Dagsferðir

Síun
 • Dags:

  lau. 8. jan. 2022 - lau. 26. mar. 2022

  Brottför:

  Strandganga um Reykjanes - allar ferðir

  Hér er hægt að kaupa síðustu 5 göngurnar: Strandganga um Reykjanes og fá veglegan afslátt af upphæðinni. Verð með aflætti birtist hér að neðan.

  Strandganga um Reykjanes 2: Strandarkirkja – Herdísarvík 22.1.

  Strandganga um Reykjanes 3: Herdísarvík – Krýsuvíkurberg  5.2.
  Strandganga um Reykjanes 5: Selatangar – Grindavík  5.3.
  Strandganga um Reykjanes 4: Krýsuvíkurberg – Selatangar  19.2.
  Strandganga um Reykjanes 6: Grindavík – Reykjanestá  26.3.

   Fullbókað í göngu nr. 2

  • Verð:

   31.875 kr.
  • Nr.

   2200D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. jan. 2022

  Brottför:

  Dalaleið kallast gamla þjóðleiðin milli Kaldársels og Krýsuvíkur. Gengið verður um Fagradal og yfir Vatnshlíð. Þaðan er fagurt útsýni yfir Kleifarvatn og Krýsuvíkurfjöll. Sunnan við Hvammahraun verður götunni fylgt áfram með hraunkantinum að Gullbringu. Gangan endar við Krýsuvíkurveg.

  Vegalengd 20 km. Hækkun 300 m. Göngutími 6 - 7 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2201D05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. feb. 2022

  Brottför:

  Frá Herdísarvík að Krýsuvíkurbergi er gengið um staði sem vert er að skoða svo sem Keflavík, Kirkjufjöru, Seljabót og Háaberg. Bergið er um 40 m hátt og 15 km breitt og er þar mjög fjölskrúðugt fuglalíf. Bergið er afar litríkt og fallegasti hluti þess nefnist Rauðaskriða.  Göngunni lýkur við Hælsvík. Vitinn á Krýsuvíkurbergi var reistur árið 1965.

  Vegalengd 16 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2202D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. feb. 2022

  Brottför:

  Gangan hefst við Valahnúk og er gengið að Gunnuhver. Frá hvernum er haldið að Sýrfelli. Farið er upp á Sýrfell en þaðan er gott útsýni yfir nærliggjandi gígaraðir. Frá Sýrfelli er farið út í Stampahraun, en þau eru tvö, það yngra frá um 1226 og hið eldra er um 1500-1800 ára gamalt. Leiðin liggur um hraunið að Kerlingabás,gíg sem sjórinn er að mestu búinn að eyða. Á leiðinni er fjöldi gíga og aðrar áhugaverðar hraunmyndanir. Frá Kerlingabás er stutt að fara aftur að Valahnúk. 

  Vegalend er um 13 km. Uppsöfnuð hækkun um 280 m. Göngutími 4-5 tímar.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2202D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. feb. 2022

  Brottför:

  Gengið verður um hraun frá Hælisvík að Húshólma. Í Húshólma má greina merki um byggð sem talin er hafa verið í Krýsuvík frá upphafi landnáms. Ögmundarhraun rann um árið 1150 og kaffærði byggðina að mestu en þarna eru rústir bæjarhúsa og kirkju sem hraunið rann umhverfis.  Frá Húshólma verður gengið eftir varðaðri leið að verstöðinni Selatöngum. Frá Selatöngum var allmikið útræði sem lagðist af um 1880. Þar var útræði Krísuvíkurbónda, Skálholtsstaðar og fleiri aðila.

  Vegalengd 15 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2202D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. feb. 2022

  Brottför:

  Ólafsskarðsleið var áður fjölfarin á milli Ölfuss og Faxaflóasvæðisins. Lagt verður af stað frá Litlu Kaffistofunni inn í Jósefsdal og þaðan í Ólafsskarð. Gengið að Eldborgum þaðan sem Kristnitökuhraunið rann. Fljótlega verður gengið fram hjá gígnum Leiti sem Leitahraunið víðáttumikla kom úr fyrir um 5000 árum. Gengið á milli hrauns og hlíðar og yfir grösugt svæði norðan Geitafells. Leiðin liggur svo um stíg gegnum hraunið meðfram Búrfelli og niður hjá Hlíðarenda.

