Dagsferðir

Síun
 • Dags:

  lau. 17. apr. 2021

  Brottför:

  Krefjandi fjallganga á eitt af betri útsýnisfjöllum á suðvesturhorninu. Haldið á fjallið frá Botnsdal í Hvalfirði.

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   2104D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. apr. 2021

  Brottför:

  Frá Djúpavatni verður gengið meðfram Hrútfelli og að Hrútagjá. Hún er með fallegri gjám á Reykjanesi. Þaðan liggur leiðin sunnan við Fjallið eina og verður Undirhlíðum fylgt að Kaldárseli.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2104D01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 8. maí 2021

  Brottför:

  Gengið verður sunnan við Bláfjallahorn og inn Kerlingardal. Stefnt verður á Syðri- og Nyrðri-Eldborg. Þetta svæði er eins og undraveröld með fallegum mosa á fallegu hrauni. Áfram verður haldið um skarðið við Lambafell og endar gangan í Sleggjubeinsdal.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2105D01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 15. maí 2021

  Brottför:

  Ísland stækkar að meðaltali um 2 cm á ári vegna gliðnunar. Reykjanesskagi er hluti af Atlantshafshryggnum en þar er líka styst niður á kviku. Í þessari ferð um Reykjanesskagann er sjónum beint að eldvirkni og háhitasvæðum. Austurengjahver sem er einn stærsti leirhver landsins verður skoðaður, kíkt á Eldborg undir Geitahlíð og síðan liggur leiðin út á Reykjanes. Þar ber margt fyrir augu m.a. Brimketill, Háleyjarbunga og Gunnuhver.

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   2105D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. maí 2021 - mán. 24. maí 2021

  Brottför:

  Taktu þátt í Sumaráskorun Útivistar 2021 um Hvítasunnu!

  Einungis 2 laus pláss!

  • Verð:

   12.900 kr.
  • Nr.

   2105D00
  • ICS
 • Dags:

  sun. 23. maí 2021

  Brottför:

  Eyjafjallajökull er með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís tignarlegur yfir Eyjafjöllum. Upp á jökulinn verður farin svokölluð Skerjaleið frá Þórsmerkurvegi. Í fyrstu er bratt upp á Litlu Heiði en síðan aflíðandi upp með Skerjunum að gígbarminum hjá Goðasteini í 1580 m hæð. Gengið verður yfir jökulinn og komið niður að Seljavallalaug.

  • Verð:

   16.500 kr.
  • Nr.

   2105D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. maí 2021

  Brottför:

  Á Reykjaveginum hefur verið gengið um fallegt umhverfi frá Reykjanestá og ekki tekur síðra svæði við hér. Upphaf göngunnar verður í Sleggjubeinsdal og farið verður framhjá Draugatjörn að Engidal og þaðan í Marardal. Áfram liggur leiðin í gegnum Dyradal og meðfram veginum að Nesjavöllum.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2105D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. jún. 2021

  Brottför:

  Hér er um nokkuð krefjandi göngu í nágrenni Reykjavíkur að ræða þar sem gengið er í stórgrýti efst á toppi fjallsins. Á þessari leið er þörf á góðum gönguskóm með góðan stuðning við ökla. Gangan mun hefjast nálægt eyðibýlinu Ártúni sem stóð við Blikadalsá. Þaðan verður svo lagt á syðri hrygg Esjunnar um Smáþúfur, upp á Kambshorn og Kerhólakamb. Þar verður áð og útsýnis notið. Af Kerhólakambi verður svo gengið á Hábungu, þaðan niður og fyrir Þverárdal um Laufskörð og upp á Móskarðahnúk(a). Að lokum þegar síðasta tindi hefur verið náð verður gengið niður að Hrafnhólum þar sem gangan endar.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   2106D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. jún. 2021

  Brottför:

  Skriðutindar er tindaskagi austan við fjallið Skriðu. Þar sem tindarnir liggja alveg upp að Skriðu er þröngt dalverpi sem sagt er að sé hverju kvikindi ófært og þar þarf að fara með gát. Gangan hefst austan við Gullkistu sem er hæð á Miðdalsfjalli. Þaðan eru um 4 km að Skriðutindum. Tindarnir eru margbreytilegir að lögun og skemmtilegir að skoða. Þegar komið er austur fyrir tindaröðina er gott útsýni til Hlöðufells, Högnhöfða og Skriðu. Milli Skriðutinda og Skriðu er Litli Skriðukrókur og verður haldið þar inn að fyrrnefndu dalverpi. Þaðan verður gengið niður á veg þar sem gangan hófst. 

  • Verð:

   7.200 kr.
  • Nr.

