Jeppaferð

Hér er gátlisti til viðmiðunar í jeppaferðum Útivistar

Nauðsynlegur búnaður:

  • VHF (krafa að Útivistarrásin 41 sé í stöðinni)
  • GPS tæki
  • Teygjuspotti
  • Dráttarkrókar
  • Góð og vel munstruð dekk
  • Húkk framan/aftan –festingar fyrir drullutjakk fyrir hvert dekk jeppans.
  • Drullutjakkur – vel smurður og í lagi
  • Skófla
  • Járn-/álkarl
  • Tappasett
  • Startkaplar
  • Loftdæla (fyrir dekk)
  • Loftþrýstingsmælir
  • Ýmsar olíur t.d. vélarolíla, sjálfskiptingarolía, gírolía, bremsuvökvi
  • Auka hjöruliðskrossar
  • Auka hjólalegur
  • Varasett af öllum reimum sem tengjast mótor
  • Frostvari í eldneyti

 

Nauðsynlegur undirbúningur

  • Athuga legur og hjöruliðskrossa
  • Smyrja og hafa vel virkandi smurolíu- og hráolíusíur
  • Setja frostvara á alla eldneytistanka/brúsa

  

 Æskilegur staðalbúnaður.

  • Hráolíusía
  • Hosuklemmur, strigalímband, bennsl, boltar og skrúfur af ýmsum gerðum.
  • Topplykklasett, fastir lyklar, tangir og skrúfjárn
  • Spil
  • Ísöxi
  • Broddar
  • Sigbelti og línur
  • ……ofl

 

Atriði sem þarf að fara yfir fyrir ferðir -  og á fundum fyrir brottför.

  1. Hver og einn gangi frá eftir sig í skálum og aðstoði við lokaþrif fyrir heimferð.
  2. Aðstoða í festum
  3. Almennt að hjálpast að við hverskyns verkefni sem til falla í ferðinni