  Vegalengd 19 km. Hækkun 200 m. Göngutími 7 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2202D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. mar. 2022

  Brottför:

  Gangan hefst við Selatanga og endar í Grindavík. Vestan Selatanga eru fallegar og óvenjulegar hraunmyndanir, Katlahraun. Stundum er þeim líkt við Dimmuborgir og er talið að þær hafi myndast við svipaðar aðstæður. Gengið verður norðan Festarfjalls og út á Hópsnes. Þar má sjá spjöld sem segja frá skipströndum á nesinu. Frá Hópsnesi sést Festarfjall, sú hlið sem snýr að sjó, og ef skyggni er gott sést „festin“ sem fjallið dregur nafn sitt af. Hópsnesviti var byggður 1928.

  Vegalengd 15 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2203D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. mar. 2022

  Brottför:

  Sérstakt umhverfi Straumfjarðar og Álftaness skoðað. Á þessum slóðum hafa sögulegir atburðir gerst og er frægast strand franska rannsóknarskipsins Pourquoi Pas? árið 1936. Gengið verður fyrir Straumfjörð og Álftanesvog út á Álftanes.

  Vegalengd 16-18 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 6 klst. 

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2203D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. mar. 2022

  Brottför:

  Keilir er áberandi í fjallahring höfuðborgarsvæðisins fyrir pýramídalögun sína. Fyrsta ferð Útivistar var á þetta fjall og síðan hefur verið gengið á það á hverju ári eða í meira en 40 ár.

  Vegalengd 8-10 km. Hækkun 200 m. Göngutími 4 klst.

  • Verð:

   5.400 kr.
  • Nr.

   2203D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. mar. 2022

  Brottför:

  Gangan hefst í Grindavík og endar við Gunnuhver. Staðarhverfi vestan við Grindavík er áhugavert að skoða. Það var eitt sinn fjölmennasta hverfi Grindavíkur en um 2008 var enginn íbúi skráður þar. Brimketil er gaman að skoða eftir suðvestan rok .

  Gengið verður um hina einstöku dyngju, Háleyjarbungu, og þaðan meðfram ströndinni að Reykjanestá þar sem Reykjanesviti gnæfir yfir.

  Vegalengd 17 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 6 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2203D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. apr. 2022

  Brottför:

  7 tinda gangan er eins og nafnið gefur til kynna, ganga á 7 tinda í Vestmannaeyjum. Byrjað er við Klaufina. Fyrst er farinn hringur um Stórhöfða, annar tindurinn er Sæfell, þriðji Helgafell, fjórði Eldfell, fimmti Heimaklettur, sjötti og sjöundi er Dalfjall, endað er í Herjólfsdal. Þessi gagna er fyrir vant göngufólk en hægt er að sleppa síðustu tindunum og sötra kaffi í bænum meðan garparnir ljúka göngunni.

  Vegalengd 17 km. Samanlögð hækkun 1150 m. Göngutími 5-6 klst. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2204D01
  • ICS
 • Dags:

  fim. 21. apr. 2022

  Brottför:

  Þórisjökull er jökull og stapi suðvestur af Langjökli. Hæsti tindur jökulsins er um 1330 metra yfir sjávarmáli. Fjallið Ok er norðvestan við jökulinn en á milli Oks og Þórisjökuls liggur Kaldidalur, forn þjóðleið. Gengið verður um mela og brattar skriður áður en komið er upp á brún en þá tekur hallalítill jökull við. Töluverð fjall- og jökulganga. Jöklabúnaður hafður með til öryggis. Þeir sem vilja geta haft gönguskíðin með en þá þarf að bera þau all langa leið.

  Vegalengd 10-12 km. Hækkun 630 m. Göngutími 7-8 klst.

  • Verð:

   18.000 kr.
  • Nr.

