Dagsferðir

Síun
 • Dags:

  lau. 7. maí 2022 - lau. 17. sep. 2022

  Brottför:

  Þemaferðir

  Hér geta félagsmenn skráð sig í allar göngurnar og fá þá veglegan afslátt af þátttökugjaldi, en einnig er hægt að bóka sig í hverja ferð fyrir sig.

  Þemaferð: Fuglaskoðun á Reykjanesskaga 7.5.
  Þemaferð: Jarfræði á Reykjanes 11.6.
  Þemaferð: Grös og plöntur 25.6.
  Þemaferð: Fjara og kræklingar 27.8.
  Þemaferð: Sveppir og ber 17.9.
  • Verð:

   25.600 kr.
  • Nr.

   2200D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. júl. 2022

  Brottför:

  Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir og Ýma. Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni þaðan yfir Þórsmörk og Fjallabak, allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar. Ekið verður eins langt og fært er, að minnsta kosti að Tindfjallaseli. Þaðan verður gengið um Saxaskarð og Brúarskarð, yfir jökulskallann að sunnanverðum Ými og upp skarðið sem skilur að tindana tvo. Að lokinni göngu á báða tindana verður haldið til baka norðan þeirra.

  Vegalengd 14–18 km. Hækkun 700-900 m. Göngutími 7-8 klst. 

  • Verð:

   12.150 kr.
  • Nr.

   2207D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. júl. 2022

  Brottför:

  Helgrindur er nafn á áberandi fjallaklasa ofan við Grundarfjörð og nær frá Kaldnasa að Tröllkerlingu. Þau gerast vart drungalegri örnefnin en Helgrindur en það er samt einhver reisn og tign yfir nafninu. Gengið verður á Böðvarskúlu (988 m) sem er hæsti tindurinn og Snæfellsnesið þverað. Í björtu veðri er sérstakt að horfa niður á Kirkjufell og yfir eyjarnar á Breiðafirði. Í fyrstu verður gengið um gróið land en síðan grýttar skriður.

  Vegalengd 14-15 km. Hækkun u.þ.b. 850-950 m. Göngutími 7-8 klst.

  • Verð:

   8.820 kr.
  • Nr.

   2207D02
  • ICS
 • Dags:

  þri. 26. júl. 2022 - lau. 30. júl. 2022

  Brottför:

  Hér er um að ræða fimm dagsferðir þar sem upphaf ferða er frá Egilsstöðum eða öðrum stöðum á svæðinu eftir því sem síðar verður auglýst. Gengið verður á Snæfell, Þerribjörg og Hólmatind, farið í Stórurð og í dagsgöngu á Víknaslóðum. Þá verður einnig farið í létta göngu í Stapavík. Hægt er að bóka sig í allar ferðirnar eða velja úr þær sem freista.

  Gisting á svæðinu er á hendi hvers og eins, t.d. er hægt að nýta sumarbústaði stéttarfélaga á Austurlandi. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2207D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 6. ágú. 2022

  Brottför:

  Við göngum eftir gamla þjóðveginum sem áður lá um Svínaskarð og upp á hæsta Móskarðshnjúkinn að austan. Fikrum okkur síðan eftir öllum hnjúkunum með ægifagurt útsýni til allra átta. Kíkjum á Laufskörðin en höldum síðan niður frá vestasta hnjúknum og skoðum m.a. fallegan stuðlabergsfoss á leiðinni. 

  • Verð:

   3.060 kr.
  • Nr.

   2208D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 13. ágú. 2022

  Brottför:

  Rauðufossafjöll eru fjallaklasi úr líparíti austur af Heklu. Þau samanstanda af fjórum megin hnúkum. Gengið á syðsta hnúkinn af veginum rétt vestur af Biksléttu. Haldið upp nokkuð bratta og lausa skriðu, síðan eftir hrygg að tindinum. Farið niður norðvestur af honum og gengið meðfram fjallinu til baka.

  Vegalengd 6-7 km. Hækkun 400 m. Göngutími 4-5 klst.

  • Verð:

   8.820 kr.
  • Nr.

   2208D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. ágú. 2022

  Brottför:

  Austarlega á Snæfellsnesi rétt við þjóðveginn rís Hafursfell. Fjallið er umfangsmikið, tindótt og inn í það skerast margir dalir. Í næsta nágrenni eru mörg áberandi fjöll og umhverfið er fagurt. Gengið verður á Hafursfell frá bænum Dalsmynni, um Þverdal og á toppinn.

  Vegalengd 8-9 km. Hækkun 700 m. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   8.820 kr.
  • Nr.

   2208D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 27. ágú. 2022

  Brottför:

  Fjaran er heillandi heimur. Í þessari ferð skoðum við bæði plöntur og dýr sem búa í fjörunni í fylgd með fróðum fararstjórum. Í lok ferðar verður týndur kræklingur og eldaður yfir eldi (má hafa með sér ílát og taka með heim). Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna. 

