Gamla húsinu“ í Reykjarfirði Þar er svefnpokagisting, 6 herbergi með 22 rúmum, sameiginlegu eldhúsi og klósetti.
Við munum nýta dagana vel og fara í styttri og lengri gönguferðir en einnig er hægt að taka það rólaga við sundlaugarbakkann.
Reykjarfjörður er á sýslumörkum Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu og taldist hann til austustu byggðar Grunnavíkursóknar á meðan sú sókn var við lýði. Er hann syðsti fjörður Hornstranda og sá sem var lengst í byggð. Samfelldur búskapur lagðist af árið 1959, var í eyði árið 1960. Síðast var búið í Reykjarfirði 1961 – 1964.
Í Reykjarfirði má finna margar fallegar „perlur“ í náttúrunni. Drangajökull blasir við í vesturátt, andstæða hans eru heitar uppsprettur og úr einni þeirra rennur vatn í sundlaugina sem vígð var árið 1938.
Siglt til baka á Norðurfjörð 5/7
Innifalið: Sigling til og frá Reykjarfirði, gisting, grillveisla eitt kvöldið og fararstjórn. Þátttakendur koma sér sjálfir á Norðurfjörð.
Verð 93.000 kr.
Félagsverð 79.000 kr.