Helgafell í Mosfellsbæ

Létt og stikuð gönguleið liggur upp á Helgafell í Mosfellsbæ.

Ekið er í gegnum Mosfellsbæ og inn Þingvallaveg skamman spöl þar til komið er að bílastæði þar sem heitir Ásar. Göngustígurinn liggur á ská upp fjallið og eins og öll leiðin er hann merktur með appelsínugulum stikum. Þegar upp er komið er um 3–400 m gangur að hæsta punkti fjallsins. Rétt er að benda á að besta útsýnið er frá suðurbrún fjallsins. Eftir að upp er komið er hægt að halda sömu leið til baka eða fara niður fjallið að sunnanverðu og þar hring í kringum það til austurs.

Hækkun 120 metrar. Sé farinn hringurinn er heildarvegalengd um 6 km.