Dagsferðir

Síun
  • Dags:

    sun. 24. ágú. 2025

    Brottför:

    Vísindapakkinn – Dagsferðir í samstarfi við HÍN

    Í 50 ára starfi Útivistar hefur gjarnan verið blandað saman góðum gönguferðum og skemmtilegri fræðslu. Í tilefni afmælisins efnir Útivist í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag til skemmtilegra og fræðandi vísindaferða þar sem allir eru velkomnir. Farið er á eigin bílum á valda staði í nágrenni höfuðborgarinnar. Staðsetning er valin eftir aðstæðum og verður auglýst vel. Sérfræðingar frá HÍN verða með í för og fræða þátttakendur um undur náttúrunnar. Sumar ferðirnar eru mjög hentugar sem fjölskylduferðir og við vekjum athygli á að í þessar ferðir verður frítt fyrir börn og unglinga upp að 17 ára aldri.

    Í sveppaferðinni verður staðsetning valin eftir aðstæðum til að sem mest fáist úr ferðinni. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.

    12.april

    Jarðfræðiferð

    3.maí

    Fuglaskoðun

    31.maí

    Grasafræði

    24.ágúst

    Sveppaferð

    20.sept

    Undur fjörunnar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Félagsverð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2508D03
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 30. ágú. 2025

    Brottför:

    Gangan hefst frá línuvegi sem beygt er inn á af Kaldadalsvegi. Gengið er á fjallið úr norðri, eftir hraunbreiðu og í stórgrýttu undirlagi upp eftir hlíðum fjallsins alla leið upp á topp þar sem gaman er í góðu veðri að ganga eftir gígbörmum Skjaldbreiðar. Af Skjaldbreið er fallegt útsýni yfir Þingvallasveit í suðri en Langjökul, Þórisjökul, Hofsjökull og Kerlingafjöll til norðurs. Komið er niður fjallið á sama stað og gengið er upp.

    Vegalengd göngu 10-11 km. Hækkun 500-600 metrar, 1-2 skór.

    Ferðin er sameiginleg með Fjallabralli.

    • Verð:

      23.000 kr.
    • Félagsverð:

      17.500 kr.
    • Nr.

      2509D01
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 6. sep. 2025

    Brottför:

    Bjarnarfell drottnar yfir hverasvæðinu í Haukadal giljum skorið.  Haldið á fjallið að sunnan, skammt frá bænum Austurhlíð stuttu áður en kemur að Geysi. Vegalengd 12-14 km. Hækkun 600 m. Göngutími 6 klst.

    • Verð:

      23.000 kr.
    • Félagsverð:

      17.500 kr.
    • Nr.

      2508D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 20. sep. 2025

    Brottför:

    Vísindapakkinn – Dagsferðir í samstarfi við HÍN

    Í 50 ára starfi Útivistar hefur gjarnan verið blandað saman góðum gönguferðum og skemmtilegri fræðslu. Í tilefni afmælisins efnir Útivist í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag til skemmtilegra og fræðandi vísindaferða þar sem allir eru velkomnir. Farið er á eigin bílum á valda staði í nágrenni höfuðborgarinnar. Staðsetning er valin eftir aðstæðum og verður auglýst vel. Sérfræðingar frá HÍN verða með í för og fræða þátttakendur um undur náttúrunnar. Sumar ferðirnar eru mjög hentugar sem fjölskylduferðir og við vekjum athygli á að í þessar ferðir verður frítt fyrir börn og unglinga upp að 17 ára aldri.

    Í fjöruferðinni verður staðsetning valin eftir aðstæðum til að sem mest fáist úr ferðinni. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.

    12.april

    Jarðfræðiferð

    3.maí

    Fuglaskoðun

    31.maí

    Grasafræði

    24.ágúst

    Sveppaferð

    20.sept

    Undur fjörunnar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Félagsverð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2509D02
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 27. sep. 2025

    Brottför:

    Hafnarfjall er bæjarfjall Borgnesinga líkt og Esjan er bæjarfjall höfuðborgarbúa. Á Hafnarfjall eru margar gönguleiðir þó svo að flestir kjósi að ganga eftir hryggnum sem liggur samsíða þjóðveginum. Nú verður farin sérlega spennandi leið upp Klausturtunguhól og um þrönga geil í hamrabeltinu. Síðan verða tindar fjallsins þræddir í vesturátt á hæsta tindinn, Gildalshnúk og svo niður hrygginn norðan við að upphafstað aftur.  Vegalengd 9 km. Hækkun 1000 m. Göngutími 5-6 klst. 

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2509D03
    • Vesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 11. okt. 2025

    Brottför:

    Kattatjarnaleið í Grafningi er skemmtileg gönguleið um fáfarnar slóðir. Gangan hefst frá Grafningsvegi við Ölfusvatnsá, gengið er um Kapladali og þaðan í Ölfusvatnsgljúfur og upp í Seltungur. Þaðan er gengið á milli Hrómundartinda og Kattatjarnahryggjar þar til komið er að Kattatjörn neðri, og síðan milli Lakahnjúks og Kattatjarnar efri og síðast milli Tjarnahnjúks og Álftatjarnar. Þegar komið er upp á Ölkelduháls er haldið áfram á milli Ölkelduhnúks og Dalskarðshnjúks niður Reykjadal, fram hjá heita læknum og endað við þjónustumiðstöðina í Reykjadal. Gangan er um 15 km og uppsöfnuð hækkun um 400 metrar. Eitt vað er á leiðinni (Ölvusvatnsá) og gangan er að mestu leiti á stígum.

    Ferðin er rútuferð og sameiginleg með Fjallabralli Útivistar

    • Verð:

      13.000 kr.
    • Félagsverð:

      9.400 kr.
    • Nr.

      2510D01
    • Suðvesturland

    • ICS


1 / 4

Langleiðin