Dagsferðir

Síun
 • Dags:

  lau. 5. jan. 2019

  Brottför:

  Fyrsta dagsferð ársins hefur ávallt verið í kirkju. Kirkjur eru af öllum stærðum og gerðum en fyrst var farið í litlu timburkirkjuna í Krýsuvík. Hún brann því miður árið 2010. Nú verður gengið á milli tveggja kirkjustaða á Kjalarnesi sem eiga sér langa og merka sögu, þ.e. frá Saurbæ að Brautarholti. Haldið verður að gömlu brúnni yfir Blikdalsá og ánni síðan fylgt niður að strönd að Músarnesi. Þaðan liggur leiðin svo að Brautarholtskirkju, hugsanlega eftir smákrók út á Músarnes. Vegalengd 10 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 3-4 klst.

  • Verð:

   4.500 kr.
  • Nr.

   1901D01
  • Suðvesturland

  • ICS