Fróðleikur

Hér má finna ýmsan fróðleik sem komið getur ferðamanninum að gagni. Þar eru efstar á blaði lýsingar á nokkrum af vinsælustu gönguferðunum sem allar eru fastur liður á dagskrá hvers árs. Þegar verið er að undirbúa ferð, hvort sem það er dagsferð, trússferð eða bakpokaferð, getur verið gott að hafa gátlista að styðjast við. Auk klæðnaðar við hæfi er matur og næring grundvöllur að góðri líðan í hvers konar hreyfiferðum. Skýringar á táknum eru nauðsynlegar til að hafa hugmynd um erfiðleikastig ferða og fleira sem ferðum viðkemur, svo sem gistimöguleika. Loks eru svo ýmsir gagnlegir tenglar á aðrar vefsíður.