Dagsferðir

Síun
  • Dags:

    lau. 3. jún. 2023

    Brottför:

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Kálfstindar eru 826 m.y.s. og blasa við frá Þingvöllum. Gangan hefst við Laugarvatnsvelli og gengið um Barmaskarð og vestan við Reyðarbarm. Gengið á hæsta tindinn. Til baka niður á Laugarvatnsvelli verður farið um Flosaskarð. Þar á Flosi á Svínafelli að hafa riðið með fylgdarlið sitt til að forðast fyrirsát Kára Sölmundarsonar. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2306D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 10. jún. 2023

    Brottför:

    Baula er tignarlegt og frægt fjall í uppsveitum Borgarfjarðar. Hún rís 917 metra yfir sjó og er brött og frekar erfið uppgöngu. Gangan byrjar við Bjarnadalsá við leiðina yfir Bröttubrekku. Gengið er meðfram ánni og haldið á brattan við mynni Mælifellsgils. Gott útsýni er af fjallinu.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      11.300 kr.
    • Nr.

      2306D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 17. jún. 2023

    Brottför:

    Jarlhettur er tilkomumikil fjallaröð sem ber í Langjökul þegar horft er í norður frá Gullfossi. Sú tignarlegasta ber nafnið Stóra Jarlhetta og er einnig kölluð Tröllhetta. Gengið er frá Hagavatnsvegi í norður að Stóru Jarlhettu og austurhlíðin klifin. Staldrað verður við á toppnum því þar er gott að njóta útsýnis og nesta sig ef veður leyfir. Af fjallinu er víðsýnt til flestra átta. Af toppnum er haldið niður í Jarlhettudal og Jarlhettukvísl fylgt niður að Einifelli, þar sem rútan bíður okkar við skála F.Í. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      11.300 kr.
    • Nr.

      2306D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 5. ágú. 2023

    Brottför:

    Austur af Eldborg á Mýrum rísa tvö glæsileg blágrýtisfjöll, Fagraskógarfjall og Kolbeinsstaðafjall. Hæsti hluti þess sem fjær er, Kolbeinsstaðafjalls, nefnist Tröllakirkja. Skýringar nafnsins er ekki langt að leita því bæði er þessi kambur líkur kirkju að lögun og einnig eru greinileg „tröll” framan við kirkjudyrnar. Frá þjóðveginum virðist Tröllakirkja algerlega ókleif en svo er þó ekki. Gangan hefst við bæinn Mýrdal. Gengið verður upp bratta hlíð um nýfallna skriðu uns komið er á sillu sem Snjódalur nefnist. Með því að smeygja sér gegnum skarð í kambinum má komast út á mosavaxnar klettasillur hinum megin hans og þræða þær allt þangað til toppnum er náð. Á toppnum er aðeins pláss fyrir lítinn hóp í einu. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      11.300 kr.
    • Nr.

      2308D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 12. ágú. 2023

    Brottför:

    Smjörhnjúkar í Hítardal eru ægifagrir tindar upp af Þórarinsdal inn af Hítardal. Tindarnir skaga upp úr landslaginu og líta út fyrir að vera snarbrattir. Þaðan er mjög gott útsýni til allra átta yfir það sem sumir kalla snæfellsku alpana. Ekið verður inn að Hítarvatni. Gengið upp úr Þórarinsdal og þaðan um Löngubrekkur og hryggnum fylgt upp að tindunum. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      11.300 kr.
    • Nr.

      2308D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 19. ágú. 2023

    Brottför:

    Gangan á Geirhnjúk hefst við suðurenda Hítarvatns, nánar tiltekið við Fjallhús. Gangan á fjallið er auðveld en löng. Leiðin liggur upp hlíðina um Skálarkamb, Snjódali og Þrætumúla. Þaðan er leiðin smáhækkandi norður á hátindinn. Í björtu veðri er útsýni vítt til allra átta. Eftir að toppnum er náð verður haldið niður að Hítarvatni og gengið norðan með vatninu áleiðis að Fjallhúsi. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      11.300 kr.
    • Nr.

