Lengri ferðir

Síun
 • Dags:

  sun. 30. jún. 2024 - fim. 4. júl. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Þessi Laugavegsferð er ætluð allri fjölskyldunni og sniðin að þörfum barna. Hér er því upplagt tækifæri til að kynna dásemdir útivistar fyrir börnunum. Ekki er þó mælt með því að taka yngri börn en 8 ára með. 

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   129.000 kr.
  • Nr.

   2406L02
  • ICS
 • Dags:

  fim. 4. júl. 2024 - sun. 7. júl. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Dalastígur er ný gönguleið á fáförnum en virkilega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki.

  Brottför frá Mjódd, kirkjumegin á bílaplaninu fyrir framan Sambíóin og ekið sem leið liggur í Landmannahelli þar sem gist er fyrstu nóttina.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   97.000 kr.
  • Nr.

   2407L03
  • ICS
 • Dags:

  fim. 4. júl. 2024 - sun. 7. júl. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Fullbókað! 

  Hægt er að senda póst á utivist@utivist.is til að skrá sig á biðlista.

  Laus sæti í þessar ferðir;


  Strútsstígur 24.-27. júlí

  Strútsstígur 7.-10. ágúst

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  Brottför er frá Mjódd.  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagisting.

  Ferðalýsing

  • Verð:

   89.000 kr.
  • Nr.

   2407L02
  • ICS
 • Dags:

  fim. 4. júl. 2024 - sun. 7. júl. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

  Fararstjóri er Páll Arnarson

  Ferðalýsing

  • Verð:

   92.000 kr.
  • Nr.

   2407L01
  • ICS
 • Dags:

  sun. 7. júl. 2024 - mið. 10. júl. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Hér er á ferðinni spennandi nýjung þar sem gengið er um ótroðnar slóðir. Gengið er um Tindfjöll og ofanverða Rangárvelli, suður fyrir Heklu og að Rjúpnavöllum.

  Fararstjóri er Ásta Þorleifsdóttir

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   84.000 kr.
  • Nr.

   2407L04
  • ICS
 • Dags:

  þri. 9. júl. 2024 - lau. 13. júl. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Ævintýrið við Strút er bækistöðvarferð fyrir krakka, mömmur, ömmur, pabba, afa, frænkur og frændur.

  Hálendið í kringum Strútsskála verður kannað, farið verður í Strútslaug, ætt upp og niður fjöll og firnindi, stiklað yfir ár og leitað að hellisskútum. Farið í ratleik, föndrað, haldnar kvöldvökur og kveiktur varðeldur. Það verður glens og gaman. Öll gil og krókar í nágrenni skálans verða skoðuð hátt og lágt, stunduð listsköpun úti í náttúrunni, teiknaðar myndir, búnar til sögur, samin lög og sungið, lesnar sögur og samin ljóð. Síðasta kvöldið verðum sameiginlegur kvöldmatur.

  Fýlupúkar eru vinsamlegast beðnir um að fara ekki í þessa ferð en allir hinir hjartanlega velkomnir ;)

  Fararstjórar eru Auður Jónsdóttir og Sigríður Theodórsdóttir

  • Verð:

   82.000 kr.
  • Nr.

   2407L15
  • ICS
 • Dags:

  fös. 12. júl. 2024 - mán. 15. júl. 2024

  Brottför:

  • Tjald

  eitt pláss laust!

  Siglt frá Bolungarvík í Hornvík þar sem settar verða upp tjaldbúðir og gengið út frá þeim.

  Farið verður um Hornbjarg og Hornbjargsviti í Látravík heimsóttur. Gengið verður um einstigi í Hvannadal. Þá verður farið um Rekavík bak Höfn, Atlaskarð og í Hælavík á æskuslóðir Jakobínu Sigurðardóttur og Þórleifs Bjarnasonar og e.t.v. lesið úr minningabókum þeirra.

  Bátur sækir farangur en hópurinn gengur um Hafnarskarð í Veiðileysufjörð og hittir á bátinn þar. Hámarksfjöldi 20 manns.

  Þátttakendur koma sér sjálfir á upphafstað í bátinn.

  Fararstjóri er Steinar Sólveigarson

  Innifalið er sigling, fararstjórn og flutningur á farangri.  Gist er í eigin tjöldum.

  • Verð:

   55.000 kr.
  • Nr.

