Dagsferðir

Síun
 • Dags:

  lau. 15. ágú. 2020

  Brottför:

  Skriðutindar er tindaskagi austan við fjallið Skriðu. Þar sem þeir liggja alveg upp að Skriðu er þröngt dalverpi sem sagt er að sé hverju kvikindi ófært og þar þurfi að fara með varúð. Gangan hefst austan við Gullkistu sem er fyrir ofan Miðdal. Þaðan eru um 4 km að Skriðutindum. Tindarnir eru margbreytilegir að lögun og skemmtilegir að skoða. Þegar komið er austur fyrir tindaröðina er gott útsýni til Hlöðufells, Högnhöfða og Skriðu. Milli Skriðutinda og Skriðu er Litli Skriðukrókur og verður haldið þar inn að fyrrnefndu dalverpi. Þaðan verður gengið niður á veg þar sem gangan hófst.  Vegalengd um 22 km. Lítil hækkun. Göngutími 8 klst. 

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2008D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. ágú. 2020

  Brottför:

  Á Menningarnótt Reykjavíkur verður kvöldganga á Úlfarsfell til að fylgjast með flugeldasýningu á vegum Reykjavíkurborgar. Farið verður frá bílastæði við skógræktina við Vesturlandsveg. Bent er á að gott er að hafa höfuðljós meðferðis. Göngutími 2- 3 klst. Hækkun 160 m.

  • Verð:

   1.000 kr.
  • Nr.

   2008D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. ágú. 2020

  Brottför:

  Mjög víðsýnt er af Kvígindisfelli en ekki mjög fjölfarið. Gangan hefst rétt sunnan við Biskupabrekku og farin þægileg uppgöguleið á Kvígindisfell (783m). Þegar haldið verður niður af fjallinu er stefnan tekin norður fyrir Hvalvatn á lítið fell sem heitir Veggir. Þaðan liggur leiðin niður með Glym og endar gangan við Stóra Botn í Botnsdal. Göngutími 7 klst. Vegalengd 16 km.   

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2008D05
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. sep. 2020

  Brottför:

  Kappsamir skíðamenn byggðu nokkra skála á Bláfjallasvæðinu á fyrri hluta síðustu aldar. Gengið verður að þeim stöðum þar sem skálarnir stóðu og saga þeirra rifjuð upp. Við sögu koma m.a. Dvergar og Himnaríki. Farið verður frá skíðaskálum í Bláfjöllum um Draumadal og Bláfjallagil í Jósepsdal. Frá Skæruliðaskálanum við Ólafsskarð liggur leiðin með Draugahlíðum niður að Suðurlandsvegi. Göngutími 7 klst. Vegalengd 17 km. Hækkun 400 - 500 metrar.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2009D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. sep. 2020

  Brottför:

  Þetta er með skemmtilegri gönguleiðum á Esjuna. Gangan hefst við Þverá og haldið upp Þverárkotsháls sem liggur á milli Grafardals og Þverárdals. Hátindur er um 909 m á hæð og er útsýnið þaðan gott á austurhluta Esjunar. Þaðan verður svo haldið um Laufskörð í átt að Móskarðshnjúkum og gengið á þá. Gangan endar svo við Hrafnhóla. Gönguvegalengd um 15 km.

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   2009D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. sep. 2020

  Brottför:

  Kattartjarnarleið er skemmtileg dagleið um fjölbreytt og fagurt svæði. Gangan hefst við Ölfusvatnsá og farið upp með ánni og hún vaðin (fer þó eftir aðstæðum). Gengið verður um Tindagil austan við Hrómundartind, meðfram Kattartjörnum og þaðan niður Reykjadal. Tekið verður gott stopp við Reykjadalsá og gefst göngufólki tækifæri til að baða sig í ylvolgri ánni áður en haldið verður síðasta spölinn niður dalinn. Göngutími 5 – 6 klst. Hækkun 500 m.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2009D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. okt. 2020 - lau. 28. nóv. 2020

  Brottför:

  Raðganga umhverfis Þingvelli.

  • Verð:

   26.000 kr.
  • Nr.

   2000D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. okt. 2020

  Brottför:

  Ekið eftir Nesjavallaleið að Kýrdalshrygg þar sem gangan hefst. Kýrdalshryggur er genginn upp á Vörðu-Skeggja. Göngutími 4 klst. Vegalengd 7-8 km. Hækkun 400 m.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2010D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. okt. 2020

  Brottför:

  Gengið sem næst fjöruborði Þingvallavatns frá stíflunni við útfall vatnsins í Sogið upp á Skinnhúfuhöfða. Þaðan liggur leiðin með vatninu um Hellisvík út á Lambhaga og inn í botn Hagavíkur. Vegalengd 8-10 km. Hækkun 100 m. Vaða þarf tvær ár í þessari ferð.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2010D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. okt. 2020

  Brottför:

  Gengið verður upp úr Brynjudal og farið sunnan megin við Myrkavatn og stefnan tekin á Kjöl (785m). Þaðan verður stefnt á Skollhóla og gengið niður með Grjótá að Stíflisdalsvatni. Göngutími 6 til 8 klst. Vegalengd u.þ.b. 16 km.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2010D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. okt. 2020

  Brottför:

  Frá Hagavík liggur leiðin um gamla götu norður með Þingvallavatni yfir Nesjahraun að Nesjum. Áfram norður Grafning um Hestvík og Símonarbrekku, undir Jórukleif að Svínanesi. Göngunni lýkur við Heiðarbæ. Nánast engin hækkun. Vegalengd 11-12 km.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2010D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. okt. 2020

