Skaftárhlaup - fréttir af skálanum við Sveinstind

05. október 2015

Starfsmenn Veðurstofunnar voru að störfum við Sveinstind meðan Skaftárhlaup stóð sem hæst og sendu okkur myndir frá skála Útivistar við Sveinstind. Á þeirri stundu reyndist þó ekki unnt að komast að skálanum en séð úr kíki virtist ekki hafa flætt inn í efri hæð skálans. Kjallarinn hefur hins vegar fyllst af vatni og sömuleiðis salernishúsið.  

Myndir er að finna hér á myndasíðu. Þar má sjá að þegar vatnið náði hæst hefur það farið upp undir pallinn við anddyrið.