Dagsferðir

Síun
 • Dags:

  lau. 16. mar. 2019 - lau. 25. maí 2019

  Brottför:

  Raðgangan gamlar þjóðleiðir - allar ferðir

  • Verð:

   28.500 kr.
  • Nr.

   1900D02
  • ICS
 • Dags:

  fim. 25. apr. 2019

  Brottför:

  Ferðin fellur niður vegna lítillar þátttöku.

  Gengið að Eyrarbakka en aðstæður ráða leiðarvali upp að Kaldaðarnesi. Vegalengd 18 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 6 klst.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1904D05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 27. apr. 2019

  Brottför:

  Þessi gamla þjóðleið milli Hvalfjarðar og Skorradals hefst innarlega við norðanverðan Botnsvog.  Farið framhjá heiðarvötnum og fossum. Gamlar vörður sem varða leiðina hafa verið endurreistar. Mjög fallegt útsýni er yfir Skorradal af brúninni ofan Vatnshorns þar sem farið verður niður. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1904D06
  • ICS
 • Dags:

  lau. 4. maí 2019

  Brottför:

  Bæjarfjall Akurnesinga er dálítið sérstakt fyrir þær sakir að það er næstum klofið í tvennt. Dalurinn sem skerst inn í fjallið kallast Berjadalur og tveir hæstu tindar þess Geirmundartindur og Háihnúkur. Á leið hringinn um fjallið verður gengið á báða tindana. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1905D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 11. maí 2019

  Brottför:

  Gangan hefst á Fitjum í Skorradal og gengið upp með Fitjaá þar sem gefur að líta marga gullfallega fossa. Þegar upp undir Eiríksvatn kemur er sveigt yfir í Lundarreykjadal og gengið um Uxahryggi og upp að Brunnhæðum. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1905D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 18. maí 2019

  Brottför:

  Á Reykjanesskaga eru miklar minjar um gamla lífshætti m.a. Sogasel þar sem gangan hefst. Gengið verður meðfram brekkurótum að Selsvöllum og áfram suður milli hrauns og hlíðar fram með Skolahrauni og Grákvíguhrauni. Komið niður á Suðurstrandarveg á móts við Selatanga. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1905D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 25. maí 2019

  Brottför:

  Í síðasta áfanga um gamlar þjóðleiðir verður farið um hinn forna Okveg frá Brunnhæðum og niður að bænum Giljum í Reykholtsdal.

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1905D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 1. jún. 2019

  Brottför:

  Af toppi hæsta tinds hinna litskrúðugu Móskarðshnúka er frábært útsýni yfir fjöll og jökla. Frá austasta tindinum er stefnt yfir á Trönu og síðan norður á Möðruvallaháls niður í Kjós. Skemmtileg og fjölbreytt ganga. Vegalengd 15 km. Hækkun 700 m. Göngutími 7-8 klst.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1906D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 8. jún. 2019

  Brottför:

  Eyjafjallajökull er með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís tignarlegur yfir Eyjafjöllum. Upp á jökulinn verður farin svokölluð Skerjaleið frá Þórsmerkurleið. Í fyrstu er bratt upp á Litluheiði en síðan aflíðandi upp með Skerjunum, að gígbarminum hjá Goðasteini í 1580 m hæð. Gengið verður yfir jökulinn og komið niður að Seljavallalaug.

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   1906D02
  • ICS
 • Dags:

  sun. 16. jún. 2019 - mán. 17. jún. 2019

  Brottför:

  Hefð hefur skapast fyrir því að ganga hina fornu þjóðleið Leggjabrjót milli Hvalfjarðar og Þingvalla aðfaranótt 17. júní. Úr Botnsdal í Hvalfirði verður gengið með Hvalskarðsá suður með Sandvatnshlíðum og með Sandvatni að austan yfir smáhrygg sem er hinn eiginlegi Leggjabrjótur. Súlá og síðar Öxará fylgt niður að Orrustuhól og þaðan að Svartagili. 

   

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1906D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. jún. 2019

  Brottför:

  Þórisjökull er móbergsstapi með jökulhettu. Gengið af Kaldadal vestan á stapann. Í fyrstu farið upp bratta hlíð en síðan taka við skriður og jökulurðir inn að jöklinum. Jökulgangan er á fótinn en efst er jökulbungan og ekki gott að finna hæsta punkt. Útsýni er gríðarmikið til allra átta. Af jöklagöngu að vera er ganga á Þórisjökul tiltölulega þægileg. Vegalengd 18-20 km. Hækkun 650 m. Göngutími 7-8 klst. Athugið að skrá þarf þátttöku í þessa ferð á skrifstofu Útivistar þar sem fjöldi þátttakenda er háður jöklabúnaði.

