Forpöntun á skíðabúnaði hjá GG Sport

04. júní 2021

GG Sport býður Útivistarfélögum forpantanir á K2 skíðunum fyrir næsta vetur. Nú hafa þau einnig bætt við Black Crows, einu flottasta fjallaskíðamerkinu í bransanum og allir ættu að þekkja. Auðvitað verða Marker bindingarnar einnig til forpöntunar.

Það er aðeins 20.000 þús kr staðfesting og restin greidd við afhendingu í nov/des 2021. Staðfestingargjald er óafturkræft.
Þeir sem forpanta skíði fá einnig 20% afslátt af aukabúnaði, þ.e skóm, stöfum, skinnum, broddum og hjálmum sem við tökum beint af lager í vetur. Ég vill þó benda á að jafnaði verður fjallaskíðabúnaður á sömu verðum og erlendis þannig að ykkar kjör verða seint toppuð!

Til að komast í forpöntunarhóp á K2 og Black Crows þarf að senda eftirfarandi upplýsingar á hrafn@ggsport.is
1. Týpu og stærð skíða og bindinga
2. Nafn, síma og email
3. Ganga frá staðfestingu

Forpantanirnar eru í boði til 11.Júní.

Sjá nánar hér.