Verð og skilmálar

Verð ársins 2022

Maki félagsmanns og börn yngri en 18 ára njóta sömu kjara og félagsmaðurinn. Í ferðum á vegum Útivistar fá börn 6 ára og yngri frítt og börn 7-15 ára greiða hálft gjald. 
Félagsmenn þurfa ávallt að framvísa gildu félagsskírteini til að njóta félagskjara. 

 Gisting:  Almennt verð  Félagsverð 
  Skálagisting í Fimmvörðuskála 8.000 kr. 4.600 kr.
  Skálagisting í Básum     9.500 kr. 5.500 kr.

  Skálagisting í Álftavötnum, Skælingum eða Sveinstindi

6.300 kr. 3.600 kr.
  Skálagisting í Dalakofa, Strút 7.400 kr.         4.100 kr.
 Tjaldgisting 2.000 kr.  1.000 kr. 
  Viðvera 500 kr. 500 kr.
  Sturta  500 kr. 500 kr.
Ferðir:    
  Laugavegur - 5 dagar    
  Laugavegur - 6 dagar    
  Strútsstígur    
  Sveinstindur-Skælingar    
  Fimmvörðuháls - 1 nótt     
  Fimmvörðuháls - 2 nætur     
  Jónsmessunæturganga - gist í skála     

  Jónsmessunæturganga - gist í tjaldi

   


Vinsamlega athugið að staðfestingargjald, 8.000  kr., þarf að inna af hendi þegar ferð er pöntuð og greiða þarf að fullu fyrir ferð eigi síðar en 4 vikum fyrir brottför. Staðfestingargjaldið er óendurkræft.

Skilmálar

Útivist áskilur sér rétt til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki er næg þátttaka í ferð.

Útivist tryggir hvorki farþega né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð.  Farþegar eru hvattir til að vera með ferða-, forfalla- og slysatryggingar. Athugið að þessar tryggingar eru hluti af sumum fjölskyldutryggingum en rétt er að kynna sér það hjá viðeigandi tryggingafélagi.

Afturköllun eða breytingar á pöntun á ferðum
Hægt er að afturkalla 4 vikum fyrir brottför eða fyrr, án kostnaðar, sé það gert innan viku frá pöntun. Sé pöntun afturkölluð með minna en 28 daga en meira en 14 daga fyrirvara heldur Útivist eftir 25% af verði ferðarinnar en þó aldrei lægri upphæð en sem nemur staðfestingargjaldi. Berist afpöntun með skemmri en 14 daga en meira en 7 daga fyrirvara á Útivist kröfu á 50% fargjaldsins. Berist afpöntun með skemmri en 7 daga en meira en 4 daga fyrirvara heldur Útivist eftir 75% af verði ferðarinnar en sé fyrirvarinn aðeins 3 virkir dagar eða skemmri er allt fargjaldið óafturkræft. Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar. Staðfestingargjaldið er óendurkræft.

Ef helmingur ferðar er greiddur með krítarkorti þá gilda sömu reglur varðandi forföll og við kaup á ferðum til útlanda. Athugið þó að skilmálarnir fara eftir því um hvaða kort er að ræða og því er ferðamönnum bent á að kynna sér þá skilmála sem gilda fyrir kortin. 

Vakin er athygli á að mörg stéttarfélög veita félagsmönnum sínum styrki til líkamsræktar. Margir nýta þessa styrki til að ferðast með Útivist.  Því hvetjum við félagsmenn okkar til að kanna hvað þeim stendur til boða hjá sínu stéttarfélagi.  Leynist þar kannski möguleiki til enn frekari þátttöku í ferðum Útivistar.1 / 17

Myndir