Lengri ferðir

Síun
 • Dags:

  fös. 28. jún. 2019 - sun. 30. jún. 2019

  Brottför:

  • Tjald

  Tjaldferð um Vatnaleiðina frá Hlíðarvatni til Hreðavatns. Þessi ferð er kjörin fyrir þá sem vilja prófa að ferðast með allt á bakinu. Vatnaleiðin er rómuð fyrir náttúrufegurð og tilvalin til að stíga fyrstu skrefin í bakpokaferð.

  • Verð:

   38.000 kr.
  • Nr.

   1906L01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 3. júl. 2019 - sun. 7. júl. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Klassísk Laugavegsferð þar sem leiðin er gengin í fjórum þægilegum áföngum. Ekið í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Þaðan er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur í Hvanngil. Úr Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Leiðin liggur yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása áður en haldið er heim.

  Ferðin er nánast uppseld. Mögulega eru tvö pláss eru laus í ferðina, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Útivistar.

  • Verð:

   85.000 kr.
  • Nr.

   1907L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  lau. 6. júl. 2019 - mán. 15. júl. 2019

  Brottför:

  • Tjald

  Í ár lýkur raðgöngu Útivistar sem gengur undir nafninu Horn í horn. Gengið er þvert yfir landið frá suð-austri til norð-vesturs. Ferðin hófst í nágrenni við Eystra-Horn í Austur-Skaftafellssýslu og endar nú í sumar í Hornvík. Í sumar hefst ferðin í Gilsfirði en þaðan verður gengið í Arnkötludal og svo áfram í Steingrímsfjörð. Síðan verður haldið norður Strandir þar til komið er í Hornvík. 

  UPPSELT Í FERÐINA.

  • Verð:

   69.000 kr.
  • Nr.

   1907L03
  • Vestfirðir

  • ICS
 • Dags:

  sun. 7. júl. 2019 - mið. 10. júl. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Dalastígur er ný gönguleið á fáförnum en virkilega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki. Farið með rútu að Mosum skammt frá Markarfljóti. Þaðan verður gengið í Þverárgil og komið við í sérstæðum gististað gangnamanna í hellisskúta. Áfram er haldið í skálann í Hungurfitjum þar sem gist verður fyrstu nóttina. Frá Hungurfitjum er gengið upp Skyggnishlíðar að Skyggnisvatni, síðan að Laufavatni í Laufahrauni og áfram í Dalakofann og gist þar. Leiðin frá Dalakofanum liggur yfir norðanverðan Svartakamb að Rauðufossafjöllum. Þar er sérkennileg uppspretta Rauðufossakvíslar og verður ánni fylgt niður fyrir Rauðufossa. Þaðan verður gengið í Landmannahelli og gist þar. Frá Landmannahelli verður farið um Hellismannaleið í Landmannalaugar.

  • Verð:

   54.000 kr.
  • Nr.

   1907L04
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  þri. 9. júl. 2019 - sun. 14. júl. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Í þessari göngu samtvinnast tvær af vinsælustu gönguleiðum Útivistar. Gengið frá Sveinstindi  niður með Skaftá en síðan sveigt til vesturs inn Hólmsárbotna. Áður en haldið verður í skála Útivistar við Strút er komið við í hinni rómuðu Strútslaug þar sem færi gefst á að skola af  sér ferðarykið.

  • Verð:

   68.000 kr.
  • Nr.

   1907L05
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mið. 10. júl. 2019 - sun. 14. júl. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Í þessari ferð er gist í Landmannalaugum fyrstu nóttina og gefst því tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Þaðan liggur leiðin framhjá Hvanngili í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið á sunnudegi er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  Uppselt er í ferðina.

  • Verð:

   85.000 kr.
  • Nr.

   1907L06
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 11. júl. 2019 - sun. 14. júl. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

  • Verð:

   60.000 kr.
  • Nr.