   2204D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 30. apr. 2022

  Brottför:

  Frá Slögu við Ísólfsskála liggur leiðin með austurhlíð Fagradalsfjalls um Nátthaga og norður með Borgarfjalli. Á hægri hönd er Langihryggur og síðan Stórihrútur. Þaðan verður haldið á Fagradalsfjall þar sem það er hæst við Langhól. Til baka verður haldið til suðurs og niður með Borgarfjalli.

  Vegalengd 13 km. Hækkun 300 m. Göngutími 5-6 klst. 

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2204D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. maí 2022 - lau. 17. sep. 2022

  Brottför:

  Þemaferðir

  Hér geta félagsmenn skráð sig í allar göngurnar og fá þá veglegan afslátt af þátttökugjaldi, en einnig er hægt að bóka sig í hverja ferð fyrir sig.

  Þemaferð: Fuglaskoðun á Reykjanesskaga 7.5.
  Þemaferð: Jarfræði á Reykjanes 11.6.
  Þemaferð: Grös og plöntur 25.6.
  Þemaferð: Fjara og kræklingar 27.8.
  Þemaferð: Sveppir og ber 17.9.
  • Verð:

   25.600 kr.
  • Nr.

   2200D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. maí 2022

  Brottför:

  Í þessari ferð er farið með rútu milli staða sem eru þekktir fyrir fjölda fuglategunda eða hversu auðvelt er að skoða þá. Með í för eru vanir fuglaskoðarar og fræðimenn. Tilvalið að hafa börnin með. Muna eftir kíki. 

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2205D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 14. maí 2022

  Brottför:

  Skjaldbreiður er formfögur dyngja sem varð til í löngu hraungosi fyrir um 10.000 árum. Gangan hefst við gíghólinn Hrauk og verður að mestu farið um sendið hraun og hraunrima að gíg fjallsins. Þaðan liggur leiðin til austurs að Hlöðufelli.

  Vegalengd 14-15 km. Hækkun 600 m. Göngutími 6-7 klst.

  • Verð:

   8.820 kr.
  • Nr.

   2205D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. maí 2022

  Brottför:

  Gengið frá Ölveri upp á Blákoll, um Hrossatungur og þaðan upp á Rauðahnúkafjall. Áfram verður haldið að Svartahnjúk og til baka niður að Skessusæti. Þaðan verður gengið undir Heiðarhorni með Leirá þar sem hún fellur í gili með undurfögrum fossum. Gangan endar við Kinnarhól.

  Vegalengd 20 km. Hækkun um 800 m. Göngutími 8-9 klst.

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   2205D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 28. maí 2022

  Brottför:

  Fyrir botni Núpadals austarlega á Snæfellsnesi er þyrping þriggja fjalla sem saman heita Þrífjöll. Förinni er heitið á eitt þeirra, Skyrtunnu. Lagt verður upp frá Dalsmynni og gengið inn eftir Núpadal endilöngum. Eftir viðkomu á tindi Skyrtunnu verður haldið aftur til byggða vestan Hafursfells. Af Skyrtunnu sér til sjávar beggja vegna Snæfellsness og jafnvel hægt að horfa niður um skorsteina í Stykkishólmi. Frá þessum útsýnisstað eru Ljósufjöll glæsileg.

  Vegalengd 15 km. Hækkun 900 m. Göngutími 7 klst.

  • Verð:

   8.820 kr.
  • Nr.

   2205D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 4. jún. 2022

  Brottför:

  Eyjafjallajökull (1666 m) er eitt þekktasta og umtalaðasta fjall landsins á alþjóðavísu. Auk þess að vera eldstöð í jökli er hann með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís tignarlegur yfir Eyjafjöllum. Farin verður svokölluð Skerjaleið upp hjá Grýtutindum við Þórsmerkurleið. Bratt er upp á Litluheiði í upphafi ferðar en síðan er jafnt og þétt á fótinn upp með Skerjunum, móbergshrygg sem gengur upp í gegnum jökulinn. Í fyrstu verður farið norðan þeirra en síðan suður yfir þau og upp með þeim að gígbarminum hjá Goðasteini í 1580 m hæð.

  Vegalengd 18 - 20 km. Hækkun 1500 m. Göngutími 9 klst.

  • Verð:

   18.000 kr.
  • Nr.

