Dagsferðir

Síun
  • Dags:

    lau. 5. okt. 2024 - lau. 26. okt. 2024

    Brottför:

    Hægt er að fara í allar raðferðirnar umhverfis Esju sem pakka með 20% afslætti.

    • Verð:

      28.160 kr.
    • Nr.

      2410D00
    • ICS
  • Dags:

    lau. 19. okt. 2024

    Brottför:

    Raðganga umhverfis Esju 3. áfangi: Eilífsdalur, Grundarhverfi

    Haldið frá Eilífsdal með hlíðum Þórnýjartinds, Tindstaðahnúks, Dýjadalshnúks og Lág-Esjunnar. Sums staðar verður gengið eftir gömlum aflögðum vegum, yfir brú og eftir fjárgötum. Á leiðinni eru margir áhugaverðir staðir svo sem Kerlingagil sem er jarðfræðilega áhugavert. Farið verður um Þjófaskarð en spottakorn fyrir ofan það var bruggað á bannárunum. Þá verður farið um Tíðaskarð þar sem fyrst sást til fólks á leið í messu í Saurbæ á Kjarlanesi. Þaðan liggur leiðin fyrir Blikdal sem er lengsti dalur Esjunnar en þar var haft í seli fyrr á tíð. Gangan endar svo í Grundarhverfi. Vegalengd 18-20 km. Göngutími 7-8 klst.

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2410D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 26. okt. 2024

    Brottför:

    Raðganga umhverfis Esju 4. áfangi: Grundarhverfi, Hrafnhólar

    „Esjan glóir, gulli lík“ segir í Breiðfirðingavísum Ólínu Andrésdóttur og það eru orð að sönnu. Um það hvaða hluti Esjunnar er fallegastur má deila en þar sem gangan hefst eru stórfengleg gljúfur og gil. Frá þeim hefur runnið mikið magn af jarðvegi svo myndast hafa aurkeilur sem í tímans rás hafa tekið af tún og bæi. Í Kjalnesingasögu er getið um Esju sem var forn í brögðum og bjó hún á Esjubergi. Þar verður gengið fyrir ofan tún og síðan stiklað yfir Gljúfurá. Á leið austur með Esjunni má njóta haustlitanna þar sem gengið verður eftir skógarstígum. Vegalengd 18-20. Göngutími 6-8 klst.

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2410D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 2. nóv. 2024

    Brottför:

    Akrafjall  var eitt sinn eyja. Fjallið er dálítið sérstakt fyrir þær sakir að það er næstum klofið í tvennt. Dalurinn sem skerst inn í fjallið kallast Berjadalur og tveir hæstu tindar þess Geirmundartindur og Háihnúkur. Gengið verður á báða tindana.  Vegalengd 14 km hækkun 500 m Göngutími 6 klst.

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2411D01
    • ICS
  • Dags:

    lau. 9. nóv. 2024

    Brottför:

    Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gengið er frá litlu bílastæði sem er staðsett hægra megin við Bláfjallaveg rétt fyrir neðan Eldborg. Vel merktur stígur er upp á Eldborgina og er gengið að hluta til ofan á henni. Þegar niður er komið er gengið á milli Eldborgar og Drottningar. Gengið er vestan megin upp á Drottningu og sömu leið til baka. Þegar komið er niður er þokkalega stikaður stígur í átt að Stóra-Kóngsfelli. Gangan á það hefst að norðanverðu en komið er upp á topp að sunnanverðu. Sama leið er gengin til baka. Vegalengd um 8 km. Göngutími 4-5 klst.  

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2411D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 16. nóv. 2024

    Brottför:

    Gangan hefst hjá litlu kaffistofunni á Sandskeiði og farið verður um Vatnaöldur að Lyklafelli. Þaðan liggur leið okkar sunnan megin við Seltjörn og stefnan tekin á Hafravatn þar sem gangan endar. Vegalengd 14-15 km. 

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2411D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 23. nóv. 2024

    Brottför:

    Reynivallaháls - Fossá í Hvalfirði

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2411D04
    • ICS
  • Dags:

    lau. 30. nóv. 2024

    Brottför:

    Lagt af stað frá Mjódd kl. 9 og ekið að Gjábakka á Þingvöllum.  Gengið er eftir gamalli þjóðleið frá Gjábakka yfir Þingvallaveg og yfir stórbrotna Hrafnagjá að Vellankötlu í Þingvallavatni. Frá vatninu er gengið að Skógarkoti eftir góðum stíg og þaðan eftir Skógarkotsstíg að Stekkjargjá og Öxarárfossi. Endað er á því að fara eftir Langastíg upp á brún Almannagjár þar sem rútan bíður.  Göngulengd 16 – 17 km

    • Verð:

      8.800 kr.
    • Nr.

      2411D05
    • ICS
  • Dags:

    lau. 7. des. 2024

    Brottför:

    Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D01
    • Suðvesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 7. des. 2024 - lau. 28. des. 2024

    Brottför:

    Hægt er að fá allar Strandgöngurnar í einum pakka með 20% afslætti

    • Verð:

      14.400 kr.
    • Nr.

      2412D00
    • ICS
  • Dags:

    lau. 14. des. 2024 - lau. 7. des. 2024

    Brottför:

    Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 2

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 21. des. 2024

    Brottför:

    Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 3

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 28. des. 2024

    Brottför:

    Strandganga í fjórum áföngum frá Gróttu að Mógilsá 4

    Ferðalýsing kemur síðar

    • Verð:

      4.500 kr.
    • Nr.

      2412D04
    • ICS


1 / 4

Langleiðin