   1907L07
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  sun. 14. júl. 2019 - mið. 17. júl. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Dalastígur er ný gönguleið á fáförnum en virkilega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki. Farið með rútu að Mosum skammt frá Markarfljóti. Þaðan verður gengið í Þverárgil og komið við í sérstæðum gististað gangnamanna í hellisskúta. Áfram er haldið í skálann í Hungurfitjum þar sem gist verður fyrstu nóttina. Frá Hungurfitjum er gengið upp Skyggnishlíðar að Skyggnisvatni, síðan að Laufavatni í Laufahrauni og áfram í Dalakofann þar sem verður gist. Leiðin frá Dalakofanum liggur yfir norðanverðan Svartakamb að Rauðufossafjöllum. Þar er sérkennileg  uppspretta Rauðufossakvíslar og verður ánni fylgt niður fyrir Rauðufossa. Þaðan verður gengið í Landmannahelli og gist þar. Leiðin Í Landmannalaugar liggur um Hellismannaleið.

  • Verð:

   54.000 kr.
  • Nr.

   1907L08
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 18. júl. 2019 - sun. 21. júl. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil.

  • Verð:

   58.000 kr.
  • Nr.

   1907L09
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 18. júl. 2019 - mán. 22. júl. 2019

  Brottför:

  • Tjald

  Siglt frá Ísafirði í Hornvík. Tjaldbúðir settar upp í Höfn. Næstu þrjá daga verður farið í dagsferðir á svæðinu þ.e á Hornbjarg og þar verður svipast um eftir fugli og rebba, yfir í Hvannadal og á æskuslóðir Jakobínu Sigurðardóttur og Þórleifs Bjarnasonar í Hælavík. Síðasta daginn verður gengið yfir í Veiðileysufjörð og farið með báti þaðan. 

  • Verð:

   44.000 kr.
  • Nr.

   1907L10
  • Vestfirðir

  • ICS
 • Dags:

  mið. 24. júl. 2019 - sun. 28. júl. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Fyrstu nóttina verður gist í Landmannalaugum og því gefst tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Leiðin liggur síðan framhjá Hvanngili og í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  • Verð:

   85.000 kr.
  • Nr.

   1907L11
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  sun. 28. júl. 2019 - fim. 1. ágú. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Bækistöðvarferð fyrir krakka, mömmur, ömmur, pabba, afa, frænkur og frændur. Hálendið í kringum Strútsskála verður kannað, farið í Strútslaug, ætt upp og niður fjöll, stiklað yfir ár og leitað að hellisskútum. Farið verður í ratleik, föndrað, haldnar kvöldvökur og kveiktur varðeldur. Það verður glens og gaman. Öll gil og krókar í nágrenni skálans verða skoðuð hátt og lágt, stunduð verður listsköpun úti í náttúrunni, myndir teiknaðar, búnar til sögur, samin lög og sungið, lesnar sögur og ljóð ort. Síðasta kvöldið verður sameiginlegur matur.  

  • Verð:

   56.000 kr.
  • Nr.

   1907L12
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  mið. 7. ágú. 2019 - sun. 11. ágú. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Fyrstu nóttina verður gist í Landmannalaugum og gefst því tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Leiðin liggur framhjá Hvanngili og í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

  • Verð:

   85.000 kr.
  • Nr.

   1908L01
  • Miðhálendi

  • ICS
 • Dags:

  fim. 12. sep. 2019 - sun. 15. sep. 2019

  Brottför:

  • Skáli

  Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli. Farið með rútu í Landmannalaugar á fimmtudagskvöldi og gist í skálanum þar. Á föstudegi verður gengið um Hrafntinnusker og niður í Hvanngil þar sem er gist. Þaðan verður gengið um Emstrur niður í Þórsmörk þar sem gist verður í skála í Básum. Þar bíður göngumanna grillveisla, varðeldur og ósvikin Básastemmning. Á sunnudegi gefst færi á göngu um Goðaland áður en lagt verður af stað heim á leið.

  • Verð:

   58.000 kr.
  • Nr.

   1909L01
  • Miðhálendi

  • ICS


1 / 19

Skælingar