   2206D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 11. jún. 2022

  Brottför:

  Á fáum stöðum í heiminum eru fleiri jarðfræðifyrirbæri og jafn aðgengileg á jafn litlu svæði og á Reykjanesskaga. Við kynnumst leyndardómum jarðvísindanna í fylgd staðkunnugs jarðfræðings.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2206D02
  • ICS
 • Dags:

  fim. 16. jún. 2022

  Brottför:

  Árleg næturganga Útivistar 17. júní yfir Leggjabrjót um sumarnótt. Það er fátt betra en að vera á ferðinni á björtum sumarkvöldum. Þetta er greiðfær leið þó nafnið gefi annað til kynna. Frá Svartagili liggur leiðin um Öxarárdal að Myrkavatni og upptökum Öxarár. Síðan verður gengið um Leggjabrjót, með Sandvatni og um Hrísháls niður í Botnsdal. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugönguna yfir Fimmvörðuháls.

  Vegalengd 16-18 km. Hækkun 500 m. Göngutími 6-7 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2206D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 18. jún. 2022

  Brottför:

  Margir trúa því að mikil orka búi í Snæfellsjökli og leiðangursmenn í vísindaskáldsögu Jules Verne, Leyndardómar Snæfellsjökuls, fundu þar op sem leiddi þá ofan í iður jarðar. Markmið þessarar ævintýraferðar er þó annað. Gengið verður upp á jökulinn og stefnan tekin á hæsta tind hans, Miðþúfu. Lagt verður upp frá bækistöð vélsleðamanna á Jökulhálsi og að mestu fylgt sömu leið og þeir fara svo öryggi sé sem best tryggt.

  Vegalengd 10-12 km. Hækkun 800-900 m. Göngutími 5-7 klst.

  • Verð:

   18.000 kr.
  • Nr.

   2206D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 25. jún. 2022

  Brottför:

  Samhliða Jónsmessuhátíð Útivistar í Básum bjóðum við upp á fræðslugöngu um grös og plöntur. Við munum nota tækifærið til að nýta einstakt gróðurfar í Básum til að læra að þekkja lækningajurtir sem vaxa í íslenskri náttúru. Verjum deginum í að safna þeim og notum svo frábæra aðstöðu í skálanum til að læra að nýta þær m.a. til að gera smyrsl. 

  • Verð:

   3.060 kr.
  • Nr.

   2206D05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. júl. 2022

  Brottför:

  Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir og Ýma. Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni þaðan yfir Þórsmörk og Fjallabak, allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar. Ekið verður eins langt og fært er, að minnsta kosti að Tindfjallaseli. Þaðan verður gengið um Saxaskarð og Brúarskarð, yfir jökulskallann að sunnanverðum Ými og upp skarðið sem skilur að tindana tvo. Að lokinni göngu á báða tindana verður haldið til baka norðan þeirra.

  Vegalengd 14–18 km. Hækkun 700-900 m. Göngutími 7-8 klst. 

  • Verð:

   12.150 kr.
  • Nr.

   2207D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. júl. 2022

  Brottför:

  Helgrindur er nafn á áberandi fjallaklasa ofan við Grundarfjörð og nær frá Kaldnasa að Tröllkerlingu. Þau gerast vart drungalegri örnefnin en Helgrindur en það er samt einhver reisn og tign yfir nafninu. Gengið verður á Böðvarskúlu (988 m) sem er hæsti tindurinn og Snæfellsnesið þverað. Í björtu veðri er sérstakt að horfa niður á Kirkjufell og yfir eyjarnar á Breiðafirði. Í fyrstu verður gengið um gróið land en síðan grýttar skriður.

  Vegalengd 14-15 km. Hækkun u.þ.b. 850-950 m. Göngutími 7-8 klst.

  • Verð:

   8.820 kr.
  • Nr.

   2207D02
  • ICS
 • Dags:

  mán. 25. júl. 2022 - fös. 29. júl. 2022

  Brottför:

  Hér er um að ræða fimm dagsferðir þar sem upphaf ferða er frá Egilsstöðum eða öðrum stöðum á svæðinu eftir því sem síðar verður auglýst. Gengið verður á Snæfell, Þerribjörg og Hólmatind, farið í Stórurð og í dagsgöngu á Víknaslóðum. Þá verður einnig farið í létta göngu í Stapavík. Hægt er að bóka sig í allar ferðirnar eða velja úr þær sem freista.

