Lengri ferðir

Síun
 • Dags:

  fim. 30. jún. 2022 - mán. 4. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli
  Laugavegurinn

  Óhætt er að segja að Laugavegurinn sé þekktasta gönguleið landsins og þó víða væri leitað. Í þessari Laugavegsferð er leiðin gengin í fjórum þægilegum áföngum. Ekið í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Hrafntinnuskeri er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur í Hvanngil. Úr Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Á heimfaradegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása áður en haldið er heim.

  Nánar um leiðarlýsingu hér.

  • Verð:

   102.000 kr.
  • Nr.

   2206L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 30. jún. 2022 - sun. 3. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Ein fallegasta gönguleiðin á sunnanverðu hálendinu er frá Sveinstindi niður með Skaftá um Skælinga. Hér er margt að sjá; beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  Fararstjóri er Kristjana Birgisdóttir

  Nánar um ferðalýsingu hér.

  • Verð:

   72.500 kr.
  • Nr.

   2206L02
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 30. jún. 2022 - sun. 3. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið.

  Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  Fararstjóri er Einar Aðalsteinsson 

  Nánari ferðalýsingingu má finna hér.

  • Verð:

   70.500 kr.
  • Nr.

   2206L03
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mán. 4. júl. 2022 - fös. 8. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Dalastígur liggur um fáfarnar en heillandi slóðir að Fjallabaki. Í ár tökum við upp nýtt skipulag ferðarinnar með upphaf í Landmannahelli og endar gangan í Básum. Farið er með rútu og ekið að Landmannahelli þar sem gist er fyrstu nóttina. Þar yfir gnæfir Löðmundur sem býður upp á gott útsýni.  Dagurinn er því nýttur til göngu á fjallið. Annan dag ferðarinnar er gengið undir Rauðufossafjöllum í Dalakofa þar sem er gist. Þaðan er svo gengið í skálann að Mosum skammt frá Markarfljóti. Loks er svo haldið yfir göngubrýr á Fremri-Emstruá og síðasti spölurinn í Bása genginn um lokaáfanga Laugavegarins.

  Nánari ferðalýsing

  • Verð:

   76.000 kr.
  • Nr.

   2207L02
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  þri. 5. júl. 2022 - lau. 9. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli
  Laugavegurinn

  Óhætt er að segja að Laugavegurinn sé þekktasta gönguleið landsins og þó víða væri leitað. Í þessari Laugavegsferð er leiðin gengin í fjórum þægilegum áföngum. Ekið í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Hrafntinnuskeri er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur í Hvanngil. Úr Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Á heimfaradegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása áður en haldið er heim.

  Fararstjóri er Páll Arnarsson

  Nánari ferðalýsingu er að finna hér.

  • Verð:

   102.000 kr.
  • Nr.

   2207L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 8. júl. 2022 - mán. 11. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Hér er á ferðinni spennandi nýjung þar sem gengið er um ótroðnar slóðir. Gengið er um Tindfjöll og ofanverða Rangárvelli, suður fyrir Heklu og að Rjúpnavöllum.

  Á fyrsta degi er ekið á eigin bílum inn Fljótshlíð að Fljótsdal þaðan sem gengið er í Tindfjallasel þar sem gist verður fyrstu nóttina. Eftir að hópurinn hefur komið sér fyrir í skálanum verður dagurinn nýttur til að skoða umhverfið.

  Frá Tindfjallaskála er gengið í vestur og stefnan tekin á bæinn Foss við Eystri-Rangá. Leiðin liggur sunnan megin við Vörðufell og stefnan tekin á Litla Bláfell. Síðan er farið um Fremra-Kálfatungugil, niður Góðadal, Stigagil og Markagil og komið að eyðibýlinu Rauðnefsstöðum, en það fór í eyði eftir Heklugosið 1947. Farið á vaði yfir Eystri Rangá að eyðibýlinu Fossi þar sem er gist í uppgerðu bæjarhúsinu. Vegalengd 18,5 km.

