Nýjar sóttvarnarreglur

12. janúar 2021

Greinin uppfærð kl. 17 þann 12.1.

Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á morgun 13. janúar. Skrifstofu sóttvarnalæknis hefur staðfest að í gönguferðum gilda sömu reglur og í íþróttum fullorðinna sem þýðir að þar er hámarks fjöldi 50 manns. Við minnum þátttakendur í göngum á  persónubundnar sóttvarnir, höldum tveggja metra regluna, sprittum hendur ef við snertum snertifleti sem aðrir hafa snert, deilum ekki búnaði og handleikum ekki búnað annarra. Sem dæm þá er það sem var áður sjálfsögð hjálpsemi eins og að rétta öðrum göngumönnum vatnsbrúsann úr bakpokanum er ekki nógu gott í dag.

Í ferðum þar sem notaðar eru rútur gilda þær reglur sem gilda um akstur hópbifreiða:

1. Almennt gildir í akstri hópbifreiða að ef ekki er hægt að virða 2 metra nándarmörk og ferð varir lengur en í 30 mín. skulu bílstjóri og farþegar vera með andlitsgrímu. Börn fædd 2015 og síðar eru undanskilin grímunotkun.

2. Leiðbeinandi merkingar vegna COVID-19 frá sóttvarnalækni skulu vera við inngang í bifreiðinni (til útprentunar á íslensku og ensku).

3. Handspritt skal vera við inngang sem farþegar eiga að nota þegar þeir koma inn í bifreiðina.

4. Farþegar skulu ganga rólega með góðu millibili inn og út úr bifreið.

5. Farþegar skulu sitja dreift um bifreiðina. Þeir sem eru í nánum tengslum mega sitja saman.

6. Ef verið er að nýta hópbifreið til að flytja farþega sem eru komnir í sóttkví gildir eftirfarandi:
  a. Hópbifreið má aðeins flytja helming þess fjölda farþega sem leyfi er gefið fyrir. (Hópbifreið með leyfi fyrir 40 farþega má flytja að hámarki 20 farþega o.s. frv.).
  b. Öllum ber að vera með andlitsgrímu.

Eins og fram kemur í reglunum gildir 6. greinin aðeins ef verið er að flytja farþega sem eru komnir í sóttkví. Engu að síður munum við leggja áherslu á að nota rútur sem eru töluvert stærri en þarf fyrir viðkomandi hóp þannig að hægt sé að halda fjarlægð við óskilda aðila.