  • Verð:

   6.120 kr.
  • Nr.

   2208D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. sep. 2022

  Brottför:

  Útivist hefur verið með ferðir til skiptis á nágrannafjöllin Skriðu, Hlöðufell og Högnhöfða. Nú er komið að því að ganga á nágranna þeirra, Rauðafell. Ekið verður upp hjá Miðdal og gengið frá Gullkistu að fjallinu. Mjög gott útsýni er af toppi fjallsins.

  Vegalengd 14 km. Hækkun 400 m. Göngutími 6 klst.

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   2209D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. sep. 2022

  Brottför:

  Í Tindfjöllum rísa margir tindar og eru Ýmir og Ýma þeirra hæstir. Fleiri tindar eru þó áhugaverðir og í þessari ferð verður gengið á Sindra og Ásgrindur. Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni yfir Þórsmörk og Fjallabak allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar. Ekið verður inn í Hungurfit og gengið upp að norðanverðu.

  Vegalengd 13 km. Hækkun 800 m. Göngutími 8 klst.

  • Verð:

   12.150 kr.
  • Nr.

   2209D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. sep. 2022

  Brottför:

  Ferð í nágrenni borgarinnar. 

  Sveppir eru herramannsmatur og þeir vaxa víða í nágrenni borgarinnar. Í þessa ferð þarf að taka með sér körfu eða bréf­poka til að geyma sveppina, en plastpokar eru ekki góðir til að geyma sveppi. Það er gott að hafa með sér vasanhníf til að skera neðsta hlutann af fætinum og losna við óhreinindi. Þegar nóg er komið af sveppum má tína ber eða jurtir í haustkrans. Við verðum að venju í fylgd með fróðu fólki. Þessi ferð er tilvalin fjölskylduferð.

  • Verð:

   6.120 kr.
  • Nr.

   2209D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. sep. 2022

  Brottför:

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Á Háhrygg eru gígar sem gusu í Nesjaeldum fyrir um 1900 árum síðan. Á þessari göngu er skemmtilegt útsýni yfir Þingvallavatn og nágrenni ofan af Hæðum sem er dyngja frá hlýskeiði fyrir um 115 þúsund árum. Gangan hefst við vatnstankana á Háhrygg og er gengið eftir hryggnum en síðan sveigt yfir í Sporhelludal. Að því búnu er gengið vestan við Hátind og Jórutind, upp á Lönguhlíð og upp á Hæðir. Þaðan er gengið niður að Svínahlíð þar sem vel ætti að sjá yfir Þingvallavatn. Að lokum er gengið að Heiðarbæ og gangan endar við gamla Þingvallaveginn.

  Vegalengd 15 km. Hækkun 200 m. Göngutími 6 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2209D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. sep. 2022 - lau. 29. okt. 2022

  Brottför:

  Þvers og kruss um hengilinn

  Hér geta félagsmenn skráð sig í allar göngurnar og fá þá veglegan afslátt af þátttökugjaldi, en einnig er hægt að bóka sig í hverja ferð fyrir sig.

  Þvers og kruss um Hengilinn 1 24.9.
  Þvers og kruss um Hengilinn 2 1.okt
  Þvers og kruss um Hengilinn 3 8.10.
  Þvers og kruss um Hengilinn 4 15.10.
  Þvers og kruss um Hengilinn 5 22.10.
  Þvers og kruss um Hengilinn 6 29.10.
  • Verð:

   36.000 kr.
  • Nr.

   2200D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 1. okt. 2022

  Brottför:

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Þetta er skemmtileg ganga um nokkuð fjölbreytt landslag. Við munum sjá ótal hveri og laugar á leiðinni, af öllum mögulegum tegundum. Þessi ganga hentar flestum og er þægileg þó að hún sé nokkuð löng. Endilega takið með sundföt því við munum staldra við í Reykjadal og þvo af okkur rykið.

  Vegalengd um 17 km. Göngutími um 7 klst. 

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 8. okt. 2022

  Brottför:

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Leiðin hefst í Sleggjubeinsdal. Gengið er upp vesturhlíð Sleggju upp gróna ása með góðu útsýni yfir Innstadal. Krækt er fyrir gil og klifin all brött en stutt brekka og taka þá við móbergsstallar. Loks liggur leiðin um mjóan hrygg niður í Engidal með brattar skriður niður í Innstadal á aðra höndina en þverhnípi á hina. Áfram er haldið sem leið liggur um bratta skriðu uns komið er upp á sléttuna við Vörðuskeggja. Til baka er gengið niður í Marardal með góðu útsýni til vesturs. Gott er að hafa með sér göngustafi. Þessi leið ekki fyrir lofthrædda. 

  Vegalengd 15 km. Hækkun 600 m. Göngutími 5-6 klst.