  Á lokadegi göngunnar er gengið frá Fossi á Rjúpnavelli. Þetta er nokkuð löng dagleið en hækkun er óveruleg. Gengið er um Skógarhraun, Herjólfsheiði og Dagverðarnesheiði hjá Pálssteinshrauni. Þá er stefnan tekin á Suðurhraun sunnan megin við Fálkahamar og stefnt í norður meðfram Hálsfjalli. Gengið er yfir Norðurhraun á milli Bjólfells og Tindgilsfells fram hjá Selvatni og ofan Næfurholts. Farið yfir Ytri- Rangá og gljúfrin við brúna skoðuð. Þaðan liggur leiðin upp með ánni að Rjúpnavöllum. Að loknum löngum göngudegi er slakað á í vistlegum skála á Rjúpnavöllum. Vegalengd 28 km.

  Daginn eftir er hópurinn sóttur og honum ekið í Fljótsdal þar sem bílar voru skildir eftir.

  Fararstjóri er Ásta Þorleifsdóttir

  Ath. Fullbókað!

  • Verð:

   78.000 kr.
  • Nr.

   2207L03
  • ICS
 • Dags:

  mán. 11. júl. 2022 - fös. 15. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Dalastígur liggur um fáfarnar en heillandi slóðir að Fjallabaki. Í ár tökum við upp nýtt skipulag ferðarinnar með upphaf í Landmannahelli og endar gangan í Básum. Farið er með rútu og ekið að Landmannahelli þar sem gist er fyrstu nóttina. Þar yfir gnæfir Löðmundur sem býður upp á gott útsýni.  Dagurinn er því nýttur til göngu á fjallið. Annan dag ferðarinnar er gengið undir Rauðufossafjöllum í Dalakofa þar sem er gist. Þaðan er svo gengið í skálann að Mosum skammt frá Markarfljóti. Loks er svo haldið yfir göngubrýr á Fremri-Emstruá og síðasti spölurinn í Bása genginn um lokaáfanga Laugavegarins.

  Nánari ferðalýsing

  • Verð:

   76.000 kr.
  • Nr.

   2207L04
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mið. 13. júl. 2022 - lau. 16. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Ein fallegasta gönguleiðin á sunnanverðu hálendinu er frá Sveinstindi niður með Skaftá um Skælinga. Hér er margt að sjá; beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   72.500 kr.
  • Nr.

   2207L05
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mið. 13. júl. 2022 - lau. 16. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið.

  Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans.  Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  Gunnar Hólm er farastjóri

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   70.500 kr.
  • Nr.

   2207L06
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 15. júl. 2022 - þri. 19. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Þessi Laugavegsferð er ætluð allri fjölskyldunni og sniðin að þörfum barna. Hér er því upplagt tækifæri til að kynna börnunum fyrir dásemdum útivistar. Ekki er þó mælt með því að taka yngri börn en 8 ára með. Ekið í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Hrafntinnuskeri er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur í Hvanngil. Frá Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Á heimfaradegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása áður en haldið er heim.

  Fararstjórar eru Guðrún Frímanns og Helga Harðar

  Nánari ferðalýsing. 

  • Verð:

   102.000 kr.
  • Nr.

   2207L07
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 21. júl. 2022 - sun. 24. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Tindfjallahringurinn er skemmtileg ný hringleið eða þríhyrningsleið þar sem gengið er milli þriggja skála. Ekið er á eigin bílum að eyðibýlinu Fossi á Rangárvöllum. Bærinn er staðsettur ofan við Keldur við upphaf Fjallabaksleiðar syðri. Þangað er fært fyrir alla bíla en aka þarf rólega síðasta spölinn. Frá Fossi er gengin einstaklega falleg leið upp með Eystri-Rangá í Hungurfit þar sem gist er fyrstu nóttina. Á öðrum degi er gengið úr Hungurfitjum á Tindfjöll og jaðri jökulsins fylgt í Tindfjallasel þar sem er gist. Síðasti göngudagurinn er svo frá Tindfjallaskála að bænum Fossi þar sem gangan hófst og gist þar síðustu nóttina. Leiðin liggur sunnan við Vörðufell og stefnan tekin á Litla Bláfell. Komið er að eyðibýlinu Rauðnefsstöðum sem fór í eyði eftir Heklugosið 1947. Farið á vaði yfir Eystri Rangá áður en komið er að Fossi.

