Lengri ferðir

Síun
  • Dags:

    þri. 29. júl. 2025 - fös. 1. ágú. 2025

    Brottför:

    • Skáli

    Þessi ferð er uppseld.

    Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið. Gangan hefst í Hólaskjóli en þaðan er um tveggja klukkustunda gangur í skálann við Álftavötn þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Úr lauginni er gengið í Strútsskála þar sem gist er tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil þar sem rúta tekur upp hópinn.

    Brottför er frá Mjódd.  Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagisting.

    Steinar Sólveigarson er fararstjóri

    Nánari lýsing

    • Verð:

      0 kr
    • Félagsverð:

      89.000 kr.
    • Nr.

      2507L15
    • ICS
  • Dags:

    mán. 4. ágú. 2025 - fim. 7. ágú. 2025

    Brottför:

    Fullbókað í skála en hægt að bætast við í ferðina og vera í tjaldi.
    Skráning hér https://www.utivist.is/ferdir-og-dagskra/lengri-ferdir/vidburdur/6697/eldgja-endilong-afmaelisferd-tjaldgisting 

    Eldgjá endilöng – afmælisferð

    Í tilefni 50 ára afmælis Útivistar verður í ágúst farin afar spennandi afmælisferð eftir endilangri Eldgjá frá norðri til suðurs. Eldgjá er 70 km löng og myndaðist í risagosi um árið 934.Hún er eitt af mestu nátturuundrum landsins. Margir kannast við hana þar sem hún sker Fjallabaksleið nyrðri en fáir hafa skoðað hana endilanga. Hér gefst einstakt tækifæri til að skoða í návígi þetta stórbrotna landslag í fylgd fararstjóra sem þekkja svæðið eins og handarbakið á sér og gista í huggulegum skálum Útivistar á leiðinni. Ferðin er trússferð. Vaðskó þarf alla göngudaga.
    Fararstjóri: Hákon Gunnarsson.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      110.000 kr.
    • Félagsverð:

      96.000 kr.
    • Nr.

      2508L02
    • ICS
  • Dags:

    mán. 4. ágú. 2025 - fim. 7. ágú. 2025

    Brottför:

    • Tjald

    í þessari ferð verður gist í tjöldum.

    Í tilefni 50 ára afmælis Útivistar verður í ágúst farin afar spennandi afmælisferð eftir endilangri Eldgjá frá norðri til suðurs. Eldgjá er 70 km löng og myndaðist í risagosi um árið 934.Hún er eitt af mestu nátturuundrum landsins. Margir kannast við hana þar sem hún sker Fjallabaksleið nyrðri en fáir hafa skoðað hana endilanga. Hér gefst einstakt tækifæri til að skoða í návígi þetta stórbrotna landslag í fylgd fararstjóra sem þekkja svæðið eins og handarbakið á sér og gista á tjaldsvæðum við skála Útivistar á leiðinni. Ferðin er trússferð. Vaðskó þarf alla göngudaga.
    Fararstjóri: Hákon Gunnarsson.

    • Verð:

      93.800 kr.
    • Félagsverð:

      79.800 kr.
    • Nr.

      2508L02TJALD
    • ICS
  • Dags:

    mið. 6. ágú. 2025 - lau. 9. ágú. 2025

    Tími:

    Víknaslóðir - kvennaferð 

    Upplifðu kyrrláta fegurð Víknaslóða – Hægferð fyrir þær sem vilja njóta í rólegheitum

    Víknaslóðir eru margrómað gönguland þar sem óviðjafnanleg náttúrufegurð og friðsæld sameinast í einstaka upplifun. Þetta er ferð fyrir þá sem vilja draga andann djúpt, ganga með hóflegu tempói og njóta augnabliksins. Gangan hefst og endar í Bakkagerði í Borgarfirði eystri, þar sem þú getur dregið þig í hlé frá ys og þys hversdagsins og leyft þér að sökkva inn í einstaka náttúru Austfjarða. Við köllum þetta hægferð þar sem dagleiðirnar eru vel viðráðanlegar – lengstu dagleiðirnar um 15 km – og mesta hækkunin er 920 metrar. Ferðin er sérstaklega vel til þess fallin fyrir konur sem vilja sameina útivist og afslöppun í fallegu umhverfi. Þetta er ekki kapphlaup heldur ferð þar sem áhersla er lögð á að skoða, upplifa og njóta. Vertu með í ferð sem fyllir hugann ró og hjartað gleði á þessum einstaka hluta Íslands. Kynntu þér kyrrláta en stórbrotnu Víknaslóðir – þú munt ekki verða svikin.

    Fararstjóri: Íris Hrund Halldórsdóttir

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      110.500 kr.
    • Félagsverð:

      97.500 kr.
    • Nr.

      2508L01
    • ICS
  • Dags:

    fim. 11. sep. 2025 - sun. 14. sep. 2025

    Brottför:

    • Skáli
    Laugavegur - hraðferð

    Hraðferð um Laugaveginn er tilvalin fyrir þá sem eru í þokkalegu gönguformi og vilja fara þessa fjölförnu leið á þeim tíma þegar fáir eru á ferli.

    Nánari upplýsingar

    • Verð:

      113.000 kr.
    • Félagsverð:

      99.000 kr.
    • Nr.

      2509L01
    • ICS


1 / 19

Skælingar