Dagsferðir

Síun
  • Dags:

    lau. 10. ágú. 2024

    Brottför:

    Helgrindur er nafn á fjallaklasa sem er áberandi frá Grundarfirði og nær frá Kaldnasa að Tröllkerlingu. Gengið verður á Böðvarskúlu (988 m) sem er hæsti tindurinn. Þau gerast vart drungalegri örnefnin en Helgrindur en það er samt einhver reisn og tign yfir nafninu. Merking þess er líklega flestum ljós en Nóbelsskáldið sagði að orðið þýddi „hlið helvítis“. Sú lýsing hefur ekkert með útsýnið af fjallinu að gera. Í björtu veðri er sérstakt að horfa niður á Kirkjufell og yfir eyjarnar á Breiðafirði. Í fyrstu verður gengið um gróið land en síðan grýttar skriður. Hækkun u.þ.b. 850-950 m. Vegalengd 14-15 km. Áætlaður göngutími 7-8 klst.

    Brottför frá Mjódd kl. 7:00

    • Verð:

      26.000 kr.
    • Nr.

      2408D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 17. ágú. 2024

    Brottför:

    Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir og Ýma. Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni þaðan yfir Þórsmörk og Fjallabak, allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar. Ekið verður eins langt og fært er, að minnsta kosti að Tindfjallaseli. Þaðan verður gengið um Saxaskarð og Brúarskarð, yfir jökulskallann að sunnanverðum Ými og upp skarðið sem skilur að tindana tvo. Að lokinni göngu á báða tindana verður haldið til baka norðan þeirra. Vegalengd 14–18 km. Hækkun 700-900 m. Göngutími 7-8 klst.

    Brottför frá Mjódd kl 7:00

    • Verð:

      26.000 kr.
    • Nr.

      2408D01
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    sun. 25. ágú. 2024

    Brottför:

    Gengið um hina vinsælu gönguleið Leggjabrjót. 

    Farið er frá Botnsdal, upp Hrísháls og að Sandvatni. Gengið meðfram því og um Leggjabrjót og meðfram Öxará á kafla. Gangan endar við Svartagil í Þingvallasveit.

     Þetta er greiðfær leið þó nafnið gefi annað til kynna. 

    Vegalengd 17 km. Hækkun 500 m. Göngutími 7 klst. með pásum 

    Brottför frá Mjódd kl 9:00

    • Verð:

      11.800 kr.
    • Nr.

      2408D03
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 31. ágú. 2024

    Brottför:

    Mjög víðsýnt er af Kvígindisfelli en ekki mjög fjölfarið. Gangan hefst rétt sunnan við Biskupabrekku og farin þægileg uppgöguleið á Kvígindisfell (783m). Þegar haldið verður niður af fjallinu er stefnan tekin norður fyrir Hvalvatn á lítið fell sem heitir Veggir. Þaðan liggur leiðin niður með Glym og endar gangan við Stóra Botn í Botnsdal. Göngutími 7 klst. Vegalengd 16 km.  

    Brottför frá Mjódd kl 8:00

    • Verð:

      15.800 kr.
    • Nr.

      2408D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 7. sep. 2024

    Brottför:

    Bláfell er mikið fjall á Biskupstungnaafrétti, móbergsstapi sem jöklar síðustu jökulskeiða hafa mótað. Sagnir herma að þar hafi búið tröll og skessur. Gangan hefst á móts við Illagil við Bláfellsháls og er gengið um mela og tvö smágil. Þegar á háfjallið er komið er afar víðsýnt til allra átta. Vegalengd 9–10 km. Hækkun 650 m. Göngutími 5–6 klst.

    Brottför frá Mjódd kl. 8:00

    • Verð:

      15.800 kr.
    • Nr.

      2409D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 14. sep. 2024

    Brottför:

    Komið að fornbýlinu Stöng og litið á uppgröftinn þar.  Gengið upp með Rauðá upp að Gjánni og hún skoðuð.  Síðan er gengið upp á Stangarfjall og yfir fjallið allt að árgilinu og ef aðstæður leyfa farið niður í gilið og fossarnir skoðaðir neðan frá áður en gengið er upp að bílastæði við fossana.    Vegalengd 12 km hækkun 300 m göngutími 5 klst.

    • Verð:

      15.800 kr.
    • Nr.

