Lengri ferðir

Síun
  • Dags:

    fim. 2. júl. 2026 - sun. 5. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Þriggja nátta ævintýra og bækistöðvarferð í Reykjarfjörð á Ströndum.

    Siglt er frá Norðurfirði á Ströndum. Siglingin tekur um 1,5 – 2 klst og svo komum við  okkur fyrir í „Gamla húsinu“ í Reykjarfirði  Þar er svefnpokagisting, 6 herbergi með 22 rúmum, sameiginlegu eldhúsi og klósetti.
    Við munum nýta dagana vel og fara í styttri og lengri gönguferðir en einnig er hægt að taka það rólaga við sundlaugarbakkann.

    • Verð:

      93.000 kr.
    • Félagsverð:

      79.000 kr.
    • Nr.

      2607L01
    • Vestfirðir

    • ICS
  • Dags:

    fim. 2. júl. 2026 - þri. 7. júl. 2026

    Tími:

    • Skáli / tjald

    Blanda af bækistöðvaferð í Reykjarfjörð og göngu um hina ótrúlegu náttúru milli Reykjarfjarða og Ingólfsfjarða á Ströndum

    Fyrri hluti ferðarinnar er sameiginlegur bækistöðvaferðinni  í Reykjarfjörð en eftir tveggja nátta gistingu í skála í Reykjarfirði er haldið á vit ævintýranna og gengið af stað suður til Ingólfsfjarðar. Þá er allt borið á bakinu og gist í eigin tjöldum í þrjár nætur og áð  í Bjarnarfirði, Drangavík og í Ófeigsfirði.

    Innifalið: Sigling til Reykjafjarðar, skálagisting í tvær nætur, grillveisla eitt kvöldið og öll fararstjórn.  Þátttakendur koma sér sjálfir á Norðurfjörð.

    • Verð:

      93.000 kr.
    • Félagsverð:

      79.000 kr.
    • Nr.

      2607L02
    • Vestfirðir

    • ICS
  • Dags:

    lau. 4. júl. 2026 - þri. 7. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

    Síðasta kvöldið er boðið upp á grillveislu sem þáttakendur sjá saman um að útbúa.

    Nánari lýsing

    • Verð:

      120.000 kr.
    • Félagsverð:

      106.000 kr.
    • Nr.

      2607L03
    • ICS
  • Dags:

    lau. 4. júl. 2026 - þri. 7. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

    Brottför er frá Mjódd.  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagistingar. Grillveisla í Strútsskála er einnig innifalin þar sem þátttakendur hjálpast að með matinn.

    • Verð:

      113.000 kr.
    • Félagsverð:

      99.000 kr.
    • Nr.

      2607L04
    • ICS
  • Dags:

    sun. 12. júl. 2026 - fös. 17. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Fjölbreytt og skemmtileg ferð um hið stórkostlega og óbyggða landsvæði í kringum Gerpi. Hér er blandað saman göngum og siglingu, stórkostlegri náttúru og merkilegri sögu eyðibyggðanna. Þátttakendur koma sér sjálfir austur en svo gist í skálum allar nætur og allt innifalið, allur matur í ferðinni, kokkur, trúss, leiðsögn og svefnpokagisting alla dagana. Einnig bátsferð með fólk til og frá Barðsnesi. Morgunmatur heimferðardaginn ekki innifalinn.
    Fararstjóri verður Sævar Guðjónsson svæðisleiðsögumaður sem þekkir hverja þúfu og lækjarsprænu á svæðinu ásamt sögu þess og sérkenjum.

    • Verð:

      189.000 kr.
    • Félagsverð:

      169.000 kr.
    • Nr.

      2607L05
    • Austfirðir

    • ICS
  • Dags:

    mið. 15. júl. 2026 - fös. 17. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Hin sívinsæla 60+ bækistöðvaferð í Bása. Að þessu sinni er gist í tvær nætur.