   

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 15. okt. 2022

  Brottför:

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Kattartjarnaleið er afar fjölbreytt gönguleið. Hún hefst í Hveragerði þar sem við göngum meðfram Grændalsá. Í dalnum eru margir hvæsandi hverir þ.a.m. sérlega glæsilegur leirhver. Leiðin liggur upp að Ölkelduhnúk og þaðan áfram meðfram Hrómundartindi að Ölfusvatnsá, fallegri lindá sem þarf að vaða (gott að hafa vaðskó með). Leiðarlok eru svo við Grafningsveg þar sem bíllinn bíður.
  Vegalengd 16 km. Hækkun 500 m. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. okt. 2022

  Brottför:

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Stórbrotin og falleg leið, hrikaleg og brött þegar ofar dregur en öruggur stígur upp eftir Stangarhálsi í suðvestur upp á Ölfusvatnsskyggni. Þar er stórkostlegt útsýni yfir á Ölkelduháls, Grafning, Nesjavallavirkjun og Köldulaugagil. Áfram liggur leiðin upp undir Nesjaskyggni um Kýrdalsbrúnir þaðan sem sveigt er upp hlíðina og síðan er auðveld leið á Vörðuskeggja. Til baka er gengið fyrir Kýrdal og niður Klungrin í Dyradal.

  Vegalengd 15 km. Hækkun 600 m. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. okt. 2022

  Brottför:

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferð

  Við hefjum gönguna við Sleggjubeinsdal og göngum meðfram Húsmúla, kíkjum inn í Þjófagil og Mógil og fram með Draugatjörn. Leiðin liggur áfram í Engildal sem þrengist smátt og smátt. Hægt er að fylla á vatnsbrúsa í Engidalsá sem við fylgjum áfram um þröngt smágil sem lækurinn rennur eftir. Við fylgjum læknum og innan stundar ber okkur að þröngu einstigi sem lækurinn rennur efir uns skyndilega opnast Marardalurinn umlukinn klettum á alla vegu. Áfram er haldið í Dyradal og þaðan á Nesjavallaveg þar sem rútan bíður.

  Vegalengd 14 km. Hækkun 200 m. Göngutími 5 klst.

  a kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. nóv. 2022

  Brottför:

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  Rúta ekur hópnum frá Kasthúsatjörn að upphafsstað göngunnar. Gangan hefst austan við álverið í Straumsvík. Gengið verður með ströndinni, út á Hvaleyrarhöfða og áfram um Hafnarfjarðarhöfn og út með Álftanesi. Gengið verður fram hjá Hausastaðatjörn og þaðan að Kasthúsatjörn og áfram út með veginum að Álftanesvita sem er um 9 metra hár ferstrendur innsiglingarviti.

  Vegalengd 16 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2211D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. nóv. 2022 - lau. 10. des. 2022

  Brottför:

  Strandgöngur um Höfuðborgarsvæðið

  Hér geta félagsmenn skráð sig í allar göngurnar og fá þá veglegan afslátt af þátttökugjaldi, en einnig er hægt að bóka sig í hverja ferð fyrir sig.

  Strandganga um Höfuðborgars 1  5.11.
  Strandganga um Höfuðborgars 2 12.nóv
  Strandganga um Höfuðborgars 3 19.11.
  Strandganga um Höfuðborgars 4 26.11.
  Strandganga um Höfuðborgars 5 3.12.
  Strandganga um Höfuðborgars 6 10.des
  • Verð:

   23.600 kr.
  • Nr.

   2200D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. nóv. 2022

  Brottför:

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  Rúta ekur hópnum frá Kópavogshöfn að upphafsstað göngunnar. Gangan hefst við Bessastaði en ljósmerki í turni Bessastaðakirkju var notað sem siglingamerki ásamt Álftanesvita. Gengið verður með ströndinni um Gálgahraun, Arnarnesvog, Arnarnes, Kópavog og út á Kársnes þar sem er höfn og innsiglingamerki en ekki viti.

  Vegalengd 12 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 4 klst.

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2211D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. nóv. 2022

  Brottför:

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  Rúta ekur hópnum frá Gróttu að upphafsstað göngunnar. Frá höfninni á Kársnesi verður haldið fyrir Fossvoginn undir Öskjuhlíð, meðfram flugvellinum og eftir strandlengjunni út á Seltjarnarnes. Göngunni lýkur við Gróttuvita sem var reistur 1947.

  Vegalengd 15-17 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2211D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. nóv. 2022

  Brottför:

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  Rúta ekur hópnum frá Skarfabakka að upphafsstað göngunnar. Haldið verður frá Gróttu og eftir ströndinni um Granda og gömlu höfnina. Þá verður haldið að Stýrimannaskólanum og svo um Laugarnes að Skarfagörðum. Frá Skarfagörðum verður farið með bát yfir í Viðey.

  Vegalengd 16 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2211D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. des. 2022

  Brottför:

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2212D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. des. 2022

  Brottför:

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2212D02
  • ICS