   2407L08
  • ICS
 • Dags:

  þri. 16. júl. 2024 - mið. 24. júl. 2024

  Brottför:

  • Tjald

  ATH!. Fullbókað í ferðina, sendið póst á utivist@utivist.is til að fara á biðlista.

  Á næstu fjórum árum verður Horn í Horn aftur á dagskrá, þvert yfir landið frá suðaustri til norðvesturs. Einn leggur verður genginn á hverju sumri og mun hver leggur taka átta til níu daga. Ferðin hefst við Eystra-Horn sumarið 2024 og endar í Hornvík 2027. Gist verður í skálum þar sem þeir standa til boða en annars staðar er gert ráð fyrir gistingu í tjöldum. Ferðin verður trússuð eftir því sem við verður komið. Þessi ganga var á dagskrá hjá Útivist árin 2016 – 2019 og verður nú endurtekin. Langleiðin sem er frá suðvestri til norðausturs hefur verið þess á milli og þannig gefst tækifæri til að krossa landið.

   

  Kynningarfundur verður haldinn 25. janúar 2024
  Staðsetning er á skrifstofu Útivistar, Katrínatúni 4, jarðhæð kl. 17:15

  Fararstjóri er Hrönn Baldursdóttir

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   145.000 kr.
  • Nr.

   2407L10
  • ICS
 • Dags:

  þri. 16. júl. 2024 - fim. 18. júl. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Eftir velheppnaða þriggja daga bækistöðvaferð í Bása síðast liðin tvö sumur verður leikurinn endurtekinn.

  Stundum er talað um að hjarta Ferðafélagsins Útivistar slái í Básum á Goðalandi, en þar eiga jafnt yngri sem eldri Útivistarfélagar góðar minningar. Þessi ferð er tilvalin fyrir eldri félaga sem vilja endurupplifa stemninguna í Básum, sem og nýja félaga á virðulegum aldri sem langar að kynnast þessari paradís undir leiðsögn kunnugra.

  Nánari upplýsingar

  Fararstjórar eru Guðrún Frímannsdóttir, Jóhanna Benediktsdóttir og Guðbjartur Guðbjartsson

  • Verð:

   49.800 kr.
  • Nr.

   2407L09
  • ICS
 • Dags:

  fim. 18. júl. 2024 - sun. 21. júl. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

  Fararstjóri er Steinar Sólveigarson

  Ferðalýsing

  • Verð:

   92.000 kr.
  • Nr.

   2407L11
  • ICS
 • Dags:

  fös. 19. júl. 2024 - mán. 22. júl. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Tindfjallahringurinn er skemmtileg og krefjandi ný hringleið eða þríhyrningsleið þar sem gengið er milli þriggja skála og meðal annars farið yfir Tindfjallajökul þveran. 

  Nánari lýsing.

  • Verð:

   72.000 kr.
  • Nr.

   2407L13
  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. júl. 2024 - mið. 24. júl. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Hér er klassísk Laugavegsferð þar sem leiðin er gengin í fjórum þægilegum áföngum.

  Ekið úr Mjódd í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Hrafntinnuskeri er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur í Hvanngil. Úr Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása áður en haldið er heim.

  Fararstjóri er Páll Arnarson

  Ferðalýsing

  • Verð:

   129.000 kr.
  • Nr.

   2407L14
  • ICS
 • Dags:

  mið. 24. júl. 2024 - lau. 27. júl. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  Brottför er frá Mjódd. Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagisting.

  Fararstjóri - Kristjana Birgisdóttir

  Ferðalýsing

  • Verð:

   89.000 kr.
  • Nr.

   2407L17
  • ICS
 • Dags:

  mið. 24. júl. 2024 - lau. 27. júl. 2024

  Brottför:

  • Skáli
  Sveinstindur - Skælingar

  Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

  Innifalið er rúta, fararstjórn, skálagisting og grillveisla í lok ferðar.

  Fararstjóri er https://www.utivist.is/um-utivist/fararstjorar/steinar-solveigarson

  Ferðalýsing

  • Verð:

   92.000 kr.
  • Nr.

   2407L16
  • ICS
 • Dags:

  fim. 1. ágú. 2024 - mán. 5. ágú. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  5 daga ferð um Kjalveg hinn forna frá Hveravöllum að Hvítárnesi

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   95.000 kr.
  • Nr.

   2408L01
  • ICS
 • Dags:

  mið. 7. ágú. 2024 - lau. 10. ágú. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

  Brottför er frá Mjódd.  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagisting.

  Ferðalýsing

  • Verð:

   89.000 kr.
  • Nr.