   2106D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 16. jún. 2021 - fim. 17. jún. 2021

  Brottför:

  Árleg sumarnæturganga Útivistar hinn 17. júní yfir Leggjabrjót. Gengið verður frá Svartagili upp með Öxará yfir hinn eiginlega Leggjabrjót að Sandvatni. Farið verður fram á brúnir Brynjudals og horft niður á Skorhagafoss í Brynjudalsá. Síðan liggur leiðin yfir Hrísháls niður í Botnsdal. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugöngu Útivistar.

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   2106D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. jún. 2021 - sun. 20. jún. 2021

  Brottför:

  Af tindum Snæfellsjökuls er ógleymanlegt að upplifa sumarsólstöður þegar sólargangur er lengstur hér á norðurhveli jarðar.

  Gengið verður frá Jökulhálsi og hefst gangan kl. 21. Markmiðið er að vera á toppi jökulsins, milli þúfna um kl. 00:30, og sjá sólina setjast en rísa jafnharðan aftur.

  • Verð:

   16.500 kr.
  • Nr.

   2106D04
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. júl. 2021

  Brottför:

  Elliðatindar eru á sunnanverðu Snæfellsnesi, nokkuð vestan við Vegamót. Hæsti tindurinn er 864 m.y.s. Elliðahamrar er svipmikið hamraþil sem blasir við frá veginum út á Snæfellsnes. Þetta er áhugavert fjall sem fáir hafa gengið á.

  • Verð:

   8.550 kr.
  • Nr.

   2107D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 31. júl. 2021

  Brottför:

  Á Skarðsheiði eru margar spennandi gönguleiðir. Ein sú áhugaverðasta er að ganga eftir fjallinu endilöngu. Frá Geldingadraga verður haldið á fjallið og hreppamarkalínunni fylgt lengst af. Farið verður eftir fjallshryggnum og topparnir þræddir að hæsta tindi, Heiðarhorni sem er 1053 m.y.s. Göngunni lýkur við Efra-Skarð í Skarðsdal.

  Vegalengd 17-19 km. Hækkun 800 m. Göngutími 8-9 klst.

  • Verð:

   7.200 kr.
  • Nr.

   2107D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. ágú. 2021

  Brottför:

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2108D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. ágú. 2021

  Brottför:

  Norðan Landmannaleiðar blasir fjallið Löðmundur við, grasi vaxið frá fjallsrótum. Af fjallinu er víðsýnt til allra átta. Segja má að allt hálendið milli Langjökuls, Hofsjökuls og Vatnajökuls blasi við. Gengið verður frá Landmannahelli og farinn hringur um fjallið.

  Vegalengd 9 km. Hækkun 700 m. Göngutími 5 klst.

  • Verð:

   8.550 kr.
  • Nr.

   2108D02
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. ágú. 2021

  Brottför:

  Stóra-Jarlhetta (943 m.y.s.), sem stundum er nefnd Tröllhetta er nyrst í tindaröð sem einu nafni heita Jarlhettur.

  Jarlhettur er móbergshryggur með um 20 misháum tindum, myndaður við sprungugos undir jökli. Eftir göngu á Stóru-Jarlhettu verður farið upp að Hagavatni og hið magnaða náttúrufyrirbæri Farið (útfall Hagavatns) skoðað.

  • Verð:

   8.550 kr.
  • Nr.

   2108D03
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. ágú. 2021

  Brottför:

  Esjan að norðanverðu er mjög skemmtileg. Í þetta sinn hefst gangan við bæinn Flekkudal við Meðalfellsvatn.

  Gengið verður upp á Nónbungu og Skálatind sem er í rúmlega 800 metra hæð. Kannski verður farið á Hátind líka ef vel viðrar. Reiknað er með að fara hring á fjallinu og til baka austan Flekkudals. Nánari ferðatilhögun ræðst þó af veðri.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   2108D04
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 4. sep. 2021

  Brottför:

  Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir og Ýma. Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni þaðan yfir Þórsmörk og Fjallabak, allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar. Ekið verður eins langt og fært er, að minnsta kosti að Tindfjallaseli. Þaðan verður gengið um Saxaskarð og Brúarskarð, yfir jökulskallann að sunnanverðum Ými og upp skarðið sem skilur að tindana tvo. Að lokinni göngu á báða tindana verður haldið til baka norðan þeirra.

  Vegalengd 14–18 km. Hækkun 700-900 m. Göngutími 7-8 klst.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2109D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 18. sep. 2021

  Brottför:

  Skjaldbreiður er formfögur dyngja sem varð til í löngu hraungosi fyrir um 10.000 árum. Gangan hefst við gíghólinn Hrauk og verður að mestu farið um sendið hraun og hraunrima að gíg fjallsins. Þaðan liggur leiðin til austurs í átt að Hlöðufelli.