    Frekari lýsing kemur á vefinn innan skamms. 

    • Verð:

      79.000 kr.
    • Félagsverð:

      65.000 kr.
    • Nr.

      2607L06
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    fim. 16. júl. 2026 - fim. 23. júl. 2026

    Tími:

    • Skáli / tjald

    Nú er komið að þriðja legg í Horn í Horn leiðangrinum sem hófst sumarið 2024.  Að þessu sinni verður gengið í 8. gönguáföngum frá Sprengisandi og milli byggðar og jökla um mela og heiðar allt vestur í Hrútafjörð. Fyrstu nóttina er gist í skála en annars er gist í tjöldum á leiðinni en reynt að hafa næturstað nálægt gangnamannahúsum. Gist er í eigin tjöldum og er mælt með 4. árstíða tjöldum.  Ferðin er trússuð og stefnt að því að hitta bílinn og búnaðinn öll kvöld.

    Verð væntanlegt

    Nánari lýsing

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2607L11
    • ICS
  • Dags:

    lau. 18. júl. 2026 - mið. 22. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Gönguleiðin á milli Landmannalauga og Þórsmerkur (Bása) kallast Laugavegur. Útivist býður á hverju sumri upp á nokkrar ferðir um svæðið og er oftast um að ræða trússferðir sem taka 5 daga og er ýmist gist í skálum eða tjöldum á leiðinni. Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum og svo gengið í Bása á þremur dögum. Í ferðinni gefst ferðafólki kostur á að kynnast ótrúlega fjölbreyttu og fögru landslagi.  Má þar nefna heitar laugar, hveri og jökla. Litadýrð og fegurð landslagsins er slík að ekki verður lýst með orðum. 

    Leiðarlýsing 

    • Verð:

      159.000 kr.
    • Félagsverð:

      145.000 kr.
    • Nr.

      2607L07
    • ICS
  • Dags:

    lau. 18. júl. 2026 - þri. 21. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

    Síðasta kvöldið er boðið upp á grillveislu sem þáttakendur sjá saman um að útbúa.

    Nánari lýsing

    • Verð:

      120.000 kr.
    • Félagsverð:

      106.000 kr.
    • Nr.

      2607L08
    • ICS
  • Dags:

    lau. 18. júl. 2026 - þri. 21. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

    Brottför er frá Mjódd.  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagistingar. Grillveisla í Strútsskála er einnig innifalin þar sem þátttakendur hjálpast að með matinn.

    Nánari lýsing

    • Verð:

      113.000 kr.
    • Félagsverð:

      99.000 kr.
    • Nr.

      2607L09
    • ICS
  • Dags:

    lau. 18. júl. 2026 - sun. 26. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli / tjald

    Seinni Horn í Horn leiðangurinn hóf göngu í fyrra og nú er komið að öðrum legg þess leiðangurs. Um er að ræða sjö göngudagar og tvo ferðadagar, alls níu daga.

    Farið er með rútu frá Reykjavík að Mývatni og þaðan að Upptyppingum. Þar er tjaldað og daginn eftir er fyrsti göngudagur.
    Leiðin liggur yfir Vikursand, framhjá Vaðöldu, Dungjuvatni og suður fyrir Öskju hjá Holuhrauni og um Ódáðahraun og stefnan tekin á brúna yfir Skjálfandafljót. Þaðan er stefnan tekin að Fjórðungsvatni og að Laugafelli þar sem slakað verður á í heitri lauginni og gist í skála. Gist er í tjöldum alla ferðina nema síðustu nóttina en þa´er gist í skálanum að Laugafelli. Daginn eftir er farið heim með rútu.