  Brottför:

  Gangan hefst á Kaldadalsvegi rétt norðan við Sandkluftavatn en þaðan er nokkuð auðveld leið að hæsta tindi fjallsins. Fjallið dregur nafn sitt af landnámsmanninum og hálftröllinu Ármanni Dalmannssyni. Sagnir herma að þessi verndarvættur fjallsins hafi stýrt kappglímu þursa á Hofmannaflöt undir Meyjarsæti og „dáið“ inn í fjallið. Vegalengd 10 km. Hækkun 550 m.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2010D05
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. okt. 2020

  Brottför:

  Við norðaustanverðan Hvalfjörð rísa tvö samtengd líparítrík fjöll. Haldið verður meðfram Miðsandsá vestanverðri upp Sauðafjall á brún Brekkukambs. Gengið vestur með fjallsbrúninni út á Eystra-Kambshorn. Af fjallinu er útsýni sem kemur mörgum á óvart.  Farið verður niður í skarðið á milli fjallanna og upp á háhæð Þúfufjalls og komið niður við réttina vestan Bjarteyjarsands. Vegalengd 10-11 km. Hækkun 700 m. Göngutími 4-5 klst.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2010D06
  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. okt. 2020

  Brottför:

  Frá Heiðarbæ verður vatnsbakka Þingvallavatns fylgt inn á Kárastaðanes. Á leiðinni verður komið að Hrútagjá, Lambagjá og síðan Hestagjá. Þá er stutt í sjálfan Þjóðgarðinn og þangað sem Valhöll stóð. Göngu lýkur á Efri-Völlum. Vegalengd 10-11 km. Engin hækkun. 

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2010D07
  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. okt. 2020

  Brottför:

  Hrafnabjörg við austanvert Þingvallavatn er fjall sem freistar margra. Frá Barmaskarði verður gengið vestanvert við Reyðarbarm og síðan yfir hraunið að Hrafnabjörgum. Af fjallinu er ægifagurt útsýni yfir Þingvelli. Vegalengd 15 km. Hækkun 400 m.  Göngutími 4-5 klst.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2010D08
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. nóv. 2020

  Brottför:

  Vífilsfell er 655 m hátt og verður gengið á það frá austurhlið þess. Eftir stutta göngu að fjallinu tekur við brekka upp á sléttan stall. Því næst tekur við fjölbreytt ganga að klettóttum toppnum þaðan sem er skemmtilegt sjónarhorn á höfuðborgina og næsta nágrenni. Þaðan verður haldið eftir fjallshryggnum í átt að Bláfjöllum og fram Jósepsdal til baka. Vegalengd um 11 km. Hækkun 300 m.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2011D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. nóv. 2020

  Brottför:

  Í þessari fjórðu göngu verður gengið að mestu innan þjóðgarðsins. Lagt verður af stað frá Neðri Völlum við Öxará (þar sem Valhöll stóð). Gengið út í Lambhaga og áfram sem leið liggur um Garðsendavík að Vatnskoti. Síðan að Vatnsvík og Vellankötlu og áfram að Arnarfelli. Vegalengd 10 km. Hækkum 150 m. 

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2011D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. nóv. 2020

  Brottför:

  Kálfstindar eru í grennd við Þingvelli, norðan Lyngdalsheiðar. Merkileg fjöll sem fáir ganga á þó þau séu ekki ýkja langt frá höfuðborginni. Haldið verður frá Reyðarbarmi meðfram Kálfstindum milli hrauns og hlíðar að Flosaskarði þar sem lagt verður á brattann. Til baka verður farið um Flosaskarð niður á Laugarvatnsvelli. Um skarðið á Flosi í Njálssögu að hafa riðið með fylgdarlið sitt til þess að forðast fyrirsát Kára Sölmundarsonar. Skoðaður verður hellir við Vellina sem búið var í til skamms tíma á fyrri hluta síðustu aldar. Vegalengd 10-12 km. Hækkun 600. Göngutími 4-5 klst.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2011D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. nóv. 2020

  Brottför:

  Gangan hefst hjá litlu kaffistofunni á Sandskeiði og farið verður um Vatnaöldur að Lyklafelli. Þaðan liggur leið okkar sunnan megin við Seltjörn og stefnan tekin á Hafravatn þar sem gangan endar. Vegalengd 14-15 km.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2011D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. nóv. 2020

  Brottför:

  Fimmta og síðasta Þingvallagangan hefst við Arnarfell og liggur leiðin meðfram Þingvallavatni. Gengið verður á Miðfell ef aðstæður leyfa, en annars að Mjóanesi og undir Múla við suðurenda Miðfells. Göngunni lýkur síðan á saman stað og hún hófst, við útfall Þingvallavatns í Sogið. Vegalengd 12 km. Hækkun 200 m ef gengið verður á Miðfell, annars engin. Göngutími 4-5 klst. 

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2011D05
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. nóv. 2020

  Brottför:

  Upphafsstaður er rétt hjá Ljósafossvirkjun. Gengið verður upp með Skriðugili um grasigrónar brekkur á gott útsýnisfjall. Vegalengd 6-7 km. 

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2011D06
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. des. 2020

  Brottför:

  Gengið um Heiðmörk og kíkt eftir jólasveinum. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag koma síðar.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2012D01
  • Suðvesturland

  • ICS