Fullt á GÓSS tónleika og á tjaldsvæðið í Básum

26. júní 2020

Við vekjum athygli á að fullt er á tónleika GÓSS í Básum 4. júlí samkvæmt þeim takmörkunum sem sóttvarnarlög setja okkur. Þeir sem hafa bókað á tjaldsvæði eða í skála fá armband sem er aðgöngumiði á tónleikana. Að sama skapi er fullbókað á tjaldsvæðið í Básum um helgina.

Rétt er að árétta að við getum ekki hleypt öðrum inn á tónleikasvæðið en þeim sem hafa bókað fyrirfram, þar sem okkur er skylt að halda fjölda innan þeirra marka sem reglurnar setja okkur.