Rafræn félagsskírteini

Frá árinu 2024 eru félagsskírteini rafræn og aðgengileg í snjallsímum.  

Leiðbeiningar um rafræn skírteini:

Félagsmenn fá sendan tölvupóst innan viku frá því að félagsgjald er greitt. Pósturinn berst frá noreply@smartsolutions.is og í honum er hægt að nálgast rafrænt félagsskírteini Útivistar.

Ef tölvupóstur berst ekki er hugsanlegt að upplýsingar um tölvupóstfang í félagaskrá séu ekki réttar. Sendið okkur þá tölvupóst með uppfærðu netfangi á utivist@utivist.is eða heyrið í okkur í síma 562-1000

Í tölvupóstinum er hnappur til að virkja rafrænu skírteinin og færa þau í símaveski. 

Athugið að í Iphone símum er notað Apple Wallet en í Android símum þarf stundum að sækja veski í Play Store, td SmartWallet

Ef tölvupóstur er opnaður í síma:

(Android notendur þurfa að passa að þeir séu með uppsett veskisforrit.)

  • Smellið á tengilinn sem er í tölvupóstinum.
  • Þá opnast skírteinið á skjánum.
  • Þrýstið á „Add“ til að bæta því í veskið
  • Skírteinið er nú tilbúið og má sjá í veskinu. 
 

Ef tölvupóstur er opnaður í tölvu:

  • Smellið á tengilinn í tölvupóstinum.
  • Þá birtist QR kóði.
  • Farið í veskið í símanum (Apple Wallet eða SmartWallet) og skannið QR kóðann.
  • Þá opnast skírteinið á skjánum.
  • Þrýstið á „Add“ til að bæta því í veskið.
  • Skírteinið er nú tilbúið og má sjá í veskinu.
 
 
Ávisanir á dagsferðir eru á bakhlið rafræna skírteinisins: 
  • Á bakhlið skírteinisins er hlekkur til að ná í ferðaávísunina
  • Smellið á hlekkinn
  • Fyllið út nafn og smellið svo á "Búa til passa"
  • Smellið á "Download"
  • Smellið á "Add" þegar ávísunin birtist
  • Ávísunin er nú tilbúin og má sjá í veskinu. 

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum, ekki hika við að hafa samband í síma 562-1000 eða í tölvupósti á utivist@utivist.is