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   1906D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 6. júl. 2019

  Brottför:

  Margir trúa því að mikil orka búi í Snæfellsjökli og ganga á jökulinn í góðu veðri er með því skemmtilegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur! Lagt verður upp frá Jökulhálsi og stefnt á Þríhyrning og þaðan upp á Þúfur. Þegar upp er komið verður látið á það reyna hvort færi er á uppgöngu á hæsta tindinn, Miðþúfu, en þar ræður mestu um hversu gljúpur snjórinn er. Vegalengd 10-12 km. Hækkun 800-900 m. Göngutími 5-7 klst. Athugið að skrá þarf þátttöku í þessa ferð á skrifstofu Útivistar þar sem fjöldi þátttakenda er háður jöklabúnaði.

  • Verð:

   15.000 kr.
  • Nr.

   1907D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. ágú. 2019

  Brottför:

  Gengið að Eldborg á Mýrum frá Snorrastöðum og hún skoðuð. Haldið til baka að Snorrastöðum en þaðan er Kaldá fylgt til sjávar. Gengið er með fjörunni að Þrællyndisgötu og henni síðan fylgt að Litlahrauni. Þaðan er síðan farið að Stóra-Hrauni. 

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   1908D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. ágú. 2019

  Brottför:

  Gengið frá Kaldbak upp að eyðibýlinu Hrunakrók og áfram þangað sem hin eiginlegu Laxárgljúfur byrja. Leiðin meðfram gljúfrunum liggur að Fögrutorfu, einum fegursta stað í íslensku árgljúfri. Á bakaleiðinni verður stoppað og gengið að austurbakka Hvítár við Gullfoss.  

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   1908D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. ágú. 2019

  Brottför:

  Gangan hefst við Bláfeld við sunnanvert Snæfellsnes og er Bláfeldará fylgt upp í Bláfeldarskarð. Þá er farið í norðaustur að Arnardalsskarði og þaðan niður í Arnardal. Kverná er síðan fylgt, allt niður í Grundarfjörð. Fallegt útsýni á góðum degi. 

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   1908D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. ágú. 2019

  Brottför:

  Fanntófell er móbergsfell sem stendur skammt frá Oki. Gangan hefst við suðurenda Hrúðurkarla á Kaldadalsleið. Þægileg fjögurra km ganga er að fjallinu um slétta mela og verður farið upp á fjallið að suðvestanverðu. Haldið af fjallinu í norðaustur og gengið á Lyklafell (845 m). Útsýni er afar gott af Fanntófelli þegar vel viðrar, einkum til suðurs og vesturs. 

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   1908D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. ágú. 2019

  Brottför:

  Hlöðufell er formfagur móbergsstapi og tignarlegt fjall. Það er hæsta fjallið á hálendinu suður af Langjökli og góð áskorun fyrir göngufólk. Gengið upp bratta hlíð upp á klettabelti ofarlega í fjallinu og inn dalverpi áður en hæsta tindinum er náð. Þetta er besta gönguleiðin á fjallið en það er hömrum girt allt um kring. Farin verður sama leið til baka að sæluhúsinu á Hlöðuvöllum.

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1908D05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. ágú. 2019

  Brottför:

  Brúará á upptök sín á Rótarsandi og fellur niður um Brúarárskörð á milli Högnhöfða og Rauðafells. Í Brúarárskörðum streymir vatn víða út úr berginu þannig að áin verður fljótt mikið vatnsfall. Hún hefur grafið hrikalegt gljúfur og fellur í fossum niður á undirlendið. Þetta gljúfur verður skoðað og síðan haldið niður með Brúará og eftir vegslóða að Úthlíð. 

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1908D06
  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. sep. 2019

  Brottför:

  Fyrsti áfangi raðgöngu frá Maríuhöfn í Kjós að Skálholti. Maríuhöfn var verslunarstaður fram á 15. öld og var m.a. sótt í kaupstað þangað frá Skálholti. Frá Maríuhöfn verður gengið að Hvammsvík og komið við hjá Steðja, farið yfir gömlu brúna á Fossá og eftir gamla veginum inn í Brynjudal að Ingunnarstöðum. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1909D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. sep. 2019

  Brottför:

  Gengið inn hinn skógi vaxna og giljum prýdda Brynjudal upp á Hrísháls og að Djúpadalsborgum. Þaðan verður gengið inn á hina hefðbundnu leið yfir Leggjabrjót og síðan að Skógarhólum. 

