Dags:
mið. 29. apr. 2026 - lau. 30. maí 2026
Tími:
Þáttakendur koma é eigin bílum
Bláfjallahreysti
Bláfjallahreysti er lokaður gönguhópur fyrir vant göngufólk. Gengnar verða fjölbreyttar leiðir á Bláfjallsvæðinu svæðinu. Umhverfi Bláfjalla er einstaklega fallegt og fjölbreytt svæði og gaman að ganga þar um. Bláfjallahreysti er fimm vikna gönguprógram og verða göngurnar sex, fjórar kvöldferðir og tvær dagsferðir. Fyrsta ferðin verður kvöldferð 29 apríl og sú síðast í lok mái. Erfiðleikastig er 2 skór og munu alltaf tveir fararstjórar vera með hópnum. Þátttakendur fara á eigin bílum.
Þetta er tilvalin leið til að komast af stað fyrir sumarið og koma sér í toppform!
Fararstjórar eru Guðrún Svava Viðarsóttir og Margrét Harðardóttir
29. apríl, miðvikudagur. Kvöldferð: Sauðadalahnúkur 9km, 450 – 500m hækkun
6. maí, miðvikudagur. Kvöldferð: Bláfjallahorn, Kerlingahnjúkur og Heiðartoppur, 8,5km 350m hækkun
9. maí, laugardagur. Dagsferð: Lambafellshraun, Eldborgir og Lambafell, 19km, 400 – 500m hækkun
21. maí, fimmtudagur. Kvöldferð: Geitafell, 8 – 9km, 350 – 400m hækkun
28. maí, fimmtudagur. Kvöldferð: Rauðuhnúkar, 5-6km 250-300m hækkun
30. maí, laugardagur. Dagsferð: Bláfjöll, Bláfjallahryggur og Ólafsskarðshnúkur, 15-16 km, 650 – 700m hækkun
Verð 43.000 kr.
Félagsverð 32.000 kr.