Netgíró

07. júní 2023

Við vekjum athygli á að núna er hægt að greiða fyrir ferðir hjá Útivist með Netgíró. Með því að greiða með Netgíró er hægt að skipta greiðslum á dýrari ferðum með einföldum og skilvirkum hætti. Þetta er því kærkomin viðbót fyrir félagsmenn Útivistar og auðveldar þátttöku í skemmtilegum útivistarferðum.