    Heildarvegalengd göngunnar er um 150 km. Ferðin er trússuð.
    Fararstjóri er Hrönn Baldursdóttir

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2607L12
    • ICS
  • Dags:

    fim. 23. júl. 2026 - lau. 25. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Vatnaleiðin er sígild gönguleið um fjöll og dali á austanverði Snæfellsnesi, Hún liggur milli fallegra vatna sem gefa henni nafn sitt.  Gist er í leitarmannaskálum Ferðafélags Borgarfjarðar á leiðinni.  Ferðin er trússuð og því er nóg að vera með dagpoka á daginn. Rúta verður frá Reykjavík og aftur til baka.
    Innifalið er rúta, gisting, trúss og fararstjórn

    Verð væntanlegt

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2607L13
    • Vesturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 25. júl. 2026 - þri. 28. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Skemmtileg blanda af bækistöðvarferð og göngu yfir Tindfjallajökul.

    Í þessari ferð er farið í Tindfjöll. Dvalið er tvær nætur í skála Útivistar, Tindfjallaseli og stundaðar fjallgöngur. Svo er gengið yfir Tindfjallajökul og Ásgrindur og niður í Hungurfit þar sem gist er síðustu nóttina. Þessi ferð er nokkuð krefjandi og þurfa göngumenn að vera í góðu formi.
    Farið er á eigin bílum í Fljótshlíð. Ferðin er trússuð.

    • Verð:

      109.000 kr.
    • Félagsverð:

      95.000 kr.
    • Nr.

      2607L14
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    mið. 29. júl. 2026 - lau. 1. ágú. 2026

    Brottför:

    • Skáli / tjald

    Í þessari ferð öxlum við bakpokana og göngum í kringum hinn ótrúlega Langasjó. Það verður ein nótt í skála og tvær í tjaldi. Fararstjóri er Páll Arnarson

    Ferðalýsing:

    Farið með rútu frá Mjódd og upp að Langasjó. Gengið í skála Útivistar í Sveinstindi  og komið sér fyrir.
    Vegalengd um 5km, hækkun eftir veðri og aðstæðum

    Gengið frá skála og haldið norðaustur eftir skemmtilegri og afar fallegri leið í gegnum og með Fagrafjallgarði að tjaldstað við enda Langasjós.
    Vegalengd, ca 25-30km, Hækkun 6-700m

    Gengið úr tjaldstæði og fyrir enda vatnsins og svo undir hlíðum Breiðbaks suður undir mitt vatnið þar sem valinn verður huggulegur tjaldstaður.
    Vegalengd 25 – 30km, hækkun 2-300m

    Síðasta daginn er gengið áfram undir Breiðbaki að suðurenda vatnsins þar sem rútan sækir okkur.
    Vegalengd, 10-12km, óveruleg hækkun

    Verð væntanlegt

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2607L07
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    mið. 29. júl. 2026 - fös. 31. júl. 2026

    Brottför:

    • Skáli / tjald

    Spennandi fjölskylduferð í Lóni. Tjaldað í eigin tjöldum 29 júlí á tjaldstæðinu Smiðjunesi. 30 júlí er gengið inn stórkostlegt landslag Austurskóga og yfir göngbrú á Jökulsá í Lóni.  Gist í litlum skála í Eskifelli og grillað saman um kvöldið. Haldið til baka daginn eftir aftur að Smiðjunesi þar sem ferðinni lýkur.

    Þessi ferð henta einstaklega vel fyrir barna fjölskyldur þar sem lítið er um hækkun og margt að sjá. Farangur er trússaður í Eskifell.

    Nánari lýsing kenur síðar auk verðs.

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2608L06
    • Suðausturland

    • ICS
  • Dags:

    lau. 1. ágú. 2026 - þri. 4. ágú. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

    Brottför er frá Mjódd.  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagistingar. Grillveisla í Strútsskála er einnig innifalin þar sem þátttakendur hjálpast að með matinn.

    Nánari lýsing

    • Verð:

      113.000 kr.
    • Félagsverð:

      99.000 kr.
    • Nr.