  Gisting á svæðinu er á hendi hvers og eins, t.d. er hægt að nýta sumarbústaði stéttarfélaga á Austurlandi. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2207D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 6. ágú. 2022

  Brottför:

  Við göngum eftir gamla þjóðveginum sem áður lá um Svínaskarð og upp á hæsta Móskarðshnjúkinn að austan. Fikrum okkur síðan eftir öllum hnjúkunum með ægifagurt útsýni til allra átta. Kíkjum á Laufskörðin en höldum síðan niður frá vestasta hnjúknum og skoðum m.a. fallegan stuðlabergsfoss á leiðinni. 

  • Verð:

   3.060 kr.
  • Nr.

   2208D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 13. ágú. 2022

  Brottför:

  Rauðufossafjöll eru fjallaklasi úr líparíti austur af Heklu. Þau samanstanda af fjórum megin hnúkum. Gengið á syðsta hnúkinn af veginum rétt vestur af Biksléttu. Haldið upp nokkuð bratta og lausa skriðu, síðan eftir hrygg að tindinum. Farið niður norðvestur af honum og gengið meðfram fjallinu til baka.

  Vegalengd 6-7 km. Hækkun 400 m. Göngutími 4-5 klst.

  • Verð:

   8.820 kr.
  • Nr.

   2208D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. ágú. 2022

  Brottför:

  Austarlega á Snæfellsnesi rétt við þjóðveginn rís Hafursfell. Fjallið er umfangsmikið, tindótt og inn í það skerast margir dalir. Í næsta nágrenni eru mörg áberandi fjöll og umhverfið er fagurt. Gengið verður á Hafursfell frá bænum Dalsmynni, um Þverdal og á toppinn.

  Vegalengd 8-9 km. Hækkun 700 m. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   8.820 kr.
  • Nr.

   2208D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 27. ágú. 2022

  Brottför:

  Fjaran er heillandi heimur. Í þessari ferð skoðum við bæði plöntur og dýr sem búa í fjörunni í fylgd með fróðum fararstjórum. Í lok ferðar verður týndur kræklingur og eldaður yfir eldi (má hafa með sér ílát og taka með heim). Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna. 

  • Verð:

   6.120 kr.
  • Nr.

   2208D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. sep. 2022

  Brottför:

  Útivist hefur verið með ferðir til skiptis á nágrannafjöllin Skriðu, Hlöðufell og Högnhöfða. Nú er komið að því að ganga á nágranna þeirra, Rauðafell. Ekið verður upp hjá Miðdal og gengið frá Gullkistu að fjallinu. Mjög gott útsýni er af toppi fjallsins.

  Vegalengd 14 km. Hækkun 400 m. Göngutími 6 klst.

  • Verð:

   7.650 kr.
  • Nr.

   2209D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. sep. 2022

  Brottför:

  Í Tindfjöllum rísa margir tindar og eru Ýmir og Ýma þeirra hæstir. Fleiri tindar eru þó áhugaverðir og í þessari ferð verður gengið á Sindra og Ásgrindur. Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni yfir Þórsmörk og Fjallabak allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar. Ekið verður inn í Hungurfit og gengið upp að norðanverðu.

  Vegalengd 13 km. Hækkun 800 m. Göngutími 8 klst.

  • Verð:

   12.150 kr.
  • Nr.

   2209D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. sep. 2022

  Brottför:

  Ferð í nágrenni borgarinnar. 

  Sveppir eru herramannsmatur og þeir vaxa víða í nágrenni borgarinnar. Í þessa ferð þarf að taka með sér körfu eða bréf­poka til að geyma sveppina, en plastpokar eru ekki góðir til að geyma sveppi. Það er gott að hafa með sér vasanhníf til að skera neðsta hlutann af fætinum og losna við óhreinindi. Þegar nóg er komið af sveppum má tína ber eða jurtir í haustkrans. Við verðum að venju í fylgd með fróðu fólki. Þessi ferð er tilvalin fjölskylduferð.