   

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1909D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. sep. 2019

  Brottför:

  Í Þjórsárdal er búið að grafa upp mörg gömul bæjarhús en gangan hefst hjá því frægasta, Stöng.  Gengið upp með Rauðá upp að Gjánni og hún skoðuð. Síðan verður haldið upp á Stangarfjall og yfir fjallið allt að árgilinu og ef aðstæður leyfa farið niður í gilið og fossarnir skoðaðir neðan frá áður en gengið er upp að bílastæði við fossana. 

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   1909D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. okt. 2019

  Brottför:

  Gengið með rótum Ármannsfells um Bolabás og austur fyrir fjallið. Þar er komið inn á Prestastíg og honum fylgt austur fyrir Hrafnabjörg en þar verður sveigt af leið upp að Stóru-Eldborg. Farið á milli Dímona, að Barmaskarði og að Laugarvatnshellum. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1910D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. okt. 2019

  Brottför:

  Hrafnabjörg við austanvert Þingvallavatn er fjall sem margir horfa til og langar að sigra. Frá Barmaskarði verður gengið vestanvert við Reyðarbarm og síðan yfir hraunið að Hrafnabjörgum.  Af fjallinu er ægifagurt útsýni yfir Þingvelli. 

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1910D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. okt. 2019

  Brottför:

  Gengið að Vallaréttum og með Litla-Reyðarbarmi niður í Kringlumýri. Þaðan um Biskupsbrekkur, utan í hlíðum Lyngdalsheiðar og komið á veg á milli Þóroddsstaða og Neðra-Apavatns. 

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1910D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. okt. 2019

  Brottför:

  Gengið eftir Sveifluhálsi á Miðdegishnúk. Þaðan liggur leiðin að Arnarvatni og um Baðstofu niður í Seltún. Vegalengd 16 km. Hækkun 300 m. Göngutími 6-7 klst.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1910D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. nóv. 2019

  Brottför:

  Í þessari lokagöngu raðgöngunnar „heim úr kaupstað“ verður gengið sunnan Apavatns, yfir Mosfell og þaðan yfir Brúará. Áfram liggur leiðin yfir Skálholtsása að Skálholti. 

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   1911D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. nóv. 2019

  Brottför:

  Örnefnin Smáþúfur á Lág-Esju eru frekar hógvær en það sama verður ekki sagt um göngu á þær. Gengið með brúnum Lág-Esju að Arnarhamri og þaðan upp á Þúfurnar. Gott útsýni er yfir Faxaflóa á þessari gönguleið. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1911D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. nóv. 2019

  Brottför:

  Skálafell er mjög áberandi fjall þegar ekið er austur fyrir fjall. Þaðan er víðsýnt og sést jafnt út í Eyjar sem til jökla ef það birtan er næg. Gangan hefst við Hellisheiðarveg en þaðan er farið á Hverahlíð og upp á Skálafell vestan til. Síðan haldið á Stóra-Sandfell og um Lakastíg að Hveradölum. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1911D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. nóv. 2019

  Brottför:

  Gengið norðan Helguvíkur að Hólmsbergsvita en síðan með ströndinni um Leiru og út að Garðsskagavita.  Vegalengd 12 km. Hækkun engin. Göngutími 4 klst.  

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1911D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 30. nóv. 2019

  Brottför:

  Gengið verður frá Ósabotnum og með ströndinni að Stafnesi. Á leiðinni eru staðir eins og Þórshöfn en þar var eitt sinn höfn og Básendar sem var einn af stærri verslunarstöðum landsins fram til 1799. Staðurinn fór í eyði í  Básendaflóðinu sem er eitt mesta sjávarflóð sem gengið hefur yfir landið. Margir staðfuglar hafa vetursetu við Ósa. 

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   1911D05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. des. 2019

  Brottför:

  Fjölskylduganga í Heiðmörk. Leiðaval miðast við viðburði.  Þátttakendur koma á eigin farartækjum á Borgarstjóraplan. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1912D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. des. 2019

  Brottför:

  Fjölskylduganga í Heiðmörk. Leiðaval miðast við viðburði.  Þátttakendur koma á eigin farartækjum á Borgarstjóraplan. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1912D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. des. 2019

  Brottför:

  Fjölskylduganga í Heiðmörk. Þátttakendur koma á eigin farartækjum að bílaplani milli Elliðavatns og Helluvatns. Gangan endar á jólamarkaði á Elliðavatni.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1912D03
  • ICS
 • Dags:

  þri. 31. des. 2019

  Brottför:

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1912D04
  • ICS