Snörp og krefjandi ganga suður yfir Torfajökulssvæðið og alls suður í Bása. Göngudagar eru aðeins tveir svo dagleiðir eru langar.
Fyrsta daginn er rúta tekin frá Reykjavík seinnipartinn og gist í Landmannahelli.
Ekið í rútu frá gististað í Halldórsgil. Farið frá Halldórsgili, upp á hrygginnn á milli Sveinsgils og Jökulsgils og niður Þrengslin, um Kaldaklofsgil og upp á Torfajökul og svo niður Hvanngil í Hvanngilsskála.
Vegalengd, ca 35 km, heildarhækkun ca 1800m
Daginn eftir er farin hefðbundin Laugavegsleið úr Hvanngili og í Bása,
Vegalengd ca 35 km, óveruleg hækkun
Við grillum í Básum um kvöldið og höldum svo heim á leið daginn eftir.
Ferðin er trússuð. Innifalið gisting, trúss, rútuferðir, grillveisla í Básum og fararstjórn.