  • Verð:

   6.120 kr.
  • Nr.

   2209D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. sep. 2022

  Brottför:

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Á Háhrygg eru gígar sem gusu í Nesjaeldum fyrir um 1900 árum síðan. Á þessari göngu er skemmtilegt útsýni yfir Þingvallavatn og nágrenni ofan af Hæðum sem er dyngja frá hlýskeiði fyrir um 115 þúsund árum. Gangan hefst við vatnstankana á Háhrygg og er gengið eftir hryggnum en síðan sveigt yfir í Sporhelludal. Að því búnu er gengið vestan við Hátind og Jórutind, upp á Lönguhlíð og upp á Hæðir. Þaðan er gengið niður að Svínahlíð þar sem vel ætti að sjá yfir Þingvallavatn. Að lokum er gengið að Heiðarbæ og gangan endar við gamla Þingvallaveginn.

  Vegalengd 15 km. Hækkun 200 m. Göngutími 6 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2209D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. sep. 2022 - lau. 29. okt. 2022

  Brottför:

  Þvers og kruss um hengilinn

  Hér geta félagsmenn skráð sig í allar göngurnar og fá þá veglegan afslátt af þátttökugjaldi, en einnig er hægt að bóka sig í hverja ferð fyrir sig.

  Þvers og kruss um Hengilinn 1 24.9.
  Þvers og kruss um Hengilinn 2 1.okt
  Þvers og kruss um Hengilinn 3 8.10.
  Þvers og kruss um Hengilinn 4 15.10.
  Þvers og kruss um Hengilinn 5 22.10.
  Þvers og kruss um Hengilinn 6 29.10.
  • Verð:

   36.000 kr.
  • Nr.

   2200D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 1. okt. 2022

  Brottför:

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Þetta er skemmtileg ganga um nokkuð fjölbreytt landslag. Við munum sjá ótal hveri og laugar á leiðinni, af öllum mögulegum tegundum. Þessi ganga hentar flestum og er þægileg þó að hún sé nokkuð löng. Endilega takið með sundföt því við munum staldra við í Reykjadal og þvo af okkur rykið.

  Vegalengd um 17 km. Göngutími um 7 klst. 

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 8. okt. 2022

  Brottför:

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Leiðin hefst í Sleggjubeinsdal. Gengið er upp vesturhlíð Sleggju upp gróna ása með góðu útsýni yfir Innstadal. Krækt er fyrir gil og klifin all brött en stutt brekka og taka þá við móbergsstallar. Loks liggur leiðin um mjóan hrygg niður í Engidal með brattar skriður niður í Innstadal á aðra höndina en þverhnípi á hina. Áfram er haldið sem leið liggur um bratta skriðu uns komið er upp á sléttuna við Vörðuskeggja. Til baka er gengið niður í Marardal með góðu útsýni til vesturs. Gott er að hafa með sér göngustafi. Þessi leið ekki fyrir lofthrædda. 

  Vegalengd 15 km. Hækkun 600 m. Göngutími 5-6 klst.

   

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 15. okt. 2022

  Brottför:

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Kattartjarnaleið er afar fjölbreytt gönguleið. Hún hefst í Hveragerði þar sem við göngum meðfram Grændalsá. Í dalnum eru margir hvæsandi hverir þ.a.m. sérlega glæsilegur leirhver. Leiðin liggur upp að Ölkelduhnúk og þaðan áfram meðfram Hrómundartindi að Ölfusvatnsá, fallegri lindá sem þarf að vaða (gott að hafa vaðskó með). Leiðarlok eru svo við Grafningsveg þar sem bíllinn bíður.
  Vegalengd 16 km. Hækkun 500 m. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. okt. 2022

  Brottför:

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  Stórbrotin og falleg leið, hrikaleg og brött þegar ofar dregur en öruggur stígur upp eftir Stangarhálsi í suðvestur upp á Ölfusvatnsskyggni. Þar er stórkostlegt útsýni yfir á Ölkelduháls, Grafning, Nesjavallavirkjun og Köldulaugagil. Áfram liggur leiðin upp undir Nesjaskyggni um Kýrdalsbrúnir þaðan sem sveigt er upp hlíðina og síðan er auðveld leið á Vörðuskeggja. Til baka er gengið fyrir Kýrdal og niður Klungrin í Dyradal.