      2308D03
    • ICS
  • Dags:

    sun. 20. ágú. 2023

    Brottför:

    Lagt verður af stað frá bílastæðinu bakvið Endurhæfingarmiðstöð Reykjalundar í Mofellsbæ kl. 9:30. Gengið verður uppá Reykjafell og tinda þar í kring. Ef veður verða válynd þá munum við halda okkur á láglendi í Skammadal og nágrenni.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2308D05
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 26. ágú. 2023

    Brottför:

    Austarlega á Snæfellsnesi rétt við þjóðveginn rís Hafursfell. Fjallið er umfangsmikið og tindótt og inn í það skerast margir dalir. Í næsta nágrenni eru mörg áberandi fjöll og umhverfið er fagurt. Gengið verður á Hafursfell frá bænum Dalsmynni, um Þverdal og á toppinn. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      11.300 kr.
    • Nr.

      2308D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 2. sep. 2023

    Brottför:

    Ekið upp á Hellisheiði að vegamótum að Ölkelduhálsi. Lagt af stað frá Ölkelduhálsi og gengið yfir gjallgíginn Tjarnarhnúk á leið um Lakaskarð á Hrómundartind. Fjallsbrúnin er mjó og því getur verið ögrandi að horfa niður með hlíðum fjallsins. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      8.600 kr.
    • Nr.

      2309D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 9. sep. 2023

    Brottför:

    Gangan hefst við Hrafnhóla. Stefnan tekin á austasta tind Móskarðshnúka yfir á Trönu og síðan norður á Möðruvallaháls niður í Kjós. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      8.600 kr.
    • Nr.

      2309D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 16. sep. 2023

    Brottför:

    Mjög víðsýnt er af Kvígindisfelli. Gangan hefst rétt sunnan við Biskupsbrekku og farin þægileg gönguleið á Kvígindisfell (783m.y.s.). Þegar haldið verður niður af fjallinu er stefnan tekin norður fyrir Hvalvatn á lítið fell sem heitir Veggir. Þaðan liggur leiðin niður með Glym og endar við Stóra Botn í Botnsdal. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      9.800 kr.
    • Nr.

      2309D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 23. sep. 2023

    Brottför:

    Gangan hefst við veg sem liggur að eyðibýlinu Arnarfelli. Gengið er eftir veginum og upp fjallið að vestanverðu. Þegar upp er komið sést tjörn eða lítið vatn sem heitir Stapatjörn. Gott útsýni er af fellinu. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      9.800 kr.
    • Nr.

      2309D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 30. sep. 2023

    Brottför:

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst og endar á bílastæðinu við námuna undir Vífilsfelli. Gengið er upp austan megin á Sauðahnjúka. Leiðin liggur um skriður, móberg og mela. Einstakir kaflar af leiðinni geta reynt á lofthrædda. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2309D05
    • ICS
  • Dags:

    lau. 7. okt. 2023

    Brottför:

    Litli- og Stóri Meitill liggja á suðurhluta Hengilssvæðisins austan við Þrengslaveg. Þeir eru að mestu úr móbergi og umhverfis eru nútímahraun sem runnu fyrir um 2000 árum. Þetta er geysistór gígur sem hefur orðið til við gos undir jökli. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      8.600 kr.
    • Nr.

      2310D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 14. okt. 2023

    Brottför:

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gengið frá bílastæði við Grænavatn í Krýsuvík að Austurengjahver. Þaðan liggur leiðin á Stóra-Lambafell. Síðan er gengið fram hjá Fúlapolli, Svuntulæk og að Grænavatni þar sem gangan hófst. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2310D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 21. okt. 2023

    Brottför:

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gengið er frá litlu bílastæði sem er staðsett hægra megin við Bláfjallaveg rétt fyrir neðan Eldborg. Vel merktur stígur er upp á Eldborgina og er gengið að hluta til ofan á henni. Þegar niður er komið er gengið á milli Eldborgar og Drottningar. Gengið er vestan megin upp á Drottningu og sömu leið til baka. Þegar komið er niður er þokkalega stikaður stígur í átt að Stóra-Kóngsfelli. Gangan á það hefst að norðanverðu en komið er upp á topp að sunnanverðu. Sama leið er gengin til baka. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2310D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 28. okt. 2023