   2408L04
  • ICS
 • Dags:

  mið. 7. ágú. 2024 - lau. 10. ágú. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

  Fararstjóri er Fríða Brá Pálsdóttir

  Ferðalýsing

  • Verð:

   92.000 kr.
  • Nr.

   2408L03
  • ICS
 • Dags:

  mið. 7. ágú. 2024 - sun. 11. ágú. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Hér gefst frábært tækifæri til að kynnast Kerlingarfjallasvæðinu sem er á miðbiki hálendisins. Lagt af stað frá Mjódd á miðvikudegi og ekið inn á Kjöl og að Ásgarði í Kerlingarfjöllum. Þar er gist fyrstu nóttina í skála. Þegar búið er að koma sér fyrir við komuna er farið í göngu á Fannborg og Snækoll. Daginn eftir hefst hringganga um Kerlingarfjöllin eftir Hringbrautinni sem er 47 km. Stikuð þriggja daga leið. Skálar eru á leiðinni þar sem er gist en einnig er hægt að vera í tjaldi fyrir þau sem það kjósa. Fyrsta dagleiðin er 17 km að Kisubotnum, önnur dagleiðin er 7 km í Klakk og á leiðinni eru Kisugljúfur skoðuð. Þriðja dagleiðin er 23 km og þá er farið frá Klakk um skarðið milli Ögmundar og Hattar, fram hjá Mæni og að Ásgarði þar sem gist er í skála. Eftir gönguna er hægt að slaka á í baði. Daginn eftir eru Hveradalir skoðaðir og síðan fossarnir Hvinur og Gýgjarfoss í Jökulfalli á heimleiðinni.


  Slóði á göngubækling um Kerlingarfjöll

  https://ust.is/library/sida/Umhverfisstofnun/kerlingarfjoll_gonguleidir_kort.pdf 

  • Verð:

   95.000 kr.
  • Nr.

   2408L02
  • ICS
 • Dags:

  fös. 16. ágú. 2024 - sun. 18. ágú. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  ATH! Fullbókað!!

  Útivist býður upp á jógaferð til Vestmannaeyja dagana 16. - 18. ágúst í sumar. Lagt verður af stað á einkabílum frá Reykjavík snemma á föstudagsmorgni og Herjólfur tekinn til Vestmannaeyja. Gist verður í Hraunprýði sem er stór og rúmgóður skáli Skátafélagsins Faxa á Skátastykkinu í Eyjum. Farið verður í gönguferðir alla dagana um þessa fallegu eyju og náttúrunnar notið. Jóga verður gert kvölds og morgna og einnig eftir hentugleikum yfir daginn. Öllum er velkomið að taka þátt og ekki er krafist neinnar fyrri reynslu af jógaiðkun.

  Innifalið í verði er fararstjórn, skálagisting og sigling með Herjólfi.

  Fararstjórar í þessari ferð eru Þórlaug Sveinsdóttir og Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, báðar jógakennarar og sjúkraþjálfarar.

  • Verð:

   23.000 kr.
  • Nr.

   2408L05
  • ICS
 • Dags:

  mán. 19. ágú. 2024 - mið. 21. ágú. 2024

  Brottför:

  • Skáli

  Hér gefst kjörið tækifæri til að skoða sig um á fáförnum slóðum.

  Nýjasti skáli Útivistar er Dalakofi í Reykjadölum, í jaðri Torfajökulssvæðisins að Fjallabaki.  Þaðan er hægt að fara í lengri og styttri gönguferðir um fjölbreytt jarðhitasvæði. Þarna er meðal annars að finna Rauðufossafjöll, Laufafell og hverasvæðið við Hrafntinnusker. Einnig er hægt er að fara stutta göngu á Keili, útsýnishól skammt frá skálanum, eða í fjallabað í laug sem stundum er aðgengileg á aurum Markarfljóts.

  Nánari upplýsingar

  Fararstjórar eru Guðrún Frímannsdóttir, Jóhanna Benediktsdóttir og Guðbjartur Guðbjartsson

  • Verð:

   49.800 kr.
  • Nr.

   2408L06
  • ICS
 • Dags:

  fim. 12. sep. 2024 - sun. 15. sep. 2024

  Brottför:

  • Skáli
  Laugavegur - hraðferð

  Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli.

  Nánari upplýsingar

  • Verð:

   89.000 kr.
  • Nr.

   2408L07
  • ICS


1 / 19

Skælingar