  Vegalengd 15 km. Hækkun 600 m. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. okt. 2022

  Brottför:

  RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

  Athugið röðun ferð

  Við hefjum gönguna við Sleggjubeinsdal og göngum meðfram Húsmúla, kíkjum inn í Þjófagil og Mógil og fram með Draugatjörn. Leiðin liggur áfram í Engildal sem þrengist smátt og smátt. Hægt er að fylla á vatnsbrúsa í Engidalsá sem við fylgjum áfram um þröngt smágil sem lækurinn rennur eftir. Við fylgjum læknum og innan stundar ber okkur að þröngu einstigi sem lækurinn rennur efir uns skyndilega opnast Marardalurinn umlukinn klettum á alla vegu. Áfram er haldið í Dyradal og þaðan á Nesjavallaveg þar sem rútan bíður.

  Vegalengd 14 km. Hækkun 200 m. Göngutími 5 klst.

  a kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

  • Verð:

   6.750 kr.
  • Nr.

   2210D05
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. nóv. 2022

  Brottför:

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  Rúta ekur hópnum frá Kasthúsatjörn að upphafsstað göngunnar. Gangan hefst austan við álverið í Straumsvík. Gengið verður með ströndinni, út á Hvaleyrarhöfða og áfram um Hafnarfjarðarhöfn og út með Álftanesi. Gengið verður fram hjá Hausastaðatjörn og þaðan að Kasthúsatjörn og áfram út með veginum að Álftanesvita sem er um 9 metra hár ferstrendur innsiglingarviti.

  Vegalengd 16 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2211D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. nóv. 2022 - lau. 10. des. 2022

  Brottför:

  Strandgöngur um Höfuðborgarsvæðið

  Hér geta félagsmenn skráð sig í allar göngurnar og fá þá veglegan afslátt af þátttökugjaldi, en einnig er hægt að bóka sig í hverja ferð fyrir sig.

  Strandganga um Höfuðborgars 1  5.11.
  Strandganga um Höfuðborgars 2 12.nóv
  Strandganga um Höfuðborgars 3 19.11.
  Strandganga um Höfuðborgars 4 26.11.
  Strandganga um Höfuðborgars 5 3.12.
  Strandganga um Höfuðborgars 6 10.des
  • Verð:

   23.600 kr.
  • Nr.

   2200D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. nóv. 2022

  Brottför:

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  Rúta ekur hópnum frá Kópavogshöfn að upphafsstað göngunnar. Gangan hefst við Bessastaði en ljósmerki í turni Bessastaðakirkju var notað sem siglingamerki ásamt Álftanesvita. Gengið verður með ströndinni um Gálgahraun, Arnarnesvog, Arnarnes, Kópavog og út á Kársnes þar sem er höfn og innsiglingamerki en ekki viti.

  Vegalengd 12 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 4 klst.

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2211D02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. nóv. 2022

  Brottför:

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  Rúta ekur hópnum frá Gróttu að upphafsstað göngunnar. Frá höfninni á Kársnesi verður haldið fyrir Fossvoginn undir Öskjuhlíð, meðfram flugvellinum og eftir strandlengjunni út á Seltjarnarnes. Göngunni lýkur við Gróttuvita sem var reistur 1947.

  Vegalengd 15-17 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2211D03
  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. nóv. 2022

  Brottför:

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  Rúta ekur hópnum frá Skarfabakka að upphafsstað göngunnar. Haldið verður frá Gróttu og eftir ströndinni um Granda og gömlu höfnina. Þá verður haldið að Stýrimannaskólanum og svo um Laugarnes að Skarfagörðum. Frá Skarfagörðum verður farið með bát yfir í Viðey.

  Vegalengd 16 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5-6 klst.

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2211D04
  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. des. 2022

  Brottför:

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2212D01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. des. 2022

  Brottför:

  Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið

  Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn. 

  • Verð:

   4.410 kr.
  • Nr.

   2212D02
  • ICS