Lengri ferðir

Síun
  • Dags:

    mið. 7. ágú. 2024 - lau. 10. ágú. 2024

    Brottför:

    • Skáli

    Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

    Brottför er frá Mjódd.  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagisting.

    Ferðalýsing

    • Verð:

      89.000 kr.
    • Nr.

      2408L04
    • ICS
  • Dags:

    mið. 7. ágú. 2024 - lau. 10. ágú. 2024

    Brottför:

    • Skáli

    Þessi leið er ein helsta skrautfjöður Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langasjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Í góðu skyggni má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga. Ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum.

    Fararstjóri er Fríða Brá Pálsdóttir

    Ferðalýsing

    • Verð:

      92.000 kr.
    • Nr.

      2408L03
    • ICS
  • Dags:

    mið. 7. ágú. 2024 - sun. 11. ágú. 2024

    Brottför:

    • Skáli

    Hér gefst frábært tækifæri til að kynnast Kerlingarfjallasvæðinu sem er á miðbiki hálendisins. Lagt af stað frá Mjódd á miðvikudegi og ekið inn á Kjöl og að Ásgarði í Kerlingarfjöllum. Þar er gist fyrstu nóttina í skála. Þegar búið er að koma sér fyrir við komuna er farið í göngu á Fannborg og Snækoll. Daginn eftir hefst hringganga um Kerlingarfjöllin eftir Hringbrautinni sem er 47 km. Stikuð þriggja daga leið.  Fyrsta dagleiðin er 17 km að Kisubotnum.  Þar er mjög lélegur skáli og þarf að gista í tjöldum. Önnur dagleiðin er 7 km í Klakk og á leiðinni eru Kisugljúfur skoðuð. Einfaldur skáli er í Klakki en best að gera ráð fyrir tjaldgistingu. Þriðja dagleiðin er 23 km og þá er farið frá Klakk um skarðið milli Ögmundar og Hattar, fram hjá Mæni og að Ásgarði þar sem gist er í skála. Eftir gönguna er hægt að slaka á í baði. Daginn eftir eru Hveradalir skoðaðir og síðan fossarnir Hvinur og Gýgjarfoss í Jökulfalli á heimleiðinni.

    Slóði á göngubækling um Kerlingarfjöll

    https://ust.is/library/sida/Umhverfisstofnun/kerlingarfjoll_gonguleidir_kort.pdf 

    • Verð:

      95.000 kr.
    • Nr.

      2408L02
    • ICS
  • Dags:

    fös. 16. ágú. 2024 - sun. 18. ágú. 2024

    Brottför:

    • Skáli

    ATH! Fullbókað!!

    Útivist býður upp á jógaferð til Vestmannaeyja dagana 16. - 18. ágúst í sumar. Lagt verður af stað á einkabílum frá Reykjavík snemma á föstudagsmorgni og Herjólfur tekinn til Vestmannaeyja. Gist verður í Hraunprýði sem er stór og rúmgóður skáli Skátafélagsins Faxa á Skátastykkinu í Eyjum. Farið verður í gönguferðir alla dagana um þessa fallegu eyju og náttúrunnar notið. Jóga verður gert kvölds og morgna og einnig eftir hentugleikum yfir daginn. Öllum er velkomið að taka þátt og ekki er krafist neinnar fyrri reynslu af jógaiðkun.

    Innifalið í verði er fararstjórn, skálagisting og sigling með Herjólfi.

    Fararstjórar í þessari ferð eru Þórlaug Sveinsdóttir og Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, báðar jógakennarar og sjúkraþjálfarar.

    • Verð:

      23.000 kr.
    • Nr.

      2408L05
    • ICS
  • Dags:

    mán. 19. ágú. 2024 - mið. 21. ágú. 2024

    Brottför:

    • Skáli

    Sendið tölvupóst á utivist@utivist.is ef þið viljið fara á biðlista.

    Hér gefst kjörið tækifæri til að skoða sig um á fáförnum slóðum.

    Dalakofi er í Reykjadölum, í jaðri Torfajökulssvæðisins að Fjallabaki. Þaðan er hægt að fara í lengri og styttri gönguferðir um fjölbreytt jarðhitasvæði.

    Nánari upplýsingar

    Fararstjórar eru Guðrún Frímannsdóttir, Jóhanna Benediktsdóttir og Guðbjartur Guðbjartsson

    • Verð:

      49.800 kr.
    • Nr.

      2408L06
    • ICS
  • Dags:

    fim. 12. sep. 2024 - sun. 15. sep. 2024

    Brottför:

    • Skáli
    Laugavegur - hraðferð

    Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      89.000 kr.
    • Nr.

      2408L07
    • ICS


1 / 19

Skælingar