  • Verð:

   58.000 kr.
  • Nr.

   2207L08
  • ICS
 • Dags:

  fim. 21. júl. 2022 - mið. 27. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli / tjald

  Langleiðin heldur áfram og í þessum fyrri áfanga þetta árið hefst gangan í Nýjadal þar sem henni lauk árið 2021. Farið með rútu úr Reykjavík snemma morguns og ekið sem leið liggur í Nýjadal þar sem gangan hefst. Haldið að Þjórsá og farið yfir hana við Sóleyjarhöfðavað. Þaðan er stefnan tekin suður fyrir Kerlingarfjöll. Gengið verður um Leppistungur og farið yfir Jökulfallið á vaði. Gangan endar við Skálpanes.

  Dagur 1.       Nýidalur – Þjórsá   18-20 km 

  Dagur 2.       Meðfram Þjórsá að Sóleyjarhöfði   23-25 km

  Dagur 3.       Sóleyjarhöfði – Fjórðungssandur   12-15 km

  Dagur 4.       Fjórðungssandur – Klakksskáli   18-20 km

  Dagur 5.       Klakksskáli – Leppistungur   15 km

  Dagur 6.       Leppistungur – Hvítárbrú   20 km

  Dagur 7.       Hvítárbrú – Skálpanes   10 km 

  Fararstjórar eru Hrönn Baldursdóttir og Hákon Gunnarsson

  • Verð:

   88.000 kr.
  • Nr.

   2207L10
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 22. júl. 2022 - mán. 25. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Hinar svokölluðu Víknaslóðir eru margrómað gönguland sem enginn verður svikinn af að skoða. Þátttakendur koma sér á eigin vegum í Bakkagerði í Borgarfirði eystri þar sem gangan hefst og líkur.

  • Verð:

   71.500 kr.
  • Nr.

   2207L09
  • Austfirðir

  • ICS
 • Dags:

  fös. 22. júl. 2022 - þri. 26. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Bækistöðvarferð fyrir krakka, mömmur, ömmur, pabba, afa, frænkur og frændur. Hálendið í kringum Strútsskála verður kannað, farið í Strútslaug, ætt upp og niður fjöll, stiklað yfir ár og leitað að hellisskútum. Gil og krókar í nágrenni skálans verða skoðuð hátt og lágt. Farið verður í ratleik, föndrað og poppað við varðeld. Það verður glens og gaman. Síðasta kvöldið verður sameiginlegur matur.

  Börn undir 18 ára aldri fá 50% afslátt, frítt fyrir 6 ára og yngri.

  • Verð:

   65.000 kr.
  • Nr.

   2207L11
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mið. 27. júl. 2022 - fös. 29. júl. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Jafnt yngri sem eldri Útivistarfélagar eiga margar sælar minningar úr Básum á Goðalandi og oft er sagt að hjarta félagsins slái þar. Þessi ferð er tilvalin fyrir eldri félaga sem vilja endurupplifa góðar minningar, sem og nýja félaga á virðulegum aldri sem langar að kynnast þessari paradís undir leiðsögn kunnugra.

  Lagt af stað frá Mjódd kl. 10:00 á miðvikudegi og ekið í Bása. Eftir að hafa komið sér fyrir í skála er farið í tveggja tíma göngu í nágrenni skálans, gengin Básahringur með viðkomu í Fjósafuð. Daginn eftir verður haldið af stað upp úr kl. 11 í um það bil 4 tíma göngu. Gengið upp á Réttarfell og þaðan niður í Hvannárgil og áfram að Álfakirkjunni áður en haldið verður á ný í Bása.

  Varðeldur um kvöldið. Heimferðadag verður lagt af stað kl: 11:00 og ekið að Steinsholtsgjá. Gengið upp með Norðurhlíðum gjárinnar að Steinsholtsjökli og áfram niður með Steinsholtsá og komið niður hjá Fagraskógi þar sem rútan bíður.

  Áætluð heimkoma er á milli kl. 17:00 og 18:00

  • Verð:

   36.000 kr.
  • Nr.

