Nýr framkvæmdastjóri hefur störf

14. nóvember 2023

thumbnail_IMG_2023_Original_265_400.jpg

Á föstudaginn kom til starfa Hörður Magnússon, nýr framkvæmdastjóri Útivistar. Nú er verkefnið að koma sér inn í öll mál og yfirtaka þau málefni sem eru í gangi auk þess sem ferðaáætlun næsta árs er í smíðum.  Skúli mun starfa samhliða Herði næstu vikur áður en hann hverfur til nýrra starfa. Það er heitt á könnunni hjá okkur og síminn opinn og allir velkomnir að koma eða hafa samband og kynnast nýju (eða kunnuglegu) andliti og kynna sig!