      2409D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 21. sep. 2024

    Brottför:

    Þetta er skemmtileg ganga um nokkuð fjölbreytt landslag. Við munum sjá ótal hveri og laugar á leiðinni, af öllum mögulegum tegundum. Þessi ganga hentar flestum og er þægileg þó að hún sé nokkuð löng. Endilega takið með sundföt því við munum staldra við í Reykjadal og þvo af okkur rykið. Vegalengd um 17 km. Göngutími um 7 klst. 

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2409D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 28. sep. 2024

    Brottför:

    Fjaran er heillandi heimur. Í þessari ferð skoðum við bæði plöntur og dýr sem búa í fjörunni í fylgd með fróðum fararstjórum. Í lok ferðar verður týndur kræklingur og eldaður yfir eldi (má hafa með sér ílát og taka með heim). Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna. 

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2409D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 5. okt. 2024

    Brottför:

    Raðganga umhverfis Esju 1. áfangi: Hrafnhólar, Svínaskarð og Kjósarétt

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2410D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 5. okt. 2024 - lau. 26. okt. 2024

    Brottför:

    Hægt er að fara í allar raðferðirnar umhverfis Esju sem pakka með 20% afslætti.

    • Verð:

      28.160 kr.
    • Nr.

      2410D00
    • ICS
  • Dags:

    lau. 12. okt. 2024

    Brottför:

    Raðganga umhverfis Esju 2. áfangi: Kjósarétt, Eilífsdalur

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2410D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 19. okt. 2024

    Brottför:

    Raðganga umhverfis Esju 3. áfangi: Eilífsdalur, Grundarhverfi

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2410D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 26. okt. 2024

    Brottför:

    Raðganga umhverfis Esju 4. áfangi: Grundarhverfi, Hrafnhólar

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2410D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 2. nóv. 2024

    Brottför:

    Akrafjall  var eitt sinn eyja. Fjallið er dálítið sérstakt fyrir þær sakir að það er næstum klofið í tvennt. Dalurinn sem skerst inn í fjallið kallast Berjadalur og tveir hæstu tindar þess Geirmundartindur og Háihnúkur. Gengið verður á báða tindana.  Vegalengd 14 km hækkun 500 m Göngutími 6 klst.

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2411D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 9. nóv. 2024

    Brottför:

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gengið er frá litlu bílastæði sem er staðsett hægra megin við Bláfjallaveg rétt fyrir neðan Eldborg. Vel merktur stígur er upp á Eldborgina og er gengið að hluta til ofan á henni. Þegar niður er komið er gengið á milli Eldborgar og Drottningar. Gengið er vestan megin upp á Drottningu og sömu leið til baka. Þegar komið er niður er þokkalega stikaður stígur í átt að Stóra-Kóngsfelli. Gangan á það hefst að norðanverðu en komið er upp á topp að sunnanverðu. Sama leið er gengin til baka. Vegalengd um 8 km. Göngutími 4-5 klst.  

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2411D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 16. nóv. 2024

    Brottför:

    Gangan hefst hjá litlu kaffistofunni á Sandskeiði og farið verður um Vatnaöldur að Lyklafelli. Þaðan liggur leið okkar sunnan megin við Seltjörn og stefnan tekin á Hafravatn þar sem gangan endar. Vegalengd 14-15 km. 

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2411D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 23. nóv. 2024

    Brottför:

    Reynivallaháls - Fossá í Hvalfirði

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2411D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 30. nóv. 2024

    Brottför:

    Lagt af stað frá Mjódd kl. 9 og ekið að Gjábakka á Þingvöllum.  Gengið er eftir gamalli þjóðleið frá Gjábakka yfir Þingvallaveg og yfir stórbrotna Hrafnagjá að Vellankötlu í Þingvallavatni. Frá vatninu er gengið að Skógarkoti eftir góðum stíg og þaðan eftir Skógarkotsstíg að Stekkjargjá og Öxarárfossi. Endað er á því að fara eftir Langastíg upp á brún Almannagjár þar sem rútan bíður.  Göngulengd 16 – 17 km

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2411D05
    • ICS
  • Dags:

    lau. 7. des. 2024

    Brottför:

    Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D01
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 7. des. 2024 - lau. 28. des. 2024

    Brottför:

    Hægt er að fá allar Strandgöngurnar í einum pakka með 20% afslætti

    • Verð:

      14.400 kr.
    • Nr.

      2412D00
    • ICS
  • Dags:

    lau. 14. des. 2024 - lau. 7. des. 2024

    Brottför:

    Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 2

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 21. des. 2024

    Brottför:

    Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 3

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 28. des. 2024

    Brottför:

    Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 4

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D04
    • ICS


1 / 4

Langleiðin