    Brottför:

    Klóarvegur er gömul þjóðleið á milli Ölfuss og Grafnings. Farið verður frá Gufudal ofan Hveragerðis og gengið með Sauðá inn að Klóarfjalli. Þaðan verður haldið niður Tröllaháls með Kyllisfell á vinstri hönd. Á leiðinni sjást Kattartjarnir sem eru fornir hyldjúpir gígkatlar. Gengið um Laxárdal og niður með Súlufelli að Króki í Grafningi. Þar má sjá ummerki um stöðu Þingvallavatns til forna. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      9.800 kr.
    • Nr.

      2310D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 4. nóv. 2023

    Brottför:

    Segja má að Ingólfsfjall blasi við augum hvaðan sem er á Suðurlandi og á sama hátt má segja að allt Suðurland blasi við af fjallinu. Lagt verður til uppgöngu við Þórustaðanámu við fjallið sunnanvert og komið til byggða við Torfastaði í Grafningi. Hvort farið verður með brúnum fjallsins eða haldið sem leið liggur á Inghól fer eftir veðri og vindum. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      9.800 kr.
    • Nr.

      2311D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 11. nóv. 2023

    Brottför:

    Eyrarfjall er fremst í Hvalfirði og stendur stakt því Miðdalur nær hringinn í kringum það. Af fjallinu er gott útsýni yfir Hvalfjörð og nágrenni og er það frekar létt uppgöngu. Gangan hefst við gatnamót við túnið á Kiðafelli. Þar sjást gamlar leifar af járnbrautarvagni frá því í stríðinu. Gengið er eftir veginum inn Miðdal, inn fyrir tún, upp með girðinguni og upp vesturenda Eyrarfjalls. Þegar komið er upp á öxlina sést að fjallið er klofið af dalvepi, Stardal, og þarf að fara yfir litla á í botni hans til þess að komast á toppinn. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      8.600 kr.
    • Nr.

      2311D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 18. nóv. 2023

    Brottför:

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst þar sem keyrt er af Breiðholtsbraut inn að Dýraspítlanum. Gengið er í kringum vatnið og komið á sama stað aftur. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2311D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 25. nóv. 2023

    Brottför:

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Við Kasthúsatjörn á Álftanesi er bílastæði og þar hefst gangan. Gengið verður meðfram sjónum í stórum hring kringum Bessastaðatjörn. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2311D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 2. des. 2023

    Brottför:

    Gangan hefst við bílastæði við Heiðmerkurveg suðaustan við Vífilsstaðahlíð í Garðabæ. Þar er gott skilti sem fjallar um leiðina og helstu kennileiti. Gangan endar við Kaldársel. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      7.800 kr.
    • Nr.

      2312D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 9. des. 2023

    Brottför:

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst við gamla félagsheimilið við Klébergsskóla. Gengið er með ströndinni út á Kjalarnestá og til baka. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2312D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 16. des. 2023

    Brottför:

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst við Haukahúsið á Ásvöllum. Gengið er vestan íþróttasvæðis niður að tengibrú stígs sem liggur umhverfis Ástjörn og að Ásfjalli. Á fjallinu er falleg vel hlaðin varða sem gaman er að príla upp á. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2312D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 30. des. 2023

    Brottför:

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Ríkishringur byrjar og endar við brúna yfir Elliðavatn þar sem maður kemur frá Rauðhólum á leið upp í Heiðmörk. Lagt er af stað frá bílastæðinu vinstra megin. Þetta er einn lengsti mögulegi hringur í Heiðmörkinni. Til þess að fara hann þarf að hafa augun opin og beygja helst alltaf til vinstri miðað við að farið sé réttsælis. 

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      3.900 kr.
    • Nr.

      2312D04
    • ICS