   2207L12
  • ICS
 • Dags:

  fös. 29. júl. 2022 - mán. 1. ágú. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Ein fallegasta gönguleiðin á sunnanverðu hálendinu er frá Sveinstindi niður með Skaftá um Skælinga. Hér er margt að sjá; beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   72.500 kr.
  • Nr.

   2207L13
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 29. júl. 2022 - mán. 1. ágú. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið.

  Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans.  Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   70.500 kr.
  • Nr.

   2207L14
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 29. júl. 2022 - þri. 2. ágú. 2022

  Brottför:

  • Skáli
  Laugavegurinn

  Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum fyrstu nóttina og gefst því tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Þaðan liggur leiðin framhjá Hvanngili í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   102.000 kr.
  • Nr.

   2207L15
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 12. ágú. 2022 - sun. 14. ágú. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Útivist býður upp á þriggja daga (tveggja nátta) jógaferð á Snæfellsnes þar sem gist verður í tveimur húsum á Arnarstapa. Heitur pottur er við bæði húsin. Snæfellsnes er magnaður orkustaður og tilvalinn fyrir jógaiðkun. Við munum fara í gönguferðir um nágrennið alla dagana auk þess að stunda jóga. Jógað verður gert kvölds og morgna og eftir stað og stund yfir daginn. Einnig verður boðið upp á sjósund fyrir áhugasama. Lagt verður af stað úr Reykjavík á eigin bílum kl. 8:30 á föstudagsmorgninum 12. ágúst og ekið að Arnarstapa. Ýmsar gönguleiðir koma til greina og munum við láta veður ráða för. Bæði verður boðið upp á láglendisgöngur og meiri útsýnisgöngur. Innifalið í verði er fararstjórn og gisting.

  Fararstjórar eru Þórlaug Sveinsdóttir og Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, báðar sjúkraþjálfarar, jógakennarar og leiðsögumenn.

  Fullbókað. Sendið póst á utivist@utivist.is til að fara á biðlista.

  • Verð:

   24.000 kr.
  • Nr.

   2208L01
  • ICS
 • Dags:

  fös. 12. ágú. 2022 - mán. 15. ágú. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Ein fallegasta gönguleiðin á sunnanverðu hálendinu er frá Sveinstindi niður með Skaftá um Skælinga. Hér er margt að sjá; beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   72.500 kr.
  • Nr.

   2208L02
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 12. ágú. 2022 - mán. 15. ágú. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið.

  Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans.  Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   70.500 kr.
  • Nr.

   2208L03
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 18. ágú. 2022 - mán. 22. ágú. 2022

  Brottför:

  • Skáli
  Laugavegurinn

  Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum fyrstu nóttina og gefst því tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Þaðan liggur leiðin framhjá Hvanngili í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  Nánari ferðalýsing.

  • Verð:

   102.000 kr.
  • Nr.

   2208L05
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fös. 19. ágú. 2022 - sun. 21. ágú. 2022

  Brottför:

  • Tjald

  Síðari áfangi Langleiðarinnar í ár liggur frá Skálpanesi sunnan Langjökuls og endar við Meyjarsæti.

  Dagur 1.       Skálpanes – Hagavatn                  20 km

  Dagur 2.       Hagavatn – Hlöðufell                   26 km

  Dagur 3.       Hlöðufell – Meyjarsæti                18 km

  Fararstjórar eru Hrönn Baldursdóttir og Hákon Gunnarsson

  • Verð:

   45.000 kr.
  • Nr.

   2208L04
  • ICS
 • Dags:

  fim. 15. sep. 2022 - sun. 18. sep. 2022

  Brottför:

  • Skáli

  Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli. Farið með rútu í Landmannalaugar á fimmtudagskvöldi og gist í skálanum þar. Á föstudegi verður gengið um Hrafntinnusker og niður í Hvanngil þar sem er gist. Þaðan verður gengið um Emstrur niður í Þórsmörk þar sem gist verður í skála í Básum. Þar bíður göngumanna grillveisla, varðeldur og ósvikin Básastemming. Á sunnudegi gefst færi á göngu um Goðaland áður en lagt verður af stað heim á leið.

  • Verð:

   72.000 kr.
  • Nr.

   2209L01
  • Miðhálendi

  • ICS


1 / 19

Skælingar