      2608L02
    • ICS
  • Dags:

    lau. 1. ágú. 2026 - þri. 4. ágú. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

    Síðasta kvöldið er boðið upp á grillveislu sem þáttakendur sjá saman um að útbúa.

    Nánari lýsing

    • Verð:

      120.000 kr.
    • Félagsverð:

      106.000 kr.
    • Nr.

      2608L01
    • ICS
  • Dags:

    mið. 5. ágú. 2026 - lau. 8. ágú. 2026

    Brottför:

    Snörp og krefjandi ganga suður yfir Torfajökulssvæðið og alls suður í Bása. Göngudagar eru aðeins tveir svo dagleiðir eru langar.

    Fyrsta daginn er rúta tekin frá Reykjavík seinnipartinn og gist í Landmannahelli. 

    Ekið í rútu frá gististað í Halldórsgil. Farið frá Halldórsgili, upp á hrygginnn á milli Sveinsgils og Jökulsgils og niður Þrengslin, um Kaldaklofsgil og upp á Torfajökul og svo niður Hvanngil í Hvanngilsskála.
    Vegalengd, ca 35 km, heildarhækkun ca 1800m

    Daginn eftir er farin hefðbundin Laugavegsleið úr Hvanngili og í Bása,
    Vegalengd ca 35 km, óveruleg hækkun

    Við grillum í Básum um kvöldið og höldum svo heim á leið daginn eftir.

    Ferðin er trússuð. Innifalið gisting, trúss, rútuferðir, grillveisla í Básum og fararstjórn.

    • Verð:

      113.000 kr.
    • Félagsverð:

      99.000 kr.
    • Nr.

      2608L04
    • ICS
  • Dags:

    fim. 6. ágú. 2026 - sun. 9. ágú. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Eins og síðasta sumar verður Útivist með bækistöðvaferð fyrir 60+ í Strút. Gist er í þrjár nætur. 

    Frekari lýsing væntanleg innan skamms.

    • Verð:

      90.000 kr.
    • Félagsverð:

      76.000 kr.
    • Nr.

      2608L05
    • Suðurland

    • ICS
  • Dags:

    fim. 6. ágú. 2026 - mán. 10. ágú. 2026

    Tími:

    • Skáli / tjald

    Hér gefst frábært tækifæri til að kynnast Kerlingarfjallasvæðinu sem er á miðbiki hálendisins. Lagt af stað frá Mjódd á miðvikudegi og ekið inn á Kjöl og að Ásgarði í Kerlingarfjöllum. Þar er gist fyrstu nóttina í skála. Þegar búið er að koma sér fyrir við komuna er farið í göngu á Fannborg og Snækoll. Daginn eftir hefst hringganga um Kerlingarfjöllin eftir Hringbrautinni sem er 47 km. Stikuð þriggja daga leið.  Fyrsta dagleiðin er 17 km að Kisubotnum.  Þar er mjög lélegur skáli og þarf að gista í tjöldum. Önnur dagleiðin er 7 km í Klakk og á leiðinni eru Kisugljúfur skoðuð. Einfaldur skáli er í Klakki en best að gera ráð fyrir tjaldgistingu. Þriðja dagleiðin er 23 km og þá er farið frá Klakk um skarðið milli Ögmundar og Hattar, fram hjá Mæni og að Ásgarði þar sem gist er í skála. Eftir gönguna er hægt að slaka á í baði. Daginn eftir eru Hveradalir skoðaðir og síðan fossarnir Hvinur og Gýgjarfoss í Jökulfalli á heimleiðinni.

    Verð væntanlegt

    • Verð:

      0 kr
    • Nr.

      2608L03
    • Miðhálendi

    • ICS
  • Dags:

    fim. 10. sep. 2026 - sun. 13. sep. 2026

    Brottför:

    • Skáli

    Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli.

    • Verð:

      113.000 kr.
    • Félagsverð:

      89.000 kr.
    • Nr.

      2609L01
    • Suðurland

    • ICS


1 / 19

Skælingar