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   2109D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 25. sep. 2021

  Brottför:

  Frá Stóra-Botni í Botnsdal liggur leiðin upp með Botnsá að austanverðu að brún Glyms sem er hæsti foss landsins. Þaðan verður stefnt á topp Hvalfells. Af fjallinu er ágætis útsýni og gaman að kíkja af austurbrún þess yfir Hvalvatn. Farið verður niður aftur að vestanverðu í Hvalskarð milli Hvalfells og Botnssúlna.

  • Verð:

   6.300 kr.
  • Nr.

   2109D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. okt. 2021

  Brottför:

  Gengið verður sem næst fjöruborði Þingvallavatns frá stíflunni við útfall vatnsins í Sogið upp á Skinnhúfuhöfða. Þaðan liggur leiðin með vatninu um Hellisvík út á Lambhaga og inn í botn Hagavíkur. 

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2110D01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. okt. 2021

  Brottför:

  Dalaleið kallast gamla þjóðleiðin milli Kaldársels og Krýsuvíkur. Gengið verður um Fagradal og yfir Vatnshlíð. Þaðan er fagurt útsýni yfir Kleifarvatn og Krýsuvíkurfjöll. Sunnan við Hvammahraun verður götunni fylgt áfram með hraunkantinum að Gullbringu. Gangan endar við Krýsuvíkurveg.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   2110D02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. okt. 2021

  Brottför:

  Frá Hagavík liggur leiðin um gamla götu norður með Þingvallavatni yfir Nesjahraun að Nesjum. Áfram norður Grafning um Hestvík og Símonarbrekku, undir Jórukleif að Svínanesi. Göngunni lýkur við Heiðarbæ.

  Hækkun nánast engin. Vegalengd 11-12 km.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2110D03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. okt. 2021

  Brottför:

  Við norðaustanverðan Hvalfjörð rísa tvö samtengd líparítrík fjöll. Haldið verður meðfram Miðsandsá vestanverðri upp Sauðafjall á brún Brekkukambs. Gengið vestur með fjallsbrúninni út á Eystra-Kambshorn. Af fjallinu er útsýni sem kemur mörgum á óvart. Farið verður niður í skarðið á milli fjallanna og upp á háhæð Þúfufjalls og komið niður við réttina vestan Bjarteyjarsands.

  • Verð:

   7.200 kr.
  • Nr.

   2110D04
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 30. okt. 2021

  Brottför:

  Frá Heiðarbæ verður vatnsbakka Þingvallavatns fylgt inn á Kárastaðanes. Á leiðinni verður komið að Hrútagjá, Lambagjá og síðan Hestagjá. Þá er stutt í sjálfan Þjóðgarðinn og þangað sem Valhöll stóð. Göngu lýkur á Efri-Völlum.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2110D05
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 6. nóv. 2021

  Brottför:

  Í þessari ferð er blágrýtismyndun í öndvegi með ísaldarívafi. Við lærum um mótun og myndun fjalla eins og Botnsúlna, Hvalfells og Skarðsheiðar. Leitum að fallegum steinum og útfellingum í fornum hraunlögum. Skoðum lághitasvæði. Spennandi og öðruvísi jarðfræðiferð þar sem margt fróðlegt ber fyrir augu.

  • Verð:

   7.200 kr.
  • Nr.

   2111D01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 13. nóv. 2021

  Brottför:

  Í þessari fjórðu göngu verður gengið að mestu innan þjóðgarðsins. Lagt verður af stað frá Neðri Völlum við Öxará þar sem Valhöll stóð. Gengið út á Lambhaga og áfram sem leið liggur um Garðsendavík að Vatnskoti. Síðan að Vatnsvík og Vellankötlu og áfram að Arnarfelli.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2111D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. nóv. 2021

  Brottför:

  Gengið verður upp úr Brynjudal og farið sunnan megin við Myrkavatn og stefnan tekin á Kjöl (785m). Þaðan verður stefnt á Skollhóla og gengið niður með Grjótá að Stíflisdalsvatni.

  • Verð:

   7.200 kr.
  • Nr.

   2111D03
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 27. nóv. 2021

  Brottför:

  Fimmta og síðasta Þingvallagangan hefst við Arnarfell og liggur leiðin eftir fjallinu niður að Þingvallavatni við enda þess. Gengið að Mjóanesi og undir Múla við suðurenda Miðfells. Göngunni lýkur síðan á sama stað og hún hófst, við útfall Þingvallavatns í Sogið.

  • Verð:

   5.850 kr.
  • Nr.

   2111D04
  • Suðvesturland

  • ICS